Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 38
1
^38 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÁLFHEIÐUR ERLA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Kóngsbakka 3,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 22. október.
Útförin hefur farið fram.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi.
Adolf Steinsson,
Ólafur Adolfsson, Hrafnhildur Jónsdóttir,
Svandís Erla Ólafsdóttir, Arnar Steinn Ólafsson,
Steinar Adolfsson, Hafrún Jóhannesdóttir,
Alexandra Berg, Stefanía Berg, Ama Berg.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
FINNUR FINNSSON
kennari frá ísafirði,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánu-
daginn 23. október.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 31. október
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
María Gunnarsdóttir,
Auðunn Finnsson, Rita Evensen,
Finnur Magni Finnsson, Ingibjörg Baldursdóttir,
Viðar Finnsson, Katrín Þorkelsdóttir,
Valdís Finnsdóttir, Ólafur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐJÓNS BÖÐVARS JÓNSSONAR
tónmenntakennara,
Hátúni 4,
áður til heimilis í Safamýri 35.
Þór Guðjónsson, Guðbjörg Ragnarsdóttir,
Börkur Guðjónsson, Ólöf Árnadóttir,
Gná Guðjónsdóttir, Eiður Páll Sveinn Kristmannsson,
Brjánn Guðjónsson, Sigurlaug Hreinsdóttir,
Herdís Brynjarsdóttir
og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi,
INGÓLFUR J. ÞÓRARINSSON,
Hjallaseli 55,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 22. október sl., verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 30. október kl. 15.00.
Að ósk hins látna verða ekki birtar minningargreinar um hann, en þeim,
sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Dóróthea Daníelsdóttir,
Daníel R. Ingólfsson, Olga Ágústsdóttir,
< Bjarni Ingólfsson, Erna Agnarsdóttir,
Elín Ingólfsdóttir,
Örn Ingólfsson, Lovísa Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR
frá Ytri-Vík,
sem lést á Kristnesspítala laugardaginn
21. október, verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju þriðjudaginn 31. október kl. 13.30.
Frímann Hauksson, Þorbjörg Elíasdóttir,
Anna Hauksdóttir, Ingvar Nielsson,
Jóhann Hauksson, Kolbrún Geirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Helgi Þorláksson
fæddist í Múla-
koti á Síðu 31. októ-
ber 1915. Hann lést á
Droplaugarstöðum í
Reykjavík 18. októ-
ber síðastliðinn.
Helgi var sonur
hjónanna Þorláks
Vigfússonar, f.
27.10. 1879, d. 28.9.
1936, og Helgu Guð-
nýjar Bjarnadóttur,
f. 18.2. 1884, d. 12.9.
1970. Bræður Helga
voru Karl, f. 24.4.
1910, d. 30.5.1910 og
Bjarni, f. 7.8. 1911, d. 8. 11. 1975,
bóndi í Múlakoti.
Helgi kvæntist 4.7. 1942 Gunn-
þóru Sigurbjörgu Kristmundsdótt-
ur, f. 10.6. 1922, fyrrv. skólaritara
og húsmóður. Hún er dóttir Krist-
mundar Jóhannssonar og Elínar
Aðalbjargar Þorsteinsdóttur úr
Vestmannaeyjum. Böm Helga og
Gunnþóm era: 1) Þorkell,
orkumálastjóri, f. 2.11. 1942,
kvæntur Helgu Ingólfsdóttur,
semballeikara. 2) Þorsteinn, sagn-
fræðingur, f. 16.4. 1946, kvæntur
Guðlaugu Magnúsdóttur, félags-
ráðgjafa. Þau eiga þijú böm. 3)
Þorlákur Helgi,
fræðslustjóri, f. 24.9.
1948, kvæntur Krist-
jönu Sigmundsdóttur,
félagsráðgjafa. Þau
eiga fjórar dætur og
fimm barnabörn. 4)
Þorvaldur Karl, bisk-
upsritari, f. 9.4. 1950,
kvæntur Þóra Krist-
insdóttur, kennara.
Þau eiga fjögur böm
og eitt bamabarn. 5)
Þorgeir Sigurbjöm,
jarðfræðingur, f. 13.
10. 1953, kvæntur
Laufeyju Tryggva-
dóttur faraldsfræðingi. Þau eiga
þrjú böra. 6) Þóra Elín, arkitekt, f.
22.2.1962, gift Einari Braga Indr-
iðasyni, kerfissljóra. Þau eiga þijú
börn.
Helgi lauk kennara- og söng-
kennaraprófi frá Kennaraskóla Is-
lands árið 1938 og stúdentsprófi
sama ár. Hann sótti ýmis námskeið
í tungumálum, tónlist og kennslu-
málum heima og erlendis. Helgi
var kennari við Barnaskólann í
Vestmannaeyjum 1938-1944 og
jafnframt stundakennari við
Kvöldskóla iðnaðarmanna þar og
Gagnfræðaskólann í Vestmanna-
eyjum, Gagnfræðaskólann á Akra-
nesi 1944-1946 og settur skóla-
stjóri síðari veturinn, kenndi við
Gagnfræðaskólann í Reykjavík
(síðar Gagnfræðaskóla Austurbæj-
ar) 1946-1959, þar af yfirkennari
siðustu þrjú árin. Hann var skóla-
stjóri Vogaskóla frá stofnun hans
1959 til 1981. Helgi var organisti
og söngsljóri við Prestsbakka-
kirkju á Síðu frá 1931 og fram að
námsárum, við Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 1942-1944 og við
Langholtsprestakall 1952-1962.
Hann var tilsjónarmaður með víet-
nömskum fjölskyldum frá 1979.
Helgi tók þátt í margs konar fé-
lagsstarfí; í ungmennafélagshreyf-
ingunni á íslandi, sat í sfjórn
Hjartaverndar, Ríkisútgáfu náms-
bóka, var formaður Landssam-
bands framhaldsskólakennara og
formaður safnaðamefndar Lang-
holtssóknar og átti sæti í mennta-
málanefnd þjóðkirkjunnar. Þá rit-
aði hann fjölda blaðagreina og
flutti erindi í útvarp um skólamál.
Helgi var brautryðjandi á ýmsum
sviðum skólamála, t.d. með því að
taka upp fjölbreytt námsval í
Vogaskóla, sem segja má að hafi
verið undanfari áfangakerfis á ís-
landi. Helgi var sæmdur Riddara-
krossi Fálkaorðunnar fyrir störf
að kennslu- og uppeldismálum.
Útför Helga fer fram frá Lang-
holtskirkju í Reykjavík mánudag-
inn 30. október og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
HELGI
ÞORLÁKSSON
Elsku afi minn. Mig langar að
segja þér hvað ég sakna þín mikið.
Nú ertu farinn frá okkur og allir svo
tómir og sorgmæddir.
Þegar þú varðst fyrst veikur í
fyrra var ég alveg viss um að þér
myndi batna. Þú gast lítið talað og
ekkert labbað. Síðan liðu vikumar
og ekkert breyttist. Með tímanum
hættirðu alveg að reyna að tala og í
hvert sinn sem ég kom hélstu bara
fast í höndina mína. Þú vildir ekki
sleppa. Þetta var þín leið að tjá þig
og í rauninni var það nóg til að ég
skildi þig.
Síðasta kvöldið sem þú lifðir kom
ég í heimsókn með pabba. Ég settist
við hliðina á þér, þú varst svo frið-
sæll og svafst djúpum svefni. Ég var
ekki viss hvort þú heyrðir í mér
þannig að ég tók bara í höndina þína
eins og þú hafðir alltaf gert við mig.
Þegar mamma kom daginn eftir
og sagði mér að þú værir dáinn vildi
ég ekki trúa því. Ég skildi það ekki
fyrr en ég kom inn í herbergið þitt
um kvöldið og sá þig. Ég varð svo
leið, ég hef aldrei verið jafn sorg-
mædd á allri ævi minni.
Nú ertu kominn til himna og ég
sakna þín afskaplega mikið. Ég vil
bara að þú vitir það að þú hefur haft
mikil áhrif á mitt líf og eflaust á
marga aðra.
Mér þykir svo vænt um þig, afi
minn, og ég vona að við hittumst á
ný.
Þín,
Hildur.
Með þessum orðum langar mig að
minnast Helga afa míns í Akurgerð-
inu eins og við systkinin kölluðum
hann ávallt. Þegar ég sest niður og
hugsa um afa er ýmislegt sem kem-
ur upp í huga mér. Þegar hann sat
við píanóið í Akurgerðinu um jólin
og fjölskyldan söng saman jólalög.
Hann hafði svo gaman af því að
syngja og spila á orgelið og svo þeg-
ar hann hélt þessa fínu ræðu í
brúðkaupi okkar hjóna. En það sem
mun aldrei fara úr huga mér eru
tveir síðustu dagar í lífi afa. Hinn
17. október sat ég ásamt fjölskyldu
minni og ömmu og vakti yfir afa,
mikið er lífið furðulegt hugsaði ég
mér. Þarna sátum við og vöktum yf-
ir afa en jafnframt vorum við líka að
bíða eftir frumburði okkar hjóna.
Hvern hefði grunað að þessir tveir
atburðir áttu eftir að gerast á sama
degi. Hinn 18. október fengum við
þær fregnir á fæðingastofuna að afi
minn væri látinn, nákvæmlega
tveimur klukkutímum síðar eignuð-
umst við hjónin frumburð okkar, lít-
inn dreng. Elsku amma, á þessum
erfiðu tímum er gott að eiga svona
stóra og góða fjölskyldu og mundu
bara að ef þú verður mjög einmana
þá getur þú alltaf komið til
Njarðvíkur og hjálpað mér með
þvottinn.
Guð blessi þig amma og minning-
una um afa.
Ingibjörg og Jón Júh'us.
Mig langar að minnast afa míns
Helga í nokkrum orðum. Afi var
hlýr og góður maður. Einna sterk-
ustu minningar mínar um hann eru
hversu vel hann tók alltaf á móti
mér þegar ég kom í heimsókn. Al-
veg fram á allra síðustu ár tók hann
utan um mig og lyfti mér upp þegar
ég kom til hans. Því hætti hann ekki
þótt ég stækkaði með árunum, en
þegar þrótturinn minnkaði var
kveðjan jafnhlýleg; hann tók þétt-
ingsfast í báðar hendurnar á mér og
faðmaði mig að sér. Ég held að eng-
inn sem þekkti afa gleymi heldur
brosunum hans sem voru svo inni-
legoggóðleg.
Afi var líka sérstaklega duglegur
og ákveðinn maður. Með þraut-
seigju lauk hann því sem hann tók
sér fyrir hendur. Ágætt dæmi um
það var þegar við heimsóttum þau
ömmu í sumarbústaðinn þeirra,
Brekkukot, fyrir nokkrum árum. Þá
var afi farinn að missa máttinn í
annarri hendinni en hafði þó tekist
að koma þungri þvottavél upp þrep
og út í gegnum allan bústaðinn.
Þetta hefði átt að vera erfiðisvinna
fyrir tvo fullsterka menn, en með
þolinmæði og útsjónarsemi hafði
honum tekist að mjaka henni smátt
og smátt út.
Ég kveð afa minn með miklum
söknuði. Mér er þó ofar í huga þakk-
læti til hans fyrir þær fallegu minn-
ingar sem hann hefur gefið mér. Ég
veit að afi brosir niður til okkar það-
an sem hann er núna og hlakkar til
að hitta okkur aftur þegar þar að
kemur.
Tryggvi.
Elsku afi.
Ég vildi skrifa þér nokkur
kveðjuorð nú þegar þú ert farinn.
Það sem stendur upp úr þegar ég
hugsa til baka er hvað þú varst
merkilegur, ljúfur og góður maður.
Ég man aldrei eftir að hafa séð þig
reiðan, þú brostir alltaf þínu breið-
asta þegar maður kom í heimsókn.
Allir sem þekktu til þín og vissu
hver þú varst töluðu um það hvað þú
varst góður kennari og það kemur
mér ekki á óvart. Ég kveð þig með
söknuði og veit að á móti þér taka
margir opnum örmum.
María Þóra.
Afi Helgi er dáinn.
Þá er kominn tími til að læra að
allt breytist. Mér fannst að það væri
eins konar náttúrulögmál að ég ætti
tvær ömmur og tvo afa en svo er
ekki, heldur hitt, að fólk deyr.
Afi var búinn að vera mjög veikur
og við í fjölskyldunni sáum smám
saman á eftir þeim manni sem við
þekktum. Hann var tilbúinn til þess
að kveðja, í sumar fannst mér eins
og hann sæti bara og biði, með sinni
frægu þolinmæði og þrautseigju.
Amma annaðist hann ótrúlega vel
í veikindunum.
Ég á margt að þakka afa og því bý
ég að, þó hann sé farinn.
I gegnum afa tengdist ég landinu.
Hann og amma gerðu sveitina fyrir
austan að minni sveit. Hann tengdi
mig líka við fortíðina. Afi bjó fyrstu
ár ævi sinnar í torfbæ og ólst upp í
sveitinni sem ég þekki svo vel. Hann
átti mikið af forvitnilegum gömlum
hlutum sem hafði dagað uppi í hans
fórum, óhultir fyrir endurnýjun nú-
tímans. Þannig er einmitt litli bú-
staðurinn undir Múlanum, þar
stendur tíminn kyrr, undir tíma-
lausum fjöllunum.
Ég á margar góðar minningar um
afa minn. Þessi hláturmildi maður
með stríða skeggið var yndislegur
afi fyrir litla stelpu. Það var alltaf
gaman og spennandi að koma í Ak-
urgerði, sérstaklega þegar við
frænkurnar fengum að gista þar.
Fyrir austan man ég hvernig
hann leiddi förina upp á Múlann, og
áfram upp á fjallið, með rösklegu
fasi sem minnti 4 forna íslenska af-
reksmenn. Þessi mynd af afa mínum
með kaskeiti og göngustaf í hönd, að
stíga fjallið, hún er óbreytanleg,
eins og fjöllin austur á Síðu og allar
minningarnar um þennan góða
mann.
Þakka þér fyrir allt elsku afi.
Hjördís.
Deyr fé,
deyjafrændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Góður, mikilhæfur maður er
genginn. Helgi Þorláksson var
fyrsti skólastjóri í Vogaskóla í
Reykjavík. Voga- og Heimahverfin
voru þá í uppbyggingu. Meirihluti
íbúa var ungt fólk með börn sem var
að koma sér upp heimili. Vogaskóli
stækkaði því fljótt og varð fjöl-
mennasti grunnskóli landsins með
um 1.700 nemendur. Grunnskóli á
þeim tíma skiptist í barnaskóla og