Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 39 gagnfræðiskóla sem voru seinna sameinaðir í einn grunnskóla. Helga þótti vænt um Vogaskóla. Hann lagði sig allan fram við að gera hann að góðum skóla þar sem nemendum og kennurum liði vel og að sem allra besti árangur næðist í námi og þroska. Það var gott að vinna undir stjórn Helga. Hann stjórnaði af öryggi og festu. Þó hafði kennarinn sjálfræði í starfi. Það var alltaf gott að leita til hans. Hann var vel að sér og öruggur og skoðaði öll mál vel og lét sér annt um barnið ekki síður um kennarann. Stór skóli þurfti fjölda kennara. Margir góðir kennarar réðust til Vogaskóla. Helgi hafði þá skoðun að kennarinn skipti mestu máli. Áhöld, tæki og góð aðstaða væri auðvitað nauðsyn en ekkert af því gagnaðist án góðs kennara. Kennari yngstu barnanna er ekki síður mikilvægur en þeirra elstu, áleit Helgi. Margir kennarar Vogaskóla urðu vinir hans til æviloka. Ungur hóf Helgi kennslu í Vest- mannaeyjum. Þar mætti hann ham- ingju lífsins þegar hann kynntist konuefni sínu, Gunnþóru Krist- mundsdóttur. Þau hafa síðan búið í sérlega ástríku hjónabandi við bax-nalán mikið. Börnin eru sex, fimm synir og ein dóttir og afkom- endur orðnir margir sem bera þess merki að þeir eru af sterkum rótum. Eftir viðkomu á Akranesi fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Helgi fór að kenna við Gagnfræðiskóla Austur- bæjar. Ég kynntist nokkrum nem- endum hans þaðan sem sögðu mér að íslenskukennslan hans myndi endast þeim alla ævi. Helgi kenndi við Gagnfræðiskóla Austurbæjar frá 1946-1959 en 1959 var Vogaskóli stofnaður þar sem hann gerðist skólastjóri. Árið 1946 þegar Helgi og Gunn- þóra flytja til Reykjavíkur með sína fjölskyldu gerast þau frumbýlingar í Vogahverfi. Vogahverfi var þá eins og þorp í mótun þar sem fólk bjó í hálfbyggðum húsum og Heimarnir ekki til. Þá var ekki skóli, kirkja eða félagsheimili. Helgi tekur fljótt til starfa ásamt fleirum að stofna fram- farafélag. Þá var hafist handa að reisa Langholtskirkju og ráða prest. Fyrsti prestur í Langholts- söfnuði var sr. Árelíus Níelsson. Helgi var formaður safnaðarnefnd- ar Langholtsprestakalls fi'á stofnun 1952 til 1964. Safnaðarheimili var reist á undan kii'kjunni og það notað sem kirkja í mörg ár. Fyrsti organ- istinn og söngstjórinn í Lang- holtsprestakalli var Helgi Þorláks- son og sinnti hann því í tíu ár, 1953-1963. Helgi bar alltaf hlýjan hug til gömlu kirkjunnar sinnar, Langholtskii-kju. Það gladdi hann óumræðilega að koma í kirkjuna skömmu áður en hann dó. Sonur hans ók honum í hjólastól inn kirkjuna en Jón Stefánsson spilaði íýi'ir hann á orgelið. Þetta var heil- ög stund. Nú er komið að kveðju- stund og að þakka fyrir vináttu og tryggð. Kæra Gunnþóra og fjölskylda. Ég votta ykkur dýpstu samúð. Minn- ingar um góðan mann hugga og ylja. Kristín S. Björnsddttir. Það sem ég man einna helst af minni skólagöngu í Vogaskóla er hái, reisulegi maðurinn sem stjórn- aði skólanum. Helgi Þorláksson hafði mikið og gott samband við nemendur sína og kom fram við þá á jafnréttisgrundvelli. Hann var réttsýnn og þolinmóður og sýndi öll- um skilning. Maður fékk það stund- um á tilfinninguna að skólinn væri ein stór fjölskylda í augum Helga, ekki síst vegna þess að þau hjónin unnu bæði í þar og virtist hann vera þeirra annað heimili. Það var gott að vera í Vogaskóla. Ég vil þakka Helga Þorlákssyni skilning og hlýju í garð nemenda sinna og senda Gunnþói'u mína dýpstu samúð svo og allri hennar fjölskyldu. Þdra Gunnarsddttir, útsk.árg. 1982. Mig langar til að kveðja vin minn, Helga Þorláksson. Helgi var svo ná- tengdur æsku minni. Ég held að það hafi verið fyrsta nafnið sem ég lærði eftir að fjölskyldan fluttist frá Eyr- arbakka til Reykjavíkur 1952, svo og nafn Gunnþóru, konu hans. Yfir- leitt voi-u nöfnin Gunnþóra og Helgi nefnd saman, svo nátengd voru þau. Hann var alltaf kallaður fullu nafni og það nefnt með virðingu. Éaðir minn, Árelíus Níelsson, og Helgi voru nánir samstarfsmenn um áratuga skeið og óhætt að segja að aldrei bar skugga á. Frá byrjun snenx þeir bökum saman, prestur- inn og formaður safnaðarins, ásamt fleii’a góðu fólki að búa til söfnuð, Hálogalandssókn, með öllum þeim ákafa sem til þurfti. Fundir voru haldnir heima hjá Gunnþóx-u og Helga í Nökkvavogin- um, mikill var einhugurinn og ákaf- inn. Gunnþóra bar fram veitingar og fundir oft langir. Það var gaman á þessum árum og ekkert verk svo stórt að ekki væri hægt að koma því í framkvæmd. Ásamt Framfarafélagi Langholts- og Vogahverfis voru haldnar útihá- tíðir árum saman, til að safna fyrir kii’kjubyggingunni, sem var að sjálfsögðu efst á óskalistanum. Þeg- ar til baka er litið er þetta ótrúlegt afrek. Svæðið milli Ferjuvogs, Gnoðarvogs og Skeiðarvogs girt af og reistur pallur og þar voru skemmtiatriði allan daginn og svo dansað í kvöldsólinni. Til þessa hlakkaði fólkið allt árið. Ég man ekki til að hafa heyrt um annað en að ríkt hafi einhugur á þessum fundum, nema þegar upp kom að óráð væri að byggja svona stóra kirkju. En þá voru þeir fóst- bræður, pabbi og Helgi, sammála eins og áður. Stór skyldi hún verða. Fyrst safnaðarheimili þar sem pláss væri fyrir sóknarbörnin, bæði til að sækja guðsþjónustur og ekki síður fyrir alla þeirra fundi. Svo skyldi kirkjan rísa, Hálogalandskirkja, eins og hún heitir á fnxmteikning- um. Þar var gert ráð fyrir að tónlist og söngur hljómuðu fegurst Guði til dýrðar. Helgi stjórnaði kirkjukórnum og þar vorum við nokkrar frá 12 ára aldri. í safnaðarstarfinu byrjaði oft- ar en ekki söng - og tónlistaráhugi unga fólksins í sókninni. Helgi hafði lag á að glæða áhuga okkar, til að læra sálma, ljóð og lög. Helgi var formaður safnaðar- nefndar Langholtssafnaðar 1952- 1962. Þá var blómlegt starf í sókn- inni. Kórar ungs og eldra fólks, unglingafélag og börnin fjölmenntu til bænastunda og söngs. Eftir að við systkinin urðum eldri og þurftum að fá organista við okk- ar athafnir var gjarnan hi’ingt til Helga. Hann brást alltaf vel við og kom ásamt Gunnþóru. Hann kom þá gjarnan með eitthvað gamalt og hugljúft sem vakti endurminning- arnai’ og kryddaði samverustund- ina. Fyrir þetta vil ég þakka. Helgi gaf æskuminningunum meiri lit. Kirkjan reis með öllum þeim myndai'brag sem frá upphafi var dreymt um, en „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá“. Við Steinar sendum Gunnþóru og fjölskyldu hennar okkar bestu sam- úðarkveðjur. Merkur maður er genginn. María Arelíusdóttir. Drottin allar þjóðir, vegsamið hann allir lýðir því miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti hans varir að eilífu. (Sálm. 117.) Helgi Þoi’láksson valdist fyrstur manna til að leiða lofsöng Lang- holtssafnaðar, ráðinn organisti stuttu eftir að söfnuðurinn var stofnaður árið 1952. Gegndi hann þeirn þjónustu í áratug. Það var mikið gæfuspor fyi’ir söfnuðinn; tónninn var gefinn fyrir það sem koma skyldi. Helgi varð einnig nánasti sam- starfsmaður séra Árelíusar sem fyrsti sóknarnefndarformaðurinn, hvar ótal vei'kefni biðu í ört vaxandi söfnuði. Það stæi-sta var að byggja sam- komustað fyrir söfnuðinn, hvar hægt var að koma saman til bænar og lofgjörðar, uppfræðslu og samfé- lags. Með tvær hendur tómar vai’ byrj- að fyrir tæpri hálfri öld, og er hollt að rifja það upp. í reynd er ekki langt síðan starfið hófst, en þó hefur svo ótal margt gerst, margir sigrar unnist. Og ástæðan er sú að það var og er til fólk sem svarar köllun til starfa, og hefur lagt fram sinn skerf, brauðið sitt og smáfiska, sem að Drottinn hefur fengið að blessa. Helgi Þorláksson stóð í fylkingar- brjósti í vaskri sveit karla og kvenna sem byggðu upp starf og húsakynni í Langholtssöfnuði fyrstu árin; maður sem bar mikla hugsjón í brjósti en bjó einnig yfir dug og krafti til að koma hlutunum í framkvæmd. Fyrr á þessu ári átti Helgi Þor- láksson enn erindi í Langholts- kirkju. Hann kom til að njóta stórr- ar stundar, fá með eigin augum og eyrum að sjá og reyna að enn einn áfanginn við uppbyggingu safnaðar- starfs og kirkju var orðinn að venx- leika; áfangi sem hann hafði sjálfur löngu fyrr lagt grunn að. Augu hins aldna manns lýstu af tænxm og inni- legum fögnuði þegar organisti Langholtskirkju settist við hið nýja orgel og fór að leika á hljóðfærið. Sjálfur hafði hann ekki lengur þrótt til að spila sem forðum, en vita meg- um við að í hjarta sínu flutti hann Guði lofgjörðaróð, færði Drottni þakkargjörð fyrir það að „miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti hans varir að eilífu“. Langholtssöfn- uður minnist Helga Þorlákssonar fyrrum organista og sóknarnefnd- arformanns og skólastjóra Voga- skóla með djúpri virðingu og þakk- læti, íyrir hans miklu og blessunarríku þjónustu fyrir söfn- uðinn, jafnt við kirkjustarf sem og við skólastjórn. Guð blessi og styrki eiginkonu hans, böm og fjölskyldu. Jón Helgi Þórarinsson, sóknar- prestur Langholtskirkju. Langri göngu lífs á vegi er lokið og önnur ganga byrjuð á öðru tilverustigi. Helgi Þorláksson fyrr- verandi skólastjóri hefur kvatt þennan heim en í þakklátum huga samferðamanna lifir minning frá liðinni tíð. Hjá Bandalagi kvenna í Reykja- vík starfa margar nefndir á vegum þess, þar á meðal nefnd er farið hef- ur með skemmtiefni á elliheimili í Reykjavík til margra ára. Á þeim vettvangi lágu leiðir saman því Helgi var þar gleðigjafi og hjálpar- hella nefndarkvenna. Hann stjórn- aði söng og lék á hljóðfæri á þessum samkomum og fannst mörgum öllu vel borgið í skemmtihaldinu þegar Helgi sat við stjórnvölinn, allt unnið án endurgjalds. Þeir sem eru svo lánsamir að vera búnir slíkum eiginleikum frá skapai’ans hendi sem Helgi var og vera fús að miðla af nægtarbrunni hæfileika sinna, hljóta ómælda þökk þeirra er njóta kunna. Við konurnar sem skipuðum fyi’rnefnda nefnd á þeim tíma er um ræðir erum því í þakkarskuld við Helga og viljum votta honum virðingu okkar og þökk fyrir óeigingjarnt framlag hans til að stytta stundir þeirra er dvelja á fjölbýli elliheimila síðustu ævi- stundirnar. Helgi Þorláksson er kært kvadd- ur. Eiginkonu hans Gunnþóru og fjöldskyldu eru færðar hjai-tans samúðarkveðjur og biðjum henni og afkomendum þeirra hjóna blessun- ar um ókomin ár. Við þökkum samleið á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heil húnboðarnáðinasína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (V.E.) Ellimálanefnd BKR árin 1987-1994. • Fieiri minningargreinar um Helga Þorláksson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, SVANFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Heiðarbraut 37, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 31. október kl. 14.00. Elísabet Mroczek, James Mroczek, Jón Pálmi Karlsson, Þórdís Guðjónsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og mágkonu, SÓLRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR, Eyrarholti 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir dýrmætan stuðning og hlý- hug á erfiðum stundum. Sindri Grétarsson, Hermann Örn, Harpa Hrönn Grétarsdóttir, Erna Mjöll Grétarsdóttir, Járnbrá Einarsdóttir, Grétar Bjamason, Elín Björg Ragnarsdóttir, Jón Bjarni, Hannes Jón Marteinsson, Guðlaugur Jón Þórðarson, Magnús Jónas Jóhannesson, Gunnar Jóhannes Magnússon, Stefnir Einar Magnússon, Björg Magnúsdóttir, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir, Rósa Björk Magnúsdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS GÍSLA HALLDÓRSSONAR, Klukkubergi 39, Hafnarfirði. Sigurjóna Friðjónsdóttir, Friðjón Pálsson, Hrafnhildur Karlsdóttir, Halldór Pálsson, Helga G. Ólafsdóttir, Gísli Pálsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Sigríður Pálsdóttir, Helgi Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elsku móðir okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR GUÐRÚNAR ARNFINNSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Lönguhlíð 19. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Eir fyrir ein- staka umönnun síðustu árin hennar. Karen Guðmundsdóttir, Guðmunda Gunnur Guðmundsdóttir ísfeld, Ingþór ísfeld, Auður Inga Ingvarsdóttir, Guðjón Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför frænku okkar, SIGURLAUGAR JÓNU HALLGRÍMSDÓTTUR, Flatahrauni 16a, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Margrét Jóna Guðjónsdóttir, Jónina B. Jónasdóttir, Auðbjörg Guðjónsdóttir, Hallgrímur Jónasson, Hallgrímur Guðjónsson, Jónas Þór Jónasson, Guðný Védís Guðjónsdóttir, Edda Jóna Jónasdóttir og fjölskyldur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.