Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 272. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Riðuveiki greind í þýskum kúm Bcrlín.AFP.AP. ÓTTI manna um að riðuveiki væri útbreiddari en áður var talið var staðfestur í gær, þegar fregnir bárust af því að veikinn- ar hefði orðið vart í nautgripum í Þýskalandi og á Azor-eyjum. Þjóðverjar hafa löngum full- yrt að nautgripir í landinu væru lausir við riðu, en yfirvöld í Slésvík-Holtsetalandi tilkynntu í gær að smit hefði fundist í einni kú í sambandsríkinu, á einu mesta landbúnaðarsvæð- inu í Þýskalandi. Kýrin kom í heiminn árið 1996, en henni hefur nú verið slátrað, sem og öllum þeim dýrum sem hafði verið gefið sama fóður. Sex tilfelli kúariðu komu upp í Þýskalandi á árunum 1994- 1997, en í öllum tilvikum var um að ræða innflutta nautgripi, sem voru sýktir við komuna til landsins. Öilum nautgripum á Azor-eyjum slátrað Fregnir bárust einnig af því í gær að riðuveiki hefði greinst á Azor-eyjaklasanum, f kú sem borin var í Þýskalandi. Kýrin, sem var flmm vetra gömul, var flutt til eyjarinnar Sao Miguel fyrir tveimur árum, en ekki er ljóst hvenær hún smitaðist af sjúkdómnum. Er þetta fyrsta tilfelli riðu- veiki sem greinst hefur á Azor- eyjum, og í kjölfarið hefur verið ákveðið að slátra öllum naut- gripum á eyjunum, um 2.650 dýrum. Hæstiréttur tekur fyrir áfrýjun repúblikana vegna handtalningar í Flórída Áfangasigur fyrir Bush Washington. AFP, AP. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna ákvað í gærkvöld að taka fyrir áfrýj- un Georges W. Bush, forsetaefnis repúblikana, á dómi hæstaréttar í Flórída, en repúblikanar krefjast þess að niðurstaða handtalningar at- kvæða í ríkinu verði ekki tekin gild. Málflutningurinn fer fram á föstu- daginn í næstu viku. Er þetta talinn mikill áfangasigur fyrir Bush. Dómarar hæstaréttar samþykktu að hlýða á röksemdir repúblikana fyrir því að úrskurði hæstaréttar Flórída, þess efnis að handtalning atkvæða í nokkrum sýslum ríkisins væri heimil, skyldi hnekkt. Lögfræð- ingar Bush halda því fram að sú staðreynd að handtalning fari aðeins fram í þremur af 67 sýslum Flórída brjóti í bága við 14. breytingar- ákvæði bandarísku stjórnarskrár- innar, sem kveður á um að allir skuli njóta jafnrar verndar laganna. Mál- flutningurinn mun standa yílr í eina og hálfa klukkustund. Stuðningsmenn Bush lýstu yfír ánægju með ákvörðun hæstaréttar, en David Boies, lögfræðingur Als Gores, kvaðst ekki búast við því að rétturinn ógilti úrskurð æðsta dóm- stóls Flórída. Munurinn fer minnkandi Handtalning atkvæða fer nú fram í tveimur sýslum Flórída, Broward og Palm Beach, og henni verður haldið áfram um helgina, enda fól áfrýjun repúblikana ekki í sér kröfu um að hún yrði stöðvuð, heldur að niðurstaðan hefði ekki áhrif á loka- úrslit í ríkinu. Sýslumar verða að skila niðurstöðum handtalningar af sér klukkan 17 að staðartíma á morgun, sunnudag, og innanríkis- ráðherra Flórída, Katherine Harris, hyggst lýsa yfir úrslitum í ríkinu um klukkustundu síðar. Aður en handtalningin hófst hafði George W. Bush 930 atkvæði um- fram A1 Gore, en um miðjan dag í gær hafði hún leitt til þess að forskot Bush hafði minnkað í 724 atkvæði. Gore virtist nær eingöngu vera að vinna á í Broward-sýslu, en hand- talningin virtist breyta afar litlu í Palm Beach. Eftir ákvörðun hæsta- réttar í gær er ljóst að jafnvel þótt Gore yrði með fleiri atkvæði en Bush í Flórída eftir handtalninguna, gæti hann ekki lýst yfir sigri á sunnudag. Cheney heim af sjúkrahúsi Dick Cheney, varaforsetaefni repúblikana, fékk að fara heim af sjúkrahúsi í gær, en hann fékk vægt hjartaáfall á miðvikudag. Cheney sagði eftir útskriftina af sjúkrahús- inu að „engar hömlur“ væru á hann lagðar, sem gætu hindrað hann í að takast á hendur embætti varafor- seta. AP Umhverfísverndarsinnar stóðu í gær fyrir táknrænum mótmælum fyrir framan ráðstefhuhöllina í Haag. Ovíst um niðurstöður í Haag Haag. Morgunblaðið. RÁÐHERRAB þeirra 180 landa, sem taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag, áttu að funda í nótt til að freista þess að komast að samkomulagi um út- færslu Kyoto-bókunarinnar. Miðað við hve langt var í land í gærkvöldi var talið ósennilegt að niðurstaðan gæti orðið sérlega ná- kvæm. Búist var við að það yrði óljóst fram á sfðustu stundu hvort íslenska sérmálið um að tekið yrði tillit til einstakra verkeftia í litlum hagkerfum, sem í raun þýðir að svigrúm verði til að auka stóriðju á íslandi, yrði með í niðurstöðunum. Yasser Arafat ræddi við Ehud Barak í gegnum síma frá Moskvu Samstarf öryggissveita þjóðanna tekið upp á ný Gaza-borg, Jerúsalem, Moskva. AFP, AP. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, samþykktu í gær að taka á ný upp samstarf milli öryggis- sveita þjóðanna og að samstarfsskrif- stofur þeirra yrðu opnaðar aftur. Arafat átti í gær fund með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu, og ræddi hann við Barak símleiðis það- an. AF'P-íréttastofan greindi frá því að eftir að fundur Pútíns og Ai-afats hefði staðið yfir í tvær klukkustundir hefði Rússlandsforseti staðið upp, tekið upp símann á skrifstofu sinni og hringt í Barak. Eftir að þeir höfðu rætt saman í nokkra stund mun Pútín hafa rétt Arafat símtólið. Að sögn ísraelskra embættismanna hét Ara- fat því í samtalinu við Barak að hann myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að stöðva ofbeldisverk á sjálf- stjómarsvæðum Palestínumanna, en átökin hafa nú staðið í tvo mánuði. Pútín og Arafat í Moskvu í gær. AP Samstarfsskrifstofur ísraela og settar á fót í kjölfar Óslóar-friðar- Palestínumanna, sem Barak og Ara- samkomulagsins, en þær eru síðustu fat samþykktu að opna á ný, voru leifar samstarfs þjóðanna í öryggis- málum. ísraelsstjóm sleit samstarf- inu á fimmtudag, eftir að ísraelskur hermaður beið bana í sprengjuárás á samstarfsskrifstofu á Gaza-svæðinu. Áður en Arafat hélt frá Moskvu f gærkvöldi sagði hann við fréttamenn að þátttaka Rússa í friðarumleitunum milli ísraela og Palestínumanna væri „afar þýðingarmikil“. Rússar hafa ekki látið mikið að sér kveða í friðar- viðræðum milli þjóðanna að undan- förnu, og þótti fjarvera þeirra á leið- togaíúndinum í Egyptalandi í síðasta mánuði bera vott um áhrifaleysi þeirra. En stjómmálaskýrendur sögðu í gær að fundur Pútíns og Ara- fats væri ef til vill til marks um að Rússar myndu leika stærra hlutverk í friðarferlinu á næstunni. Tilkynning ísraela síðdegis um að utanríkisráð- herrann Shlomo Ben-Ami myndi halda til viðræðna við rússneska ráðamenn í Moskvu í næstu viku þótti renna stoðum undir þá kenningu. Steinn Steinan Hver var hann í raun og veru? tJpO JPV FORLAG MORGUNBLAÐIÐ 25. NÓVEMBER 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.