Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Trúðslæti í ljósa- dýrðinni JÓLIN ERU af mörgtim talin hátíð barnanna. Þessi hátíð ljóss og frið- ar hefur haldiö innreið sína í versl- anir þar sem glaðbeittur trúður gladdi hjörtu barna á öllum aldri með heilum dýragarði undravera sem hann galdraði fram úr skræpóttri erminni. ----f-4-4--- Innbrot í Há- * skóia Islands upplýst LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst innbrot í húsnæði Háskóla íslands við Dunhaga aðfaranótt fimmtudags. Þar var stolið ýmsum tölvubúnaði fyrir u.þ.b. hálfa milljón króna. Fjórir menn á aldrinum 14-22 ára voru handteknir vegna málsins. Þýf- ið fannst við leit og er málið talið upplýst. Ætlunin var að koma því í verð fyrir fíkniefni. Við leitina fannst auk þess þýfi úr öðrum innbrotum, m.a. í bifreið og í heimahús í Kópa- vogi. Morgunblaðið/Jim Smart Kennari löggiltra verðbréfa- miðlara um dóm Hæstaréttar Tímamót sem hafa ófyrirséð áhrif NIÐURSTAÐA Hæstaréttar um að hafna kröfu manns, sem krafðist riftunar og skaðabóta vegna hluta- fjárkaupa í Handsali þar sem hann hafi fengið rangar upplýsingar um raunvirði félagsins og útboðslýsing hafi ekki legið fyrir, sem skylt var, virðist marka ein mestu tímamót sem orðið hafa í sögu hins unga íslenska verðbréfamarkaðar og mun hafa ófyrirséð áhrif, að því er fram kemur í grein Helgu Hlínar Hákonardóttur, lögfræðings hjá Íslandsbanka-FBA og kennara á námskeiði til prófs í verðbréfamiðl- un, í Morgunblaðinu í dag. Niðurstaðan byggðist m.a. á því, „að vegna ósamrýmanleika skil- greiningar gildandi laga á almennu útboði annars vegar og reglugerð- ar sem sett er til nánari útlistunar á reglum um almennt útboð hins vegar, þá hafi reglugerðin ekki gildi. Réttarvemd laganna nái því ekki til kaupandans og var seljandi bréfanna sýknaður," eins og segir í grein Helgu Hlínar. Ákvæði reglu- gerðarinnar séu tekin orðrétt úr tilskipun EBE/89/298 um skil- greiningu á almennu útboði. Hún gagnrýnir að með niður- stöðu Hæstaréttar sé numin úr gildi sú áralanga venja að skil- greina almennt útboð sem boð um kaup á verðbréfum sem beint er til fleiri en 25 aðila. „Eitt og sér er að fella úr gildi undanþáguna um lok- uð útboð (25 aðiiar), sem var að finna í reglugerðinni, en að fella jafnframt úr gildi venju um túlkun almenns útboðs sem framkvæmd hefur verið þorrann úr síðasta ára- tug, er torskilið. Hæstiréttur gerir hins vegar enga tilraun til að varpa ljósi á það hvað telst til almennings í skiiningi laganna, né heldur rök- styður dómurinn af hverju ofan- greind sala til 34 aðila telst ekki til almenns útboðs. Tilraun dómsins til að vísa til þess að kaupendumir hafi samanstaðið af hluthöfum og öðmm aðilum, sem stjómin leitaði til, skiptir engu í þessu máli, þar sem jafnvel hlutafjárhækkun í fé- lagi sem telur fleiri en 25 aðila, get- ur ekki farið fram nema gefin sé út útboðslýsing fyrir hluthafana eina saman.“ „Niðurstaðan hefur vægast sagt ófyrirséð áhrif hér á landi,“ segir hún ennfremur. „Undirrituð telur að margir útgefendur, sem hafa lagt í kostnað vegna almennra út- boða, við starfsmenn verðbréfafyr- irtækja sem höfum lagt vinnu í gerð útboðslýsinga og áreiðan- leikakannana, laga- og reglugerða- smiðir og fieiri, hljótum að hugsa hvað við höfum eiginlega verið að gera síðastliðin fjögur árin.“ ■ Voru útbodsreglur/69 Mikið ber í milli í deilu framhaldsskólakennara og ríkisins Sáttasemjari áformar fundahöld eftir helgi STUTTUR og árangurslaus fundur var haldinn hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag í kjaradeUu framhalds- skólakennara við ríkið. Kennarar líta svo á að viðræðum hafi verið shtið en Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann áformaði fund með deiluaðilum á mánudag. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður samninganefndar ríksins, sagði í sam- tah við Morgunblaðið að niðurstaða fundarins á fimmtudag gæfi ekki til- efni th bjartsýni á að deUan leystist í bráð. VUjaleysi til samninga væri áberandi af hálfu ríkisins. Þegar þessi ummæli voru borin undir Gunnar Bjömsson, formann samninganefnd- ar ríkisins, vísaði hann þeim á bug. Það þyrfti tvo tU í öllum samningum. Deilan væri vissulega í erfiðri stöðu þar sem mikið bæri í mUli. Elna Katrín nefndi einkum tvö at- riði sem hindruðu samningagerð. Fyrir það fyrsta hefði ríkið lagt fram kröfij um aukna kennsluskyldu kenn- ara, sem ekki væri hægt að sætta sig við, og fjármagn inn í samningana hefði ekki verið aukið af hálfu rUdsins. Þetta tefði fyrir vinnu og umræðu um nýtt launakerfi, sem Elna Katrín sagði hafa verið helsta broddinn í við- ræðunum. „Kennarar geta illa sætt sig við að fara að hækka kennsluskyldu núna árið 2000, sérstaklega vegna þess að árið 1997 var samið um þá kennslu- skyldu sem við erum með núna vegna nýju framhaldsskólalaganna. Bæði þurftum við að eyða tíma og púðri og fóma talsverðu til að koma kennslu- skyldunni í almennilegt horf,“ sagði Elna Katrín. Hún sagði að eitthvað nýtt þyrfti að gerast í kjaradeilunni sem gæfi möguleika á að viðræður hæfust að nýju. Deilan væri á því stigi að póli- tískar lausnir þyrftu að koma til. „Það fer að stinga bráðlega í augun þegar menn eru að tala um það sýknt og heUagt að kröfur kennara séu svo háar, þá virðist það gjaman gleymast að í samningum reyna menn alltaf að bjóða eitthvað hver á móti öðmm. Samninganefnd ríkisins hefur nær ekkert komið til móts við kennara varðandi þeirra kröfur," sagði Elna Katrín ennfremur. Deilan í pattstöðu Gunnar Bjömsson sagði að fram- haldsskólakennarar hefðu sett fram kröfur sem væm langt umfram það sem hægt væri að koma til móts við. Kröfumar væm þess eðhs, að ef rfldð samþykkti þær væri umsamin launa- stefna farin fyrir bí. „Hins vegar teljum við að þetta sé ekld vonlaust. Við skildum fundinn á fimmtudag þannig að sáttasemjari myndi boða til fundar aftur á mánu- dag klukkan tvö. Við litum því ekki á þetta sem viðræðusht, heldur að þess- um tiltekna fundi væri slitið.“ Gunnar sagði að það þýddi ekki viljaskort til samninga þegar annar aðihnn væri ekki tilbúinn að taka und- ir það sem hinn segði. Það gæti einnig þýtt að framsettar kröfur væm óað- gengilegar. „Hvor um sig hefur ákveðnar forsendur til að ganga út frá við samningsgerð. Kennarar hafa ekki verið tilbúnir að ræða okkar for- sendur, og þar af leiðandi er deilan í pattstöðu," sagði Gunnar. Varðandi kröfú um aukna kennslu- skyldu sagði Gunnar að umræðan í fjölmiðlum væri á vilhgötum. Hann minnti á að kennsluskyldu hefði verið breytt í gegnum tíðina, hún væri ekki eitthvað sem væri greypt í stein. „Við höfum sett fram hugmyndir um að gegn því að taka meira af yfir- vinnu inn í dagvinnuna þá væri hægt að auka við kennsluskyldu, mismikið eftir einstökum hópum kennara. Þetta var frá 0,1 kennslustund upp í 2 stundir hjá þeim sem tækju mest á sig, sem er mjög lítill hópur. Að halda því fram að við séum að gera kröfu um að allir kennarar taki á sig allt að tveggja stunda aukningu, er verulega orðum aukið. Við htum svo á að þetta atriði kjarasamnings, sem önnur, sé laust til endurskoðunar. Til að leysa þessa erfiðu deilu eru aðilar nánast skyldugir til að skoða alla fleti sein koma upp,“ sagði Gunnar. í dag m SLOKKVIUPS im r.Tsrr.:."— AtAPUK/fftf ■—4 BkC má MOIU.UNBLAÐSINS • IJjoDOiv ALAUGARDOGUM Með Morgun- blaðinu í dag fylgir blað frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, „Slökkviliðs- maðurinn11. 4SÍMM Orn á öll skrið- sundsmetin/Bl Grótta/KR í þriðja sæti eftir sigur í Eyjum/B3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.