Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Áhættugreining vegna hugsanlegs
Kötlugoss og hlaups í kjölfarið
Töluverð
flóðahætta í
Meðallandi
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Mörg hundruð hektarar af uppgræðslu sem Landgræðslan hefur staðið fyrir eru í hættu vegna Kötluhlaupa.
TÖLUVERÐ flóðahætta er í Meðal-
landi, ef jökulhlaup frá Kötlu berst
þangað. Hús standa yfirleitt lágt
sem og nokkur býli í Skaftártungu.
Kemur þetta fram í skýrslu um
áhættugreiningu vegna hugsanlegs
goss í Kötlu og hlaups í kjölfarið.
Almannavarnir ríkisins fólu Or-
ion-ráðgjöf ehf. að annast áhættu-
greiningu vegna hugsanlegs Kötlu-
goss og jökulhlaups niður Mýrdals-
sand í september 1999. Arni
Jónsson hafði umsjón með verkinu
sem var unnið á síðasta vetri en
skýrslan um það hefur nú verið birt
á vef Almannavama, www.avrik.is.
Fram kemur í umfjöllun um af-
leiðingar Kötluhlaupa að þau séu
breytileg vegna þess að land breyt-
ist í hverju hlaupi. í hverju gosi
beri hlaupið með sér gífurlegt
magn jarðefna sem það skilji eftir á
sandinum og hækki. Við saman-
burð korta komi fram að sandurinn
hafi víða hækkað, eða frá um það
bil 5 metrum og upp í allt að 20
metra í haftinu á milli Hafurseyjar
og Hvolshöfuðs en þar var ein aðal-
flóðleiðin í síðasta gosi. Er þó tekið
fram að nokkurra metra skekkja
geti verið í hæðum á eldri kortum,
sandurinn hafi því ekki hækkað
jafnmikið og ofangreindur saman-
burður korta gefi tilefni til að ætla.
í skýrslunni er reynt að meta af-
leiðingar eldgoss, það er að segja
vegna gjósku og gjóskufalls, eld-
inga og eiturefna, jarðskjálfta, jök-
ulhlaupa og sjávarbylgna. Mestu
rými er varið til umfjöllunar um af-
ieiðingar hlaupanna.
Vakin er athygli á því að í Skaft-
ártungu, norðan Mýrdalssands,
standa nokkur býli á láglendi og
gætu því verið í hættu vegna jökul-
hlaupa. í Álftaveri standi flest býli
á hæðum og sé líklegt að það verji
þau gegn flóðum að einhveiju leyti.
Hins vegar er bent á að líklega hafi
land hækkað eitthvað frá síðasta
hlaupi. Sum húsin í Álftaveri
standa á flatneskju, einkum útihús.
Bent er á að í gosinu 1918 hafi bær-
inn Holt verið umflottin og litlu
munað að flóðið lenti á Hraunbæ.
Meðalland, austan Kúðafljóts,
einkennist af flatneskju og standa
húsin yfirleitt ekki hærra en um-
hverfið og því telur skýrsluhöfund-
ur að þar sé töluverð fióðahætta ef
jökulhlaupsvatn berst þangað á
annað borð. Meðalland sé aðallega í
hættu ef flóðið berst í Kúðafljót,
eins og gerðist 1918, og varnar-
garðar gefi sig. Telur hann nokkra
hættu á þessu þar sem Kúðafijót
hafi hlaðið miklu efni undir sig
undanfarna áratugi. Á Höfða-
brekku í Mýrdal hafa orðið miklar
skemmdir í fyrri gosum. Skýrslu-
höfundur segir að ef varnargarður-
inn við Höfðabrekkujökul gefi sig
séu miklar Iíkur á skemmdum þar í
næsta hlaupi.
Vegir og brýr kosta milljarð
Allt vegakerfið á Mýrdalssandi
er í raun í hættu þegar hlaupið
kemur niður sandinn, segir í
skýrslunni. Þar eru tvær stórar og
dýrar brýr, yfir Múlakvisl og Kúða-
fljót, og tvær minni yfir Blautukvísl
og Skálm. I skýrslunni kemur fram
að eftir að brúin yfir Múlakvísl var
endurbyggð hafi áin fyllt mikið af
henni og sé nú minna en tveggja
metra bil undir brúarbitana. Lítið
hlaup í Múlakvísl muni rjúfa veginn
við brúna og sjálf brúin fari með
fyrstu flóðbylgjunni í Kötluhlaupi.
Brúin yfir Kúðafljót var hönnuð
og byggð með það í huga að hún
geti staðist hlaup úr Kötlu.
Skýrsluhöfundur segir að ef mikið
klakahröngl berist með hlaupinu
niður ána megi gera ráð fyrir því
að það geti skemmt brúna töluvert,
jafnvel eyðilagt. Sömu sögu er að
segja um brýrnar á Skálm og
Blautukvísl.
Vakin er athygli á því að gamli
vegurinn, sem er norðar á Mýrdals-
sandi, þjóni hlutverki varnargarðs
en þar sem mikið efni hafi sest ofan
hans sé virkni garðsins lit.il, víðast
hvar.
Endurbyggingarkostnaður vega
og brúa frá Múlakvísl að Kúðafljóti
er talinn um einn milljarður króna,
þar af eru 500 milljónir vegna vega
og 450 milljónir vegna brúa. Talið
er að það taki um það bil tvö ár að
endurbyggja vegi og brýr á hættu-
svæðinu, ef allt eyðileggst.
Hætta á sjávarbylgju í Vík
Veruleg hætta getur orðið af
flóðbylgju af sjó í Vík í Mýrdal, í
kjölfar jökulhlaups úr Mýrdals-
jökli. Mikið landbrot hefur verið á
ströndinni utan við þorpið og eykur
það Iíkur á því að flóðbylgja valdi
Ijóni. Frarn kemur í skýrslunni að
flóðvarnargarðurinn við Vík er
ekki hannaður miðað við sjávar-
bylgju af völdum Kötlugoss. Garð-
urinn er ekki gijótvarinn og taldar
líkur á að hann muni bresta ef sjáv-
arbylgja gengur á land.
I fyrri jökulhlaupum hafa sjávar-
bylgjur farið vestur með ströndinni
og valdið skemmdum, meðal ann-
ars í Vestmannaeyjum 1721. Talið
er að sjávarbylgjunnar hafi gætt
vestur til Grindavíkur. Telur
skýrsluhöfundur að áhrif hennar til
austurs séu væntanlega þau sömu.
Hins vegar segir hann að vegna
breyttra aðstæðna í Vestmannaeyj-
um frá síðasta Kötlugosi sé óvíst
um afleiðingar sjávarbylgju þar.
Samið við MATVÍS
og verkfalli frestað
Launin
hækka
um 11,4 %
UNDIRRITAÐUR var kjara-
samningur hjá Ríkissáttasemj-
ara í fyrrinótt milli Samtaka at-
vinnulífsins og MATVÍS vegna
Bakarasveinafélags íslands, Fé-
lags framreiðslumanna, Félags
íslenskra kjötiðnaðarmanna og
Félags matreiðslumanna. Boð-
uðu verkfalli um 1.200 félags-
manna MATVÍS, sem átti að
hefjast í gærkvöldi, var því
frestað.
Samningurinn gildir til 31.
janúar árið 2004 og svipar til
þess samnings sem Samiðn
gerði sl. vor. Laun hækka á
tímabihnu í þremur áföngum
um 11,4%. Frá og með 1. nóvem-
ber sl. hækka öll laun og kjara-
tengdir liðir um 5,4%, þann 1.
janúar árið 2002 hækka launin
um 3% og loks um sömu pró-
sentu ári síðar. Þá náðust fram
bætt kjör fyrir nema innan raða
MATVTS, en samningaviðræður
töfðust einkum á þeim þætti.
Samkvæmt samningnum |
verða byrjunarlaun sveina rúm- I
ar 102 þúsund kr. og 110 þúsund
eftir þriggja ára starf. Byrjun-
arlaun meistai’a og sveina sem
vinna sérhæfð störf verða 105
þúsund kr. og 118 þúsund eftir
sjö ára starf. Samið var um 10%
hækkun desemberuppbótar á
samningstímanum, úr rúmum
28 þúsund krónum í 31 þúsund
og orlofsuppbót hækkar um 4%.
Verkfalli var frestað um 28 I
daga eða þar til félagsmenn
MATVÍS hafa greitt atkvæði
um samninginn.
Innleiðing gerða Evrópusambandsins í samræmi við EES-samninginn
Ráðuneyti dómsmála og land-
búnaðar standa verst að vígi
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og
landbúnaðarráðuneytið standa verst
að vígi allra ráðuneyta hvað varðar
innleiðingu gerða Evrópusambands-
ins í samræmi við samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið, en sem
kunnugt er situr Island nú í 17. sæti
af 18 á lista sem tekinn hefur verið
saman um frammistöðu ríkja
Evrópska efnahagssvæðisins í þess-
um efnum. í tæplega 95% tilfella
hafa íslensk stjómvöld þó innleitt
gerðir skv. áætlunum og munar ekki
miklu á þeim og stjómvöldum í
Liechtenstein, sem em í sjöunda
sæti listans, eða aðeins 2,3%.
Af 64 gerðum sem enn hafa ekki
verið innleiddar hér á landi falla 22
undir dómsmálaráðuneytið en 14
undir landbúnaðarráðuneytið. Vant-
ar því áberandi mest upp á hjá þess-
um tveimur ráðuneytum en sam-
gönguráðuneytið kemur í þriðja sæti
með 8 gerðir, þó reyndar hafi ein
Dulúð á nýársnótt
Kristín Steinsdóttir
Kynngimögnuð
og spennandi
Stína, Adda og Eyvi eru sögu-
hetjurnar í bókinni Krossgötur
eftir Kristínu Steinsdóttur. Þegar
þau ákveða að vinna verkefni í
8. bekk um þjóðsöguna
Krossgötur á nýársnótt órar þau
ekki fyrir því sem á eftir að gerast.
þeirra að hluta til yerið innleidd í ís-
lenskan rétt. Önnur ráðuneyti
standa síðan enn betur að vígi.
Björn Friðfinnsson, ráðuneytis-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði
í samtali við Morgunblaðið að í sínu
ráðuneyti væri fyrst og fremst um að
ræða nýjar reglur um gerð og búnað
ökutækja, og snúa þær einkum að
bremsugerð, ljósum og stýrisbúnaði.
Hann sagði að óvenju margar nýjar
reglur hefðu borist að undanförnu og
ástæða þess að þær hefðu ekki þegar
verið leiddar í íslenskan rétt væri sú
að ákveðið hefði verið að safna þeim
saman. Sagði Björn að hér væri um
frekar einfaldar reglugerðarbreyt-
ingar að ræða.
„Við vitum upp á okkur sökina, við
höfum verið dálítið seinir að þessu og
gerðimar hafa safnast nokkuð sam-
an frá því í sumar,“ sagði hann.
Bjöm tók hins vegar fram að von
væri á innleiðingu þeirra innan tíðar,
jafnvel strax í næstu viku. Aðspurð-
ur sagði hann að vissulega kærðu
þeir í dómsmálaráðuneytinu sig ekk-
ert um að vera valdir að slæmri út-
komu íslands í þessum könnunum
og menn hefðu fullan hug á því að
gera betur.
Fyrst og fremst um þýðingar-
vandamál að ræða
Ólafur Friðriksson, deildarstjóri í
landbúnaðarráðuneytinu, tók í sama
streng. Hann sagði tafir í sínu ráðu-
neyti fyrst og fremst tilkomnar af
þýðingarvandamálum. „Við höfum
ekki getað farið í það að innleiða
gerðirnar, og höfum reyndai’ ekki
viljað innleiða þær fyrr en þær eru
komnar þýddar frá þýðingarmið-
stöðinni," sagði hann.
Þýðingarmiðstöðin er deild sem
rekin er innan utanríkisráðuneytis-
ins og hefur nú nýlega verið gert
verulegt átak þar á bænum. Sagði
Ólafur að utanríkisráðuneytið hefði
verið að styrkja hana og fjölga þar
fólki og menn sæu því veruleg merki
þess að ástandið væri að batna.
Að sögn Ólafs snúa flestar gerð-
anna sem út af standa hjá landbún-
aðarráðuneytinu að svokallaðri fóð-
urreglugerð. „En við höfum almennt
innleitt þær jafnóðum og þær hafa
verið þýddar. Þetta er hins vegar
mjög flókið og erfitt í þýðingu, hér er
um að ræða mikið tæknimál, og sum-
ar reglugerðanna eru feikistórar,"
sagði hann.
Gripnir við sölu á ránsfeng
AÐFARANÓTT þriðjudags var
brotist inn í verslun við Laugaveg
og þaðan stolið verðmætum staf-
rænum myndavélum og íleiru fyrir
u.þ.b. eina milljón króna.
Lögreglan í Reykjavík handtók
nokkru síðar tvo menn þegar þeir
reyndu að koma hluta myndavél-
anna í verð. í framhaldi af því var
maður handtekinn og viðurkenndi
hann við yfirheyrslu að hafa brot-
ist inn í verslunina. Lögreglan
hafði upp á þýfinu og kom því til
skila.