Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landsbjörg vill fækka stjórn- stöðvum í landinu úr sjö í eina Morgunb]aðið/Ami Sæberg Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra setti ráðstefnuna Björgun 2000 á Grand Hótel Reykjavík í gaer. RÁÐSTEFNAN Björgun 2000 var sett á Grand Hótel Reykjavík f gær af Sólveigu Pétursdóttur dóms- málaráðherra. Ráðstefnan er hald- in um helgina á vegum Slysavarna- félagsins Landsbjargar og er sú viðamesta á sviði björgunar- og ör- yggismála sem haldin hefur verið hér á landi. Björgun er heiti á ráð- stefnum sem hafa verið haldnar annað hvert ár frá árinu 1990 og einkum ætlaðar björgunarsveitum, lögregluembættum, slökkviliðum, heilbrigðisstarfsfólki, Rauða kross- inum og öðrum sem að þessum mál- um koma. Fjöldi innlendra og er- lendra fyrirlesara tekur þátt í ráðstefnunni, auk þess sem mál- stofur og vinnuhópar setja mark sitt á hana. Jón Gunnarsson, formaður Landsbjargar, flutti erindi við setn- ingu ráðstefnunnar í gær um nýjar hugmyndir og framtíðarsýn Landsbjargar á sviði stjórnunar neyðaraðgerða hér á landi. Yfir- skrift erindisins var „Eitt land - eitt stjómkerfi". f samtali við Morgunblaðið sagði Jón að megin- þema ráðstefnunnar væri stjórn- stöðvamál og stjórnun björgunar- aðgerða. „Við leggjum fram tillögur á ráð- stefnunni að því hveraig við sjáum stjórakerfi björgunaraðgerða okk- ar í framtíðinni. Þá á ég við alla viðbragðsaðila. I dag eru í raun sjö stjórnstöðvar til i landinu en við viljum sjá eina stjórastöð fyrir allt landið. Við teljum þetta raunhæft markmið," sagði Jón. Stjórastöðvaraar sem Jón á við eru Neyðarlínan, samræmingar- stöð Almannavaraa ríkisins, fjar- skiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarmiðstöð Slysavaraafé- lagsins Landsbjargar í tengslum við Tilkynningarskyldu fslenskra skipa, Landsbjörg björgunarsveita og Ioks björgunarmiðstöð Flug- málastjórnar. „Þetta eru aðilar sem allir vinna saman þegar til kastanna kemur. Málið er að ná þeim öllum saman í eina stjórnstöð á landsvísu og síðan yrðu umdæmisstjórastöðvar um landið. Það er aukaatriði hvar þessi stjórastöð yrði staðsett, aðalatriðið er að koma henni á,“ sagði Jón. Landhelgisgæslan og sjómenn með fyrirvara Hann sagði einnig þann mögu- leika vera fyrir hendi að skilja á milli lands- og sjóbjörgunar. Ástæðan er sú, að sögn Jóns, að Landhelgisgæslan hefur sett fyrir- vara við eina stjórnstöð allra að- gerða vegna trúnaðarupplýsinga sem gæslan er að höndla. „Á móti kemur að sjómenn hafa ekki viljað að upplýsingar hjá Til- kynningarskyldunni séu inni á borði Landhelgisgæslunnar. Við vih’um trúa því að hægt sé að yfir- stíga þetta með viðræðum á milli aðila og byggja upp þannig traust að þetta geti verið á einum stað. Okkar sýn er að þetta sé besta lausnin," sagði Jón. Gengi krónunnar styrktist í miklum viðskiptum í gær GENGI krónunnar styrktist mikið í miklum viðskiptum í gær og hækk- aði gengið um tæplega 2% eftir stöð- ugt sig undanfama daga. Seðlabank- inn kom af meiri krafti inn á markaðinn en hann hefur gert í inn- gripum síðustu daga og fylgdu aðrir markaðsaðilar í kjölfarið. Gengisvísitala krónunnar var 121,4 við upphaf viðskipta í morgun, sem er 5,56% yfír miðgildi, en við lok viðskipta var hún í 119,18, sem er 3,62% yfir miðgildi. Talsverðar sveiflur voru innan dagsins og fór gengisvísitalan hæst í 118,55. Veltan var um 13 milljarðar króna, sem er meira en fjórföld viðskipti á venju- legum degi, en þar af keypti Seðla- bankinn krónur fyrir um 1,5 millj- arða kr. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, sagði að Seðlabankinn hafi komið af svolítið meiri krafti inn á markaðinn í gærmorgun heldur en þeir hefðu gert undanfarna þrjá daga. „Við vildum með því senda mjög skýr skilaboð inn á markaðinn og undirstrika það sem við höfum verið að segja undanfarna daga að við munum veija vikmörk krónunn- ar og viljum ekki sjá hana veikjast mikið meira heldur en hún hafði gert,“ sagði Birgir ísleifur. Hann sagði að þetta virtist hafa haft góð áhrif á markaðinn. Hann hafi fylgt á eftir og veltan hafi orðið allmikil eða um 13 milljarðar króna. „Við erum mjög ánægðir með hvernig til hefur tekist," sagði Birgir ísleifur. Hann bætti því við að bankinn myndi áfram fylgjast náið með fram- vindunni í þessum efnum næstu daga. Borgarstj órnarflokkur sjálfstæðismanna boðar tillöguflutning Vilja endur- reisa Miðbæj- arskólann SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar- stjórn ætla að leggja til í borgarráði að grunnskóli verði rekinn að nýju í húsi Miðbæjarskólans. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna, sagði í samtali við Morgun- blaðið að tillagan tengdist annars vegar þörf fyrir aukið skólarými i Miðbænum í tengslum við áform um byggmgu 250 íbúða í Skuggahverfi og hins vegar væri nauðsynlegt að huga að almennri stefnumörkun varðandi starfsemi Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, sem hefur nú aðsetur í húsi Miðbæjarskólans. Inga Jóna segir að sjálfstæðismenn vilji finna starfsemi Fræðslumið- stöðvar annan stað en fela jafnframt einstökum skólum verkefni hennar að eins miklu leyti og unnt er. Inga Jóna sagði að auk bygging- anna í Skuggahverfi yrði byggð í miðborginni væntanlega þétt á nokkrum stöðum á næstu árum. Þörf vegna bygginga íSkuggahverfi „Mér virðist einsýnt að það verði þörf á nýju skólahúsnæði á miðborg- arsvæðinu innan tíðar, Austurbæjar- skóli tekur ekki við meiru þannig að við munum leggja áherslu á að Mið- bæjarskólinn verði aftur tekinn til fyrri nota sem grunnskóli,“ sagði hún. Inga Jóna sagði að sjálfstæðis- menn hefðu á sínum tíma mjög gagn- rýnt þá ráðstöfun að hætta kennslu í húsi Miðbæjarskólans og leggja það undir Fræðslumiðstöð. Síðast var Miðskólinn þar með starfsemi ásamt kvöldskóla Námsflokka Reykjavíkur en undanfarin ár hefur Fræðslumið- stöðin ein haft húsið til afnota og sagði Inga Jóna að segja mætti að skólastarfið hefði orðið að hopa und- an útþenslu fræðslumiðstöðvar sem sífellt þurfi meira pláss og fleira starfsfólk. Fræðslumiðstöð endurskoðuð Hún sagði að sjálfstæðismenn teldu málið tvíþætt. Annars vegar vildu þeir að gerð yrði tillaga sem miðar að endurskoðun Fræðslumið- stöðvar þannig að skólunum verði falin þau verkefni hennar sem þeir geta sinnt. Þeirri starfsemi sem nauðsynlega þurfi að fara fram á sameiginlegri skrifstofu verði fundið nýtt skrifstofuhúsnæði. Miðbæjarskólahúsið er friðað og við innréttingu þess í þágu Fræðslu- miðstöðvar var þess gætt, að sögn Ingu Jónu, að eyðileggja ekki skóla- stofurnar. Því telur hún lítið mál að koma því í fyrra horf. Endurbætur þær sem fram hafa farið á húsinu muni einnig skila sér í þágu nýs skóla á ýmsan hátt. Inga Jóna kvaðst ekki telja að hægt væri að fullyrða fyrr en eftir könnun hve stóran grunnskóla yrði hægt að reka í húsinu þannig að það samræmist nútíma kröfum til stærð- ar bekkja og rýmis nemenda. „Það yrði náttúrlega ekki skóli af íúllri stærð,“ sagði hún og minnti á að Mið- skólinn, sem hafði síðast skólaað- stöðu í húsinu kenndi aðeins miðstigi grunnskólans, þ.e. 9-12 ára bömum. „Það þarf að setja af stað vinnu við að skoða þetta og við viljum hafa tím- ann fyrir okkur áður en nýtt hverfi fer að byggjast upp,“ sagði Inga Jóna og kvaðst eiga von á að tillaga sjálfstæðismanna yrði lögð fyrir borgarráð í næstu viku eða þeirri þamæstu. Leitar- hundur j fann pilta LÖGREGLUMENN í Hafn- arfirði nutu aðstoðar sérþjálf- aðs fikniefnaleitarhunds við leit að ungmennum sem hlupu undan lögreglumönnum í fyrrakvöld. Um miðnætti komu lög- reglumenn að tveimur bílum skammt austan Hvaleyrar- vatns sem í vom fimm piltar á aldrinum 17-18 ára, en gmnur lék á að þeir væm að neyta fíkniefna. Þegar lögregla nálg- aðist flúðu piltarnir á hlaup- um. Var þá sóttur leitarhundur til fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík. Þegar lögreglu- mennimir sneru aftur með hundinn gáfu fjórir piltanna sig strax fram. Þegar sá fimmti skilaði sér ekki var hundurinn sendur til að leita hans. Hann fannst svo á fjall- inu Selhöfða þar sem hann var nánast kominn upp á topp en hafði lagst þar fyrir. Nokkuð kalt var í veðri og auk þess að vera orðinn mjög kaldur var pilturinn í annar- legu ástandi, líklega af því að hafa neytt e-taflna. ■ jt Reykjavíkur- prófastsdæmi Nýr prófast- ur útnefndur BISKUP íslands hefur út- nefnt séra Gísla Jónasson, sóknarprest í Breiðholts- prestakalli, til að vera prófastur í Reykja- víkurpró- fastsdæmi eystra frá 1. janúar 2001. Sr. Gísli er fæddur 26. mars 1952 í Reykjavík. Hann vígðist sem skólaprest- ur á vegum Kristilegs stúd- entafélags og Kristilegra skólasamtaka 24. júlí 1977. Sr. Gísli var skipaður sóknar- prestur í Vík í Mýrdal frá 15. mars 1981 þar til hann var skipaður sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli í Reykjavík frá 1. nóvember 1986. Eiginkona hans er Árný Albertsdóttir. Skipaður bruna- málastjóri SIV Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra hefur ákveðið að skipa dr. Björn Karlsson verk- fræðing, Lundi, Sví- þjóð í stöðu brunamála- stjóra frá og með 1. jan- úar nk. til næstu fimm ára. Dr. Bjöm stundaði verkfræðinám við Ed- inborgarháskóla og Háskólann í Lundi með sérstakri áherslu á „brunaverkfræði“ og áhættu- greiningu og áhættustjórnun á brunavamasviði. Dr. Björn starfar nú sem lektor við Há- skólann í Lundi og annast kennslu og stjórnar námi við skólann á brunavarnasviði. Hafa margir slökkviliðssljórar, þ.ám. nokkrir íslenskir, notið leiðsagnar hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.