Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 15
Drög að Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavík kynnt á opnum en fámennum borgarafundi
Vistvænsta
höfuðborg
norðursins á
nýrri öld
Almenningi er ætlaður mikill þáttur
í metnaðarfullri stefnumótun höfuð-
borgarinnar í umhverfísmálum á 21.
öldinni undir merkjum Staðar-
dagskrár 21. Sigurður Ægisson sat
opinn fund um málið í Ráðhúsinu.
REYKJAVÍK stefnir að því
að verða vistvænsta höf-
uðborg norðursins og hefur í
því skyni mótað Staðar-
dagskrá 21. Þetta kom fram
á opnum en afar fámennum
borgarafundi sem haldinn
var í ráðhúsi Reykjavíkur sl.
miðvikudagskvöld, 22. nóv-
ember, á vegum umhverfis-
og heilbrigðisnefndar
Reykjavíkur. Þar voru lögð
fram til kynningar og um-
ræðu drög að Staðardagskrá
21 fyrir Reykjavík (skamm-
stafað SD21), en þar er um
að ræða stefnumótun og
framkvæmdaráætlun
Reykjavíkurborgar í um-
hverfismálum á nýrri öld,
byggða á hugmyndafræði um
sjálfbæra þróun, en hún er
skilgreind sem sú þróun sem
auðgar lífsgæði fólks án þess
að rýra möguleika komandi
kynslóða. AIls hefur 31 sveit-
arfélag á íslandi tekið upp
SD21, hvert með sínum
hætti.
Formaður umhverfis- og
heilbrigðisnefndar, Hrannar
B. Amarsson, setti fundinn
en Hjalti J. Guðmundsson,
landfræðingur og verkefnis-
stjóri SD21 fyrir Reykjavík,
hélt síðan framsöguerindi um
málið. Sagði hann að þetta
ferli hafi byrjað í janúar
1997, þegar skipuð var
pólitísk nefnd tíl þess að
móta umhverfisstefnu fyrir
Reykjavíkurborg. í fram-
haldi af því hafi borgin gerst
formlegur aðili að svokallaðri
Alaborgarsamþykkt, sem
fjallar um hvemig borgir og
bæir i Evrópu ætla að koma
á SD21 í viðkomandi sveitar-
félagi. Hin eiginlega vinna
við SD21, sem á rætur að
rekja til Ríó-ráðstefnunnar,
hafi síðan byrjað í upphafi
árs 1998 og fyrsta stig henn-
ar var útgáfa umhverfis-
stefnu í maí 1998, sem hafi
markað sporin. Frá upphafi
hafi undirbúningur við mótun
SD21 fyrir Reykjavok verið
unninn hjá embætti borgar-
verkfræðings og stjórnað af
umhverfis- og heilbrigðis-
nefnd Reykjavíkur, en ýmsir
aðrir starfsmenn borgarinnar
þó komið að henni líka.
Hjalti var ráðinn 1998 til
að leiða starfið. Eitt fyrsta
verk hans var að kanna stöðu
umhverfismála í Reykjavík
og afla sér upplýsinga um
hvað grasrótin vildi. Þau
drög sem liggja fyrir em af-
rakstur þeirrar vinnu. Sagði
Hjalti að nú væri komið að
almennri kynningu á SD21 í
þessu vinnuferli, enda mikil-
vægt að borgarbúar taki
virkan þátt í mótun þessarar
umhverfisáætlunar og láti
þannig rödd sína hljóma í
framtíðarstefnumótun borg-
arinnar.
Ellefu meginkaflar
Til að ná settu markmiði
er nauðsynlegt að skapa
borginni áfram góða ímynd á
alþjóðavettvangi, segir í
inngangsorðum skýrslunnar.
Reykjavík verður að vera
borg sjálfbærrar þróunar,
hreinleika, öryggis, öflugs
menningarlífs, trausts við-
skiptalífs og góðs mannlífs.
Drög að Staðardagskrá 21
fyrir Reykjavík skiptast ann-
ars í ellefu meginkafla. Þeir
eru: fráveita, loftgæði og
hljóðvist, sorp, orka og auð-
lindir, landrými og landnotk-
un, vistvæn innkaup, nátt-
úruvemd, samgöngur, rödd
borgarbúa, umhverfismennt
og líf í borg á nýrri öld. Hver
kafli er síðan fjórskiptur;
byrjar á framtíðarsýn, síðan
kemur inngangur, því næst
er lýst hvað búið er að gera
og loks hvað ætlunin er að
gera.
í máli Hjalta kom fram, að
Morgnnblaðið/Ami Sæberg
Opni borgarafundurinn, þar sem lögð voru fram til kynningar drög að Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavík, var illa sóttur af al-
menningi. Flestir eða allir viðstaddir voru mættir þangað vegna vinnu sinnar.
Staðardagskrá 21 væri nokk-
urs konar eilífðarvél sem
þyrfti að endurskoða með
jöfnu millibili. Kvað hann
Reykjavíkurborg því ætla að
fylgja SD21 eftir með
ákveðnum aðgerðum, t.d.
með því að búa til mæli-
kvarða á þróun einstakra
málaflokka og framkvæmda
sem fylgjast með hvemig
borginni miðar í átt að sjálf-
bæru samfélagi, og í fram-
haldi af því græn reiknings-
skil fyrir borgina. Þau verði
notuð til að meta og fylgjast
með árangri borgarinnar á
ýmsum sviðum mannlífs og
umhverfismála. Tilgangurinn
með grænu bókhaldi sé að
búa til einskonar gæðastjórn-
unarkerfi á lífsgæði Reykvík-
inga, fylgjast með heilsufari
borgarinnar og síðast en ekki
síst, að fylgjast með að
markmiðum í umhverfismál-
um sé fylgt eftir á viðunandi
hátt. Þá hyggist yfirvöld upp-
lýsa borgarbúa um gang
mála með þvi að birta
skýrslu með yfirliti umhverf-
ismála. Þar muni koma fram
hvemig miðar í átt að sjálf-
bæra samfélagi. Þessi
skýrsla muni sýna yfirlit
grænna reikningsskila fyrir
borgina og endurspegla
heilsufar hennar á útgáfu-
tíma. Loks ætli borgaryfir-
völd að efla fræðslu um
umhverfismál innan borgar-
kerfísins svo starfsmenn séu
betur í stakk búnir að mæta
nýjum viðhorfum. Forsenda
þess að íbúar séu þátttakend-
ur í umhverfismálum borgar-
innar sé að starfsmenn henn-
ar séu með á nótunum.
Borgaryfirvöld
gagnrýnd
í umræðum að framsögu-
erindi loknu kom fram nokk-
ur gagnrýni á borgaryfirvöld,
m.a. fyrir það hversu illa
fundurinn virtist hafa verið
auglýstur. I svari við því kom
fram, að fundurinn hafi verið
auglýstur á stöndum út um
víða borg, sem og í útvarpi.
E.t.v. hefði átt að auglýsa
þetta á annan hátt, en það
væri líka spuming um
hversu miklu fjármagni ætti
að eyða í auglýsingar. Þetta
væri eðli málsins samkvæmt
dýrt. Annað væri hitt, að
stundum reyndist mjög erfitt
að fá fólk á fundi eins og
þennan, sérstaklega í jafn-
stóru sveitarfélagi og
Reykjavík. Hugtakið Staðar-
dagskrá gæti líka átt þarna
nokkurn hlut að máli; það
væri enn dáh'tið framandi og
ekki víst að almenningur
vissi hvað þar væri á ferð-
inni. Eflaust væri því nauð-
synlegt að kynna það betur,
eitt og sér Annað, sem fund-
armönnum þótti miður og
Framtíðarsýn Reykjavíkur-
borgar í Staðardagskrá 21
Reykjavík
EFTIRFARANDI markmið
um framtíðarsýn Reykjavíkur
hvað varðar ellefu mála-
flokka er að finna í drögum
að Staðardagskrá 21 fyrir
Reykjavik:
Fráveita
Strendur borgarinnar
verði aftur hreinar og ómeng-
aðar. Skólp verði hreinsað á
þann hátt að öllum skuldbind-
ingum og kröfum um meng-
unarvamir sé fullnægt.
Ofanvatn fari sem mest í
náttúrulega farvegi án þess
að lífríki sé hætta búin.
Sorp
Sorpmagn frá hveijum
íbúa minnki og hlutur endur-
nýtingar og endurvinnslu
aukist bæði fyrir fyrirtæki og
einstaklinga. Notkun hættu-
legra efna, eitureftia og
myndun spilliefna f borginni
verði í lágmarki. Hvatt verði
til neyslu og framleiðsluhátta
sem stuðla að góðri nýtingu
og hreinu ytra og innra um-
hverfi. Bætt verði þjónusta
við heimili og fyrirtæki í
borginni í því skyni að draga
úr sorpmagni. Aukin verði
ábyrgð framleiðenda vörunn-
ar þegar umbúðum hennar er
fargað.
Allur úrgangur verði með-
höndlaður með hagsmuni
náttúrunnar að leiðarljósi.
Loftgæði og hljóðvist
Reykjavik verði sú höfuð-
borg þar sem loftmengun
mælist minnst í heiminum.
Allir borgarbúar lifi og hrær-
ist í heilnæmu umhverfi og
úti sem inni verði loft hreint
og heilsusamlegt.
Alls staðar í borginni verði
viðunandi hljóðvist.
Tekið verði fullt tillit til
hljóðvistar við gerð skipulags
og hönnun nýrra umferðar-
mannvirkja borgarinnar.
Orka og auðlindir
Hlutur hreinna orkugjafa
verði aukinn í almennri orku-
notkun. Auðlindir borgar-
innar nýtist með sjálfbærum
hætti komandi kynslóðum í
stækkandi borg. Gætt verði
hagkvæmni og spamaðar f
nýtingu þeirra.
Landrými og landnotkun
Skipulag byggðar og um-
hverfis stuðli að sjálfbærri
þróun samfélagsins, sem og
blandaðri byggð, minni ferða-
þörf og aðlaðandi umhverfi.
Atvinnuuppbygging og
umhverfi fyrirtækja verði í
samræmi við vistvæna ímynd
borgarinnar. Opin svæði
verði borgarprýði og haldi
náttúrulegri ásýnd sinni, þar
sem því verður við komið.
Vemdun lands og lífríkis
Höfúðstóll náttúrusvæða
haldist óskertur, náttúruleg-
um fjölbreytileika lífríkis
verði við haldið og endur-
heimt einstakra votlendis-
svæða nái fram að ganga.
Samgöngur
Samgöngur verði greiðar
og öruggar fyrir alla. Vist-
vænar samgöngur s.s. al-
menningssamgöngur, hjól-
reiðar og gangandi umferð
verði efldar og stuðlað að
notkun sparneytinna öku-
tækja og hreinna orkugjafa í
borgarumferðinni.
Innkaup
Sjónarmið umhverfis-
vemdar verði höfð að leiðar-
Ijósi í rekstri, stjóraun og
uppbyggingu borgarinnar.
Gætt verði sparsemi og
nýtni í rekstri borgarinnar í
anda vistvænnar innkaupa-
stefnu.
Rödd borgarbúa
Ibúar borgarinnar, at-
vinnulíf og áhugahópar skuli
hafa aðgang að upplýsingum
og möguleika á þátttöku 1'
ákvörðunum varðandi um-
hverfi sitt og þátttaka sömu
hópa verði alrnennt aukin i'
umhverfismálum.
Umhverfismennt
Miðlað verði þekkingu um
mikilvægi umhverfismála í
li'fsháttum borgarbúa á nýrri
öld og umhverfisfræðsla til
íbúa, fyrirtækja og stofnanna
verði efld.
Líf í borg á nýrri öld
Umhverfið verði aðlaðandi
og heilnæmt með aukna vel-
líðan borgarbúa að leiðar-
ljósi. Reykjavíkurborg sýni
frumkvæði og fyrirhyggju-
semi sem leiði til þess að
framkvæmdir og aðgerðir á
vegum borgarinnar hafi
lágmarksröskun á náttúnmni
í för með sér. Umhverfi verði
bætt þar sem þess er þörf
þannig að komandi kynslóðir
eignist betri borg í betra um-
hverfi.
raunar dálítið undarlegt, var
að ekki væri tekið mið af
SD21 í svæðisskipulagi borg-
arinnar. Úr því yrði að bæta.
Sagðist Hjalti sem minnst
viija um það segja, enda
kannski ekki í sínum verka-
hring að svara því. Þó kvað
hann aðstandendur SD21
fyrir Reykjavík hafa sent inn
athugasemdir, og þannig
reynt að fylgja málinu eftir,
en endanleg ákvörðun væri
tekin á hærri stöðum. En
auðvitað væri þetta ákveðið
vandamál.
Enn eitt málið sem tölu-
vert var rætt hafði með
samgöngumál að gera.
Fannst sumum nóg um þann
gífurlega fjölda bifreiða, sem
ekið er um götur borgarinnar
og kosta íbúana 100 milljarða
króna á ári, sé allt tekið með
í reikninginn. Þótti strætis-
vagnaherferð borgaryfir-
valda ekki hafa tekist nógu
vel, og kom fram að eflaust
myndi betur ganga ef far-
gjöld lækkuðu til muna og
ekki þó síður hitt ef fólk
þyrfti ekki að bíða jafnlengi
eftir hverri ferð og nú er.
Fáir voru mættir
en þátttaka
borgara mikilvæg
Þegar Hjalti var spurður
að því að fundi loknum, hvort
það væri ekki áhyggjuefni
hversu fáir hefðu setið þenn-
an opna fund, með það í huga
að einn af ellefu liðum skýrsl-
unnar fjallaði beinlínis um
mikilvægi þátttöku hins al-
menna borgara, svaraði hann
því til, að það væri nú ekki
alveg að marka, því fjöl-
margir væru búnir að kynna
sér málið með því að skoða
heimasíðu SD21 og gera at-
hugasemdir og senda í tölvu-
pósti. Benti hann á að um
70% landsmanna hefðu að-
gang að Netinu, og sumum
fyndist mun þægilegra að
nota þá aðferð við að tjá sig
um hlutina. Þess vegna hefðu
aðstandendur SD21 verið að
reyna að nota þann miðil í
auknum mæli til að koma
þessu á framfæri, í stað þess
að vera að halda venjulega
fundi, þótt þeir væru allra
góðra gjalda verðir, og ekk-
ert jafnaðist í raun á við það
að tala við fólk augliti til
auglitis.
Stefnt er að því að borgar-
yfirvöld hafi samþykkt drög-
in fyrir komandi áramót en
athugasemdafrestur rennur
út 5. desember nk.
Reykjavík