Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Tugmilljóna króna tjón í eldsvoða á Fremstafelli í síðasta mánuði
Uppbygging kom-
in í fullan gang
UPPBYGGING á bænum Fremsta-
felli í Köldukinn í S-Þingeyjar-
sýslu er komin í fullan gang. Þar
varð tugmilljóna króna tjón í síð-
asta mánuði er eldur kom upp í
fjósi á bænum og brann það nánast
til kaldra kola. Eldurinn barst í
áfasta hlöðu, sem breytt hefur ver-
ið í lausagöngufjós og þar urðu
einnig miklar skemmdir.
Talið er að eldurinn hafí kvikn-
að út frá neista úr rafsuðu en verið
var að rafsjóða í fjósinu fram á
nótt. Þar höfðu staðið yfír um-
fangsmiklar franikvæmdir við að
breyta hlöðunni í fjós og setja
legubása í fjósið. Vegna fram-
kvæmdanna voru rúmlega 40
mjólkurkýr og eitthvað af geld-
neytum úti er eldurinn kom upp og
varð þeim ekki meint af.
Tveir kálfar voru í fjósinu og
drapst annar þeirra en hinn kálf-
urinn slapp við illan leik en hann
hefur nú náð sér, að sögn Auðuns
Pálssonar sem býr á Fremstafelli
ásamt konu sinni Alfheiði Þórðar-
dóttur og þremur börnum. Kálfur-
inn sem lifði eldsvoðann af er
kvíga og hefur fengið nafnið Eld-
ing. Eru þau Auðunn og Álfheiður
sannfærð um að Elding eigi eftir
að verða framúrskarandi mjólkur-
kýr í framtíðinni.
Enginn uppgjafartónn
Vegna brunans hafa þau Auð-
unn og Álfheiður þurft að hafa
mun meira fyrir búskapnum en áð-
ur. Kýrnar voru strax fluttar að
Laugalandi í Eyjafjarðarsveit og
þangað þurftu þau að fara tvisvar
á dag í um þrjár vikur til að
mjólka. Frá Laugalandi voru kýrn-
ar, um 45 mjólkandi, svo fluttar í
fjósið á Vatnsenda í Ljósavatns-
hreppi, skammt frá Fremstafelli.
Þar var komið upp rörmjaltakerfí,
sem léttir starfíð í fjósinu en að
sögn Auðuns er það Aðalheiður
sem er yfírfjósameistari. Ekki er
enn ljóst hvenær hægt verður að
flytja kýrnar heim en ábúendurnir
á Fremstafelli vonast til að hægt
verði að fara mjólka heima næsta
vor, „en því fyrr því betra“.
Auðunn og Álfheiður sögðu að
það hefði aldrei hvarflað að þeim
að gefast upp eftir brunann og
Álfheiður sagði að það hefði held-
ur ekki gengið upp fjárhagslega.
„Það hafa fleiri en við lent í þessu
og náð sér á strik á ný og það ætl-
um við líka að gera, sagði Aðal-
heiður.“
Aðeins búið þarna í
nokkra mánuði
Sem fyrr sagði er uppbygging
komin í fullan gang og hafa smiðir
verið þar að störfum í tæpar tvær
vikur. Lausagöngufjósið, sem áður
var hlaða, verður byggt upp að
nýju og lofthæðin lækkuð. Aðeins
steyptir útveggirnir standa eftir í
hinu fjósinu en allt annað eyði-
lagðist, m.a. mjólkurbásinn. Strax
eftir brunann tók við hreinsunar-
Morgunblaðið/Kristján
Álfheiður Þórðardóttir og Auðunn Pálsson á Fremstafelli.
Morgunblaðið/Kristj án
Uppbygging er komin í fullan gang á bænum Fremstafelli í Köldukinn
og í vikunni voru smiðir að reisa grind í lausagöngufjósinu.
starf og tók björgunarsveitin í
hreppnum það verk að sér og gekk
vel. Auðunn sagði að það skipti
sköpum að þau hefðu verið nokkuð
vel tryggð fyrir tjóni sem þessu.
Fjölskyldan á Fremstafelli hefur
aðeins búið þar í nokkra mánuði
en Auðunn og Álfheiður tóku við
búrekstri þar þann I. mars. Þau
áttu jörðina Sandhauga í Bárðar-
dal fram að þeim tíma og voru þar
einnig með kúabúskap.
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Akureyrar um fjárhagsáætlun
Segja skuldir aukast um
milljarð á þremur árum
JAKOB Björnsson, oddviti Framsóknarflokks í
bæjarstjóm Akureyrar, segir skuldir bæjarsjóðs
munu aukast um ríflega einn milljarð króna á þrem-
ur árum og þykir honum boginn spenntur tU hins
ýtrasta. Fulltrúi Lista fólksins í bæjarstjóm, Oddur
Helgi Halldórsson er hins vegar sammáía þvi að lán
séu tekin til að halda uppi öfiugum framkvæmdum.
Þjónusta við bæjarbúa vegi meira en skuldimar.
Jakob Bjömsson sagðist óttast skuldaaukningu,
en að hluta hafi lán verið tekin til að auka fram-
kvæmdir. Benti Jakob á að skuldir bæjarsjóðs hafi í
árslok 1998 verið 282 mUljónir króna, en þær verði
1.320 milljónir í lok ársins 2001 og hafi þannig á
þremur ámm aukist um ríflega einn mUljarð króna.
„Mér finnst það heldur mikið, ég tel að menn séu að
spenna bogann til hins ýtrasta,“ sagði Jakob. Hann
sagði bæjarfulltrúa sammála um að halda áfram
uppbyggingu við skólana í bænum, en á næsta ári
verði 60 mUljónum varið til að hefja framkvæmdir
við viðbyggingu Amtsbókasafnsins og 80 mUljónir
fari í byggingu á fjölnota íþróttahúsi
„Þetta em framkvæmdir sem menn sjá ekki fyrir
endann á,“ sagði Jakob. „Mér finnst þetta bera
nokkum keim af kosningaskjálfta, menn em að
troða inn verkefnum á síðustu stundu til að standa
við kosningaloforðin, en næsta ár er síðasta heila
árið sem umboð núverandi meirihluta nær tU.“
Varðandi þessi tvö stóm verkefni sem ráðast á í á
næsta ári, sagði Jakob að farsælla hefði verið, mið-
að við fjárhag bæjarins, að forgangsraða verkefn-
um. Ljóst væri að bæta þyrfti aðstöðuna á Amts-
bókasafninum, en önnur verkefni mættu þá frekar
bíða.
Loks benti Jakob á að við gerð þriggja ára áætl-
unar á liðnu vori hefði ekki verið áætlað fyrir bygg-
ingu við Giljaskóla, en nú væri búið að setja 175
milljónir króna í það verkefni.
„Mér finnst hafa orðið mikUl viðsnúningur í
stefnu Sjálfstæðisflokksins frá síðasta lq'örtímabili.
Giljaskóli var fyrst til húsa í leikskóla og í lausum
kennslustofum, en þegar við bættum 50 milljónum
króna við tU að bæta aðstöðuna hömraðu þeir á því
að skuldasöfnun væri hafin á ný. Það em smáaurar
miðað við þá skuldasöfnun sem nú viðgengst,“ sagði
Jakob.
Tilvinnandi að taka lán til
að auka framkvæmdir
Oddur Helgi Halldórsson á Lista fólksins sagði
fjárhagsáætlun eins og við væri að búast, rekstur-
inn væri í fóstum skorðum og nánast allt niðumeglt
fyrirfram, þannig að svigrúmið væri lítið. Oddur
lagði til við umræðu um áætlunina fyrr í vikunni að
settar yrðu 25 milljónir króna til kaupa á stofnbún-
aði vegna Oddeyrarskóla og leikskólans Iðavalla, en
peningar væra ekki inni í áætluninni tU slíkra
kaupa. Tillagan var felld. „Við fáum þetta bara í
hausinn á næsta ári,“ sagði hann. Þá vUdi Oddur
einnig að bætti yrði við einni milljón króna til að nið-
urgreiða gjald foreldra, giftra eða í sambúð, vegna
gæslu bama hjá dagmæðrum, „en það þótti ekki
ástæða til þess,“ sagði Oddur. Loks vildi Oddur
stórauka framlög til íþróttamála og lagði tU að KA
og Þór fengju 10 milljónir króna hvort á næsta ári,
með ákveðnum skUyrðum. Sagði Oddur að sú upp-
hæð myndi duga tU að koma rekstri þeirri í betra
horf en nú er.
Oddur sagðist meta meira að vel væri gert við
íbúa bæjarins, búa þeim góða aðstöðu varðandi
skólamál, leikskóla, íþróttir, tómstundir og menn-
ingu, fremur en að státa af lágri skuldastöðu. „Mér
finnst því tUvinnandi að taka lán tíl að auka fram-
kvæmdir," sagði Oddur. Hann sagði það sína skoð-
un að Akureyrarbær ætti að leggja sitt af mörkum
til að viðhalda eða auka þenslu á svæðinu, slíkt virk-
aði sem vítamín þegar verið væri að beijast við
sáralitla fólksfjölgun. „Þetta er okkar fómarkostn-
aður,“ sagði hann.
Opið hús hjá
Leðursmiðju Lóu
OPIÐ hús verður hjá Leðursmiðju
Lóu, Álfabyggð 2 á Akureyri nú um
helgina og býður Ólöf Matthíasdóttir,
sem hana rekur, gestum og gangandi
að líta inn og skoða úrvalið frá kl. 10
til 17, bæði laugardag og sunnudag.
Ólöf hefur rekið Leðursmiðju Lóu
frá því árið 1995, en það ár lauk hún
námi í leðurfatasaumi í Svíþjóð og
setti smiðjuna upp í framhaldi af því.
Ólöf sagðist einkum sauma eftir pönt-
unum, en margvísleg sýnishom af
framleiðslu hennar verður að finna á
opna húsinu um helgina. Bæði er um
að ræða leður- og mokkafatnað, en að
þessu sinni leggur Ólöf áherslu á
mokkafatnaðinn. Ólöf saumar nánast
allan fatnað, hatta og húfur, jakka,
vesti, vettlinga og skó svo dæmi séu
tekin.
Ólöf sagði að meðal viðskiptavina
sinna væri fólk af heimasvæðinu, en
hún hefði einnig tekið þátt í samsýn-
ingum og efnt til einkasýninga á höf-
uðborgarsvæðinu og alltaf væri nokk-
uð um að pantanir bærast þaðan.
Morgunblaðið/Kristj án
Ólöf Matthíasdóttir í Leðursmiðju Lóu verður með opið hús um helgina.
U nglingalandsliðið
í alpagreinum í
æfíngabúðum á Dalvík
Æft af
krafti frá
morgrii til
kvölds
UNGLINGALANDSLIÐ íslands í
alpagreinum á skíðum er í æfinga-
búðum á Dalvík þessa dagana og er
æft af miklum krafti frá morgni til
kvölds, að sögn Gunnlaugs Magnús-
sonar, eins af þjálfuram liðsins.
Alls era 26 skíðamenn á aldrinum
14-16 ára í unglingalandsliðshópn-
um og af þeim vantar aðeins fimm til
Dalvíkur. Skíðakrakkarnir í hópnum
koma víða að, þrettán era af höfuð-
borgarsvæðinu, tólf úr Eyjafirði og
einn frá Neskaupstað. Hópurinn
kom saman á Dalvík sl. fimmtudags-
kvöld en krakkanir halda til síns
heima á morgun, sunnudag.
Gunnlaugur sagði að ekki væri
mikill snjór í Böggvisstaðafjalli en
þó nægur snjór til æfinga. Hann
sagði æfingar hafa gengið vel og að
allir væra ánægðir en þreyttir. Gist
er í skíðaskálanum í Böggvisstaða-
fjalli.
Auk Gunnlaugs eru þjálfarar liðs-
ins þeir Fjalar Úlfarsson, Sveinn
Torfason og Kristinn Hauksson.
Útgáfutónleikar
Bjargar og Daniels
Eyfirsk
lög og ljóð
BJÖRG Þórhallsdóttir sópran-
söngkona og Daníel Þorsteinsson
píanóleikari koma ffam á þrenn-
um útgáfútónleikum í Eyjafírði
um helgina, en í dag, laugardag-
inn 25. nóvember, kemur út
hljómdiskur þeirra; Það ert þú!
Eyjafjörður - Ijóð og lag.
Fyrstu tónleikamir verða í
dag, laugardag, á Hólum, sal
Menntaskólans á Akm’eyri, og
hefast þeir kl. 16. A mánudags-
kvöld, 27. nóvember, verða tón-
leikar í Ólafsfjarðarkirkju og
hefjast þeir kl. 20.30. Þriðju tón-
leikamir í röðinni verða á Mel-
um í Hörgárdal á þriðjudags-
kvöld, 28. nóvember, einnig kl.
20.30.
A hljómdiskinum era 14 lög
en bæði lög og Ijóð eiga rætur að
rekja til tón- og ljóðskálda í
Eyjafirði.
Harður
árekstur
á hringtorgi
M JÖG harður árekstur varð á hring-
torginu á gatnamótum Hlíðarbraut-
ar og Borgarbrautar í hádeginu í
gær. Jeppa á leið vestur Borgar-
braut var ekið inn í vinstri hlið minni
jeppa sem var á leið suður Hlíðar-
braut og kastaðist hann yfir umferð-
areyju og upp á gangstétt.
Ókumennirnir, sem voru einir í
bílum sínum, vora fluttir á slysadeild
FSA til aðhlynningar. Ökumaður
stærri jeppans slasaðist lítið og fékk
að fara heim að lokinni skoðun en
ökumaður minni jeppans var enn til
rannsóknar seinni partinn í gær en
hann þurfti að klippa út úr bíl sínum.
Báðir bílarnir eru mjög mikið
skemmdir.
-----f-f-t----
Aglow-fundur
AGLOW, kristileg samtök kvenna,
halda fund í Félagsmiðstöðinni í
Víðilundi 22 á Akureyri næstkom-
andi mánudagskvöld, 27. nóvember,
kl. 20. Ingibjörg Baldursdóttir flytui’
ræðu kvöldsins. Söngur, lofgjörð,
fyrirbænaþjónusta og kaffihlaðborð.