Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Isjssl
'áúSSf'’ ? ' ■' lifj
2".lip
m
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Barnaskóli Vest-
mannaeyja 120 ára
Vcstmannaeyjum - Á Degi íslenskrar
tungu 16. nóvember sl. var þess
minnst í Vestmannaeyjum að 120 ár
voru liðin síðan Bamaskólinn í Vest-
mannaeyjum hóf starfsemi og hefur
hann starfað sleitulaust síðan. Fyrsta
skólahúsið sem reist var í Vestmanna-
eyjum hét Dvergasteinn en það fór,
eins og svo mörg önnur hús í Vest-
mannaeyjum, undir hraun í jarðeld-
unum á Heimaey árið 1973. Reyndar
var skólinn fyrstu tvö árin rekinn í
embættismannabústað í bænum.
Samkvæmt lögum sem sett voru
1880 voru kennslugreinar í skólanum
lestur, skrift, kristin fræði og reikn-
ingur. Árið 1917 var byijað að reisa
elsta hluta núverandi skólahúss sem
stendur á næstu lóð norðan Landa-
kirkju.
í tilefni dagsins heimsótti fjöldi
nemenda vinnustaði og las sögur og
ljóð. Til að minnast þessara tímamóta
tók skólinn á þessu hausti í notkun
eigið merki og nemendur hafa unnið
við að útfæra merkið í ýmis efni og
hengt upp á veggi skólans, nemend-
um og starfsfólki til ánægju.
Bændafundur á Þingborg í Hraungerðishreppi
Reiknað með mikilli
stækkun mjólkurbúa
Gaulverjabæ - Deilt er um „beitar-
hæfni“ lands í gæðastýringarmati
sem fylgir hinum nýja búvörusamn-
ingi í sauðfé. Gunnar Sæmundsson,
stjórnarmaður í Bændasamtökun-
um, segir að líklega verði erfitt að
útkljá þau mál. Þar togast á sjónar-
mið bænda og náttúruverndarsinna
um hvað telst eðlileg nýting á landi
til beitar. Þetta kom fram á almenn-
um bændafundi fyrir Árnessýslu á
Þingborg í Hraungerðishreppi 22.
nóvember.
Aðrir framsögumenn voru Gunn-
ar Guðmundsson, starfsmaður sam-
takanna, og Hrafnkell Karlsson á
Hrauni, stjórnarmaður. Miklar
breytingar eru settar fram í frum-
drögum að nýjum verðlagsgrund-
velli fyrir kúabú. Ekkert er þar
ákveðið enn.
Athygli vekur stærð búa. Lagt er
til að meðalbúið verði með 189.500
lítra af mjólk en er í dag 79.443 lítr-
ar. Þetta þýddi að einungis 500 til
600 bú yrðu yfir landið, en þau eru
kringum eitt þúsund í dag. Einnig
kostaði þetta rúmlega tuttugu millj-
óna fjárfestingu í kvóta auk alls
annars. Til marks um auknar afurð-
ir yrði meðalinnlegg nálægt 4.700
lítrum en er í dag 3.611 lítrar.
Góðar fréttir fyrir bændur er að
kjötsala hefur aukist. Aukning í
kindakjötssölu nemur nú um 5%.
Einnig hefur sala mjólkurafurða
aukist, sérstaklega á próteinríkari
vörum.
Nágrannaeftirlit í
forðagæslu ótækt
Guðmundur Lárusson, bóndi á
Stekkum, sagði að Bændasamtökin
yrðu að gera sig sýnilegri í samfé-
laginu. Honum fannst ekki nóg
fækkun í starfsliði á þriðju hæð
Bændahallarinnar sem þó hefði
verið stefnt að við sameiningu
Stéttarsambands bænda og Búnað-
arfélags íslands.
Sigurður Hannesson, bóndi á
Villingavatni, sagði engin harðindi
né svartadauða nú. Samt væri mikil
fækkun í sinni sveit og menn að
hætta búskap. Hann kvað fast að
orði líkt og áður: „Menn sem vilja
innflutning á nýju kúakyni nú eru
líkt og uppvakningar þeirra sem
fluttu inn búfjárpestir fyrir 70 ár-
um,“ sagði Sigurður.
Sveinn Ingvarsson, bóndi í
Reykjahlíð, sagði það „nágranna-
eftirlit" sem nú tíðkaðist í forða-
gæslu ótækt. Ekki væri hægt að
setja menn í dómaragæslu yfir vin-
um sínum eða nágrönnum.
Geir Ágústsson, bóndi í Gerðum,
sagði hina auknu stærð búa kalla á
aðkeypt vinnuafl og fjölskyldubúið
sem tíðkast hefði í mjólkurfram-
leiðslu til þessa dags væri því í
hættu.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ullarmat
í íjarhusi
Fagradal - Um þessar mundir eru
bændur víða um land að taka sauð-
fé á hús og klippa af því ullina. Á
haustin fæst besta ullin af kindun-
um og þegar því er lokið er hún
metin af ullarmatsmanni frá fstex.
Salvar Júliusson, bóndi í Jórvík í
Álftaveri, hefur um nokkurra ára
skeið farið á milli bæja og metið ull
hjá bændum. Salvar segist meta allt
að einu tonni af ull á dag eða 30-40
tonn á ári. Hann segir að heima-
matið komi vel út fyrir bændur og
geti þeir lært ýmislegt á því að
fylgjast með því hvernig ullarmats-
maðurinn vinnur.
Sundhöll og
sunddeild 40 ára
Selfossi - Sundhöll Selfoss var opn-
uð fyrir 40 árum, í nóvember 1960.
Strax í kjölfarið stofnuðu nokkrir
frumkvöðlar sundíþróttarinnar á
Selfossi sunddeild Ungmennafélags
Selfoss. Allt frá stofnun hefur starf-
semi sunddeildarinnar verið mjög
öflug og hún staðið fyrir sundþjálf-
un og félagsstarfi sem fjöldi ung-
menna hefur stundað og mörg
þeirra hafa náð langt í íþrótt sinni.
Til að minnast þessara tímamóta
var haldið afmælissundmót í Sund-
höll Selfoss á laugardaginn, 18. nóv-
ember. Afmælismótinu var slegið
saman við árlegt minningarmót um
Þórð Gunnarsson, sundmann og
sundþjálfara til margra ára á Sel-
fossi, en hann lést fyrir nokkrum
árum. Á mótinu spjreyttú- sig yngri
og eldri sundmenn á Selfossi, byrj-
endur, keppnisfólk og nokkrir
garpar, karlar og konur, rifjuðu
upp gamla takta.
I upphafi móts voru flutt ávörp
og sunddeildinni færður blómvönd-
ur frá bæjarstjóm Árborgar og
Sundhöllin gaf deildinni bikar til að
nýta sem viðurkenningu í starfi
sínu. I lok mótsins var svo Þórðar-
Afmælis- og minningarmdt á Selfossi
bikarinn afhentur þeim sundmanni
sem náði bestu afreki samkvæmt
alþjóðlegri stigatöflu. Kom bikar-
inn í hlut Stefáns Ólafssonar sund-
manns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Guðrún Erla Gisladóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, af-
hendir Kristni Friðfínnssyni, formanni sunddeildar Selfoss, blómvönd.
Foreldrar Þórðar, Helga Þórðardóttir og Gunnar Jónsson, afhentu Stefáni Ólafssyni Þórðarbikarinn.
• *
25% afsláttur laugardng og sunnudug
Speslw n-œ*
Rummar
Innrémmun
350 gerðir af rammalistutn á lager
MIÐSTOÐIN
Opld um Imigarcb IIMH* suuinub 1147 miwúte m * m