Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Isjssl 'áúSSf'’ ? ' ■' lifj 2".lip m Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Barnaskóli Vest- mannaeyja 120 ára Vcstmannaeyjum - Á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. var þess minnst í Vestmannaeyjum að 120 ár voru liðin síðan Bamaskólinn í Vest- mannaeyjum hóf starfsemi og hefur hann starfað sleitulaust síðan. Fyrsta skólahúsið sem reist var í Vestmanna- eyjum hét Dvergasteinn en það fór, eins og svo mörg önnur hús í Vest- mannaeyjum, undir hraun í jarðeld- unum á Heimaey árið 1973. Reyndar var skólinn fyrstu tvö árin rekinn í embættismannabústað í bænum. Samkvæmt lögum sem sett voru 1880 voru kennslugreinar í skólanum lestur, skrift, kristin fræði og reikn- ingur. Árið 1917 var byijað að reisa elsta hluta núverandi skólahúss sem stendur á næstu lóð norðan Landa- kirkju. í tilefni dagsins heimsótti fjöldi nemenda vinnustaði og las sögur og ljóð. Til að minnast þessara tímamóta tók skólinn á þessu hausti í notkun eigið merki og nemendur hafa unnið við að útfæra merkið í ýmis efni og hengt upp á veggi skólans, nemend- um og starfsfólki til ánægju. Bændafundur á Þingborg í Hraungerðishreppi Reiknað með mikilli stækkun mjólkurbúa Gaulverjabæ - Deilt er um „beitar- hæfni“ lands í gæðastýringarmati sem fylgir hinum nýja búvörusamn- ingi í sauðfé. Gunnar Sæmundsson, stjórnarmaður í Bændasamtökun- um, segir að líklega verði erfitt að útkljá þau mál. Þar togast á sjónar- mið bænda og náttúruverndarsinna um hvað telst eðlileg nýting á landi til beitar. Þetta kom fram á almenn- um bændafundi fyrir Árnessýslu á Þingborg í Hraungerðishreppi 22. nóvember. Aðrir framsögumenn voru Gunn- ar Guðmundsson, starfsmaður sam- takanna, og Hrafnkell Karlsson á Hrauni, stjórnarmaður. Miklar breytingar eru settar fram í frum- drögum að nýjum verðlagsgrund- velli fyrir kúabú. Ekkert er þar ákveðið enn. Athygli vekur stærð búa. Lagt er til að meðalbúið verði með 189.500 lítra af mjólk en er í dag 79.443 lítr- ar. Þetta þýddi að einungis 500 til 600 bú yrðu yfir landið, en þau eru kringum eitt þúsund í dag. Einnig kostaði þetta rúmlega tuttugu millj- óna fjárfestingu í kvóta auk alls annars. Til marks um auknar afurð- ir yrði meðalinnlegg nálægt 4.700 lítrum en er í dag 3.611 lítrar. Góðar fréttir fyrir bændur er að kjötsala hefur aukist. Aukning í kindakjötssölu nemur nú um 5%. Einnig hefur sala mjólkurafurða aukist, sérstaklega á próteinríkari vörum. Nágrannaeftirlit í forðagæslu ótækt Guðmundur Lárusson, bóndi á Stekkum, sagði að Bændasamtökin yrðu að gera sig sýnilegri í samfé- laginu. Honum fannst ekki nóg fækkun í starfsliði á þriðju hæð Bændahallarinnar sem þó hefði verið stefnt að við sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnað- arfélags íslands. Sigurður Hannesson, bóndi á Villingavatni, sagði engin harðindi né svartadauða nú. Samt væri mikil fækkun í sinni sveit og menn að hætta búskap. Hann kvað fast að orði líkt og áður: „Menn sem vilja innflutning á nýju kúakyni nú eru líkt og uppvakningar þeirra sem fluttu inn búfjárpestir fyrir 70 ár- um,“ sagði Sigurður. Sveinn Ingvarsson, bóndi í Reykjahlíð, sagði það „nágranna- eftirlit" sem nú tíðkaðist í forða- gæslu ótækt. Ekki væri hægt að setja menn í dómaragæslu yfir vin- um sínum eða nágrönnum. Geir Ágústsson, bóndi í Gerðum, sagði hina auknu stærð búa kalla á aðkeypt vinnuafl og fjölskyldubúið sem tíðkast hefði í mjólkurfram- leiðslu til þessa dags væri því í hættu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ullarmat í íjarhusi Fagradal - Um þessar mundir eru bændur víða um land að taka sauð- fé á hús og klippa af því ullina. Á haustin fæst besta ullin af kindun- um og þegar því er lokið er hún metin af ullarmatsmanni frá fstex. Salvar Júliusson, bóndi í Jórvík í Álftaveri, hefur um nokkurra ára skeið farið á milli bæja og metið ull hjá bændum. Salvar segist meta allt að einu tonni af ull á dag eða 30-40 tonn á ári. Hann segir að heima- matið komi vel út fyrir bændur og geti þeir lært ýmislegt á því að fylgjast með því hvernig ullarmats- maðurinn vinnur. Sundhöll og sunddeild 40 ára Selfossi - Sundhöll Selfoss var opn- uð fyrir 40 árum, í nóvember 1960. Strax í kjölfarið stofnuðu nokkrir frumkvöðlar sundíþróttarinnar á Selfossi sunddeild Ungmennafélags Selfoss. Allt frá stofnun hefur starf- semi sunddeildarinnar verið mjög öflug og hún staðið fyrir sundþjálf- un og félagsstarfi sem fjöldi ung- menna hefur stundað og mörg þeirra hafa náð langt í íþrótt sinni. Til að minnast þessara tímamóta var haldið afmælissundmót í Sund- höll Selfoss á laugardaginn, 18. nóv- ember. Afmælismótinu var slegið saman við árlegt minningarmót um Þórð Gunnarsson, sundmann og sundþjálfara til margra ára á Sel- fossi, en hann lést fyrir nokkrum árum. Á mótinu spjreyttú- sig yngri og eldri sundmenn á Selfossi, byrj- endur, keppnisfólk og nokkrir garpar, karlar og konur, rifjuðu upp gamla takta. I upphafi móts voru flutt ávörp og sunddeildinni færður blómvönd- ur frá bæjarstjóm Árborgar og Sundhöllin gaf deildinni bikar til að nýta sem viðurkenningu í starfi sínu. I lok mótsins var svo Þórðar- Afmælis- og minningarmdt á Selfossi bikarinn afhentur þeim sundmanni sem náði bestu afreki samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Kom bikar- inn í hlut Stefáns Ólafssonar sund- manns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðrún Erla Gisladóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, af- hendir Kristni Friðfínnssyni, formanni sunddeildar Selfoss, blómvönd. Foreldrar Þórðar, Helga Þórðardóttir og Gunnar Jónsson, afhentu Stefáni Ólafssyni Þórðarbikarinn. • * 25% afsláttur laugardng og sunnudug Speslw n-œ* Rummar Innrémmun 350 gerðir af rammalistutn á lager MIÐSTOÐIN Opld um Imigarcb IIMH* suuinub 1147 miwúte m * m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.