Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 29

Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 29 ERLENT Nýskipaður menntamálaráðherra í vandræðum vegna ummæla um lögmann Færeyja Þórshöfn. Morgnnblaðid. Kallaði Kallsberg „skósvein Dana“ TÓRBJ0RN Jacobsen, nýskipaður menntamálaráðherra í færeysku landstjóminni, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir eða eftir að hann kallaði samráðherra sinn, Anfinn Kallsberg lögmann, „skó- svein Dana“. Færeyska blaðið Sosialurin átti viðtal við Jacobsen í síðustu viku og þar kallaði hann Kallsberg „skó- svein Dana, sem tæki við fyrirmæl- um frá Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur“. Hefur Jacobsen, sem er í Þjóðveldis- flokknum, orðið að biðja Fólka- flokksmanninn Kallsberg afsökun- ar á þessum orðum og vegna óánægju meðal hans eigin flokks- manna er hugsanlegt að ummælin kosti hann ráðherrastólinn. Sagan hófst með því að Jacobsen sendi öllum skólum í Færeyjum til- kynningu um að nemendur fengju framvegis ekki frí 5. júní, á þjóðhá- tíðardegi Dana. Þess í stað skyldu þau fá frí 1. maí, á alþjóðadegi verkalýðsins. Kallsberg lögmaður brást hart við tilkynningu Jacob- sens og lýsti yfir að 5. júní væri frí- dagur lögum samkvæmt og óþol- andi væri að landstjórnarmaður tæki upp hjá sér að brjóta lögin. Jaeobsen svaraði með því að kalla Kallsberg „skósvein Dana“ eins og fyrr sagði og fullyrti að hann tæki við fyrirskipunum beint frá Rasm- ussen. Úr öskunni í eldinn Jacobsen hefur nú beðið Kalls- berg afsökunar en umræðu um þessa uppákomu er ekki lokið innan Þjóðveldisflokksins. Það, sem gerir málið verra eða neyðarlegra fyrir Jacobsen en ella, er, að eftir að Sosialurín birti viðtali lýsti hann því yfir að hann hefði „aldrei haft þessi orð um Kallsberg og aldrei látið sér það til hugar koma“. Blaðamaður Sosialurin átti hins vegar viðtalið á segulbandi og nú hefur verið spilað af því í færeyska sjónvarpinu. FRÍTT BENSÍN í B&L Þú getur einnig haft heppnina með þér ef þú kemur og reynsluekur öðrum bílum sem við bjóðum í B&L, Grjóthálsi l. í hverri viku fær einn heppinn reynsluökumaður 250 litra af bensíni að gjöf. En ekki nóg með það því einu sinni i mánuði fær einn þeirra sem staðfesta kaup á nýjum bíl hjá B&L 250 þúsund króna innborgun upp i bílinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.