Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Loftslags- ráðstefna á lokaspretti Óljóst var í gærkvöldi hvort einhver niðurstaða næðist á loftslagsráðstefnunni ✓ í Haag. An Bandaríkjamanna verður engin niðurstaða og hvort Islendingar koma sínum málum að ræðst af öðru en frammi- stöðu íslensku sendinefndarinnar, segir Sigrún Davíðsdóttir. Jan Pronk, umhverfisráðherra Hollands, sem stjórnar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sóst hér á stór- um skjá í ráðstefnusalnum. „VIÐRÆÐURNAR fara harðnandi. Nú er rætt um hvað ríkin afberi til að geta fullgilt bókunina," sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið um kvöld- matarleytið í gær. „Þetta er eðlilegt samningaferli." En hvorki hún né aðrir treystu sér til að segja um hvort samningar næðust yfirleitt um lokatillögu.,. Það sem var á samningaborðunum í gær var itiálamiðlunartillaga Jan Pronks, forseta loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og umhverfis- ráðherra Hollendinga, sem hann lagði fram í fyrrakvöld. Þetta var út- spil hans til að fá eitthvað áþreifan- legt á borðið, sem hægt væri að taka tillit til. Hann lagði þá hart að öllum að lesa tillöguna vel og geyma allar umsagnir þar til það hefði verið gert. í gærkvöldi var ljóst að tillagan var óvinsæl í öllum herbúðum, sem Siv sagði með bros á vör að væri lík- lega merki um að hún væri ekki al- slæm. Það væri verra að einhver einn hópur áliti sig hafa fengið allt. Snemma kvölds var ætlun Pronks að ráðherramir legðu fram skrifleg- ar athugasemdir fyrir ki. 21. Síðan áttu ráðherramir og engir aðrir að ræða þær og síðustu mörk fyrir þær viðræður voru í morgun á milli 5 og 6. Klukkan átta ætlaði Pronk að vera búinn að koma þeim niðurstöðum saman í skjal, sem síðan átti að kynna á blaðamannafundi kl. 11 á laugardagsmorgun. Formleg af- greiðsla á að vera á milli kl. 13 og 16 í dag, þegar ráðstefnunni á formlega að ljúka. Og af því að ráðstefnan er á vegum Sameinuðu þjóðanna þá er þar ekkert samþykkt nema einróma. Hvort þetta ferli gengur eftir er annað mál, en hið eina skýra er að ráðstefnunni lýkur kl. 16 í dag. Eins og Pronk hefur margbent á undan- fama daga þá er ráðstefnuhöllin rek- in af fyrirtæki, sem skipuleggur ráð- stefnur og sýningar og þar tekur einn viðburðurinn við af öðram. Óánægja á allar hliðar Þótt umhverfisverndarsamtök bentu strax á að með drögum Pronks fengju Bandaríkjamenn mest var það þó fjarri lagi að banda- ríska sendinefndin liti þannig á mál- ið. Frank E. Loy, formaður banda- rísku sendinefndarinnar, hætti við daglegan blaðamannafund sinn. Að- stæður væru á hverfanda hveli, það gagnaðist ekki viðræðunum að ræða einstök atriði opinberlega og þrátt fyrir að Bandaríkin væra „afar von- svikin“ með tillögu Pronks, „sem væri í óásættanlegu ójafnvægi" þá léti sendinefndin samt einskis ófreistað við að ná góðu samkomu- lagi. Evrópusambandið, ESB, gaf ekki út yfirlýsingar en einstakir ráðherr- ar eins og Svend Auken, umhverfis- ráðheira Dana, lágu ekki á skoðun sinni. í samtali við blaðamenn í ráð- stefnumiðstöðinni í Haag síðdegis í gær sagði Auken að tillögur Pronks endurspegluðu meira forgangsmál Regnhlífahópsins, sem Bandaríkin tilheyra, en hagsmuni heimsins. Til- lagan væri ónákvæmlega orðuð og full af undankomuleiðum fyrir lönd, sem ekki vildu fylgja anda Kyoto- bókunarinnar. Á spjalli við blaðamenn sagði Robert Watson formaður sérfræði- nefndar Sameinuðu þjóðanna að hið mikilvægasta við samkomulag, sem tækist vonandi, væri að það væri skref í rétta átt. Hins vegar var hann gagnrýninn á einstök atriði í tillög- um Pronks. I tillögum Pronks var ekki talað um sérmál íslendinga, sem er hlut- fall stórra verkefna í litlum hagkerf- um. Hins vegar snerti það íslend- inga að landgræðsla var þar talin gjaldgeng sem aðferð til að binda koltvíoxíð og draga þannig úr loft- mengun. Það mun ekki ráðast fyrr en á síð- ustu mínútunum í dag hvort sérmál íslendinga verður með. Ef sam- komulagið verður víðtækt pólitískt samkomulag, án tæknilegrar út- færslu einstakra atriða, era litlar lík- ur á að íslenska tillagan verði með. í gærkvöldi voru sterkar líkur fyrir slíku samkomulagi, þar sem tíminn væri einfaldlega of naumur til ann- arrar útfærslu. Þungavigt Bandaríkjamanna Pronk hefur verið sakaður um að ganga erinda Bandaríkjamanna. Það skiptir hinvegar býsna miklu að ná samkomulagi, sem Bandaríkjamenn sjá fram á að fáist staðfest heima fyrir. Svigrúm þeirra er býsna lítið því öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma fyrir þremur ár- um, í samhengi við Kyoto-bókunina, að ekki kæmi til greina að sam- þykkja neitt nema að þróunarlöndin kæmu með einhveija skuldbindingu, en þau era undanþegin bókuninni. Annars væri samkeppnisstaða iðn- ríkjanna, einkum Bandaríkjanna, í voða. í öðra lagi að bókunin mætti ekki bitna á efnahag Bandaríkjanna, hvorki kosta þar hagvöxt né störf. Það er með þetta vegamesti, sem bandaríska sendinefndin kom til Haag. Svigrúm hennar er því frá upphafi ekki mikið. Það hefur lítið upp á sig að samþykkja eitthvað, sem síðan er kastað fyrir róða heima fyr- ir. Á hinn bóginn er stjómin líka und- ir vaxandi þrýstingi umhverfissinna, en það er eins og þau öfl eigi sér fáa formælendur á þingi og vaxandi áhugi á umhverfismálum og aukin meðvitund endurspeglist ekki þar. Það hefur fengið ýmsa blaðamenn í Haag, ekki síst þá bresku, sem allt- af era tilbúnir til að hnýta í Banda- ríkin, til að draga í efa hversu vel þingið endurspegli afstöðu almenn- ings og ekki bara þeirra, sem hafa fé til að leggja í kosningasjóði. En hver sem skýringin er þá er þetta sá raunveraleiki, sem bandaríska sendinefndin býr við. Léttleiki íslendinga Þótt það séu um 180 lönd, sem eiga fulltrúa á Haag-ráðstefnunni þá era það þó ekki 180 raddir, sem tala í öllum málum. Löndin skipta sér í hópa, sem starfa saman, mismikið samannjörvaðir þó. Þarna era G77, sem er hópur um 130 þróunarlanda og svo Kína. Það er Regnhlífahópur- inn, þar sem ísland hefur skipað sér, ásamt Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Noregi, svo einhver séu nefnd. Og svo er það ESB-hópurinn. Hóparnir starfa saman, því að hagsmunir þeirra fara að einhveiju eða miklu leyti saman. Fyrir litlu löndin er það vonlaust að vera með einhvem eintrjáningshátt. Þau kom- ast ekki hætishót án samflots. Það hefur óneitanlega verið for- vitnilegt að fylgjast með starfi ís- lensku sendinefndarinnar. Það mætti halda að sendinefnd, sem í heild er aðeins tíu manns, en var að- eins fullskipuð seinni vikuna, mætti sín lítils gagnvart sendinefndum stærri landa, með hátt í hundrað manns. En smæðinni fylgir léttleiki, sem stærri sendinefndir hafa ekki. Það er vitað mál að sendinefnd ESB er til dæmis næstum viðvar- andi sólarhring á eftir í samninga- ferlinu, því það er einfaldlega svo seinlegt að leita viðbragða hjá öllum aðilum við því sem kemur upp. Eftir ráðstefnuna í Kyoto hafði breskur embættismaður á orði að íslending- ar hefðu haft meiri áhrif á ákvæði bókunarinnar um bindingu en ESB. Lítil sendinefnd getur ekki ginið yfir öllu. En hún getur einbeitt sér vel að málum, sem varða hana sér- staklega. Það þýðir að á þeim sviðum getur hún komið snarlega með tillög- ur og hugmyndir áður en aðrir ná að bregðast við. Það felst alltaf ákveð- inn styrkur í forskoti. Það er hins vegar á endanum ekki undir íslensku sendinefndinni komið hvort ákvæði um tillit til íslenskra sérhagsmuna verður tekið með í niðurstöður Haagráðstefunnar. Þar koma önnur og sterkari öfl til, fyrst og fremst hvort það næst yfirleitt samstaða um samkomulag og þá hvort tími vinnst til að fara niður í smáatriði. Viðskiptalífið bíður einnig eftir niðurstöðum í Haag SKOÐANAKÖNNUN meðal bandarískra fyr- irtækja sýnir, að stjómendur þeirra hafa skiln- ing á að það þurfi að grípa til aðgerða í umhverf- ismálum. Þegar kemur að því að taka á sig fjárhagslegar byrðar kemur aftur annað hljóð í strokkinn, ef marka má yfirlýsingar Inter- national Ghamber of Commerce, ICC. Fujltrúar samtakanna fóra í gær yfir tillögur Jan Pronks, forséta loftslagsráðstefnu Samein- uðp þjóðanna ognmhverfisráðherra Hollands, um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar á blaða- mannafundi í ráðstefnuhöllinni í Haag, þar sem ráðstefnan fer fraiíi. Óánægja þeirra beindist einkum að því að allt benti til að þær yrðu á end- anum ekki sérlega skýrar. Bandarískt viðskiptalif hlynnt aðgerðum gegn loftmengun National Environment Trast, NET, era bandarísk samtök, sem beita sér fyrir aðgerðum í umhverfismálum. Mörg bandarísk stórfyrir- tæki, sem láta sér annt um umhverfismál og ímynd sína áþví sviði era aðilar að samtökunum. „Bandarískir frammámenn í viðskiptalífinu era ekki allir sem einn mótfallnir Kyoto-bókuninni,“ sagði Philip Clapp, forseti samtakanna. Þau hafa látið gera skoðanakönnun meðai yfirmanna 495 bandarískra fyrirtækja af Fortune 5000 list- Það eru ekki aðeins stjórn- málamenn, embættismenn og umhverfísverndarsinnar í Haag þessa dagana, heldur einnig fulltrúar viðskiptalífsins. anum. „Staðreyndin er hins vegar að fá þeirra hafa tekið afstöðu,“ benti hann á. í könnuninni, sem gerð var á vegum Amer- ican Viewpoint kom fram að meira en þriðjung- ur aðspurðra er hlynntur því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti Kyoto-bókunina, sem skuldbindur ríkisstjómir til aðgerða er draga úr loftmengun. Álíka margir segjast ekki þekkja nógu vel til málsins til að geta tekið afstöðu. Rúmlega 80 prósent aðspurðra era einnig sannfærð um að það muni verða gripið tii laga- legra aðgerða til að draga úr losun efna er valda gróðurhúsaáhrifum. Það er einnig almennur stuðningur við að Bandaríkin taki afgerandi forystu á þessu sviði. Skýringar á þessari afstöðu er vísast að leita í því að 75 prósent aðspurðra efast ekki um að það séu vísindalegar forsendur fyrir gróðurhúsa- áhrifum. En þessi afstaða skýrir einnig að undanfarið hefur mjög fækkað í samtökum, sem kallast Global Climate Coalition og era efins um að gróðurhúsaáhrifa gæti yíirleitt, hvað þá að þau séu til hins verra. Mörg bandarísk stórfyrirtæki hafa verið aðilar að samtökunum, en þau hafa dregið sig út hvert á efiir öðru. Það er sama hvar gripið er niður. Þeim er tortryggja gróðurhúsa- áhrif fer einfaldlega snarfækkandi. Óskýrar niðurstöður Kyoto-bókunin er ekki ókeypis skuldbinding, heldur mun hún kosta sitt. ICC hefur þá afstöðu að ákvarðanir í þessa átt verði að gerast í fijálsu markaðsumhverfi, meðal annars til að hefta ekki tækniþróun er gæti dregið úr loftmengun. Brian Flannery, sem fer með umhverfismál hjá ICC, sagði á blaðamannafundi í gær að þau drög er lægju nú fyrir væra ekki nógu nákvæm- lega orðuð til að hægt væri að átta sig á hvað þau þýddu í raun. í frjálsu viðskiptaumhverfi skipti til dæmis miklu máli að hægt væri að versla óhindrað með kvóta. Tillögumar bentu hins veg- ar ekki til þess að það yrði einfalt. „Ég hafði von- ast eftir skýrari niðurstöðum," sagði Flannery. Miguel Angel Roderiguez Echevcrria, forseti Kosta Ríka, flytur ávarp á ráð- stefnunni. Sandpoki var settur á ræðupall- inn til að minna ráðstefnugestina á nýleg flóð og afleiðingar loftslagsbreytinga í heiminum. „Það er enn heilmikið af ósvöraðum spuming- um.“ Flannery sagði ICC heldur ekki vera ánægð með að ekki væri gert ráð fyrir að kjamorku- tækni væri með í verkefnum, sem iðnríkin fjár- mögnuðu í þróunarlöndunum. Að þeirra mati væri rangt að útiloka tækni, sem gæti komið sér vel. Um það hvort óskýr niðurstaða í Haag ætti eftir að draga úr fjárfestingum í þróunarlöndum er drægju úr loftmengun, sagði Nick Campbell, annar fulltrúi ICC, að slík niðurstaða mundi vís- ast hægja á fjárfestingum þar, en ekki stöðva þær. Hið versta væri ef ekki fengist á hreint núna hvaða verkefni í þróunarlöndunum kæmu til greina sem verkefni er drægju úr loftmengun og áfram yrði óljóst hvemig þau yrðu skil- greind.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.