Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kristján Jóhannsson lofar skemmtilegum tónleikum í Háskólabíói í dag og á morgun Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sjá dagar koma... Sigrún Þorgeirsdóttir, sem stjórna mun Kvennakór Reykjavíkur á tónleikunum, leiðir Kristján Jóhannsson í söng á æflngunni í Ymi í gærkvöldi. Það eru allir í stuði! „GÓÐA kvöldið. Fögnr er hlíðin," segir Kristján Jóhannsson þegar hann stormar í salinn. Hátt og snjallt. Húsið er Ýmir og hlíðin Kvennakór Reykjavíkur sem stillt hefur sér upp til söngs. í hönd fer æfing fyrir tónleika í Háskólabíói í dagkl. 17 og ámorgunkl. 19þar sem tenérsöngvarinn mun fylgja nýrri geislaplötu, Hamraborginni, úr hlaði. Kristján sveiflar treflinum aftur á bak og rennir beint í fyrsta lagið, Vorboðinn ljúfi... Söngurinn fyllir salinn, tenórinn heldur hvergi aftur af sér. „Þið eruð alveg ofboðslega sæt- ar,“ segir hann að söng loknum og snýr sér að kórnum, „en hvers vegna eruð þið svona „siríus"? Þið vitið að söngurinn lengir lífið. Hvar er brosið?“ Konurnar skella upp úr. „Nákvæmlega þetta!“ „ Við erum ákveðin í að gera þetta rosalega skemmtilegt," segir Krist- ján skömmu siðar við blaðamann. „Þetta verður svona bland af gamni og alvöru. Fólki á vonandi eftir að líka það sem við höfum upp á að bjóða. Það eru allir í stuði!“ Tekur Örn lagið? Einn af þeim er Örn Ámason leik- ari sem kynna mun tónleikana. Hann gantast við Kristján og ljóst er að þeir eru eitthvað að bralla. Ætla þeir að taka lagið saman? „Nei, nei. Ég er bara kynnir," segir Örn sposkur á svip. Hann við- urkennir þó að ekkert sé útilokað ef „tími leyfir í lokin og stemmningin verður þannig“. Annar maður sem mun örugglega syngja á tónleikunum er Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngv- ari. Hann er að stíga sín fyrstu skref í faginu en er hvergi smeykur að standa á sviði með Kristjáni. „Þú getur rétt fmyndað þér,“ seg- ir hann og hlær dátt. „Annars syngj- um við ekki saman á tónleikunum. Að minnsta kosti ekki samkvæmt prógramminu." Kristján hefur verið óspar á hrós- yrðin þegar Jóhann er annars vegar og ungi söngvarinn kann honum þakkir fyrir stuðninginn. „Það er meiriháttar að fá stuðning úr þeirri áttinni. Mjög hvetjandi. Kristján er líka óspar á góðu ráðin.“ „Jóhann er ósvikinn efniviður. Ég mun fylgjast grannt með honum í framtíðinni," trúir Kristján blaða- manni fyrir þegar Jóhann er kom- inn á sviðið. Álag á hljóðhimnur Glatt hefur verið á hjalla á æfing- um fyrir tónleikana og engin grið gefin. Anna Guðný Guðmundsdóttir pi'anóleikari, sem leikur með á tón- leikunum, staðfestir það. „Ég var með þá alla þijá heima hjá mér í Mosfellsbæ í gær [fimmtu- dag] og hélt að hljóðhimnumar í mér ætluðu að springa. Ég brá á það ráð að opna gluggann og leyfa sveitungum mi'num að njóta söngs- ins með mér,“ segir hún hlæjandi. Anna Guðný segir Öm hafa gefið tenórunum lítið eftir. „Ég dró samt aðeins af mér,“ seg- ir Örn þegar þetta er borið undir hann. „Annars hefði þeim liðið illa. Það er mjög mikilvægt að tenómm líði vel!“ Miðar á tónleikana í dag seldust upp á skömmum tíma og í gær- kvöldi vom aðeins örfáir miðar lausir á seinni tónleikana á morgun. „Það stefnir allt í að við fyllum hús- ið í tvígang. Menn verða að drífa sig ætli þeir að fá miða. Þessar viðtökur gleðja mig,“ segir Kristján áður en hann dregur sig í hlé. Skagfirska söngsveitin. Tónleikar Skagfírsku söngsveitarinnar Nýjar bækur AFMÆLISTÓNLEIKAR Skag- firsku söngsveitarinnar verða haldnir í Langholtskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Skagfirska söngsveitin heldur upp á 30 ára afmæli sitt um þessar mundir og er haldið upp á það með ýmsu móti. Um síðustu helgi voru haldnir tvennir tónleikar í Skaga- firði. Skagfirska söngsveitin var stofn- uð í Reykjavík á haustdögum 1970. í kórnum hefur alltaf verið mjög öfl- ug starfsemi þar sem samvinna kór- félaganna og stjómandans hefur fært kórinn í fjölda söngferða inn- anlands sem og erlendis. Á þessum 30 árum hafa verið gefnar út fimm vínflplötur og tveir geisladiskar, Kveðja heimanað 1994 og Nú Ijómar vorsins ljós 1999, og hafa báðir notið mikilla vinsælda. Frá upphafi hafa tveir stjómendur starfað við kórinn en einn af stofnendum var Snæbjörg Snæbjarnardóttir söng- kona og stjórnaði hún kórnum í 13 ár eða til ársins 1983 en þá tók Björgvin Þ. Valdimarsson við. Á afmælistónleikum kórsins, sem helgaðir eru Skagafirði, verða flutt lög og/eða ljóð eftir skagfirska höf- unda: Lagahöfundar: Pétur Sig- urðsson, Jón Björnsson, Eyþór Stefánsson, Geirmundur Valtýsson og Kristján Stefánsson frá Gilhaga. Ljóðahöfundar: Stephan G. Steph- ansson, Ólafur B. Guðmundsson, Friðrik Hansen, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson og Bjami Stefán Konráðsson. Einsöngvarar með kórnum verða: Kristín R. Sigurðar- dóttir, sópran, Guðmundur Sigurðs- son, tenór, og Óskar Pétursson frá Álftagerði, tenór. Stjómandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Undir- leikari: Sigurður Marteinsson. • ÚT er komin bókin Heimur vínsins eftir Steingrím Sigur- geirsson, sem er fyrsta íslenska alfræðiritið um vín og vínmenn- ingu. Steingrímur hefur skrifað greinar um vín í Morgunblaðið um árabil. Bók- in er að hluta byggð á Morg- unblaðsgrein- unum og er gefin út í sam- vinnu við blaðið en bókaforlagið Salka er út- gefandi. Stein- grímur segir að það hafi blund- að í sér um nokkurn tíma að fjalla um þetta áhugamál sitt með ýtarlegri hætti en í blaðagreinun- um. Á ákveðnum punkti hefði hann síðan talið sig hafa nægilegan gmnn til að byggja verk af þessu tagi á. Steingrímur sagði að markmiðið með bókinni væri að miðla á auð- skilinn og aðgengilegan hátt reynslu þeirri sem hann hefði öðl- ast gegnum árin, m.a. með því að heimsækja öll helstu vínræktar- héröð heims. Steingrímur sagði ljóst að áhugi á víni færi hraðvax- andi hér á landi; það mætti sjá af úrvali vína og áhuga á umfjöllun um þessi mál. „Það er spennandi að hafa upplifað þetta og bókin er í raun afleiðing þess,“ sagði Stein- grímur. Hann bætti við að hægt væri að lesa bókina í einum rykk eða nota hana sem uppflettirit „hvort sem fólk vill lesa um sérstöðu vína frá Bordeaux, einstök svæði í Banda- ríkjunum eða ákveða hvaða vín eigi að velja með nautasteikinni." Bókin er tvískipt. í fyrri hluta hennar er farið yfir ýmis almenn atriði er snerta vín og vínneyslu. Ferli víngerðar er rakið og útskýrt hvernig ákvarðanir fagmanna á ólíkum stigum hafa áhrif á lokanið- urstöðuna. Útskýrt er hvernig hægt er að nálgast vín við smökk- un þannig að menn fái sem bestan skilning á gæðunum. Farið er yfir þær upplýsingar sem flöskumiðar veita og hvernig ber að lesa þá. Sagt er frá helstu þrúgum, svo sem Cabernet Sauvignon, Chard- onnay og Merlot og munurinn á eiginleikum þeirra skýrður. Farið er yfir hvernig best er að geyma vín, hversu lengi er æskilegt að geyma þau og hvaða tegundir henta best til geymslu. Einnig er útskýrt það hlutverk sem eik og korkur gegna varðandi bragð og góð ráð gefin um samsetningu á mat og víni. í síðari hlutanum er farið um helstu víngerðarsvæði veraldar, allt frá Bordeaux, Elsass og Búrg- und í Frakklandi til Coonawarra og Hunter Valley í Ástralíu. Varp- að er ljósi á sérstöðu hvers svæðis og brugðið upp svipmyndum af víngerðarmönnum. Bókin Heimur vínsins er 200 blaðsíður. Hún er prentuð í Guten- berg en framleiðsludeild Morgun- blaðsins sá um hönnun og umbrot. Leiðbeinandi verð er 5.480. • ÚT er komin bókin Austfírðinga- þættir og aðrar frásagnir. Gfsli Helgason i Skógargerði eftir Indr- iða Gíslason. í þessari bók hefur Indriði Gísla- son tekið saman margvíslegt efni frá föður sínum, Gísla Helgasyni í Skóg- argerði. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina. Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er 407 bls., prentuð i Steinstórsprent - Gutenberg ehf., en bókband var unnið hjá Bókfelli. Leiðbeinandi verð: 4.990 krónur. M-2000 Laugardagur 25. nóvember FÉLAGS-OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR í REYKJAVÍK Kynslóðir mætast - uppskeruhátíð Hátíðin hefst með opnun kl. 13-14 í Miðbæjarbarnaskólanum. Kynslóðir mætast byggist á sam- vinnu 14 félags- og þjónustumið- stöðva í Reykjavík ogl4 grunnskóla í Reykjavík. Verkefnið er spunaverk- efni þar sem ungir og aldnir hafa unn- ið saman að því að leiða kynslóðir saman og halda nú afþví tilefni upp- skeruhátíð. Á millikl. 14ogl7munu 14 félags- og þjónustumiðstöðvar eldra fólks iða affjöri, fræðslu og fjölbreyttum menningarviðburðum sem hinir eldri ogyngri hafa skapaö í sameiningu. Umsjónarmaður verk- efnisins erÁsdís Skúladóttir. TJARNARBÍÓ KL.15 Prinsessan í hörpunni Úrgamalli sögn hefur Böðvar Guð- mundsson smíðað brúöuleikrit fyrir alla fjölskylduna. Sagan segirafdótt- ur Sigurðar Fáfnisbana, sem flýr ásamt fóstra sínum undan ðvildar- mönnum, falin í hörpu. Það er Leik- brúöuland sem setur upp Prins- essuna íhörpunni. Næstsíðasta sýning. Sjónþing 2000 ELLEFTA sjónþing vísiakadem- íunnar verður opnað í Nýlistasafninu í dag, laugardag, kl. 16. Sjónþingið er stórt í sniðum að þessu sinni, haldið í öllum salarkynn- um safnsins. Litið verður yfir farinn veg vísiakademíunnar sem hefur verið í þróun síðastliðin 12 ár. Steingrímur Sigurgeirsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.