Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • UTerkomin bókin Engin venjuleg kona - Litríkt líf Sigrún- ar Jónsdóttur kirk.julistakonu eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Ævi Sigrúnar Jónsdóttur hefur verið einstaklega litrík. Hún er þrígift og hefur gengið gegnum skilnaði og missi. Lífskjör hennar hafa sveiflast milli andstæðra póla: Einstæð móðir hóf hún námsferil sinn grunlaus um ævintýri framtíð- arinnar sem frú fransks aðalsmanns í sænskum kastala. Tvisvar hefur hún tekist á við krabbamein og haft sigur. Frásögnin er áhrifamikil og óvenju- leg þvi að Sigrún hlífir sér hvergi. Sigrún hefur fylgt sannfæringu sinni hvort sem er í lífinu eða listinni. Ævintýrakonan Sigrún hefur ferðast víða um lönd og tekið þátt í al- þjóðlegu starfi kvennahópa. Hún á fjölda listaverka í kirkjum, stofnun- um og heimahúsum víða um heim. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur skrifar bókarauka um kirkjulistaverk Sigrúnar. Útgefandi er JPV forlag. Bókin er 306 bls., prýdd fjölda mynda. Bókln er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Skaparinn hannaði kápu. Leiðbein- andi verð: 4.280 krónur. • UT er komin bókin Iinoðri litli eftir Önnu Vilborgu Gunnarsdótt- ur. I fréttatilkynningu segir: „Hnoðri er lítill andarungi sem skríður úr eggi við Tjörnina í Reykjavík. Þar er margt sem vekur forvitni hans en líka ýmsar hættur sem þarf að var- ast. Og einn daginn kemst Hnoðri í hann krappan. Anna V. Gunnars- dóttir segir söguna af Hnoðra í fjör- ugri frásögn og fallegum myndum sem munu gleðja yngstu börnin og fuglaskoðara á öllum aldri.“ Útgefandi erMál ogmenning. Bókin erprentuð íDanmörku og leiðbeinandi verð er 1.490 krónur. • ÚT ER komin bókin Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga, 3. hefti, í samantekt Gísla Hjartarsonar, rit- stjóra á ísafirði. í fréttatilkynningu segir: „Þjóð- sögurnar eru brandarar og skemmtisögur að vestan og ætlaðar til að kalla fram bros og jafnvel hlát- ur. Sögurnar eru heilsusamleg lesn- ing fyrir alla og eru sumar þeirra sannar en aðrar lognar. Skemmtileg tilsvör, furðulegar uppákomur ög hlægileg mistök á hverri síðu sýna, að Vestfirðingar kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum.“ Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Bókin er unnin íAs- prenti/POB á Akureyri oger 116 bls. Leiðbeinandi verð er 1.700 krón ur. Þórunn Valdimarsdóttir Sjónarhorn trúðsins BÆKUR Þýdd skáldsaga TRÚÐURINN Eftir Heinrich Böll. Þýðandi Franz Gíslason. Reykjavík 2000. Nýja bókafélagið. 288 bls. HIN dýpri rök mannlífsins birtast stundum í skáldsögum. Höfundum tekst þá vel upp með efni sitt og það laðar fram óvænt sjónarhom sem maður hefur ekki hugsað út í eða maður hefur ekki séð farið með efnið með jafnsnjöllum hætti. Heinrich Böll tekst óvenjulega vel upp í skáld- sögu sinni Trúðurinn sem nú er kom- in út á íslenzku. I sögunni er sagt frá trúði og lífi hans. En það eru engir trúðleikar í sögunni, engin ódýr brögð, sjón- hverfmgar eða yfirborðsleg fyndni. Það er raunar ekki mikið af fyndni yfirleitt í þessari sögu en þar sem hún kemur fyrir er vel farið með hana. Það em dregin fram nokkur andlit trúðs en það sem er mest áberandi í sögunni er ástarsorg trúðsins, depurðin, þunglyndið og hjálparleysið sem iðulega einkennir ástarsorg. Þetta er sennilega ekki það sem maður býst við í sögu um trúð en höf- undurinn gerir þetta að aðalatriði Bók- menntir með tón- listarívafí BÓKAFORLAGIÐ Salka og Kaffileikhúsið standa fyrir bók- menntakvöldi þar sem útgáfu- bækur Sölku verða kynntar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um annað kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20.30. Lesið verður úr nýjum bók- um forlagsins t.d. Kossinum eftir Kathryn Harrison, Á lausu eftir kímniskáldið Mari- anne Eilenberger og Matar- sögum en í þeirri bókgefa 17 ís- lenskar konur matampp- skriftir og segja sögur og leyndarmál úr eldhúsinu. Einn af höfundunum úr Matarsög- um, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, mun einnig kynna nýja diskinn sinn og syngja af hon- um nokkur lög. Kynnir kvöldsins er Vala Þórsdóttir leikkona. sögunnar og tekst vel að spinna þann vef atburða sem lýsir því hugarást- andi sem smám saman heltekur trúðinn, Hans Schnier. Þessi bók kom út árið 1962 og atburðarásin á sér stað á þeim tíma í Vestur-Þýzka- landi eftirstríðsáranna, nánar tiltek- ið í Bonn. En þaðan er Hans upp- ranninn og þar býr hann þegar sagan endar. Hann er kominn af mikilli auðmannafjölskyldu sem á að vera áberandi í opinbem lífi Vestur- Þýzkalands, faðirinn mikill fjármála- maður og í stjórnmálum og móðirin í ýmsum félagsmálum, á að vera í nefnd eða félagi sem fjallar um kyn- þáttamál. Hans á tvö systkyni, syst- ur sem dó í lok stríðsins og bróður sem gerist kaþólskur prestur en sjálfur er hann mótmælandi eins og öll hans fjölskylda. Hans verður ástfanginn af Maríu sem er fátæk, kaþólsk stúlka, býr hjá foður sínum, Derkum, sem er eini maðurinn í bókinni sem Hans kann að meta að verðleikum. Hans hættir í skóla og tekur ekki stúdentspróf, fer að búa með Maríu og vinna fyrir sér með því að leika trúð. Þau lifa á hót- elum og flytja sig til eftir því sem Hans fær verkefni. En þau giftast ekki og Hans á í erfiðleikum með að fallast á þau skilyrði sem María og trú hennar gera til hjónabands með þeim sem stendur utan trúfélagsins. Þegar hann er búinn að sættast við þau þá klúðrar hann þvi að fara fyrst til fógeta og láta gefa þau saman þar áður en þau játast hvort öðra í kirkju. Þetta grefur smám saman undan sambandi hans við Mariu auk þess sem hún verður sífellt upptekn- ari af grandvallaratriðum trúar sinn- ar. Hún leitar í félagsskap kaþólskra leikmanna og það verður á endanum þar sem hún fmnur ástæðu til að fara frá Hans og taka saman við Zupfner, einn félagann í hópnum, áhrifamik- inn mann í kaþólskum trúmálum og stjórnmálum. í kringum þessa atburðarás flétt- ar höfundurinn aðdragandann, sögu Schnier-fjölskyldunnar og afleiðing- amar af því að Hans glatar ástinni sinni. Fjölskyldan er fremur ógeð- felld, móðirin er eiginlega lítið meira en skopmynd eða afskræming, hel- tekin af sjálfri sér og því að lifa spart, faðirinn geðfelldur en að- gerðalítill og skilur á endanum ekki son sinn þegar hann heimsækir hann í fyrsta sinn, fær ekki af sér að láta hann hafa fé í óvissa þjálfun og fram- tíð. Afleiðingar þess að missa Maríu era afdrifaríkar fyrir Hans vegna þess að hann elskar hana fólskva- laust, fær ekki af sér að leita neitt annað og missir smám saman tökin á sjálfum sér og umhverfi sínu. Sagan endar síðan á því að hann heldur út á götur Bonn til að betla, niðurlæging- in er fullkomnuð. Höfundurinn notar fölskvaleysi trúðsins til að draga fram hræsni þeirra forystumanna kaþólskunnar sera birtast á síðum þessarar bókar. Þeir réttlæta það að hafa áhrif á Maríu í þá átt að hún fari frá Hans á hreinum formsatriðum, gleyma því að reglur þeirra sjálfra um einkvæni byggjast einmitt á ást af því tagi sem trúðurinn ber til Maríu. Sömuleiðis er fróðlegt að sjá hvernig höfund- urinn lýsir afstöðunni til nazismans sem í raun var áberandi í samfélagi Vestur-Þjóðverja á þessum tíma. Hans hatar afstöðu- og uppburðar- leysi foreldra sinna til nazistans sem heimtaði að elzta systir hans tæki þátt í stríðsrekstrinum og hann hat- ar þennan nazista þegar hann lýsir iðran sinni og yfirbót eftir stríðið en í raun hefur ekkert breyzt, hann er jafntilfinningalaus og áður. En merkilegust er myndin af trúðnum sjálfum, einþykkum, smekkvísum, gagnteknum af eigin eymd og ein- semd en þegar til alls er tekið geð- felldur og heilbrigður en í miklum erfíðleikum með að sætta sig við um- hverfi sitt. Þetta er merkileg saga og sem flestir ættu að lesa hana. Bókin er smekklega út gefin, káp- an falleg, þýðingin hefur tekizt vel og fáar prentvillur. Guðmundur Heiðar Frímannsson Jarðnesk- ar leifar Giottos? KALKSTYTTAN á myndinni er af mörgum talin gefa raunhæfa mynd af hinum þekkta ítalska endurreisnarlistamanni og arki- tekt Giotto. Andlitsdrættir og höf- uðlag styttunnar byggjast á rann- sóknum á hauskúpunni sem einnig má sjá á myndinni, en hún fannst undir gólfhellum dómkirkj- unnar í Flórens fyrir einum þrjá- tíu árum. Ekki eru þó allir sammála urn að hér sé um höfuðkúpu Giottos að ræða og er bandaríski forn- leifafræðingurinn Franklin Toker, sem þátt tók í uppgreftrinum, til að mynda þeirrar skoðunar að svo sé ekki. Borgaryfirvöld í Flór- ens láta það sig þó litlu varða og hafa fullan hug á að greftra með viðhöfn jarðneskar leifar Giottos í byrjun janúar á næsta ári. Að rótfesta nýjan sið BÆKUR AlþýðlBg trúarkvæði VÍSNABÓK GUÐBRANDS Jón Torfason og Kristján Eiríksson sáu um útgáfuna. Bókmenntafræðistofnun HÍ 2000 - 491 bls. VÍSNABÓK Guðbrands Þorláks- sonar biskups kom út árið 1612 og var henni ætlað að efla kunnáttu fólks á heilagri ritningu og í kristi- legu líferni. Guðbrandur gerði sér grein fyrir mætti prenttækninnar og beitti sér fyrir því að upplýsinga- tækni síns tíma væri notuð nýjum sið til framdráttar. Eitt af fyrstu verkum Guðbrands var einmitt að efla prentsmiðjuna á Hólum sem var á vegum biskupsstólsins. Guðbrandur gaf út Sálmabók (1589) og Grallara (1594) en alls era varðveittar um 79 bækur sem prentaðar vora í tíð Guð- brands. Sjálfur er hann talinn höf- undur ellefu bóka og talinn hafa þýtt ríflega 30. Tilgangur Vísnabókar var að kveða niður veraldlegan boðskap og villutrú úr kaþólskri tíð. Form alþýðukveðskapar skyldi fá nýtt inn- tak, meðal annars era því í bókinni kristileg kvæði undir vikivakahætti og rímur ortar út frá einstökum bók- um Biblíunnar. Það er eftirtektar- vert að innrætingaraðferð Guð- brands biskups, að finna rétt- trúnaðinum alþýðlegt form og að nota nýjustu tækni til að koma boð- skapnum á framfæri, virðist ekki hafa tekist nógu vel. Rímnakveð- skapur um sögur Biblíunnar varð ekki vinsæll til langframa. Það hefur sjaldnast gefist vel að leggja byrðar einnar hugmyndafræði á herðar list- grein sem á rætur í annarri. Um þetta era fleiri dæmi en tíunda þarf. Hér er á ferðinni fjórða útgáfa Vísnabókar. Önnur útgáfa er frá 1748 og sú þriðja frá 1937 og var þá í um- sjón Sigurðar Nordals. í þessari nýj- ustu útgáfu hefur verið reynt að fylgja eftir framútgáfunni frá 1612 eins og kostur er. Metnaður aðstand- enda Vísnabókar stendur til þess að gefa verkið út með alþýðlegu sniði án þess að þurfa að víkja í stóram atrið- um frá framútgáfunni. Þetta er krefj- andi verkefni. Bókin er höfð með nú- tímastafsetningu en þess gætt að sveigja frá henni ef sérstakar að- stæður krefjast þess, s.s. rím. Höfundar Vísnabókar era tíu tals- ins: Einar Sigurðsson, Jón Hallsson, Skáld-Sveinn, Jón Arason, biskup, Sigfús Guðmundsson, Ólafur Guð- mundsson, Jón Bjamason, Arngrím- ur Jónsson lærði, Magnús Ólafsson og Ólafur Einarsson. Þessir karlar era misjöfn skáld og mishreinir í af- stöðu til hins nýja siðar sem Guð- brandur biskup barðist fyrir. Freist- andi er að draga athyglina sérstaklega að Einari Sigurðssyni sem í skáldskap sínum lofsyngur gjarnan skapara sinn og gæsku með listilegum hætti. I Vísnabók er býsna mikið efni og fjölbreytilegt. Hvernig svo sem vísur og kvæðaflokkar eru taldir (sem lín- ur, erindi eða kvæði) er ljóst að hér er um stórt verk að ræða sem hefur ver- ið áhrifamikið fyrir fólk á öndverðri 17. öld að fá í hendumar. Þessi fjórða útgáfa er tæpar 500 bls. að lengd. Uppsetning bókarinnar er smekkleg. Fyrir utan formálann er allur textinn settur í tvo dálka, sem sýnir að hér er mikið efni á ferðinni. Bókinni fylgir ýtarlegur inngang- ur sem Jón Torfason, Kristján Eir- íksson og Einar Sigurbjömsson rita. Þar er tilurð Vísnabókar sett í sam- hengi við siðbreytinguna, einstökum kvæðum hennar gerð skil sem og Q skyggnst bak við einstaka höfunda. Inngangurinn stendur prýðilega einn “ og sér sem skýring á aldarhættinum sem ól af sér Vísnabókina. T.d. er þar kaflinn Boðun og lærdómar sem skýrir hvernig skáldin orðuðu lík- ingamál kirkjunnar svo að það stæði mönnum ljóst fyrir hugskotssjónum. Um 40 bls. skýringakafli er aftast í bókinni. Þar er hvert kvæði og hver ríma útskýrð, bæði einstök orð og í orðasambönd, sem og baksvið ein- i stakra kvæða. Vísnabók Guðbrands biskups telst @ tæpast með merkustu listaverkum okkar, a.m.k. ekki sem heildstætt verk. Eigi að síður er hún afar merki- leg. Hún er vitnisburður um ásetning Guðbrands að rótfesta nýjan sið og hún er einnig vitnisburður um mörg ágætlega ort kvæði andlegs eðlis. Það má því heita vel tímabært að gefa út Vísnabók Guðbrands á þús- und ára afmæli kristni hér á landi. || Ingi Bogi Bogason 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.