Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
Associated Press
A batavegi
Houston. AP.
JOANNA Minnich, 57 ára gömul
bandarísk kona, er á batavegi eft-
ir að hafa gengist undir sögulega
hjartaaðgerð 1 liðinni viku. Líkt og
sagt var frá á þessum siðum sl.
laugardag var hjarta hennar tíma-
bundið íjarlægt úr brjósti hennar
til að unnt reyndist að vinna á
þremur æxlum sem myndast
höfðu í því. Var hjartað geymt í
skál og umlukið ís á meðan Iæknar
fjarlægðu æxli úr hjartavegg
Joanna Minnich. I þær 45 minútur
sem hjartað var utan líkama henn-
ar hélt hjarta- og lungnavél í
henni lífinu.
Þetta er í Qórða skiptið sem slík
aðgerð er framkvæmd. Tveir
sjúklingar dóu 1983 og 1998 en
maður sem gekkst undir slíka að-
gerð í fyrra er enn á lífi.
Joanna Minnich ræddi við
blaðamenn í Houston í Texas á
þriðjudag en þá var vika liðin frá
því hún gekkst undir þessa miklu
aðgerð. Kom fram á fundinum að
hún væri byijuð að borða reglu-
lega og að henni væri nú óhætt að
ganga. „Mér liður vel og ég á ekki
lengur í vandræðum með and-
ardráttinn," sagði Joanna Minn-
ich. „Eg er ánægð að vera hér og
hafa íjölskyldu mína hjá mér.“
Hún bætti við að hún hefði aldrei
óttast að hún myndi ekki Iifa að-
gerðina af.
Michael Reardon, sem fór fyrir
skurðlæknunum í Houston, sagði
að Minnich hefði tekið ótrúlegum
framförum á skömmum tíma.
Hjartsláttur hennar væri orðinn
reglulegur og gert væri ráð fyrir
því að hún gæti farið af sjúkrahús-
inu í næstu viku.
Myndin sýnir Joanna Minnich
ræða við blaðamenn á þriðjudag
og er eiginmaðurinn við hlið henn-
ar.
N ætursj ónaukar
■'f
k' é
Urval nætursjónauka
Mjög góð upplausn
og langdrægni
Hagstætt verð
I KIIHtUi A. .IOVSNOV llll.
Evjarslóð 7, Revlcjavík, sínii 552 2111.
Ný verslun
með vörur!
Ymiss spennandi opnunartilboð!
»Leikföng • Fatnaöur • Diskar
i Glös • Gjafavörur
• Tilboð á úlpum: 20%
& oiswev
Opið kl. 11 - 18
Laugardaga frá kl. 10 - 18
T«y*ís
Dísney verslunin
Laugavegi 82, sími 51 I 1002.
VIKU
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 39
Tilraun með búnað semkann að nýtast hreyfíhömluðum
Apar hreyfa vélknúinn
arm með heilaboðum
The New York Tinies Syndicate. AP.
VÍSINDAMENN segjast hafa feng-
ið apa til að hreyfa arm á vélmenni
með því að flytja heilaboð frá þeim
til tölvu. Sýni þetta fram á, að nota
megi hreyfihvöt til að stjórna vél
með „hugsun“ einni saman. Segja
sérfræðingar ennfremur að þetta sé
í raun fyrsta skrefið í átt að því að
fatlað fólk geti stýrt gervilimum
með hugarorku fyrir milligöngu nú-
tímatækni. Ritgerð um þessa rann-
sókn birtist í tímaritinu Nature 16.
nóvember.
Raunhæf hugmynd
„Það er um það bil áratugur þang-
að til við getum gert svona tilraunir
á fólki. En ritgerðin sýnir fram á að
hugmyndin er raunhæf,“ segir dr.
Miguel Nicolelis, líftæknifræðingur
við Duke-háskóla í Bandaríkjunum,
og einn meðhöfunda rannsóknarinn-
ar.
Nicolelis og samstarfsmenn hans,
sem í fyrra sýndu fram á svipaðar en
mun frumstæðari niðurstöður í rott-
um, tengdu fjölda rafskauta, sem
voru þynnri en mannshár, við ýmsa
staði, þ. á m. hreyfistöðvar, í heilum
tveggja apa. Rafboð bárust frá
heilastöðvunum til tölvu sem tengd
var við vélknúinn arm. Þegar aparn-
ir teygðu sig eftir mat eða færðu til
stjórnpinna hermdi vélarmurinn eft-
ir hreyfingunum.
Vísindamennirnir skráðu heila-
virknina sem samsvaraði hverri
hreyfingu apanna. Þessar upplýs-
ingar voru síðan notaðar til að búa til
hugbúnað sem túlkaði og sagði fyrir
Associated Press
Miguel Nicolelis, líftæknifræð-
ingur við Duke-háskóla í Banda-
ríkjunum, heldur á öðrum ap-
anna sem notaðir voru við
tilraunina. Á myndinni sést
einnig tölvustýrði armurinn sem
apamir náðu að stjórna með
heilaboðum. Von manna er sú að
þarna sé fundinn vísir að tækni
sem kunni að nýtast hreyfíhöml-
uðum þegar fram Iíða stundir.
um raunverulega hreyfmgu. „Þegar
maður er búinn að átta sig á reglu-
num [sem stjórna hreyfingum] er
hægt að fara að búa til nýjar hreyf-
ingar um leið og þær verða til í heila
dýrsins," að sögn Nicolelis. Reyndar
þurfti að breyta hugbúnaðinum lítil-
lega til þess að taka með í reikning-
inn að heilinn fer að huga að hreyf-
ingu talsvert fyrr en hún verður.
Armur hreyfður um Netið
Þegar í ljós kom að hugbúnaður-
inn virkaði sem skyldi notuðu vís-
indamennirnir hann til að láta apana
hreyfa vélknúinn arm í rannsóknar-
stofunni. Síðan sýndu þeir fram á að
hægt er að senda boðin um Netið til
þess að hreyfa svipaðan tölvustýrð-
an arm á annarri rannsóknarstofu í
öðrum háskóla í tæplega 1.000 kíló-
metra fjarlægð.
„Boðin frá heila apans segja fyrir
um eiginlega hreyfingu apans með
mikilli nákvæmni," segir Jung Kim,
framhaldsnemandi sem vann við til-
raunina. Nicolelis segir að í framtíð-
inni verði unnt að láta lamað fólk
nota búnaðinn, og geti það stýrt
honum með augunum eða ef til vill
hugmyndum um hreyfingar. Eru
vísindamennirnir nú að vinna að
þróun tölvuflögu sem hægt er að
koma fyrir undir húð og kæmi í stað-
inn fyrir tölvuna sem notuð var í til-
rauninni
TENGLAR
Tímaritið Nature:
www.nature.com/