Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
UIKU
m
MORGUNBLAÐIÐ
Vísindavefur Háskóla íslands
Hví finnst okkur sætindi góð?
VISINDI
UNDANFARNA viku hafa gestir
Vísindavefjarins orðið vísari um
hlutverk úfsins, stærstu risaeðluna og þá
fyrstu og hvernig vísindamenn geta vitað það
sem þeir vita um risaeðlur, virði fyrirtækja,
kirkjuleg tákn ogliti, kirkjuárið, altari, hvort
mögulegt sé að við lifum í draumaheimi, vald
yfir kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna í kalda
stríðinu, ríbósa, gelatín, aðferðir til að geyma
kartöflur, DHA-fitusýrur í lýsi, af hverju við erum
sólgin í sætindi, alzheimer-sjúkdóminn, fjölkvæni,
meltibólur, hvort hægt sé að kljúfa vatn öðruvísi en
með rafmagni, súrefnismagn í lofti og pabba Abrahams.
Hvernig geta fyrirtæki sem
rekin hafa verið með tapi í
mörg ár verið miklu meira
virði en fyrirtæki sem skila
góðri afkomu?
SVAR:
Verðmæti fyrirtækja ræðst af
núvirði þess fjárstreymis sem
rekstur þess skilar yfir líftíma fyr-
ii’tækisins. Þar sem framtíðar-
fjárstreymið er að sjálfsögðu ekki
þekkt verða fjárfestar að áætla það
út frá ýmsum þáttum, svo sem
vexti þeirrar atvinnugreinar sem
fyrirtækið starfar í, markaðs-
hlutdeild fyrirtækisins, framlegð af
rekstri, hæfi stjórnenda og svo
framvegis. Núvirt fjárflæði ræðst
svo af þeirri ávöxtunarkröfu sem
fjárfestar gera til fyrirtækisins og
hækkar hún eftir því sem meiri
óvissa er um framtíðarfjárstreym-
ið.
Af þessum sökum getur fyrir-
tæki sem rekið hefur verið með
tapi í mörg ár samt sem áður verið
mikils virði ef fjárfestar gera ráð
fyrir að möguleikar þess til tekju-
öflunar í framtíðinni séu miklir.
Tapið getur hugsanlega verið til
komið vegna kostnaðar við rann-
sóknir, vöruþróun, markaðssetn-
ingu, útþenslu og fleira sem reikn-
að er með að muni skila verulegum
tekjum og hagnaði í framtíðinni.
Oftast er um að ræða fyrirtæki
sem hanna, framleiða og/eða selja
tæknilega flóknar vörur eða lausn-
ir, sem jafnvel getur tekið mörg ár
að þróa áður en þær verða mark-
aðshæfar. Gott dæmi um þetta er
ýmsar hugbúnaðarlausnir sem oft
tekur langan tíma að þróa en þeg-
ar því er lokið kostar framleiðslan
lítið sem ekkert. En markaðsvirði
fyrirtækja sem byggt er á miklum
væntingum um framtíðarvöxt í
tekjum og hagnaði er líka verulega
viðkvæmt fyrir hvers kyns breyt-
ingum á væntingum. Minni vöxtur
en væntingar stóðu til getur leitt
til stórfelldrar lækkunar á mark-
aðsvirðinu eins og nýlegt hrun á
gengi fjölmargra tæknifyrirtækja í
Bandaríkjunum hefur sýnt okkur.
Á hinn bóginn getur verið að
fyrirtæki sem skilað hefur góðri af-
komu í mörg ár eigi ekki jafn-
glæsta framtíð fyrir sér. Tekjur í
fortíð eru ekki ávísun á tekjur í
framtíð og ef sá markaður sem það
starfar á er ekki í vexti þá er fyrir-
séð að lítil tekjuaukning er fram-
undan hjá fyrirtækinu og sífellt
erfiðara verður fyrir það að skila
hagnaði, svo ekki sé talað um að
auka hagnaðinn. Ef uppsafnaður
hagnaður síðustu ára endur-
speglast nú þegar í verði hlutabréf-
anna, þannig að heildarverð þeirra
á markaði er ekki lægra en innra
virði, þá getur verið eftir litlu að
slægjast fyrir fjárfesta sem koma
inn í fyrirtækið í dag.
Lárus Bollason
verðbréfamiðlari hjá Landsbanka Islands
Hvernig vita vísindamenn
hvernig risaeðlur litu út,
hvernig þær voru á litinn og
hver líkamsbygging þeirra
var?
SVAR:
Fyrstu risaeðlurnar komu fram
fyrir um það bil 225 milljónum ára
og þær síðustu dóu út fyrir um 66
milljónum ára, í lok krítartímabils.
Leifar þessara dýra hafa víða fund-
ist í jarðlögum, einkum setlögum
sem myndast hafa í ám og vötnum.
Mest hefur fundist af beinum,
bæði heilum og brotnum, og stund-
um hafa fundist heillegir hlutar úr
www.opinnhaskoli2000.hi.is
Morgunblaðið/Þorkell
beinagrind og jafnvel heilar beina-
grindur. Út frá slíkum leifum er
oft unnt að komast að ýmsu um út-
lit dýranna, að minnsta kosti f
megindráttum, og má í því sam-
bandi benda á að á beinunum eru
oft vöðvafestingar sem geta gefið
upplýsingar um legu og stærð
vöðva og í þeim eru einnig op og
rör fyrir æðar og taugar. I kjálk-
um má oft sjá tennur, sem gefa
upplýsingar um tanngerðir og mat-
aræði dýranna, og stærð augna-
tófta getur sagt til um augnastærð
og stærð nasaröra um nasaop.
Horn á hauskúpum varðveitast yf-
irleitt frekar vel. Þá hafa einstaka
sinnum fundist hlutar úr vöðvum
og húð dýranna, einkum þeirra
sem hafa grafist í mjög fínkornótt
setlög, og saurkúlur geta gefið
ýmsar upplýsingar um meltingar-
færin og fæðuna. Einnig hefur
fundist talsvert af eggjum sumra
þessara dýra og jafnvel heilu
hreiðrin, til dæmis frá horneðlu í
Mongólíu.
För eftir heillegar risaeðlur eða
hluta úr einstaka dýrum hafa
stundum mótast í setlögin sem leif-
ar þeirra finnast í og markar þá
fyrir útlínum dýranna. Fótspor eft-
ir risaeðlur hafa fundist hér og þar
og stundum má af formi þeirra og
dýpt ráða í stærð og jafnvel þyngd
dýranna, og einnig geta sporin
sagt okkur til um hvort dýrin fóru
saman í hópum eða voru einfarar.
Þannig má til dæmis sjá að sumar
af stærstu jurtaætunum fóru sam-
an í hópum og höfðu þá ungviðið
inni í hring fullvaxinna dýra.
Talið er líklegt að litur dýranna
hafi verið svipaður og hjá núlifandi
skriðdýrum, en flestar risaeðlur
virðast hafa verið með beinflögur í
húðþekjunni. Gert er ráð fyrir að
smærri tegundir og ungviði hafi
haft liti sem féllu vel að umhverf-
inu, til dæmis grænleitar eðlur þar
sem gróður var mikill, en hinar
hafi ef til vill verið gráleitari sem
höfðust við á opnari og gróður-
snauðari svæðum. Þá er talið
sennilegt að karldýrin hafi fengið
meira áberandi liti í tilhugalífinu,
til dæmis á höfði og baki, eins og
sést hjá mörgum núlifandi eðlum.
Húðleifar, sem hafa fundist í mjög
fínkornóttum setlögum, virðast
frekar styðja þessar tilgátur, en
því er ekki að neita að litarefni í
húð varðveitast illa í jarðlögum.
Leifur A. Símonarson
prófessor í jarðfræði við Háskóla Islands
Af hverju þyrstir okkur í sæt-
indi og af hverju finnst okk-
ur þau góð?
SVAR:
Við mannfólkið skynjum ferns
konar bragð með tungunni, sætt,
salt, súrt og beiskt, og fæðumst
með þann eiginleika að þykja sætt
bragð gott, beiskt og súrt vont en
erum hlutlaus eða með einhvern
áhuga á salti. Þetta mótast síðan
enn frekar af reynslu okkar og
verður til þess að okkur langar eða
langar ekki í hinar ýmsu fæðuteg-
undir.
Hvaða fæðutegundir börn kjósa
að borða mótast að miklu leyti af
foreldrum og hvaða venjur eru í
samfélaginu í kringum þau að því
að talið er. Þannig er ekki talið lík-
Kveðnir draumar
Draumstafir Kristjáns Frímanns
Mynd/Kristján Kristjánsson
Sterkur draumur, kveðinn vel.
SKILNINGUR manna á draum-
um ræðst nokkuð af tíðaranda
hvers tíma. Á fyrri tímum og
fram undir miðja tuttugustu öld
var landbúnaðarhefðin sterk í
huga landsmanna og speglaðist
glöggt í draumum þeirra þar
sem veðurfar, landhættir og dýr
höfðu ákveðna og afgerandi
merkingu.
Falli snjór, en drjúpi dögg,
dult ska! ei hvað þýðir:
hefir þjóðin haldið glöggt
harðdrægar ársins tíðir.
En ef sterkleg stormahríð
styrjöld gerir að bjóða,
halda menn það merki stríð
meðal heimsins þjóða.
(ísl. þjóðhættir.)
Fyrrum sagði gamla fólkið að
ekki væri vandalaust að segja
draum sinn. Til þess að hann
réðist vel áttu menn að hafa
fyrst upp þessa þulu:
„Draum dreymdi mig,“ sagði
Sankti Pétur. „Hvernig er hann
látandi?" sagði Kristur. „Að þú
hefðir alla veröldina í þínum
hnefa, og varst kóngur kónganna
og drottinn drottnanna.“ „Þig
dreymdi rétt,“ sagði Kristur,
„hver sem segir þinn draum fyrri
en sinn, hans draumur skal þeim
að sigri verða.“
Það hvernig draumar lifna
ræðst því að einhverju leyti af
hug dreymandans til drauma og
vilja hans til að þeir verði sýni-
legir og rætist. Þannig má jafn-
vel kveða sig til vitundar um hul-
in öfl hugans og kalla fram á
nýju tungli þýðan draum um þíða
tíð til jóla.
Rauða tunglið vottar vind,
vætan bleiku hlýðir (vætu bleika
þýðir),
skíni ný með skærri mynd
skírviðri það þýðir.
(ísL þjóðh.)
„Marsil" dreymdi
Móðir mín var alvarlega veik og
lá fyrir dauðanum. Ég veiktist
svo einnig og við dóum á sama
tíma. Áður en ég dó kvaddi ég
systur mína og frænku en þar
sem bróðir minn var ekki á
staðnum bað ég föður minn að
skila kveðju til hans. Þótt ég
væri dáin var eins og faðir minn
væri enn í sambandi við okkur.
Það var eins og ég væri á skeiði
milli þess að vera lifandi og dáin;
ég var að ganga frá öllu sem ég
átti ógert í lifanda heimi. Ég
gekk því um eins og vofa. Ég fór
heim til bestu vinkonu minnar,
sem ég hafði ekki náð að kveðja
og vissi ekki að ég var dáin, fór í
svefnherbergi eitt í húsinu og
náði þar í stóra kápu inní fata-
skáp. Ég breiddi hana á rúmið
og hóf að sauma út í hana stór
gul blóm sem hafði greinilega
verið byrjað á en átti eftir að
klára. I sömu mund kom vinkona
mín inn. Með henni var einhver
önnur stelpa sem mér fannst ég
kannast við. Hún heilsaði og ég
spurði hvort hún gæti séð mig.
Hún játti því en sagðist svo vera
á hraðferð. Ég sagðist bara vera
að klára að sauma í kápuna og
hún sagði að það væri bara gott.
Þá var hún á förum. Við föðmuð-
umst er við kvöddumst og svo
var hún farin. Ég vissi að þetta
hafði verið okkar síðasta kveðja.
Ég tók kápuna og mátaði hana.
Hún var alltof stór á mig en mér
fannst blómin sóma sér vel. Því