Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 44
Esjan frá Álftanesi. Frá vinstri Lág-Esja, Kerhólakambur, Gljúfurdalur og Þverfell. Ljósmynd/Gerður Steinþórsdóttir Bæjarfjallið Esja eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur Esjaneryndisfógur utan úr Reykjavík. Hún ljómarsemlitfríð stúlka í Ijósgrænni sumarflík. En komirðu, karl minn! nærri kynlegermenjagná. Hún lyktar af ijótum svita og lús skríður aftan á. Svo orti Þórbergur Þórðarson og mun kveðskapurinn fyrst og fremst ætlaður til að hneyksla samtíðar- menn og þá ekki síst Reykvíkinga, sem ætíð hafa verið hreyknir af Esj- unni, sínu bæjarfjalli. Að sama skapi hafa landsbyggðarmenn iðulega haft gaman af að gera lítið úr Esjunni, líkt henni við moldarhaug o.fl. þess háttar óviðurkvæmilegt. Greinarhöf- undur er vissulega landsbyggðar- kona að uppruna, en fyrir löngu orð- in einn sannfærðasti aðdáandi Esju. Og stríðnisvísa Þórbergs hér að ofan er öfugmæh hið mesta, því töfrar Esjunnar verða ljósastir við náin kynni, við að ganga á fjallið og um fjallið. Möguleikamir þar eru ótæmandi, langar göngur og stuttar, erfíðar og auðveldar, gróið land og öræfi, einvera og hóplífi. í þessu greinarkomi ætla ég að lýsa nokkr- um af þessum göngumöguleikum. Ég styðst þar mjög við grein Egils J. Stardal, Esja og nágrenni, sem er að fínna í Árbók FÍ 1985, en ég hef átt margar ánægjulegar ferðir um fjall- ið eftir þeirri leiðsögn. Ailir Reykvíkingar þekkja Esjuna og mjög margir þeirra hafa gengið á hana. Um 10.000 manns ganga á Þverfellshom ár hvert og í augum flestra er það að ganga á Esjuna. Þetta er þó flóknara mál og vilji maður vera smámunasamur og dálít- ið meinlegur má leiða að því rök að fæstir Reykvíkingar þekki Esjuna og fáir þeirra hafi nokkm sinni geng- ið á fjallið, skv. þeirri algengu skil- greiningu að þá hafi fjall verið klifið að komið sé á hæsta punkt þess. Esjan er mildll fjallbálkur, skorin af djúpum dölum, einkum að vestan og norðan. Suðurhhð fjallsins er heil- legri og dalir þar grynnri, og það er sú hliðin sem snýr að höfuðstaðarbú- um og er „Esjan“ í augum flestra. Um austurmörk fjallsins má deila, margir telja Móskarðshnjúkana til Esju og sumir jafnvel Skálafell. í þessu greinarkomi mun ég fjalla um svæðið austur fyrir Móskarðs- hnjúka, að Svínaskarði, hvað sem öll- um skilgreiningum líður. Mér er ómögulegt að skilja Móskarðshnjúk- ana frá þar sem þeir bjóða upp á sérlega skemmtilegar gönguleiðir. Ég sló því fram að e.t.v. þekktu fæstir Reykvíkingar Esjuna og ætla að leyfa mér, þrátt fyrir norðlenskan uppruna minn að bjóða þeim með mér í hringferð um fjallið. Við ferð- umst rangsælis og byrjum á suðvest- ur „homi“ fjallsins. Það blasir við úr Reykjavík, hömrum gyrt að vestan Meöalfellsvatri X^y[S^Owar% Flekku-, // dalur. 7> Grjóteyri . v. EyrarflaJI Indstaðir Hjarðarnes Skálafefl \ ktollafjðrður,. J vyl '' <. a Tindstóða- / Saurbær í •&*,•?' , fjall: < / Lokafjall Dýjadals- J—W'K y ■ >hnúkur í.................. Dalsnryimi ■ , , ,/*V r -V-. £S\==\yö[ffsdalur j1 j V ' Tindstóða- ° ** fi' u f \ <■ Nó»- % , V "íg **]'/■'M'Á. : If t'% Þórnyiar- V , :; v , c ■ ..... .... tmdur '• Jy rká... >Esjuhorn tindur . i , .. ,. . tt ?a//Á ('m> n'' v' íuÁ Andríðisey ' , Smáþúfur > C tindúr ''/-A I A Trana EgMM: t....5 |r A . Braulamuíi ^ “ t \ 'V-VM Kambs- ^ Þverfell & % ** % •/ Presl^ Kléberg \krauthto horn “ ^ \\ Bbhnukur ^ SiávartkSÍ^ c# !Rauðhðll, KlstufeH ' \ r*-" -Y u: ' j? 11-. qerthóll - 1- /< Þvf Norður- w '/ < - A .-r- X Hrafnhólar Hofsvík Brimnes en ávöl brekka til suð- ursins, enda er hér næstalgengasta göngu- leiðin á Esju og verður nánar lýst síðar. Hér heitir Kambshom sem gengur fram til vesturs, en upp af því er Kerhóla- kambur mun hærri, 851 m. Kerhólakambur myndar langan rana milli Blikdals að norðan, en sunnanvert heitir Gljúf- urdalur austur að Þverfellshorni. Fjallið lækkar nokkuð austur eftir Kerhólakambi og hæðin á Þverfells- homi er um 780 m við vörðuna sem margir þekkja. Niður af Þverfells- homi til suðvesturs gengur langur hryggur, heitir enda Langihryggur og endar í hömmm sem heita Leið- hamrar. Undir þessum hömrum liggur Vesturlandsvegurinn, og heita Kollafjarðarkleifar austast þar sem hamramir ganga nánast í sjó fram. Þverfellshom sem flestir ganga á er vesturhom Þverfells, en svo nefn- ist hamrabeltið ofan við grónar hlíð- ar Esjunnar austur að Gunnlaugs- skarði. Hér hefur í fymdinni orðið mikið framhlaup, svo í stað brattra gróðurlausra skriða sem víðast ein- kenna hlíðar Esju, er hér að líta grónar brekkur með fallegum hólum og dældum, hið indælasta göngu- land. Tvær bergvatnsár afmarka svæðið, að vestan Mógilsá og liggur gönguleiðin upp með henni, en að austan Kollafjarðará og renna báðar til sjávar í Kollafjarðarbotni. Skóg- rækt ríkisins hefir aðsetur og at- hafnasvæði á bænum Mógilsá og hefir klætt skógi hlíðarnar að vestan. Ofan við skóginn, rétt austan Mógilsár rís hóll sem Kögunarhóll heitir. Menn hallast að því að þessi nafngift hafi með útsýni að gera, enda er hið ágætasta skyggni af hólnum, a.m.k. fyrir bændur og smala fyrri tíðar. Tveir hólar aðrir bera hér nöfn svo mér sé kunn- ugt, heitir sá vestari Rauðhóll og liggur efst í framhlaupinu að vestan og eru upptök Mógilsár vestur undir honum. Hinn hóllinn er líka ofarlega, austur undir Kolla- fjarðará og heitir Geithóll. Austan Kollafjarðarár tekur Kistufell við, en milli þess og austur- enda Þverfells verður rof í hamra- beltið. Hér heitir Gunnlaugsskarð. Ekki er þetta þó eiginlegt skarð, hér er engin lægð í fjallinu, þvert á móti er hér stutt inn á Hábungu, hæsta stað Esjunnar, 914 m. Egill Stardal skilgreinir Gunnlaugsskarð sem lægð í Há-Esju milli „hæstu bungu Esjunnar, sem myndast milli Eilífs- tinds og Kistufells, og bungunnar sem myndast norður af Þverfelli vestra og nær upp og vestur að Ker- hólakambi11 (bls. 96, Árbók F.í. 1985). Hann telur það þannig alls ekki ná til suðurbrúnarinnar. Nafnið mun þó nokkuð almennt notað um þetta svæði og m.a. þannig merkt á korti Landmælinga íslands: Suð- vesturland (sérkort 1:100000). Þarna má jafnan líta skafl allt sumarið, en fyrir tveim árum tók hann alveg upp eins og víðar gerðist það sumar, og hefur hann ekki náð sér á strik aftur. Kistufell ber nafn með rentu, kistulaga og reisulegt með regluleg- um hamrabeltum og setur mikinn svip á Esjuna sunnanverða. Fjallið virðist ókleift, en þó mun víða hægt að príla þar upp fyrir ófeilna kletta- menn. Undir fjallinu standa bæirnir Vellir og Norður-Gröf, en byggð þarna tilheyrði Kjalarneshreppi og þá væntanlega Reykjavíkurborg eins og nú er málum komið. Austan Kistufells tekur við Grafardalur milli þess og Þverárkotsháls. Um dalinn rennur Grafará, vatnslítil að jafnaði, en fljót að breytast. Hún er óbrúuð eins og aðrar þverár Esju þegar kemur hér austur. Væri það vissu- lega verðugt verkefni fyrir Reykja- víkurborg að huga að vegamálum hér austur með Esjunni, bæjarfjalli sínu, sem nú er aukinheldur komið í landareign borgarinnar. Þverárkotsháls er langur, gróinn háls. Ofan hans taka við klettabeltin upp að Hátindi, kannske eini raun- verulegi tindur á Esjunni. Hann er 909 m og var lengi talinn hæsti punktur Esju þar til mælingar leiddu annað í Ijós. Ég gekk á Hátind í fyrsta sinn árið 1987 og varð mjög hrifin af útsýninu, hélt síðan sem leið lá inn á Hábungu og bjóst í barna- skap mínum við enn stórkostlegra útsýni þaðan út á þessa 5 metra sem munar á hæðinni. Það urðu að sjálf- sögðu vonbrigði, þar sem útsýni af tindum er ætíð skemmtilegra en af bungum, og lítið munar um 5 metra í fjalllendi sem þessu. Austur undir Þverárkotshálsi stóð býlið Þverárkot sem nú er í eyði. Hér verður dalur inn með Hátindi, Þver- árdalur. Um hann rennur Þverá, en þessar ár ásamt Skarðsá úr Svína- skarði renna allar í Leirvogsá. Að norðan og austan afmarkast dalur- inn af örmjóum og bröttum fjalls- rana sem liggur milli meginfjallsins og Móskarðshnjúka. í ranann miðj- an eru skörð sem úr Reykjavík að sjá eru eins og bókstafurinn W. Þessi skörð heita Laufskörð, snarbrött og illfær nema þaulvönum fjallamönn- um að sumarlagi. Þarna þyrfti þó ekki nema smávægilega lagfæringu til að opna mjög skemmtilegar gönguleiðir flestu göngufólki. Austan Laufskarða taka Móskörð og samnefndir hnjúkar við. Raunar segir Egill Stardal að aðeins austasti hnjúkurinn heiti Móskarðshnjúkur, hinir séu nafnlausir, en Móskörð séu nafn á hnjúkaröðinni allri. Víst er að austasti hnjúkurinn er tignarlegast- ur, enda afmarkaður af djúpum skörðum á báða vegu. Þessir hnjúk- ar eru úr líparíti og virðist ævinlega skína á þá sól vegna þeirra Ijósa lit- ar. Neðan við sjálfa hnjúkaröðina er stakur hnjúkur, dökkur á lit og heitir Bláhnjúkur. Utan í austasta hnjúkn- um er stakur dökkur drangur, ekki hef ég heyrt nafn á honum, það væri þó vert því hann er sérkennilegur að sjá. Austan Móskarðshnjúka skilur Svínaskarð og Svínadalur milli þeirra og Skálafells. Hér lá forðum þjóðleið frá byggðum Faxaflóa og norður um, og ekki er lengra síðan en um síðustu aldamót að ungur skólapiltur varð úti í skarðinu á leið heim til sín í jólafrí. Norður af Móskarðshnjúk hinum austasta gengur fjall sem endar í íöngum hálsi. Fjallið heitir Trana, flatt að ofan og hömrum gyrt, en hálsinn Möðruvallaháls, kenndur við bæinn Möðruvelli í Kjós. Nú erum við komin Kjósarmegin á hringferð okkar um Esjuna, og breytir hún þá mjög um svip, þar sem hún er skorin af djúpum dölum með löngum aflíð- andi hálsum niður í sveitina. Auð- gengt er á fjallið eftir þessum háls- um öllum. Vestan við Möðru- vallaháls tekur við Eyjadalur, dalurinn norðan Móskarða og Lauf- skarða. Vestan hans heitir fjallið Sandfjall og upp af því Esjuhom þar sem hækkar inn á Há-Esjuna. Neð- an til sveigir Sandfjall nokkuð til norðvesturs niður að Grjóteyri við Meðalfellsvatn í Kjós, og er þar til- valin göngubyrjun. Dálítið dalverpi, Torfadalur, klýfur fjallið fremst og heitir Miðfjall inn af honum. Er hin ágætasta leið inn dalinn á fjallið. Vestan Sandfjalls heitir Flekku- dalur, afmarkaður að vestan af Skálatindi efst, en hálsinn norður af heitir Nónbunga og Sneiðar neðan til, enda þægilegir sneiðingar þar niður - eða upp eftir því sem fara gerir. Göngubyrjun - eða endir - er þá frá Hjarðarholti vestan við Með- alfeUsvatn í Kjós. Næstur hér vestan við er Eilífs- dalur, e.t.v. sá stórbrotnasti þessara þriggja. Ber þar helst til glæsileg hamrafjöll sem umkringja hann, Ei- lífstind fyrir botni hans, Skálatind að austan og Þómýjartind að vestan. Um Þórnýjartind er sú þjóðsaga að húsfreyja í Eilífsdal, Þórný að nafni, hafi fleygt sér þar fram af í fullkom- inni örvæntingu um gott tíðarfar. Hún hafði sett út skel með vatni að kvöldi síðasta vetrardags, en það þykir trygging fyrir góðu sumri ef frýs nóttina mUli veturs og sumars. Til að hjálpa forlögunum ögn gekk konan með skelina til fjalls svo frek- ar frysi. En undir morgun stóð hún á Þómýjartindi og ekki fraus enn, svo þá var ekki um margt að gera! - Mikið kvarta Islendingar undan veðrinu nú á tímum, þó heyrist sjald- an að menn grípi til svona óyndis- úrræða, enda kannske minna í húfi. Fjallsraninn vestan Þórnýjartinds er vestasti hluti norðanverðrar Esju og endar í Tindstaðafjalli Kjósar- megin. Norðan Esjufjallgarðsins er Eyrarfjall í Kjós og skilur Miðdalur fjöllin að. Á Tindstaðafjalli eru tveir áberandi hnjúkar, Dýjadalshnjúkur yst, allhrikalegur að sjá, og Tind- staðahnjúkur nokkru innar. Sé gengið beint niður af Tindstaðafjalli norðvestanvert er komið niður í Tíðaskarð sem flestir þekkja af þjóð- vegi nr. 1. Hér kveðjum við því Kjós- arhlið Esjunnar. Nú opnast Blikdalur, stærsti dal- ur Esju. Hann gengur inn í fjallið norðvestanvert og klýfur það alveg inn undir miðju. Ur botni dalsins er skammt inn á Hábungu. Blikdalur er hlýlegur og fallegur, stutt er að ganga upp í dalinn af þjóðvegi, en þegar þangað er komið heyrist ekki í bíl, fáir eru þar á ferð og göngumað- urinn er staddur í kyrrð fjallanna. Blikdalsá rennur eftir dalnum og myndar þar falleg og skemmtileg gljúfur. Tvær dætra minna hafa átt þarna útilegu með vinkonum um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.