Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 47
46 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 ¥1
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SPOR í RÉTTA ÁTT
ÞAÐ ER mikið hagsmunamál
íbúa höfuðborgarsvæðisins, að
sveitarfélögin á þessu svæði
sameinist í tvö stór sveitarfélög. Með
því sparast verulegir fjármunir vegna
yfírstjórnar sveitarfélaganna auk
þess sem meiri heildarsýn fæst í
skipulagsmálum svæðisins og þjón-
usta við íbúa verður samræmdari.
Hins vegar hefur legið fyrir frá því að
þessar umræður hófust að forystu-
menn sveitarfélaganna hvers um sig
hafa takmarkaðan áhuga á svo um-
fangsmikilli sameiningu og er ekki
erfítt að skilja ástæður þeirra fyrir
því.
Á undanförnum mánuðum hafa
staðið yfir viðræður á milli fulltrúa
Kópavogs, Garðabæjar, Hafnar-
fjarðar og Bessastaðahrepps um sam-
einingu og hafa þær farið fram að
frumkvæði Bessastaðahrepps. Kópa-
vogskaupstaður hefur nú dregið sig út
úr þeim viðræðum. Það er skiljanleg
afstaða því að Kópavogur á ekki
heima í þessum sameiningarviðræð-
um.
En viðræðurnar hafa jafnframt leitt
í Ijós vilja til sameiningar við Bessa-
staðahrepp, bæði hjá Garðabæ og
Hafnarfirði. Garðbæingar hafa hins
vegar ekki áhuga á að sameina þessi
þrjú sveitarfélög. Magnús Gunnars-
son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur
markað skýra stefnu í málinu af sinni
hálfu. Hann vill sameiningu þessara
þriggja sveitarfélaga og er það að
mati Morgunblaðsins rétt afstaða hjá
bæjarstjóranum í Hafnarfirði.
Þótt ekki verði að þessu sinni úr
sameiningu nema tveggja sveitarfé-
laga, á hvorn veginn sem það verður
af hálfu Bessastaðahrepps, er það
spor í rétta átt. Þá hefur það gerzt frá
því að umræður hófust fyrir nokkrum
árum um þetta málefni, að Kjalarnes
hefur sameinast Reykjavík og Bessa-
staðahreppur annaðhvort Garðabæ
eða Hafnarfírði.
Næstu áfangar ættu svo að verða
þeir að sameina sveitarfélögin tvö,
sem þá stæðu eftir sunnan Kópavogs
en augljóslega eiga Kópavogur, Sel-
tjarnarnes og Mosfellsbær að samein-
ast Reykjavík.
Vel má vera, að svo miklir hags-
munir tengist skiptingu höfuðborgar-
svæðisins í mörg sveitarfélög, að erf-
itt verði á fá forsvarsmenn þeirra til
að hafa forystu um frekari samein-
ingu. En er ekki eðlilegt að íbúarnir
sjálfir taki þessa ákvörðun? Hvers
vegna ekki að efna til atkvæða-
greiðslu á meðal íbúanna í sveitarfé-
lögunum á höfuðborgarsvæðinu um
þá sameiningu, sem hér hefur verið
bent á? Sameining sveitarfélaga er
dæmigert mál, þar sem eðlilegt er að
úrskurðarvaldið sé í höndum íbúanna
sjálfra.
Forystumenn sveitarfélaganna
ættu að hugleiða, hvort þeir geti ekki
fallizt á, að kjósendur þeirra eigi að
hafa þann lýðræðislega rétt að taka
sjálfir ákvörðun í stórmáli af þessu
tagi. Þá mundu fara fram ítarlegar
umræður um málið, sem vafalaust
mundu skýra rökin með og á móti.
VIRK ÞÁTTTAKA ÍBÚA
VIRK þátttaka íbúa í ákvörðunum
um veigamikil málefni, sem
varða byggðarlög þeirra er ákáflega
mikilvægur þáttur í stjórnkerfi okk-
ar.
Á undanförnum dögum hefur mátt
sjá á síðum Morgunblaðsins nokkur
skýr dæmi um, að þátttaka íbúa í ein-
stökum byggðarlögum í umræðum
um hagsmunamál byggðanna er mik-
il og virk.
Á Egilsstöðum hafa staðið yfir
miklar umræður og harðar deilur um
brúarstæði. Skoðanir hafa verið
skiptar, undirskriftasöfnun farið
fram og hvor aðili um sig hefur lagt
áherzlu á að koma sínum sjónarmið-
um á framfæri. Bæjarstjórn Austur-
Héraðs hefur tekið sínar ákvarðanir.
Á Hvammstanga standa yfir deilur
um byggingu á nýju íþróttahúsi, sem
allir eru ekki á eitt sáttir um.
Á Vestfjörðum standa yfir miklar
umræður um, hvort það henti hags-
munum byggðarlaganna þar að selja
Orkubú Vestfjarða.
Allar þessar umræður, sem hafa
endurspeglast á síðum Morgunblaðs-
ins að undanförnu, sýna að lýðræðið
er virkt, áhugi fólks á málefnum
byggðarlaganna mikill og umræður
snarpar. Svona á þetta að vera.
En jafnframt er það umhugsunar-
efni, eins og í tilviki sveitarfélaganna
á höfuðborgarsvæðinu, hvort þetta
séu ekki málefni, sem eðlilegt sé að
íbúarnir geri út um í almennum at-
kvæðagreiðslum.
Það er tímabært að efnt verði til
frekari umræðna um það, hvort við
íslendingar getum átt þátt í að þróa
lýðræðið áfram á þann veg, að þátt-
taka íbúanna í mikilvægum ákvörð-
unum verði bein. Það eru allar for-
sendur fyrir hendi. Vel menntuð og
upplýst þjóð, gott aðgengi að upp-
lýsingum. Hinn almenni borgari hef-
ur allar sömu upplýsingar undir
höndum - eða getur haft - og hinir
kjörnu fulltrúar. Hvað stendur þá í
vegi fyrir því, að hann taki þessar
ákvarðanir sjálfur?
Að sjálfsögðu má ekki ofnota þessa
aðferð. Þá er hætt við, að kjósendur
verði þreyttir á að þurfa sífellt að
taka þátt í kosningum og hætti að
taka þátt í þeim. í Sviss hefur brydd-
að á slíkri þreytu kjósenda. Þess
vegna þarf að vanda vel valið á þeim
málefnum, sem lögð eru undir al-
menna atkvæðagreiðslu.
Þótt hér hafi fyrst og fremst verið
fjallað um málefni sveitarfélaga er
augljóst að þessi aðferð getur líka átt
við á landsvísu um einstök málefni.
Þar er ekki sízt átt við ákvarðanir í
stórmálum eins og þeim sem varða
fiskveiðistjórnarkerfið eða virkjanir
á hálendinu svo að dæmi séu nefnd.
Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum
eða á Alþingi geta stundum lent í erf-
iðri stöðu gagnvart hagsmunahóp-
um. í almennum atkvæðagreiðslum
geta hagsmunaöflin barizt fyrir sín-
um sjónarmiðum en að lokum er það
atkvæði kjósendanna, sem ræður úr-
slitum, en ekki einhver önnur og
óskyld sjónarmið.
Hundrað
börn undir
berum
himni
Þegar þetta nýja hús verður komið undir
þak verður bylting í lífí 350 lítilla barna á
Indlandi, skrifar Þórhildur Elín
Einarsdóttir, og þá mun aldrei framar
Hér er greinarhöfundur í góðum hópi.
rigna á þau meðan þau sofa.
UM SÍÐUSTU mánaðamót
ferðaðist ég til Indlands.
Þar auðnaðist mér að
heimsækja E1 Shaddai
sem er heimili munaðarlausra barna
sem rekið er af hinu íslenska hjálp-
arstarfi ABC. Börnin á heimilinu
njóta fjárhagslegs stuðnings fjöl-
margra íslendinga sem tryggir
þeim fæði, klæði, kennslu, læknis-
hjálp - og bráðum - nýtt þak yfir
höfuðið.
Lítil þúfa
Sagan á bak við heimsókn mína til
E1 Shaddai er dæmi um hvemig lítið
atvik getur leitt af sér mun lengri at-
burðarás og í þessu tilviki til góðs
fyrir alla aðila máls. Vinkona mín
ein sá sér leik á borði þegar hún vissi
að ég væri á leið til Indlands og bað
mig að póstleggja þar bréf.
Hún tók nýlega að sér lítinn
dreng fyrir milligöngu ABC-hjálp-
arstarfsins.
Hún sér honum fyrir fæði, klæði
og menntun með mánaðarlegri upp-
hæð sem léttir hennar pyngju
óverulega en skiptir sköpum fyrir
munaðarlaust bam í þeim heims-
hluta sem Indland er. Vegna þess að
þessi vinkona mín er hjartahlý kona
og vandar sig við það sem hún gerir,
þá vildi hún gjarnan senda drengn-
um nokkrar línur svo hann fengi
hugmynd um að einhversstaðar
væri einhver sem léti sig hann
varða. Bréf sent héðan frá Islandi
yrði sjálfsagt óralengi til Chennai
þar sem drengurinn býr. Chennai?
Ég var einmitt á leið þangað, ég
gæti bara skutlað umslaginu inn um
lúguna prívat og persónulega.
I framhaldi þessa samtals datt
okkur stöllunum í hug að þetta bréf
gæti kannski orðið dálítið stærra,
jafnvel að pakka með einhverju
smálegu. Höfðum samband við
skrifstofu ABC til að fá hugmynd
um hvað litlu barni svona langt í
burtu kæmi vel að fá. Það var nú
reyndar sitt af hverju og svo áttuð-
um við okkur líka á því að það gæti
orðið leiðinlegt fyrir hin börnin á
barnaheimilinu að fá ekki neitt. Eins
og hendi væri veifað vorum við
komnar í fullt starf við að finna til
glaðning fyrir eitt hundrað og þrjá-
tíu börn. Til að gera langa sögu
stutta tók það þetta litla bréf ekki
nema tvo eða þrjá daga að breytast í
meira en hundrað kíló af barnavör-
um, með góðri hjálp einstaklinga og
fyrirtækja. Allt í einu hafði dekur-
rófuferðin mín öðlast mikilvægt
markmið og mér leið skyndilega
eins og konu með háleitar hugsjónir.
Önnur veröld
Eftir langt ferðalag og lítinn
svefn komum við loks í kæfandi hita
til Chennai. Dagana á undan höfðum
við dvalið í Delhí þar sem mér hafði
opnast nýtt vitundarsvið: Heimur
þess mikla fjölda fólks sem lifir við
aðstæður sem ég áður hafði bara
lesið um og kannski séð í sjónvar-
pinu. Það daglega líf barna og ful-
lorðinna að eiga sér heimili á um-
ferðareyjum og þiggja lífsbjörgina í
formi ölmusu. Nýi áfangastaðurinn
staðfesti þennan veruleika en nú í
ýktari mynd. Öllu ægði saman:
Þessi setning öðlaðist nýja mynd í
huga mér. Þar sem fimm hæða
skrifstofubygging sem skartaði
marmaraklæðningu og einkennisk-
læddum dyraverði var öðrum megin
við götuna var breiða af pappa-
hreysum hinum megin og böm sem
léku sér berfætt og nakin í ræsinu.
Fagrar saríklæddar frúr tóku
ekki eftir hundshræinu sem lá á
gangstéttinni en stikuðu kátar
áfram. Heilagar kýmar líktust á
engan hátt þeim sællegu kusum sem
á Islandi spæna í sig grængresið, en
minntu fremur á risavaxnar rottur
þar sem þær lágu jórtrandi við götu-
Ijósin og virtust einna helst lifa á
sorpi.
Én hér var sumsé á ferð íslensk
kona með æðra takmark en fá við-
stöðulaus áföll yfir því sem fyrir
augu, eyru og kannski einna helst
nef bar. Ég hafði mælt mér mót við
Evu Alexander, konuna sem sér um
barnaheimili ABC í Chennai, E1
Shaddai. Á tilsettum tíma kom hún
að sækja okkur, þ.e. mig og Hönnu,
ferðafélaga minn einn, sem ég vélaði
með mér í þetta litla ferðalag.
Eva er kona á miðjum aldri og
viðmót hennar lýsir sjálfstrausti og
hlýleika.
Fas hennar og framkoma sýnir
manneskju sem hefur séð nógu
margt í lífinu til að ekkert kemur
henni lengur á óvart en hefur jafn-
framt varðveitt þá dýrmætu ein-
lægni sem sumir fullorðnir þekkja
bara úr bókum.
Ferð okkar Hönnu og Evu var
heitið á tvo staði. Aðalviðkomustað-
ur okkar var E1 Shaddai sem er
u.þ.b. 50 kílómetra utan við Chennai
en í leiðinni þangað fórum við í
heimsókn á ungbamaheimilið sem
er í litlu einbýlishúsi inni í borginni
sjálfri. Þar eru nú eitthvað um 15
smáböm 0-3 ára. Daginn sem okkur
bar að garði var verið að halda upp á
tveggja ára afmæli einnar prinsess-
unnar. Sennilega var þetta ekki af-
mælið hennar í raun og vera því
fæst þessara barna era svo rík að
eiga löggilt fæðingarvottorð. Þess-
vegna er bara skáldaður á hvert
bam fæðingardagur og því slegið
íostu að árlega þennan dag eigi að
halda upp á afmælið. Nú eram við
Hanna svo lánsamar að hafa fengið
að taka þátt í einni svona veislu.
Bömin voru öll klædd í sparifötin í
tilefni dagsins og fengu tertu og
svaladrykk. Þau sátu á þunnum
mottum í aðalherbergi hússins, stór-
eyg og opinmynnt yfir þessum krít-
hvítu gestum sem þama voru mætt-
ir. Konurnar sem halda þeim heimili
era sumar fyrrverandi vændiskonur
því hugsjónastarf Evu Alexander
hófst upphaflega á björgun þeirra
lánlausu kvenna sem neyðin hrekur
til að selja sjálfa sig. Þær vora ekki
síður en bömin feimnar við okkur.
Smátt og smátt vann forvitnin bug á
óframfæmi krílanna og brátt varð
það keppikefli þeirra að sitja í fang-
inu á okkur. Eftir allt of stutta við-
dvöl urðum við að halda ferð okkar
áfram ef okkur átti að takast að fara
John er eitt barnanna sem
eiga fósturforeldra á íslandi.
Börnin gleðjast yfir gjöfunum frá íslandi.
þetta á einum degi. Ungunum þótti
greinilega ekkert gaman að þurfa að
hætta að toga í hárið á þessum ein-
kennilegu konum, því grátkórinn
fylgdi okkur langt úr hlaði.
Að eiga meira en
hundrað systkini
Eftir dágóðan akstur í gegnum
borgina og út úr henni um þröngar
götur og troðninga komum við loks
til E1 Shaddai. Umhverfið er gróin
sveit og flatlend. Ur fjarska virðist
heimilið fremur reisulegt einbýlis-
hús. Þegar nær kemur sjáum við að
þakið er fléttað úr einhverskonar
stráum svo frekar er um skýli en
hús að ræða, enda var okkur tjáð að í
rigningartíð væri lítið þurrara inni
en úti.
Þennan dag vorum við svo heppn-
ar að sólin skein, en það hlýtur að
vera nöturlegt að fóstra öll þau börn
sem þarna búa þegar rignir bæði úti
og inni. Fyrir innan dymar er frem-
ur skuggsýnt þar sem rafmagnsljós
er af skornum skammti og gluggaop
byrgð með pokum og hlerum en
ekki rúðum. Stór salur er í húsinu
miðju og er honum skipt í tvennt
með þunnum millivegg. í þessum sal
er borðað, sofið, leikið oglært.
Börnin, 3-15 ára, biðu okkar prúð
og fögnuðu komu okkar með sam-
taka kveðju og eins og á smábarna-
heimilinu klæddust þau öll sínu fín-
asta pússi eins og við værum
þjóðhöfðingjar á ferð. Stálpaðir
drengir bára hinn fyrirferðarmikla
farangur okkar í hús en allt í einu
fundust mér þessar töskur vera allt
of fáar og litlar, þegar ég leit þennan
stóra hóp. Þarna voru saman komin
þau 130 börn sem þarna búa. Að í
þessu eina litla húsi rúmist svo
Alls dvelja 130 börn á E1 Shaddai, heimili ABC-hjálparstarfs í Chennai
á Indlandi.
börnunum þeirra.
Eftir skemmtiatriðin gáfum við
börnunum innihaldið úr töskunum
okkar. Hér heima höfðu þetta virst
heil ósköp, en í þessari bamafjöld
blygðuðumst við okkar fyrir að hafa
ekki komið með meira. Allir fengu
þó eitthvað nyteamlegt og eitthvað
skemmtilegt. Ókjör af ritföngum,
stílabókum, litum og límmiðum
hurfu eins og dögg fyrir sólu og
brátt vora þessi vel uppöldu börn í
engu frábragðin þeim íslensku hér
heima þar sem þau töluðu hvert í
kapp við annað og báru saman sitt
dót og það sem aðrir höfðu fengið.
John
Og svo fékk ég tækifæri til að af-
henda bréf vinkonu minnar til litla
drengsins „hennar“, bréfið sem var
upphaflega ástæðan fyrir vera okk-
ar þarna í E1 Shaddai. Drengurinn
heitir John, er þriggja ára stúfur og
bræddi umsvifalaust í mér hjartað
með stóra brúnu augunum og sínu
ljúfa viðmóti.
Helst hefði ég viljað stinga honum
undir handlegginn og taka hann
með mér heim til Islands. Hann
hinsvegar skildi ekkert í þessari
furðulegu konu sem allsendis
ókunnug knúsaði hann með tárin í
augunum. Hvaða væmni var þetta,
var hann ekki nýbúinn að fá alls
kyns fínirí?
Nýtt þak
Áður en við héldum heim úr sveit-
inni fylgdi Eva okkur um landskik-
ann ásamt dóttur sinni, Grace, sem
einnig hefur helgað líf sitt þessu
starfi. Skamman spöl frá núverandi
húsaskjóli er hálfbyggt hús sem ætl-
unin er að verði framtíðarheimili
bamanna. Auk þeirra bama sem
fyrir era verður hægt að bjóða fleiri
nauðstödd böm velkomin, en um
hríð hefur það verið nánast útilokað
vegna plássleysis. Enn vantar þó
fjármagn til að Ijúka byggingunni.
Ámorgunkl. 14-17 stendur ABC-
hjálparstarf fyrir basar og kaffisölu
í Veislusalnum í Sóltúni 3 þar sem
safnað verður fyrir múrsteinum í
bygginguna. Þeir sem þangað
leggja leið sína og kaupa fyrir and-
virði múrsteins leggja lóð sitt á vog-
arskálar til hjálpar okkar minnstu
bræðra og systra. Þegar þetta nýja
hús verður komið undir þak verður
bylting í lífi þrjú hundruð og fimm-
tíu lítilla barna á Indlandi þar sem
þau munu eignast varanlegt heimili.
Þá mun aldrei framar rigna á þau
meðan þau sofa.
Höfundur er grafískur hönnuður.
margar sálir finnst mér eftir á að
hyggja ótrúlegt.
Koma okkar hafði greinilega ver-
ið undirbúin vel. Bömin sátu öll kyrr
og hljóð og svo hófst sérstök
skemmtidagskrá okkur til heiðurs.
Þau sungu fyrir okkur og dönsuðu í
litlum hópum. Ekki var það free-
style og engir samkvæmisdansar,
heldur túlkuðu þau í hreyfingum
sínum litlar sögur sem sungnar vora
undir. Allt á okkur framandi tungu
þannig að söguþráðurinn fór fyrir
ofan garð og neðan, en það var unun
að horfa á þessa krakka njóta þess
að skemmta og segja frá.
Eins og á smábamaheimilinu
voru þau öll vel nærð og hrein. Ur
augum þeirra skein forvitni og lífs-
gleði. Áður tók ég það sem sjálf-
sagðan hlut að böm séu forvitin og
lífsglöð þangað til ég horfði í gama-
lmennaaugu götubamanna sem
hvorki ganga í skóla né leika sér
fijáls, heldur hafa það mai-kmið eitt
að fá að borða. Ég komst ekki hjá
því að velta fyrir mér hver hefði get-
að orðið framtíð þeima barna sem
þarna sýndu mér kátan dans. ðll eru
þau munaðarlaus eða yfirgefin af
foreldram sínum. Foreldrar þeirra
yfirgefnu vora ekki endilega svona
vont fólk en aðstæðurnar sem þeim
voru búnar eru okkur óskiljanlegar.
Ógift móðir á Indlandi á sér til dæm-
is ekki viðreisnar von. Henni er alls
staðar útskúfað, meira að segja af
fjölskyldu sinni og hefur nánast
enga leið til að framfleyta sér og
barninu. Þetta samfélag, Indland,
sem er svo ríkt af sögu og menningu
og á sér fjölskrúðugra mannlíf en
víðast þekkist virðist okkur all-
snægtarfólkinu stundum snautt af
samfélagshjálp og umburðarlyndi
þegar kemur að þeim sem höllum
fæti standa: fátækum konum og
Dagbókarblöð
••••••••••*•••••«
Kannski Shakespeare hafi verib
sadisti í adra röndina, hver veit?
MEDEA minnir dálítið á Títus
Shakespeares; Harmleikurinn
með þeim eindæmum að eng-
um dettur í hug að þvílíkt og
annað eins geti gerzt í lífi okk-
ar; að kona drepi börn sín til
að sanna ást sína á eiginmanni
sem hún hatar. Títus er blóð-
ugasta leikrit Shakespeares og
er þá mikið sagt. Verkið er
ógnlegt og utan allrar skyn-
semi. Nú hefur verið gerð eftir
því stórmynd samnefnd með
Anthony Hopkins og Jessicu
Lang í aðalhlutverkum. Hopk-
ins er óborganlegur eins og
ævinlega, en engu er líkara en
efnið sé samið af sadista.
Kannski Shakespeare hafi ver-
ið sadjsti í aðra röndina, hver
veit? í þessari kvikmynd eru
súrrealistísk áhrif og engu lík-
ara en ráðgátur Dalis og tígris-
dýr hans séu notuð þar eins og
bindiefni til að halda sögu-
þræðinum í réttu horfi.
Medea er með öðrum hætti.
Hún er stutt leikrit, einskonar
einþáttungur og minnir á að
leikhúsið er ekki raunverulegt,
því að allt gerist þetta innan
hauskúpunnar. Það er þar sem
leikhúsið fer fram, en ekki
endilega á sviðinu. Enginn
upplifir leikverk eins og annar.
Við getum hugsað hvað sem er,
án þess framkvæma það. Á
þeim forsendum getum við
horft á leikrit sem fjallar um
fjöldamorð móður á börnum
sínum vegna ástar, haturs og
afbrýði. Að öðrum kosti væri
allt slíkt svo fáránlegt að engu
tali tæki. Það myrðir engin
kona þrjú börn sín til að ná sér
niðri á eiginmanni sínum. En
það er hægt að ímynda sér það
og allt annað innan þess sem
við gætum kallað leikhús hug-
ans. Þannig er einnig hægt að
hugsa sér goðsögulegan fjar-
stæðuheim þeirra ævintýra
sem fjallað er um í ásatrúar-
kvæðum Eddu.
Imyndunaraflið er með ýms-
um hætti og ólíkt frá einum
heila til annars. Gagnrýnandi
skrifar það sem honum finnst,
en ekki endilega það sem er.
Gagnrýni er þannig persónuleg
upplifun og kemur raunar eng-
um við nema gagnrýnandanum.
Samt bíða allir eftir henni með
andagt! Það heitir markaðs-
lögmál! Ef gagnrýnandinn er
sjálfur mikill listamaður eða
hugsuður getur verið hnýsilegt
að vita afstöðu hans og álit. Að
öðrum kosti er gagnrýnin eins-
konar dægurfluga sem veltist
um í gluggakistu fjölmiðlanna
og reynir að draga að sér at-
hyglina með suðinu einu. Ut-
gefendur, leikhús og listamenn
elska þetta suð - ef það er gott
suð. En vont suð getur líka
orðið eins og loftbor í eyrum
samtímans. Sem sagt, óþægi-
legt. En samt er það betra en
síbyljan í Ijosvökunum að öðru
leyti.
Fagleg umfjöllun getur að
sjálfsögðu verið gagnleg, ef
hún á rætur í góðum smekk.
En honum fer hrakandi. Senn
verður enginn smekkur, engar
fagurfræðilegar pælingar, ef
fram fer sem horfir; aðeins
eitthvert þjóðfélagsgutl. Það er
svo sem ágætt því að öld vél-
mennanna er að renna upp!
Samtíminn er harla holur,
það er tómahljóð í honum. Svo
hefur alltaf verið, og líklega
óhjákvæmilegt; eða þangað til
tíminn hefur valið úr honum
það sem við köllum arfleifð.
Kannski verður hún spennandi,
arfleifð vélmennanna - hver
veit? En allir samtímar eru
glámskyggnir, einnig okkar;
ekki sízt.
í leikhúsinu innan hauskúp-
unnar getur allt gerzt. Og þar
gerast öll leikverk - í raun.
Þess vegna getum við horft á
Títus og Medeu, að öðrum
kosti kæmi slíkt ekki til greina.
Ef við elskuðum konu náung-
ans, gætum við hugsað okkur
að drepa hann til að eignast
konuna. En við gerðum það
ekki. Ef við gerðum það, vær-
um við morðingjar. Ef við
hugsum glæpinn í leikhúsi hug-
ans, gerist ekkert. Og enginn
vissi að við hefðum tilhneig-
ingu morðingjans. Hefðum
framið glæpinn í huganum!
Af þessum sökum er hægt að
semja fjarstæðuverk eins og
Títus og Medeu, óhugsandi að
öðrum kosti.
Títus Shakespeares er Ijótt
leikrit. Þegar ég bar það sam-
an við kvikmyndina sá ég að
efni myndarinnar fylgir leikrit-
inu að mestu. í báðum verkun-
um eru börn pínd og drepin,
Títus drepur jafnvel dóttur
sína. Efnið vekur manni við-
bjóð og í huganum hneykslað-
ist ég á þessu framúrstefnu-
brölti Shakespeares. Hann
svífst einskis, var sagt við mig.
Hann reynir á allt. Hann reyn-
ir á þolrif mannlífsins til hins
ýtrasta. Fyrirmyndirnar skort-
ir ekki, líttu bara á grísku
harmleikina! Já, einmitt, ég
hafði þá í huga - og ekki sízt
Medeu. Hún drepur börn
þeirra Jasonar til að hefna
svika hans. Öllu fórnað fyrir
hefndina. En í Títusi sem á
augsýnilega rætur í Medeu er
gengið lengra. Títus drepur
syni Tamóra gotadrottningar
og matreiðir þá handa fyrir-
fólkinu! Þegar það hefur étið
sinn skerf segir „kokkurinn"
að nú sé konan búin að leggja
sér til munns sín eigin af-
kvæmi. Þá verður uppnám og
endanlegt blóðbað. Þegar yfir
lýkur hefur enginn lífið - nema
höfundurinn!! En hann
skemmtir sér konunglega, að
vísu!
Einhverju sinni kom ég uppí
Gljúfrastein uppúr nýári og sá
það lá vel á skáldinu. Hann lék
á als oddi, eða: hann lék við
hvurn sinn fingur eins og kýrn-
ar í kvæðunum hans. Ég
spurði af hverju hann væri
svona kátur. Jú, sagði hann, ég
hef skemmt mér svo vel yfir
hátíðirnar því ég hef verið að
skrifa svo skemmtilegt leikrit!
Ég tók að sjálfsögðu þátt í
gleði skáldsins og finnst hún
eftir á að hyggja talsvert meiri
upplyfting en „skemmtun"
Shakespeares! Ég man ekki
gjörla hvaða verk þetta var
sem Halldór var að skrifa yfir
jólin, gæti trúað það hafi verið
Silfurtunglið; eða Strompleik-
urinn. En það skiptir ekki
máli. Svona á að skrifa leikrit.
Höfundurinn á helzt að hafa af
því mesta ánægju sjálfur. Og
kannski hefur Shakespeare
þrátt fyrir allt haft það, hvur
veit? M. . '