Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 56

Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 56
s 56 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR + Anna Lilja Guð- mundsdóttir fæddist 18. nóvem- ber 1942 á Siglufirði. Hún lést á Sjúkra- húsi Skagfirðinga 18. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar: Ásgrímur Guðmund- ur Björnsson, f. 15.12. 1913, í Vík í Héðinsfirði, d. 3.2. A 1950, og Brynhildur Einarsdóttir, f. 13.1. 1923, á Ólafsfirði. Alsystkini Onnu Lilju eru Bjöm Guð- mundsson, f. 21.1. 1944, Dagbjört Sólrún Guðmundsdóttir, f. 27.12. 1948. Brynhildur giftist aftur, Konráði Antonssyni, f. 4.7. 1929, á Ytri-Á á Kleifum. Synir þeirra eru Ásgrímur Guðmund- ur, f. 8.6. 1952, Viðar, f. 24.8. 1955, og Anton, f. 5.6.1960. Eiginmaður Önnu Lilju er Ólafur Guð- mundsson, f. 13.9. 1942. Þau giftu sig á Akureyri 13.12. 1969. Börn þeirra eru 1) Guðmundur Brynjar, f. 15.5. 1962, giftur Guðbjörgu Elsu Helgadóttur, f. 22.5. 1965. Börn a) Viðar Freyr, f. 31.1. 1980, móðir Ósk Geirsdótt- ir. b) Anna Lilja, f. 30.12. 1990. c) Bríet, f. 20.1. 1996. 2) Hafdís, f. 20.11. 1963, gift Svavari Helga- syni, f. 22.2. 1960. Börn a) Helgi Már, f. 31.7. 1982. b) Elvar Örn, f. 22.7. 1986. c) Bjarki Þór, f. 28.5. 1988. d) Sveinbjörn Óli, f. 9.6. 1997. 3) Ólafur Rafn, f. 12.3. 1969, giftur Anítu Hlíf Jónasdóttur, f. 11.5. 1971. Börn a) Brynhildur Ósk, f. 12.4.1993. b) Jónas Aron, f. 11.6. 1999. 4) Ómar Öm, f. 11.1. 1982. Anna Lilja og Ólafur hófu bú- skap á Sauðárkróki 1962, fluttu þaðan í Sölvanes í Lýtingsstaða- hreppi 1963. Síðan lá leið þeirra til Akureyrar 1964 og bjuggu þar til ársins 1993 er þau fluttu aftur til Sauðárkróks. Þegar Anna Lilja flutti fyrst til Sauðárkróks 1960 starfaði hún á Sjúkrahúsi Sauðárkróks eða Gamla Sjúkrahúsinu eins og það var kallað. Síðan á Akureyri starf- aði hún í Kristjánsbakaríi og í ræstingum í Vélsmiðjunni Odda. Eftir að hún flutti aftur til Sauðár- króks starfaði hún á Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Utför Önnu Lilju fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag (laugar- dag) 25. nóvember klukkan 14. Elsku Anna mín, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Ég er svo slegin yfir þessu öllu saman, var ekki komið nóg hjá ykkur hjónum? Síðasta stund okkar saman var viku fyrir andlát þitt er ég kom til þín á Sjúkrahús- ið á Sauðárkróki ásamt Rut og Jóni Dan, var þá kraftur þinn að mestu búinn en við áttum góða stund saman og er ég þakklát fyr- ir það. Árið 1967 fluttum við ásamt börnum okkar á Eyrarlandsveg 19 á Akureyri, þar bjuggu fyrir Anna og Óli ásamt tveim börnum sínum, þeim Brynjari og Hafdísi. Tókust með okkur mjög góð kynni og hafa haldist óslitið síðan. Börnin okkar, ' Ólafur Rafn og Herdís, sem bæði eru fædd 1969, náðu strax mjög vel saman og voru alveg óaðskiljanleg fram eftir öllum aldri, þurftu þau helst að gista hjá hvort öðru flestar nætur vikunnar. Árið 1982 eignuð- ust þið síðan ykkar fjórða barn, hann Ómar Örn. Hafdís þín og Steinunn okkar eru mjög góðar vinkonur og mikill samgangur þar á milli. Fyrir nokkrum árum fenguð þið ykkur húsbíl og við svo stuttu seinna, ferðuðumst við mikið sam- an um landið okkar með Flökkur- um, félagi húsbílaeigenda. Alltaf varst þú, Anna mín, hress og kát og margar góðar stundir áttum við í bílunum okkar, síðast- liðið sumar fórum við um Austur- land í 10 daga ferð. Varst þú þá, Anna mín, orðin mjög lasin en langaði virkilega til að fara með í þessa ferð og fórst með en þetta var erfitt fyrir þig. Einnig léstu þig ekki vanta í síðustu ferð Flakkara nú í september, sem var berjaferð að Breiðumýri. Elsku vinkona, nú hefur þú feng- ið hvíldina eftir erfiða baráttu við þennan illvíga sjúkdóm, krabba- mein, sem hefur tekið svo stóran toll hjá okkur mannfólkinu. Við kveðjum þig með söknuði, hafðu þökk fyrir allt. Elsku Óli okkar, Binni, Hafdís, Óli Rafn, Ómar og fjölskyldur, guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Sigurrós og Arnór. Mig langar með örfáum orðum að þakka þér, Anna, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, þó sérstaklega það ár sem foreldrar mínir bjuggu fyrir sunnan. Það var ekki sjaldan að þú hringdir og spurðir eða send- ir mér skilaboð hvort ég vildi ekki koma og borða með ykkur eða hvort mig vantaði eitthvað. Ég hitti þig síðast nú í haust er þú, Öli og Ómar Örn voruð á heimili foreldra minna, og þótt þú værir sárlasin gast þú gert að gamni þínu og spaugaðir mikið yfir eyðsluseminni hjá ykkur þann daginn. Þykir mér mjög sárt að geta ekki verið við útför þína þar sem við hjónin erum stödd erlendis en ég er með hugann hjá ykkur. í bpgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Ég veit að Óli, Brynjar, Hafdís, Ólafur Rafn, Ómar Órn og fjöl- skyldur eiga yndislegar minningar um þig. Megi Guð vera með ykkur í þess- ari miklu sorg. Helga Eymundsdóttir. Elsku Anna Lilja. Nú ertu farin frá okkur alltof snemma. Þú sem áttir svo margt ógert. Lífsgleði þín og birtan sem umlukti þig lýstu upp umhverfið og hjörtu okkar allra sem umgengust þig. Þú hafðir svo mikla útgeislun. Það vita allir sem á vegi þínum urðu, því fólk lað- aðist að þér. Þar sem þú varst var alltaf glatt á hjalla. Þú varst orðin veik en alltaf var stutt í hlátur og gleði. Elsku Óli, Brynjar, Hafdís, Óli Rafn, Ómar Örn og fjölskyldur, megi góður Guð vera ykkur til huggunar á þessum erfiðu tíma- mótum. Margrét Pétursdóttir. Elsku amma, við viljum senda þér þessi tvö kvæði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði. Guð blessi þig. Barnabörnin. Kveðja til mömmu Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi’ ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefir unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, fmn, hve allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflzt við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinzta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Ámi Helgason.) Elsku mamma, takk fyrir tárin, þolinmæðina, gleðina og umhyggj- una. Megi allar góðar minningar varðveitast í hjörtum okkar. Guð blessi þig. Þín ástkæru börn, Guðmundur Brynjar, Hafdfs, Olafur Rafn og Ómar. Kveðja til tengdamömmu Fagur kvistur fallinn er fyrir nöprum dauðans vindi. SÆMUNDUR MAGNÚS KRISTINSSON + Sæmundur Magmis Kristins- son fæddist á Blöndu- ósi 22. maí 1930. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni Blönduósi 17. nóvem- ber sl. Foreldrar hans voru hjónin Ingileif Sæmunds- dóttir húsmóðir, f. 2. júní 1902, d. 7. júní 1993, og Kristinn Magnússon, bóndi og kaupmaður á Blönduósi, f. 13. mars 1897, d. 26. nóvember 1979. Syst- ur Magnúsar eru: Sigrún Kristins- dóttir, f. 26. mars 1932, gift Jóni Erlendssyni, f. 2. aprfl 1926. Þeirra börn eru: Ingileif, Erlendur og Kristín. Ásdís Kristinsdóttir, f. 29. aprfl 1939, gift Kristjáni Thorlacius, f. 30. október 1941. Þeirra börn eru: Ingileif, Áslaug, Sig- rún, Solveig og Sig- ríður. Magnús bjó á Blönduósi alla ævi, ókvæntur og barn- laus. Hann stundaði búskap á Kleifum þar til heilsan brast. Magnús verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju í dag kl. 14. Magnús frændi minn á Kleifum er dáinn, rétt liðlega sjötugur að aldri. Þegar foreldrar mínir fluttu hingað til Blönduóss fyrir 68 árum vissu þau ekki til þess að þau þekktu neinn hér um slóðir, en daginn eftir að þau komu fékk móðir mín heimsókn. Þar var kom- in frænka hennar, Ingileif Sæ- mundsdóttir, og bauð henni að- stoð. Hún hafði komið sem „ námsmey á Kvennaskóla Húnvetn- inga og orðið eftir eins og svo margar aðrar. Maður hennar hét Kristinn Magnússon og var þá kaupmaður en síðar verslunar- stjóri í verslun Kaupfélags Hún- vetninga fyrir „innan á“ eins og það heitir hér um slóðir. Síðan þá hefir verið vinfengi fyrst við þau * hjón og áfram við börn þeirra. Þau hjón Kristinn og Ingileif höfðu smá búskap eins og flestir höfðu hér. Uppúr 1950 byggðu þau sér fallegt íbúðarhús á bökkum Blöndu og kölluðu Kleifar eftir gömlu örnefni þar rétt hjá. Þar höfðu þau byggt peningshús og ræktað mikið. Þá var Magnús um tvítugt. Hann tók þá þegar þátt í uppbyggingu nýbýlisins og unnu þeir fyrst saman feðgarnir en um síðir tók Magnús alveg við. Syst- umar tóku einnig virkan þátt í uppbyggingunni og síðar dætur þeirra, sem komu norður á vorin, fyrst til að hjálpa afa og ömmu og síðar til að hjálpa „Magga frænda" með búskapinn. Með því fyrsta sem þau gerðu var að setja niður trjáplöntur fyrir framan húsið og þótti ýmsum það bjartsýni, því það var víðar en í Reykjavík sem menn trúðu þvi að ekki væri hægt að rækta tré nema á örfáum stöðum á Islandi. Nú eru þessar plöntur orðnar stór tré og bera vitni um trú fjölskyldunnar á gróðrarmætti moldarinnar. Þeir feðgar hættu fljótlega við kúabúskapinn og höfðu bara fé og auðvitað nokkur hross. Magnús var góður fjármaður og hafði vel vit á fé. Hann fór vel með sínar skepnur og hafði arð samkvæmt því. Magnús hafði fjárbúskap þar til fyrir örfáum árum en þá var heilsan farin að bila, þótt menn áttuðu sig ekki alveg á því strax. Til þess að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn fékk hann sér traktorsgröfu og vann hann nokk- uð með henni. Magnús var ómannblendinn og var ekki allra, en traustur og vinur vina sinna. Hann var athugull og tók eftir því sem fram fór um- hverfis hann og í náttúrunni. Einu sinni í asahláku hafði hann áhyggj- ur vegna Blöndu. Hún var ísilögð alveg niður að ósnum og hafði ver- ið um tíma. Fólk fór gjarnan yfir hana á ísnum og krakkar léku sér þar. Þá síðia kvölds heyrði hann að Blanda var að ryðja sig. Hann hafði engin umsvif heldur hljóp út í bílinn og ók niður með ánni til þess að vita hvort einhver væri þar á ferð. Og það var ekki til einskis því að maður var að ganga rólega yfir ána. Magnús gat kallað eða öskrað á hann, svo hann hrað- aði sér til lands og náði því naum- lega rétt áður en flóðið fór yfir. Ég og kona mín færum systrun- um Sigrúnu og Ásdísi og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Jón fsberg. Nú hefur það gerst sem okkur þótti lengi vel óhugsandi: Hann Maggi frændi er dáinn. Hann sem var svo sterkur og traustur, svo góður við alla, bæði fólk og dýr, þó allra bestur væri hann við börnin. Hann sem gat allt, kunni á allar vélar og tæki, lagaði allt sem af- laga fór og vissi allt um skepnur og umhirðu þeirra. Hann sem hugsaði svo fallega um afa og ömmu í ellinni en hlaut svo sjálfur þau örlög að eyða löngum og dimmum vetrum í einveru. Við systur vorum allar í sveit á Kleifum. Þar nutum við þeirra for- réttinda að vera samstarfsmenn Magga frænda og víst er að eng- inn annar skóli hefur reynst okkur betur. Með honum tókumst við á við ótrúlegustu verkefni og aldrei lét hann okkur halda annað en að við réðum fullkomlega við þau. Með honum var allt hægt. Hjá Magga var fullkomið skjól, sama hvaða hættur steðjuðu að. Hann var svo sterkur að engin skepna gat unnið okkur mein, hversu ógnandi sem hún var. Hann var svo öruggur bílstjóri að aldrei var neitt að óttast, hvorki fremst á brekkubrúnum Kúagirð- ingarinnar, úti á þjóðvegunum né lengst frammi á heiðum. Síst af öllu hræddist maður leiðindin því Maggi frændi var svo dæmalaust skemmtilegur og fyndinn. Og hann hafði alltaf tíma til að tala við okk- ur. Það var ómetanlegt. Það voru engin takmörk fyrir því hvað við systur litum upp til Magga frænda þegar við vorum litlar. Samt kom hann aldrei öðru- vísi fram við okkur en sem vini og fullkomna jafningja. Það var því ein af erfiðari uppgötvunum lífsins að átta sig á að Maggi sjálfur var ef til vill ekki fullkomlega ham- ingjusamur því hann eignaðist aldrei fjölskylduna sem hann lang- aði að eiga. Það er sárt til þess að vita því enginn hefði orðið betri fjölskyldufaðir en Maggi frændi. Maggi var óframfærinn og fór sjaldan á mannamót. Samt var hann félagslyndur og naut þess að umgangast fólk. Þeir voru t.d. ófá- ir útlendu ferðamennirnir sem hann tók upp í bílinn og liðsinnti án þess að hann kynni þeirra tungumál. Þegar gesti bar að garði dró hann ávallt það besta fram úr skápunum og þá var enginn ræðn- ari en Maggi. Nú hefur hann fengið langþráða hvíld eftir erfið veikindi. Við hugg- um okkur við allar góðu minning- arnar og þökkum fyrir gott upp- eldi. Ingileif, Áslaug, Sigrún, Sol- veig og Sigríður. Sumir láta minna fyrir sér fara en aðrir hér á jörðu. Maggi frændi sóttist ekki eftir mannvirðingum né að láta á sér bera þar sem hann fór. Reyndar fór hann ekki víða. Fáein skipti til Reykjavíkur í greiðasemi fyrir fjölskyldu sína og var þá fljótur í förum. Maggi fæddist á Blönduósi og ól allan sinn aldur í því sama sveitarfélagi. Atvikin höguðu því svo að for- eldrar Magga, Ingileif og Kristinn sem sest höfðu að á Blönduósi, tóku móður mína sex ára gamla í fóstur en Kristinn var föðurbróður hennar. Þau voru þá barnlaus en Maggi fæddist tveimur árum síðar og varð henni kær frændi og fóst- urbróðir. Hlutskipti Magga varð að vinna að búi foreldra sinna sem reistu sér nýbýli að Kleifum í landi Blönduóss þangað sem þau fluttu þegar hann var um tvítugt. Starf hans gerði þeim kleift að búa myndarbúi en afi var lengst af úti- bússtjóri kaupfélagsins eftir að hafa selt kaupfélaginu verslun sína. Lengi eimdi þó eftir af verzl- un afa og man ég ekki eftir að hafa annars staðar séð Shell-benzíntank við kaupfélagsverslun. Gæfa mín varð að fara ungur í sveit að Kleifum. Það var einstakt að fá að sniglast í kringum Magga, sjálfsagt til lítilla nytja framan af

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.