Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 61

Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 61
MORGÚÍÍBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 63 UMRÆÐAN Fíkniefnaneysla eykst stórlega á árinu 2000 EKKERT lát er á þeirri aukningu á fíkniefnaneyslu sem hófst 1995. Ástæða er til þess að vara alla við þeim tölum sem væntanlegar eru frá Vogi fyrir árið 2000 þótt endanlegar nið- urstöður liggi ekki fyrir fyrr en í árslok. Einkum er þetta mik- ilvægt þar sem Vímu- varnarráð hefur talið vandann vera að minnka og ráðamenn væntanlega gengið út frá þeirri ráðgjöf. Gögnin sem nú þeg- ar liggja fyrir sýna að neysla kannabis og amfetamíns helst óbreytt eða vex. Ef til vill finnst fólki það varla fréttnæmt. Hitt er verra að kókaín kemur nú inn á ís- lenskan fíkniefnamarkað af mikl- um krafti og E-pilluneysla eykst nú verulega aftur og virðist meiri en þegar verst var á árinu 1996. Aukning á báðum þessum vímu- efnum virðist vera að hluta til við- bót við vandann sem fyrir var. Þegar meta á stærð vímuefna- vandans á íslandi þurfa menn að gera greinarmun á staðreyndum og því sem hugsanlega er hægt að álykta út frá könnunum. Muninum má Iýsa með því að bregða fyrir sig iíkingamáli: Þegar staðreyndir sem safnað er saman á stofnunum sem fást við afleiðingar fíkniefna- vandans eru skoðaðar er það líkt og að skoða úrslit kosninga. Þegar menn gera könnun meðal almennings á neysluvenjum og álykta út frá því er það líkt og að skoða skoðanakannanir um fylgi flokka fyrir kosningar. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að Islendingar vita miklu meira um sinn vímu- efnavanda en flestar aðrar þjóðir. Töluleg- ar upplýsingar um vandann frá meðferð- arstofnunum sem fást við vímuefnafíkla eru ítarlegar. Sama má segja um tölur frá lögreglunni um vímuefnavandann og afleiðingar hans. Tölur frá bráðamóttökum sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og slysavarðstofu sem sýna hvenær vímuefni eiga beinan og óbeinan þátt í slysum og veikindum mættu þó vera betri. Lítum á þessar tölulegu upp- lýsingar og nokkrar staðreyndir úr sjúklingabókhaldinu á Sjúkrahús- inu Vogi. Þar hafa sömu greining- arskiljTðin verið notuð við vímu- efnagreiningar frá árinu 1984. 200 stórneytendur kannabisefna leituðu sér meðferðar á Sjúkrahús- inu Vogi 1995 en á síðasta ári 1999 voru þeir 450. Tölurnar fyrir þetta ár benda til þess að kannabisvand- inn aukist og nýlega kom fram að hlutfallslega er kannabisfíkn al- gengari meðal þeirra sem koma á Vog fyrri hluta ársins og eru yngri Vímuefni Forvarnir í vímuefna- málum, segir Þórarinn Tyrfíngsson, hafa því ekki skilað þeim árangri sem vænst var. en 25 ára en í fyrra 1999. Amfetamínneysla og fíkn hefur stöðugt aukist hin seinni ár og á síðasta ári voru stórneytendurnir sem koma á Vog um 450 en voru um 200 árið 1995. Sprautufíklum fjölgar stöðugt. Meðal þeirra sem voru yngri en 25 ára voru 50 sprautufíklar árið 1995 en 150 árið 1999. Lifrarbólgutil- fellum fjölgar stöðugt meðal sprautufíkla og ekki er óalgengt að þeir séu yngri en 20 ára. Kókaínneysla er að bætast við síðustu ár sem vandamál á Sjúkra- húsinu Vogi og á þrem árum hefur stórneytendum að fjölgað úr 20 í 150. E-pilluneysIa meðal þeirra yngstu hefur aldrei verið meiri en það sem af er þessu ári og slær al- veg út árið 1996. Lögreglan leggur hald á meira af vímuefnum síðustu tvö ár en nokkru sinni fyrr. Tölur frá Hagstofu fslands sýna að neysla áfengis hefur vaxið hratt síðustu 3 árin. Forvarnir í vímuefnamálum hafa því ekki skilað þeim árangri sem vænst var þótt enginn geti hugsað Þórarinn Tyrfingsson 3á hugsun til enda hvernig ástand- ið væri ef ekkert hefði verið að gert. Ástæður þess eru eflaust margar en hægt er að nefna þrennt: Forvarnir sem skilja útundan al- gengustu vímuefnaneyslu meðal hinna fullorðnu - áfengisneysluna - munu að öllum líkindum duga skammt. Vímuefnaforvarnir sem heilsu- gæslan í landinu tekur lítinn þátt í mun líklega skila litlum árangri. Framboð vímuefna og áhugi á þeim vex í löndunum í kringum okkur og stutt er þar í skipulagða glæpastarfsemi sem sækir eflaust hingað. Að öllu þessu sögðu er það ef- laust að bera í bakkafullan lækinn að koma með þær fréttir að fleiri unglingar sem fæddir eru 1982 hafa leitað sér vímuefnameðferðar en dæmi eru um áður um nokkurn fæðingarárgang. Þessir unglingar voru 14 ára árið 1996 þegar vímu- efnaflóðið skall á okkur og 15 ára þegar forvarnaátak í vímuefnamál- um hófst. Þeir eru að verða eða nýorðnir 18 ára þegar þetta er skrifað. Var svo einhver að segja að ástandið væri að lagast og allt væri undir styrkri stjórn? Höfundur er forstöðulæknir sjúkrastofnana SÁÁ. Ráðningarþjónustan www.radning.is Þú ferð lengra á fallegu brosi! - íforystu á nýrri öld! • Volkswagen Bjallan er búinn 1,6 Volkswagen-vél sem eyðir aðeins 4,8 lítrum á hundraðið og því ekki að undra að hún brosi breitt. Bjallan er einstakur bíll sem sameinar frísklega hönnun, sígild gæði og einstaklega hagstæðan rekstur. Það brosa líka allir þeir sem setjast undir stýri á Volkswagen Bjöllu og njóta þessa skemmtilega bíls. Tryggðu ánægju þína í akstri og umferðinni með því að láta reyna á bíl sem fær þig til þess að brosa. Komdu og reynsluaktu. Volkswagen Bjalla 1.6, verð kr. 1.690.000,- Volkswagen Bjalla 2.0, verð kr. 1.990.000,- m Ný Bjalla HEKLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.