Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 62

Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 62
 LAUGARDAGUR 25. NOVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN * Alitsgerðin í GREIN, sem und- irritaður nefndi „Sátta- gjörðin", var því haldið fram, að fískveiðikafli álitsgerðar auðlinda- nefndar væri í einu og öllu ritaður eftir nótum lénsherra L.I.U. Má bæta því við, að engu er líkara en að kaflan- um sé ritstýrt af emb- ættismönnum hins op- inbera. Svo vandlega er áróðurssveifinni snúið að vilja valdhaf- anna. Auk þess sem um er rætt í „sáttagjörðinni" er einkar athyglisvert að kynna sér viðhorf auðlindanefnd- ar ríkisstjómarinnar til tveggja meginþátta sem hvor um sig ræður úrslitum um að kerfið er ótækt með öllu. Þetta er nýliðun í stétt útvegs- manna og brottkast afla. Um þá staðreynd að íslenzkur sjávarútvegur er lokaður nýjum framtaksmönnum í útgerð er að heita má alls ekkert fjallað. Þar ráða sægreifarnir lögum og lofum og verða brátt taldir á fingram ann- arrar handar ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það grafið og gleymt, að það voru ungir, sjálfstæðir at- hafnamenn í sjávarútvegi sem áttu langdrýgstan þátt í íslenzku fram- farabyltingu tuttugustu aldarinnar. Sá sem hér heldur á penna er fæddur og uppalinn við Djúp vestur, á Svalbarði í Ogurvík. Hann ólst þar upp í hópi 11 systkina. Ef þá hefðu verið í gildi þau ólög, sem nú ráða um sókn í sjávarafla, hefði orðið að bera þann barnaskara út í stað þess að treina í honum líftóruna þar til hann sylti í hel. En vegna þess að Hermanni á Barði leyfðist að sækja björg í bú í greipar Ægis skipuðust mál á annan veg. Meðal annars svo að fimm af þessum Hermannsbömum urðu skipstjórar á íslenzkum fiskiskipum: Gunnar á Eldborg frá Hafnarfirði, Þórður á Ögra og Gísli Jón á Vigra frá Reykjavík, Halldór á bátum frá ísafirði og Birgir fiskiskipstjóri hjá Sameinuðu þjóðunum um árabil og síðar á íslandi. Og Ögri og Vigri tóku höndum saman og stofnuðu Ögurvík sem varð fyrst til þess á Is- landi að semja um smíði skuttogara. Ekkert af þessum ævintýrum hefði prðið undir núverandi ráðstjóm á íslandi. Enda sækjast ungir menn -*lkki lengur eftir skipstjómarrétt- indum. Þeir hafa engan áhuga á að verða vinnuhjú sægreifa, eigandi ekki möguleika á að verða sjálfstæð- ir útgerðarmenn. Stefna Sjálfstæð- isflokksins um mikilvægi einkafi'am- taksins er orðin innantómt froðusnakk. Kafli auðlindanefndar á bls. 52 og 53 er sorglegt yfirklór í þágu léns- herranna, þar sem einum alvarleg- asta meingalla kvótakerfisins er drepið á dreif og augum lokað fyrir staðreyndum sem við blasa: „Fyrir fram er því örðugt að segja til um hvort brottkast á fiski við veiðarnar sé meira eða minni [svoj í aflamarkskerfi með varanlegum { aflahlutdeildum en í frjálsum fisk- veiðum eða veiðum þar sem ann- NettQL^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR c Babinnréttingar ars konar stjómun er beitt. Hins vegar hvetur aflamarks- kerfið til veiða á verðmætari fiski og eykur þannig gæði sjávarfangsins. Hérlendis hafa nokkrar rannsóknir farið fram á umfangi brottkasts hjá ís- lenskum fiskiskip- um. Þær rannsóknir sýna ekki með óyggjandi hætti að brottkast sé meira Sverrir hjá skipum af einni Hermannsson tegund en annarri, t.d. að togarar fleygi meira af afla sínum en minni skip og bátar. Rannsóknirnar hafa ekki heldur sýnt hvaða áhrif til- koma aflamarkskerfisins hafi haft á brottkastið. Þá hefur heldur Vantar þig nýtt og betra bab fyrir jólin? Nú er lag, því vib bjóbum allt ab afslátt af öllum gerbum. Þab munar um minna Friform HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 Kvótinn Spurningin er ekki hvort íslenzka brott- kastið nemur milljörð- um að verðmæti árlega, segir Sverrir Hermannsson, heldur hversu mörgum tugum milljarða króna. ekki verið kannað hvort kvótalitl- ar útgerðir séu líklegri til að henda fiski en þær sem ráða yfir meiri kvóta.“ Allur kaflinn í álitsgerðinni um brottkast afla er þessu marki blekk- inganna brenndur og er hann einn út af fyrir sig næg ástæða til að leggja álitsgerðina til hliðar sem fimbul-famb. Nefnd, sem sat að störfum á þriðja ár, hefði átt að hafa haft tíma til að kynna sér ólygna reynzlu Færeyinga af kvótakerfinu og áhrif þess á brottkast afla en Færeyingar lögðu kerfið af vegna hins gegndarlausa brottkasts sem það knúði fiskimenn til. Spurningin er ekki hvort íslenzka brottkastið nemur milljörðum að verðmæti árlega heldur hversu mörgum tugum milljarða króna. Það þarf engum blöðum um það að fletta, að núverandi fiskveiði- stjómarkerfi gengur sér til húðar innan tíðar. Þó er líklegt, að varð- hundum kerfisins takist að viðhalda því unz gripdeildarmönnunum hefir tekizt að hrammsa til sín eins og ein- um litlum 300 milljörðum króna, 300.000.000.000.00 - þrjúhundmð- þúsundmilljónumkróna; og skjóta því mestöllu undan skatti, m.a. til út- landa eins og dæmin sanna. Sú fjárhæð mun sitja eftir sem skuld á útgerðinni og almenningur neyðist til að borga úr eigin vasa ef íslendingurinn ætlar að halda áfram að sækja sjó í framtíðinni. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Merkar hraðamælingar NU NYVERIÐ sakfelldi HæstiréUur ökumann sem ákærð- ur hafði verið fyrir að aka of hratt. Þessi sami maður hafði hins vegar verið sýknaður af sömu ákæm hjá Héraðsdómi Austur- lands. Niðurstaða Hæstaréttar er sigur fyrir umferðareftirlit lögreglunnar og þá sérstaklega fyrir fjöl- mörg embætti hennar á landsbyggðinni. Hraðamælingu mótmælt Hugi Hreiðarsson Forsaga málsins er sú að lög- reglumaður, í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði, stöðv- aði ökumann á um 105 km hraða. Á þessum stað er leyfður há- markshraði 90 km en fram kemur í lögregluskýrslu, sem ökumaður staðfesti með undirskrift, að hon- um hafi verið sýndur mældur hraði. Hann neitaði hins vegar sakar- giftum eftir að ákæra um umferð- arlagabrot hafði verið gefin út og í bréfi sínu til sýslumanns tiltekur hann nokkur atriði. Meðal þeirra er að lögreglumaðurinn hafi verið eins síns liðs, aksturskilyrði slæm og að umferð hafi verið bæði fyrir aftan sem og framan við bifreið hans. Málið fór fyrir Héraðsdóm og hinn 7. júlí sl. var ökumaður sýkn- aður af ákærunni. Fram kom fyrir dómi að umræddur lögreglumaður teldi að ekkert hefði átt að hafa áhrif á umrædda radarmælingu, hvorki önnur umferð, færð eða mannvirki. I dómsniðurstöðu segir: „Þrátt fyrir að ekkert það sé fram komið í málinu sem bendir til þess að vitnið Þ.Þ. (lögreglu- maðurinn) hafi staðið rangt að hraðamæl- ingu greint sinn verð- ur, gegn staðfastri neitun kærða, ekki talið að fram hafi komið lögfull sönnun fyrir sekt hans. Verð- ur kærði samkvæmt því sýknaður af þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök.“ Undirritun nauðsynleg Nú hefur niðurstöðu Héraðs- dóms Austurlands verið hnekkt með dómi Hæstaréttar og öku- manni gert að greiða sekt til ríkis- sjóðs. I dómsniðurstöðu Hæsta- réttar segir: „Talið var sannað með framburði E (ökumanns) og lögreglumannsins, svo og skýrslu sem undirrituð var af E á vett- vangi, að honum hefði verið gerð grein fyrir niðurstöðu ratsjármæl- ingar á hraða hans. Var talið að ekkert hefði komið fram í málinu, sem gæfi tilefni til að ætla að ranglega hefði verið staðið að mælingunni eða að vefengja bæri niðurstöðu hennar." Þessi niðurstaða er að mati undir- ritaðs mikil áfangasigur fyrir lög- regluna og um leið fyrir umferðar- eftirlit þessa lands. 161 tilfelli Víða úti á landi háttar svo til að einungis er hægt að gera út lög- Umferðin Dómur Hæstaréttar er ekki bara sigur fyrir löggæsluna, segir Hugi Hreiðarsson, heldur einnig fyrir landsmenn alla. reglubifreiðar með einum manni. Kemur þar helst til smæð um- dæmis, fjárskortur og mannekla. Sem dæmi má nefna að hjá Sýslumannsembættinu á Eskifirði voru árin 1998 og 1999 alls 161 (af 407 kæram) ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur þar sem að einn lögreglumaður sá um mælingu. Hefði Hæstiréttur staðfest úr- skurð héraðsdóms væri Ijóst að öll þessi mál væru í uppnámi. Lokaorð Með þessum dómi má því ætla að lögreglumenn á landinu öllu geti samhæft starfshætti radar- mælinga sinna enn frekar. Að auki ætti að vera hægt að efla umferð- areftirlit til muna þar sem að ein- ungis þarf einn lögreglumann í hvern bíl með tilheyrandi sparn- aði. Þannig má segja að fyrrnefndur dómur Hæstaréttar sé ekki bara sigur fyrir löggæslu landsins held- ur einnig fyrir landsmenn alla. Höfundur er markaðsfræðingur. Bið eftir heyrnartækjum og tekjuafgangur ríkissjóðs I VELVAKANDA Morgunblaðsins 31. október sl. segir kona að sig langi til að vekja athygli á hversu ömur- lega er búið að fólki sem farið er að missa heym, fólk þurfi að bíða 8-9 mánuði eftir að fá heymartæki. Konan spyr síðan hver sé þröskuldurinn í þessu máli. Konan virðist samt gera sér grein fyr- ir hver þröskuldurinn sé, því hún spyr: „Hvað ætlar ríkisstjómin að gera fyrir þetta fólk og annað fólk sem þarf á allskonar hjálpartækjum að halda?“ Konan er ekki að ýkja þegar hún segir af hæversku sinni að fólk þurfi að bíða 8-9 mánuði. Hinn raunveru- legi biðtími er meira en eitt ár, því fyrst þarf að bíða 3-4 mánuði eftir viðtalstíma hjá Heyrnar- og talmeinastöð Islands og síðan 8-10 mánuði eftir tækinu. BARNAFATNAPIIR M O N S O O N í úrvali, skoðaðu verðið. M A K E U P Þumalína, s. 551 2136. lifandi litir Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? Turta(y ,.11 Hárvörur leysa vandann ’TTIl OG ÞÚ BLÓMSTRAR. UTS0LUSTADIR: HEILSUVORUVERSLANIR 0G AP0TEK UM ALLT LAND. Þegar hringt var í Heyrnar- og talmeina- stöðina og spurst fyrir um heyrnartæki sem pöntuð vora fyrstu dag- ana í júní sl. var svarið að afgreiðslutími yrði einhverntíma íyrri hluta ársins 2001 og lát- ið að því liggja að af- greiðslutíminn væri svona langur vegna þess að tækin væra smíðuð í útlöndum. All- ir vita þó að sökudólg- urinn er ríkisstjórn Halldór Sjálfstæðisflokksins og Jakobsson Framsóknarflokksins með hinn sjálfumglaða fjármálaráðherra í broddi fylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn situr á kassanum Mundu það kjósandi góður sem hefur beðið mánuðum saman eftir heymartækjum að það er ekki bara persónan Geir Haarde sem situr á kassanum og neitar að flýta af- greiðslu heldur allur Sjálfstæðis- flokkurinn. Mundu því við næstu skoðanakönnun eða næstu kosningar að refsa Sjálfstæðisflokknum. Þið hafið þegar refsað Framsóknar- flokknum með því að láta hann bíða afhroð í skoðanakönnunum. Nú er komið að Sjálfstæðisflokknum. Fjár- málaráðherra kom fram opinberlega nýlega og lýsti yfir snilld sinni í fjár- málum ríkisins sem lýsti sér í meira en 30 milljarða tekjuafgangi ríkis- sjóðs og hann vissi bara hreint ekki hvað hann ætti að gera með alla þessa peninga. Sami maður sagði í fjölmiðlum að framhaldsskólakenn- arar sýndu meiri vilja til verkfalls en vilja til samninga. Þetta leyfði hann sér að segja eftir að kennarar höfðu gefið honum meira en heilt ár til að sýna sinn vilja til samninga. Þessi ummæli hvor tveggja sýna ótrúlegan stráksskap og ættu að nægja til þess Aldraðir Nú þarf kné að fylgja kviði, segir Halldór Jakobsson, og sýna Sjálfstæðisflokknum í tvo heimana. að maðurinn segði af sér embætti þegar í stað. Þið kusuð þetta yfír ykkur Þegar eldri borgarar söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið nú í haust og mótmæltu bágum kjöram, varð ég var við mann sem sagði við fólkið sem næst stóð: Hverju erað þið eiginlega að mótmæla, var það ekki þetta sem þið kusuð yfir ykkur? Nokkrir mótmæltu og sögðust ekki hafa kosið ríkisstjómarflokkana en aðrir þögðu við og hugsuðu sitt mál. Nú þarf kné að fylgja kviði og sýna Sjálfstæðisflokknum í tvo heimana, að hann komist ekki lengur upp með að níðast á öldraðum og öryrkjum. Munið Sjálfstæðisflokknum kinn- hestinn við fyrsta tækifæri. Fyrirspurn Eg spyr Heyrnar- og talmeinastöð íslands, Háaleitisbraut 1, hvort hún geti birt skýrslu hér í þessu blaði um hve margir bíði nú eftir tækjum frá stöðinni, vegna þess að ríkisstjórnin dragi að veita fé til málsins, og hve upphæðin sé stór sem þarf til að af- greiða allar umsóknir. Ef Heyrnar- og talmeinastöðin getur af einhverj- um ástæðum ekki birt þessa skýrslu hér fyrir 10. desember nk. mun ég biðja einhvem þingmann eða þing- menn að nálgast hana. Höfundur er fv. forstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.