Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 66

Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 66
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sorgar og samúðarmerki Borið við minningarathafnir ogjarðarfarir. Allur ágóði rennur til líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN Ct" HJÁLPARSTOFNUN 'QTJ KIRKJUNNAR Bókhaldskerfi B KERFISÞROUN HF. FÁKAFENI 11. s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ ________UMRÆDAN______ Makatenging eða einstaklingsréttur? UNDANFARIÐ hefur borið á því að ráðamenn hafi látið að því liggja að tekjutenging tekjutrygg- ingar lífeyrisþega við laun maka, eins og hér viðgengst, eigi sér hlið- stæður í nágrannalönd- unum, en aldrei eru tölur nefndar í því sambandi. Ég þori að fullyrða að sambærileg skerðing viðgengst ekki í neinu grannríkja okkar. Það er réttlætismál að sá sem ekki getur séð sér farborða með því að vinna fyrir sér fái lágmarksfram- færslu úr sameiginleg- um sjóðum velferðar- kerfisins. Þeir sem missa at- vinnuna fá greiddar at- vinnuleysisbætur óháð tekjum maka. Sama gildir ekki um lífeyrisþega. Eins og málum er nú háttað skerða tekjur maka lífeyrisgreiðslur. Heimild fyrir þessari skerðingu var sett inn í almannatryggingalögin 1998 um leið og skerðingarmörk gagnvart tekjum maka voru hækk- uð. Þau voru aftur hækkuð í sept- ember 2000. Aður var skerðingar- reglan í reglugerð. Þvert á lög og samninga Ákvæði þessarar skerðingar- reglu hafa í för með sér að fjöl- skyldur lífeyrisþega lenda í fátækt- argildru jaðarskattanna þar sem tekjur maka, auk tekna lífeyrisþeg- ans sjálfs, geta skert tekjutrygg- ingu hans. Ekki er nóg með að tekjutenging þessi sé andstæð eðli almannatrygginga heldur virðist einnig um að ræða brot á 65. gr. stjómarskrárinnar, en þar segir í 1. mgr.: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags, ætt- ernis og stöðu að öðru leyti.“ Lífeyrisþegum er með þessari skerðingarreglu mismunað eftir hjúskaparstöðu. Fólki á vinnualdri er einnig mis- munað eftir því hvort það á við at- vinnuleysi eða heilsubrest að stríða. Slík mismunun hlýtur að teljast andstæð anda stjórnar- skrárinnar. Tekjutengingin virðist einnig bijóta gegn 11. gr. stjómsýslulag- anna, nr. 37/1993, þar sem segir að stjórnvöld skuli gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti og að þeim sé beinlínis óheimilt að mismuna aðilum á grundvelli þjóðfélagsstöðu eða af öðram sambærileg- um ástæðum. Hér virðast lög vera brot- in, ekki ein heldur fleiri, á þeim sem síst skyldi og geta ekki borið hönd fyrir höf- uð sér. Almannatrygg- ingar eru pers- ónutrygging Við meðferð frum- varps til laga um al- mannatryggingar árið 1935, þeirra fyrstu sem sett vora, kom fram í nefndar- áliti að gert væri ráð fyrir að í þeim fælist hrein persónutrygging. Sam- kvæmt því er það andstætt tilgangi og markmiði laganna að færa tryggingarskylduna yfir á maka og að hið opinbera firri sig ábyrgð ef lífeyrisþeginn er í hjónabandi eða sambúð. Þá stríðir þetta gegn mannrétt- indasáttmálum og alþjóðasamning- um sem íslendingar hafa skuld- bundið sig til að virða. í mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt var á alls- heijarþinginu 10. desember 1948, segir í inngangsorðum: „Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafn- borinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum." í 2. gr. sátt- málans segir einnig: „Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin era í yfir- lýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjómmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðemis, upprana, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna." Fjölskylduna ber að vernda í 16. gr. er fjallað um jafnrétti til hjúskapar og stofnunar fjölskyldu og er þar sérstaklega kveðið á um hlutverk fjölskyldunnar og skyldur ríkisins gagnvart henni. Þar segir m.a.: „Fjölskyldan er í eðli sínu frameining þjóðfélagsins og ber þjóðfélagi og ríki að vernda hana.“ I 25. gr. sáttmálans segir enn fremur: „Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg era til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félags- hjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, ör- orku, fyrirvinnumissi, elli eða öðr- um áföllum sem skorti valda og að fötluðum sé ekki mismunað með lögum hvað varðar kynferðissam- Tryggingar Færum umræðuna nær þeim grundvallar- reglum um mannrétt- indi, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, sem við þykjumst byggja stjórnskipun okkar á. bönd, hjónaband og bameignir." Núgildandi lagagrein, sem kveður á um að tekjur maka skerði tekju- tryggingu lífeyrisþega, grefur und- an hjónabandinu og möguleikum lífeyrisþega til að hefja sambúð og stofna fjölskyldu. Unnt er að leið- rétta þetta með samþykkt fram- varps Samfylkingarinnar um afnám tekjutenginar tekjutryggingar við laun maka lífeyrisþega. Islenska leiðin - gamla fátæktaraðstoðin í bók Stefáns Ólafssonar pró- fessors, Islenska leiðin, um ís- lenska velferðarkerfið, segir um þessa tekjutengingu (bls. 273): „Þá er önnur beiting skerðingarreglna í almannatrygginga kerfinu á íslandi einnig fátíð, en það er skerðing líf- eyris öryrkja vegna tekna maka þeirra. Sú regla er arfleifð gömlu fátækraaðstoðarinnar frá fyrri öld- um, þar sem framfærsluskylda var lögð á fjölskylduna eða ættingja í heild, áður en til fátækraaðstoðar gæti komið, með tilheyrandi athug- un á þörf og þvl hvort hinn fátæki verðskuldaði aðstoðina. Hugmyndafræði almannatrygg- inga, sem leysti gömlu fátækraað- stoðina að mestu af hólmi á 20. öld- inni, gengur gegn þessari hugsun að örorkulífeyrisþegi hafi ekki full- an borgararétt og beri skarðan framfærslurétt ef maki hans hefur einhveijar tekjur, eins og fram kom í fyrstu tveimur köflunum í þessari bók. Þess vegna hafa vest- rænar þjóðir horfið frá slíkri fram- kvæmd almannatrygginga nú á dögum. Framkvæmd þessarar reglu á Islandi rýrir mjög kjör þeirra öryrkja sem fyrir verða, samkvæmt mati OECD á kjara- stöðu lífeyrisþega í aðildarríkjun- um, og það kemur einnig fram í skýrslu forsætisráðherra vorið 1999 um stöðu öryrkja. En félags- leg og sálræn áhrif slíks fyrir- komulags era þó enn alvarlegri því öryrki í slíkri stöðu er að hluta rændur sjálfstæði sínu og mann- legri reisn.“ Tvöföld skerðing Greiðslur til lífeyrisþega, ekki síst öryrkja, skulu vera óháðar tekjum maka þeirra. Þannig styðj- um við best við bakið á því fólki sem verst er statt í samfélaginu og einnig við granneiningu þjóðfélags- ins, fjölskylduna. Einnig er ástæða til að benda á að lífeyrisþegi í hjónabandi eða sambúð á ekki rétt á heimilisuppbótum allt að 21.688 kr. á mánuði, sem hann ætti rétt á byggi hann einn. Þannig er lífeyris- þegi í hjónabandi eða sambúð með lægri almannatrygginga greiðslur, eða þriðjungi lægri en einhleyping- ur, auk þess sem tekjur maka skerða tekjutryggingu hans. í framvarpi Samfylkingarinnar, sem nú er til umfjöllunar í heilbrigðis- nefnd, er því lagt til að sett verði í almannatryggingalög ákvæði sem felur í sér að tekjur maka skuli ekki hafa áhrif á tekjutryggingu lífeyrisþega. Mikil umræða hefur verið undanfarið um tekjutengingu þessa og margt sagt til að draga athygli frá meginkjama málsins. Þessi grein er tilraun til að færa umræðuna nær þeim grundvallar- reglum um mannréttindi sem við þykjumst byggja stjórnskipun okk- ar á. Höfundur er þingmuður Samfylking- arinnar í Reykjavík. Ásta R. Jóhannesdóttir Verslum þar sem stemmníngin er. Borgarstjóri kveikir jólaljósunum á Hlemmi laugardáginn 25. nóv. kl. Kyndilganga niður Laugaveg að Þjóðleikhúsimj. SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.