Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 6Sr- Voru útboðsreglurnar aldrei í gildi? Vandræði við, Vatnsenda Fimmtudaginn 23. nóvember sl. kvað Hæstiréttur Islands upp dóm sem virðist marka ein mestu tímamót í sögu hins unga ís- lenska verðbréfa- markaðar. Málavextir Málið varðar kaup einstaklings á hlutabréfum í fyrir- tæki. Skemmst er frá því að segja að á hluthafafundi árið eftir að kaupin áttu sér stað var sam- þykkt að færa hlutaféð niður um 80% og bréf þau sem keypt voru urðu nánast verðlaus. Kaupandinn varð við þetta verulega ósáttur og taldi sig ekki hafa fengið nægjan- legar upplýsingar um félagið þegar kaupin áttu sér stað. Hann vildi því rifta kaupunum með vísan til laga um lausafjárkaup, en jafnframt var vísað til 20. gr. laga um verðbréfa- viðskipti. Þar er kveðið á um að ef fyrirtæki aflar nýs hlutafjár með opinberri auglýsingu, eða kynningu með öðrum hætti sem jafna má til auglýsingar, skuli gerð útboðslýsing fyrir væntanlega kaupendur. Akvæði laganna er sett til vemdar almenningi, enda er fjárfesting í verðbréfum áhættusöm og ætlað að veita væntanlegum kaupendum ít- arlegar upplýsingar um rekstur og stöðu fyrirtækisins þannig að kaup- endur geti lagt upplýst mat á verð- mæti verðbréfanna. Slík útboðslýs- ing lá ekki fyrir og af þeirri ástæðu krafðist kaupandinn skaðabóta. Niðurstaða Hæstaréttar í stuttu máli er það niðurstaða Hæstaréttar að hlutabréfunum hafi ekki verið það áfátt að rifta skuli kaupunum á grundvelli laga um lausafjárkaup. Ekki skal lagt mat á það hér, enda skipta þau lög litlu máli út frá ágreiningsefninu, þar sem lög um verðbréfaviðskipti eru sérlög og eiga að ganga framar al- mennum lögum um lausafjárkaup. Þegar kemur hins vegar að túlkun laga um verðbréfaviðskipti, kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að vegna ósamrýmanleika skilgrein- ingar gildandi laga á almennu út- boði annar vegar og reglugerðar sem sett er til nánari útlistunar á reglum um almennt útboð hins veg- ar, þá hafi reglugerðin ekki gildi. Réttarvernd laganna nái því ekki til kaupandans og var seljandi bréf- anna sýknaður. Það skal tekið fram að útgefandi hlutabréfanna, sem sjálfur seldi hlutabréfín, var verð- bréfafyrirtæki og hafði starfsleyfi sem slíkt, á grundvelli umræddra laga um verðbréfaviðskipti. Hvað er almenningur? f umræddri reglugerð kemur fram veigamikil undanþága frá skil- greiningu á almennu útboði, þ.e. í hvaða tilvikum er heimilt að selja verðbréf án þess að útbúa þurfi út- boðslýsingu sérstaklega. Þar er m.a. kveðið á um að ef verðbréfin eru seld afmörkuðum hópi manna, þ.e. ekki fleiri en 25 aðilum, þá þurfi ekki að útbúa útboðslýsingu og er þá gjarnan talað um svokölluð „lok- uð útboð“. Frá þessari undanþágu hefur þannig verið gagnályktað og sú venja myndast á markaði að ef verðbréf eru boðin fleiri en 25 aðilum sé þar með um að ræða almenn- ing og boð um kaup verð- bréfanna þannig felld undir reglur um almenn útboð, án tillits til þess hvernig boðið um kaup á bréfunum er sett fram. Gaman er að geta þess hér að talan í Bandaríkj- unum telur ekki fleiri sálir en 30, þannig að ef 31 bandarískum aðila eru boðin verðbréf til sölu, t.d. með hlutafjárhækkun, þá er sá hóp- ur þar með orðinn almenningur og gríðarlega sterkar reglur neytenda- vernd verða virkar. I því máli sem dómurinn fjallar um voru kaupend- ur 34, en líklegt að hópurinn sem Verðbréf Niðurstaðan, segir Helga Hlín Hákonardóttir, hefur vægast sagt ófyrirséð áhrif hér á landi. fékk boð um kaup í verðbréfunum hafi verið mun stærri, enda ekki um mjög áhættusöm hlutabréf að ræða. Um lagastoð reglugerðarinnar Reglugerðin sem Hæstiréttur virðist dæma ógilda, var sett á grundvelli laga frá 1993 og eru ákvæði hennar orðrétt tekin upp úr tilskipun EBE/89/298. Reglugerðin inniheldur m.a. skilgreiningu á al- mennu útboði og var skilgreiningin lögfest, með smávægilegum breyt- ingum, með lögum um verðbréfavið- skipti frá 1996, sem giltu þegar kaupin fóru fram. Breytingarnar varða að engu leyti efnisatriði um- rædds máls og lúta m.a. að þýðing- arvillu sem leiðrétt var með lögum um verðbréfaviðskipti 1996. Eðlileg lögskýring hefði því verið sú að þar sem reglugerðin viki frá lögunum myndi skilgreining laganna á al- mennu útboði gilda, en önnur ákvæði reglugerðarinnar um undan- tekningar héldu gildi sínu, og sam- rýmast þau ákvæði reglugerðarinn- ar og skilgreiningar laganna í alla staði. Ef við við sættum okkur engu að síður við að reglugerðina skorti lagastoð, þá nemur Hæstiréttur einnig úr gildi þá áralöngu venju að skilgreina almennt útboð sem boð Bjóðum upp á 3 tegundir: 2 biilj., 4 billj. og 8 billj. APÓTEKIN FRÍHÖFNIN Uppl. í síma 567 3534 Helga Hlín Hákonarddttir um kaup á verðbréfum sem beint er til fleiri en 25 aðila. Eitt og sér er að fella úr gildi undanþáguna um lokuð útboð (25 aðilar), sem var að finna í reglugerðinni, en að fella jafnframt úr gildi venju um túlkun almenns útboðs sem framkvæmd hefur verið þorrann úr síðasta ára- tug, er torskilið. Hæstiréttúr gerir hins vegar enga tilraun til að varpa ljósi á það hvað telst til almennings í skilningi laganna, né heldur rök- styður dómurinn af hverju ofan- greind sala til 34 aðila telst ekki til almenns útboðs. Tilraun dómsins til að vísa til þess að kaupendurnir hafi samanstaðið af hluthöfum og öðrum aðilum sem stjórnin leitaði til skipt- ir engu í þessu máli, þar sem jafn- vel hlutafjárhækkun í félagi sem telur fleiri en 25 aðila, getur ekki farið fram nema gefin sé út út- boðslýsing fyrir hluthafana eina saman. Þessi niðurstaða fæst hér á landi með gagnályktun frá 1. tl. 2. gr. hinnar margumræddu reglu- gerðar, og gildh- hin sama regla í öðrum þeim löndum sem ber að taka upp ákvæði tilskipunarinnar í rétti sínum. Er reglugerðin í gildi? Niðurstaðan hefur vægast sagt ófyrirséð áhrif hér á landi. Er reglugerð 505/1993 úr gildi fallin? Hefur hún ekki verið í gildi frá ár- inu 1996, þegar lögum um verð- bréfaviðskipti var breytt? Eru og hafa undanþágur reglugerðarinnar ekki verið til vísbendingar um hvað telst til almenns útboðs? Er og hef- ur verið heimilt að hækka hlutafé í félagi svo lengi sem haft er per- sónulegt samband við væntanlega kaupendur? Þótt hluthafarnir telji þúsundir? Er heimilt að afla þeirra með útsendingu bréfs? En útsend- ing tölvupósts? Ef svo er hlýtur maður að spyrja af hverju við höf- um sett svo ítarlegar reglur hér á landi um neytendavemd á verð- bréfamarkaði, þar á meðal út- boðslýsingar, ef sú framkvæmd sem viðhöfð var í málinu telst ásættan- leg? Undirrituð telur að margir út- gefendur sem hafa lagt í kostnað vegna almennra útboða, við starfs- menn verðbréfafyrirtækja sem höf- um lagt vinnu í gerð útboðslýsinga og áreiðanleikakannana, laga- og reglugerðasmiðir og fleiri, hljótum að hugsa hvað við höfum eiginlega verið að gera síðastliðin fjögur árin. Höfundur er lögfræðingur hjá ís- landsbanka-FBA hf. FYRIR nokkrum dögum barst mér í hendur 4. tbl. ársins 2000 af blaðinu VOGAR sem gefið er út í Kópavogi. I blað- inu er heilsíðuviðtal við formann bæjarráðs Kópavogs, Gunnar Inga Birgisson þar sem hann talar um Vatnsenda. Eitt atriði í viðtalinu myndi vera ábyrgðarhluti af mér að láta fram hjá mér fara án þess að láta það ótalið. I viðtalinu segir á einum stað: „Sjálfstæðismenn komust til valda í Kópavogi 1990 og á þeim tíma vildum við helst ekki veita fólki ársbústaðaleyi fyrr en Umhverfi Dagskrárliðurinn er að mestu leyti listi yfír 40 fasteignir, segir Hallddr Halldórsson, sem bæjarráð samþykk- ir sem ársbústaði. búið væri að skipuleggja svæðið, vegna þess að ársbústaðaleyfi hefur í för með sér að veita þarf íbúunum ákveðna þjónustu. Við vorum þó liprir og gáfum út leyfi, jafnframt því að leyfa fólki að stækka hús sín, bílskúra o.fl.“ Það er þetta atriði með „árs- bústaðaleyfin.“ Enginn má halda að fundurinn sem haldinn var 14. sept. sl. sé fyrsti fundurinn sem haldinn hefur verið um Vatnsenda. Þann 27. nóv. 1986 var fundur í Fannborg 2 með þáverandi íbúum Vatnsenda og eigendum fasteigna þar og var hann auglýstur í Mbl. deginum áður. Á fundinum spurði ég samkvæmt hvaða lagaheimild Kópavogur gæfi út „leyfi til árs- bústaða" eins og þeir hefðu gert í nokkur ár. Það tautaði einn ráða- maðurinn að það væri í lögum og reglugerðum um byggingamál og skipulagsmál. Ég fór strax daginn eftir niður í félagsmálaráðuneyti og var vísað á einn lögfræðinganna þar. í framhaldi af því var sent er- indi til Kópavogsbæjar þar sem spurt var um lögmæti ársbústaðaleyfanna. Svar kom sem hægt var að afgreiða með einu orði: útúrsnún- ingur. Þinglýsti ég 12. des. 1986 á fasteign mína, Vatnsendablett 45, yfirlýsingu um að. ég tæki ekkert mark á „leyfum til ársbú- staða“ sem m.a. hafi verið dreift á fundin- um. Getur hver og einn farið á skrifstofu sýslumannsins í Kópa- vogi og fengið afrit af henni. Það var svo 1994 sem ég flutti lög- heimili mitt að Vatnsendabletti 45 og gerði ég það á Hagstofunni í Reykjavík. Síðan gerist það sl. sumar að ég rakst á ljósrit hjá einum nágranna minna á lögfræðiúttekt á ýmsum málum sem einn íbúi í Vatnsenda- hverfi hafði látið gera á húsi sínu . þar. í því stóð m.a.: „Ekki er vitað nákvæmlega hvenær heilsársleyfið var fengið en engin gögn fínnast um það hjá Kópavogsbæ". Ef bókhaldsóreiðan er ekki því meiri hjá Kópavogsbæ þá ætti að finnast fundargerð fyrir bæjar- stjórnarfund nr. 484 frá 24. febr. 1987. Þar er tekin fyrir og sam- þykkt fundargerð bæjarráðs frá 19. febr. Eitt atriði á dagskránni er um „ársbústaði í Vatnsenda" og var hann samþykktur samhljóða eftir litlar umræður. Liðurinn er að mestu leyti listi yfir alls 40 fast- eignir sem bæjarráð er að sam- þykkja sem ársbústaði. Ef fundargerðin finnst ekki á bæjarskrifstofum Kópavogs er nú- verandi ráðamönnum hjartanlega velkomið að hafa samband við mig og mun ég leysa úr vandræðum þeirra eftir bestu getu. Að sjálf- sögðu er hætta á að ég muni aftur spyrja um lögmæti ársleyfanna og ef einhver svör koma reikna ég með að þau verði mér og öðrum eftir- minnileg. Höfundurinn er útvegsfræðingur. NEÐGÖNCUFATNAÐUR Jólasendingin komin. Þumalína, Pósthússtræti 13. Halldór Halldórsson 3óMortasoía Sala Blindrafélagsins á jólahorhim er nú í fullum gangi og söluTólh ohhar veröur i hringlunni um helgina. r 3ár eru tvasr gerðir. annars vegar jólahort með ieihningum Bjarna Jónssonar af íslenshu jólasveinunum og með jólasveinavísum eftir Jóhannes úr Kötlum. Ijins vegar eru jólahort með myndum frá Vihtoríutímanum. að er von ohhar og vissa hjá Blindrafélaginu að þú sjáir þér fasrt að leggja góðu máiefni lið og styðja viö bahið á biindum. BLINDRAFÉLA6IÐ Somt&k blindro og s|ón*k«rtro 6 ísiondi Hamrahlið 17, 105 Reykjovík, S. 52S-0000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.