Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 70

Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 70
*70 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Máttur mötuneyta og matsölustaða ekki Einstaklingur sem borðar eina eða fleiri máltíðir dagsins í sama mötuneyti, þar sem á boðstólum er matur sem inniheldur meiri orku en hann . þarf á að halda, getur þyngst um mörg kíló á nokkrum árum. Sé maturinn einnig ein- hæfur eða næringar- efnasnauður (t.d. lítið um ávexti og græn- meti) aukast líkur á að viðkomandi fái ekki mörg mikilvæg efni sem líkaminn þarf á að halda. Þetta eykur lík- ur á að einstaklingnum líði eins vel og honum gæti annars liðið, sé oftar frá vinnu og missi heilsu fyrir aldur fram. Slíkur getur máttur mötuneyta og ann- arra staða þar sem fólk borðar reglulega verið. Mötuneyti, sem hins vegar býður viðskiptavinum sínum upp á ljúffengan, hollan og næringarríkan mat, getur átt þátt í að viðhalda heilsu þeirra, bæði til skamms og langs tíma litið. Mötu- neyti og matsölustaðir geta þannig í reynd stjórnað mjög miklu um næringu og vellíðan fólks, sérstak- lega þeirra sem borða reglulega á sama stað. Mötuneyti I mötuneytum er mikilvægt að hver og einn geti fengið hollan mat í hverjum einasta matartíma. Margt gott hefur gerst í mötuneyt- ismálum landsmanna síðustu ár með auknum skilningi á mikilvægi þess að borða hollan mat. Sama framþróun hefur þó ekki orðið alls staðar og auðvitað má alltaf gera betur. Oft vantar mjög lítið uppá til að maturinn geti talist hollur og stundum nóg að íhuga hvernig skammtað eða valið er á diskinn. Að hægt sé að velja girnilegt grænmeti á a.m.k. þriðjung disksins, bæði ferskt og eldað, hefur t.d. heilmikið að segja þó að ekkert annað sé gert. Fitu- og sykurríkari matur getur þannig e.t.v. verið áfram á boðstól- um fyrir þá sem vilja. Hver og einn ber ábyrgð á eigin heilsu en með því að auka að- BryndísEva gengi að góðum holl- Birgisdóttir um mat, framreiða hann fallega og gera fólki auðveldara fyrir að velja hann, vinnst heilmikið í hollustuátt. Matsölustaðir Hér á landi er nú að finna úrval af mat frá hinum ýmsu heimshorn- um þar sem grænmeti, gróft korn- meti og olía eru í hávegum höfð í stað smjörsins og rjómans og hlut- föll matvæla á disknum önnur. Alltaf er að bætast við kryddteg- undir sem hægt er að nota í stað salts og bera með sér angan af fjarlægum löndum, auk þess sem nýir skyndibitastaðir skjóta upp kollinum, þar sem hollustan er jafnvel í fyrirrúmi. Hver einasti matsölustaður á landinu, skyndi- bitastaðir sem og aðrir, ættu hins vegar að sjá til þess að hægt sé að velja þar hollan mat. Tækifærið þarf að vera til staðar og vel sýni- legt til þess að fólk geti valið. Við- skiptin ættu að blómstra eftir sem áður, ef ekki betur. Hugmyndir Að lokum eru hér nokkrar ein- faldar hugmyndir að breytingum sem þeir sem valdið hafa geta skoð- að með opnum huga að vild: - Að auðvelt sé að nálgast ískalt ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Borgartún Húsnæði Sindra er til leigu. Skiptist í verslunar- húsnæði á jarðhæð, lager í kjallara og tvær skrif- stofuhæðir. Mögul. að skipta í smærri einingar. Laust 01.02 nk. i Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Arsalir- fasteignamiðlun ♦ ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU I hjarta borgarinnar - Austurstræti 12 Til leigu 4 hæðir í þessu virðulega húsi, alls um 750 fm. Leigist saman eða í smærri einingum. Hentar t.d. vel fyrir læknastofur o.fl. Björgvín Björgvinsson, lögg. fasteignasaii. *♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun Mataræði Mötuneyti og matsölu- staðir geta í reynd, segir Bryndís Eva Birgisdóttir, stjórnað miklu um næringu og vellíðan fólks. vatn á aðlaðandi hátt og að hægt sé að kaupa sódavatn. - Bjóða uppá fitulitla mjólk og hreina safa í stað sykraðra ávaxta- safa og gosdrykkja. - Bjóða uppá grænmeti með öll- um mat, ýmist ferskt, eldað eða jafnvel hvort tveggja eftir því sem við á. - Minnka framboð af hefðbundn- um rjóma- og majonessósunum, bjóða frekar góða jafnaða sósu og betri kaldar sósur, t.d. blandaðar létt-majonessósur, eða sósur úr sýrðum rjóma, tómötum, olíuedik- dressingar o.fl. - Bjóða upp á fítuminni sósu að auki þegar feitari sósur eða hamsar eru á boðstólum. - Nota fituminni mjólkurvörur, svo sem 10% sýrðan rjóma og létt- mjólk, í matargerðina. - Nota fituminni ost sem er hægt að bragðbæta með ýmsum krydd- um eða feitari og bragðmeiri osti samanvið. - Nota fitulítið kjöt og hafa jafn- vel oftar fisk en kjöt í matinn, gjarnan feitan fisk. - Frekar að ofnbaka, sjóða eða grilla en að djúpsteikja. - Nota sjaldnar mikið unna kjöt- og fiskrétti eða velja þá sem hafa hollustu að leiðarljósi. - Nota frekar olíu eða fljótandi smjörlíki en smjör eða smjörlíki í matargerð og bakstur. - Nota alls kyns spennandi krydd í stað mikils salts eða krafts. - Prófa stundum að elda grófara kornmeti með mat, svo sem hýðis- hrísgrjón. Prófa nýjar korntegund- ir, svo sem heilt hveiti eða búlgúr, í mat og bakstur, jafnvel baunir. Hafa sjaldnar franskar en venju- legar soðnar kartöflur eða bakaðar. - Ekki hafa uppbakaða súpu á hverjum degi eða bjóða uppá tvær gerðir. - Bjóða alltaf uppá gróf brauð (þar sem það á við). - Hafa álegg fjölbreytt og magr- ari vörur með þeim feitari, gjarnan fiskiálegg og alltaf einhvers konar grænmeti, jafnvel ávexti. Hefð- bundin majonessalöt má gera með létt-majonesi og sýrðum rjóma eða einungis því síðarnefnda. - Gjarnan má bjóða uppá ávöxt sem millibita eða ávaxtasalat sem eftirrétt. - Bjóða sjaldnar upp á feita og/ eða sykraða eftirrétti. Nota ávexti mikið þess í stað. - Hafa á boðstólum lítið sætt eða ósætt trefjaríkt morgunkorn og minna sætar og feitar mjólkurvör- ur í morgunmat. - Kaffibrauð má gjarnan vera gróft brauð, annar gerbakstur eða ávöxtur í stað hefðbundins sæta- brauðs stundum. - Hafa ávaxtakörfur frammi á fundum. Til varnar kennurum NÚ ERU meira en tvær vikur liðnar af verkfalli framhalds- skólakennara og hafa þær fréttir einar borist að annaðhvort talist samninganefndir ekki við eða að fundur hafi verið haldinn en án ár- angurs. Á meðan geng- ur okkar ágæta unga fólk um, fyrst í skamm- góðri gleði yfir auka frídögum en síðan áhyggjufullt og leitt. Margir hafa fengið sér vinnu í einhverri mynd en enn aðrir rangla um í aðgerðarleysi sem getur leitt til margs konar erfiðleika. Og það er líkt og einhver dofi hafi fallið á landsmenn, fólki virðist standa ein- hvem veginn á sama, upptekið af eigin vinnubrjálæði og enn heyrast gömlu frasarnir: „þessir helv... kennarar, eru þeir nú enn einu sinni komnir í verkfall og krefjast hærri launa og vinna ekkert í þrjá mánuði á sumrin...“ Slíku er ekki vert að svara öðru en því að biðja fólk að lesa betur heima. Að fólki sé hins vegar sama um hvað verður um menntun barna sinna er aftur á móti ófyrirgefanlegt. Þótt við lifum í fádæma ómann- eskjulegu samfélagi í dag, held ég að flestir geri sér grein fyrir því að nú sem aldrei fyrr er nauðsyn að eiga vel menntaða, vel launaða og hæfa kennara sem gefa bömum okkar ekki bara tómt nafn skólagöngunnar heldur líka menntunina, sjálft inni- hald umbúðanna. Það er búið að hólfa fólk mjög rækilega niður í sam- félagsleg hólf þar sem gamla fólkið er í elliheimilishólfinu (ekkert fyrir okkur hinum), litlu börnin eru í leik- skólahólfinu, krakkamir í skólahólf- inu og við, þetta „klára“ miðjumoð, í vinnuhólfinu þar sem þeir em líka Gróa Finnsdóttir sem stjórna peninga- flæði þessarar þjóðar. I því samfélagi sem er þannig uppbyggt, að ofangreindir hópar eiga afar lítil samskipti sín á milli mestanpart dagsins, heldur mest innbyrðis, hlýtur eitt- hvað mikið að vera að. Eitthvað hlýtur að bresta fyrr eða síðar þar sem uppeldi bama okkar hvílir ekki nema að hluta til á herðum foreldranna vegna tímaskorts og hæfa kennara vantar vegna atgervisflótta úr greininni. Bömin og unglingamir eiga auk þess sinn félaga í sjónvarpi og myndböndum og móta sitt talmál samkvæmt enskri tungu eins og Megas sagði svo réttilega á Degi íslenskrar Kennarar Akur kennaranna verður sífellt stærri til plægingar, segir Gróa Finnsdóttir, og er hlut- verk þeirra gjörbreytt frá því sem áður var. tungu, þannig að til verða ambögur eins og „þetta „telur“ ekki....“, „það myndi „gera daginn" fyrir mig ef...“, að ég tali nú ekki um „verðin" öll sem fólk talar um dægrin löng. Akur kennaranna verður því sí- fellt stærri til plægingar og er hlut- verk þeirra gjörbreytt frá því sem áður var, þar sem uppeldishlutverk þeirra vegur sífellt þyngra. Börnin koma oft með afskiptaleysi, ein- - Fjölbreytni er lykilatriði. Það þýðir ekkert að vera með mat sem fólki líkar ekki, en það er einmitt stærsta áskorunin, að gera hollan mat bragðgóðan fyrir fólk sem oft á tíðum er vant óhollum og brösuðum mat. Annað er að fara sér hægt. Góð leið er að nota smám saman minni rjóma og smjör í mat- inn, bæta aðeins við grænmetið á diskinn o.s.frv. Það mikilvægasta er að forðast allar öfgar. Það þarf ekki að gjör- breyta matseðli í öllum mötuneyt- um eða matsölustöðum, þar er yfir- leitt margt gott að finna, en víða væri hægt að auka fjölbreytnina og bjóða upp á meira af bragðgóðum hollum mat. Með nokkrum einföld- um breytingum er hægt að áorka heilmiklu í hollustuátt. Margir myndu hér eflaust kvarta undir verðlagi á ávöxtum og grænmeti, en oft er hægt að minnka aðeins kjöt- og fiskskammtinn þegar grænmeti er bætt við, auk þess sem hægt er að velja það sem er ódýrast á hverjum tíma. Þannig má að ein- hverju leyti halda verði í skefjum. Hitt er svo annað mál að það er merkilegt að stjórnvöld á Islandi skuli ennþá treysta sér til að bera þá ábyrgð að halda grænmetis og ávaxtaverði háu þegar ljóst er að heilsa þjóðarinnar er í veði. Markmiðið með hollu mataræði til skamms tíma er að fólki líði sem best á hverjum einasta degi og fái öll þau næringarefni sem það þarf á að halda. Til langs tíma er mark- miðið að fyrirbyggja sjúkdóma, ótímabæran dauða og að fólk lifí góðu lífi lengur. Hver og einn ber ábyrgð á eigin heilsu og með því að gera fólki auðveldara fyrir að velja hollan mat í mötuneytum og á mat- sölustöðum getur heilmikið áunnist. Höfundur er næringarfræðingur og formaður Manneldisfélags Islands. manaleika, hörku og heimiliserjur á bakinu í skólann sem brýst fram í ýmsum myndum sem kennarar þurfa síðan að taka á. Þegar komið er upp í framhaldsskólana kemur þetta síðan fram í leiða og (sjálfs) agaleysi. Því fer þó fjarri að slíkt sé hlutskipti allra ungmenna en því miður allt of margra og er þetta sá veruleiki sem kennarar í dag þurfa að kljást við með sín niðurlægjandi laun. Við segjum oft að börnin okkar séu ómetanleg sem þau svo sannar- lega eru eins og allar manneskjur. Peningar eru hins vegar metanlegir en samt eru þeir sem stjórna þeirra ferð og vistun svona 6-12 sinnum betur launaðir en þeir sem bera ábyrgð á menntun og vegferð barna okkar og unglinga. Utan um peninga þjóðarinnar eru byggðar glæsibygg- ingar þar sem hvergi er til sparað en að hinni andlegu auðlegð, sem kenn- arar byggja börnum okkar, er ekk- ert hlúð. Þetta vitum við en finnst okkur þetta í alvöru vera eðlilegt? Það er mín skoðun að það fólk sem vinnur við uppeldisgreinar ætti að vera hæst launaða starfsstétt þjóð- arinnar. Við höfum um árabil van- metið störf þeirra á skammarlegan hátt. Því vil ég skora á þá sem valdið hafa að hætta öllum orðhengilshætti og að vísa hver á annan, heldur horfa á kjarnann sjálfan i þessu máli og vinna síðan heiðarlega og af kjarki út frá honum. Það krefst ávallt hug- rekkis að takast á við mistök sín og að horfast í augu við sannleikann og því verður heiður þeirra því meiri sem döngun hafa til að stöðva þetta verkfall, kennurum og þjóðinni allri í hag. Ríkisstjórn landsins hefur þó fyrst og síðast ábyrgð í þessu máli og ber að taka á því af fullri einurð og heiðarleika því fólk vill ekki leng- ur atgervisflótta úr kennarastétt heldur vel menntaða, vel launaða og ánægða kennara sem metnir eru að verðleikum. Að lokum legg ég til að þjóðin öll fari í brúarsmíði og byggi brýr milli hólfanna fyrrnefndu, til dæmis með sveigjanlegum og manneskjulegum vinnutíma og heildarslökun samfé- lagsins. Höfundur er húsmóðir og bókavörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.