Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 75- FRÉTTIR Eldvarna- vika hefst á mánudag LANDSSAMBAND slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efnir til eld- varnaviku við upphaf jólamánaðar- ins sem að þessu sinn er vikan 27. nóvember-3. desember. Slökkviliðsmenn munu heimsækja nær alla grunnskóla landsins hver á sínu starfssvæði og eru lögð fyrir nemendur sérstakt verkefni ásamt eldvarnagetraun og rætt um eld- vamir og neyðarútganga úr skóla- stofu æfð. í landinu er u.þ.b. 160 gi-unnskólar, þar af 56 á Reykjavík- ursvæðinu, með samtals tæplega 5 þúsund grunnskólabörnum í þriðju bekkjar deildum þ.e. 8 ára börn. Jafnhliða heimsóknum í skólana er afhent sérstakt verkefni með eldvamagetraun í tilefni af eldvarna- vikunni. Dregið verður úr innsend- um lausnum í janúar og verðlaun veitt. Verðlaunaafhending fer fram í slökkvistöðvum víðs vegar um land- ið. Forvarnablaði slökkviliðs- manna dreift um land allt Forvarnablaðið Slökkviliðsmaður- inn er nú sérstaklega helgað Bmna- varnaátaki LSS og er gefið út í 64.000 eintökum og verður dreift við upphaf eldvamaviku til landsmanna með Morgunblaðinu laugardaginn 25. nóvember nk. Blaðið hefur að geyma margvíslegan fróðleik og heilræði sem gagnast öllum almenn- ingi ekki síst um jól og áramót til að fækka eldsvoðum og fyrirbyggja slysin. Ókeypis nám- skeið í hu g- leiðslu BOÐIÐ verður um helgina upp á námskeið í hugleiðslu á vegum Sri Chinmoy miðstöðvarinnar. Á þess- um sjálfstæðu kynningum verður kynnt hvemig við getum notað hug- leiðsluna í okkar daglega lífi. Hvem- ig við könnum okkar innri mann, hvað hann hefur að geyma og hvern- ig við getum nýtt okkur það, segir í fréttatilkynningu. Kenndar verða einfaldar en áhrifaríkar hugleiðslu- og einbeit- ingaræfingar sem er ætlað að kyrra hugann og sýna hvað innra með okk- ur býr. Einnig verður fjallað um tónlist og íþróttir út frá markmiðum hugleiðslunnar, segir ennfremur. Kynningamámskeiðin fara fram föstudaginn 24. nóvember kl. 20-22, laugardaginn 25. nóvember kl. 15-17 og sunnudaginn 26. nóvember kl. 10- 12 og 15-17 í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2 (við hliðina á Gerðu- bergi). Það nægir að mæta á eitt af ofan- töldum námskeiðum en síðan verður boðið upp á ókeypis framhald vikuna á eftir. Norrænar barnakvik- myndir í Nor- ræna húsinu KVIKMYNDASÝNING fyrir börn verður í fundarsal Norræna hússins á morgun, sunnudag, kl. 14. Fyrst verða sýndar finnskar teiknimyndir, þar sem farið verður í ævintýraferð með nokkmm kunnug- um dýram úr finnskum þjóðsögum - biminum, refnum, úlfinum, músinni, hestinum og hundinum. Síðan verður sýnt tónlistar- myndband með hljómsveitinni „Fröbelin palikat“, sem í era fjórir leikskólakennarar frá Helsinki. Allt frá árinu 1987 hafa þeir skemmt bæði bömum og fullorðnum með fjöragri tónlist, þar sem áhersla er lögð á þátttöku áheyrenda. Aðgangur er ókeypis. Slökkviliðsmenn munu heimsækja nær alla grunnskóla landsins og er lagt fyrir nemendur sérstakt verkefni ásamt eldvamagetraun. Rætt er um eldvamir og neyðarútganga úr skólastofu æfð. Morgunblaðið/Ásdís Starfsmenn Laura Ashley-verslunarinnar, frá vinstri: Herdís Snorra- dóttir verslunarstjóri og Björg Alfreðsdóttir. Nýir eig- endur að Laura Ashl- ey-verslun BREYTINGAR urðu á rekstri Kist- unnar ehf. 1. júní sl. Eigendur hennar til margra ára, systumar Rannveig og Inga Jóna Hall- dórsdætur, seldu verslunina. Núverandi eigendur em hjónin Inga Einarsdóttir og Þórarinn Egill Sveinsson. Jafnframt var nafni fyr- irtækisins breytt í Laura Ashley ís- land ehf., enda er fyrirtækið með einkaumboð á íslandi frá Laura Ashley og mun eingöngu versla með vörar frá því fyrirtæki. Laura Ashley-verslunin selur m.a. kven- fatnað, stelpufatnað, lampa, púða, veggfóður og gluggatjaldaefni. Fyrirtækið hefur tekið yfír rekst- ur verslunarinnar á Laugavegi 99. Á næstunni verður einnig opnuð önnur Laura Ashley-verslun í mið- bæ Akureyrar. Verslunarstjóri í Laura Ashley- versluninni á homi Snorrabrautar og Laugavegs er Herdís Snorra- dóttir. Starfsmenn auk hennar eru Björg Alfreðsdóttir og Ása Lára Þorvaldsdóttir. Almennur af- greiðslutími er virka daga frá kl. 10- 18 og laugardaga frá kl. 11- 14. Byggbig E1 Shaddai-barnaheimilisins. Byggingarbasar og múrsteinakaffi ÁRLEGUR jólabasar og kaffisala ABC-hjálparstarfs verður á morgun, sunnudaginn 26. nóvember, kl. 11—17 í Veislusalnum í Sóltúni 3. Að þessu sinni verður safnað fyrir múrsteinum í byggingu E1 Shaddai- bamaheimilisins við Chennai (Madr- as) á Indlandi. Alls þarf u.þ.b. 225.000 múrsteina í bygginguna, en hver múrsteinn, pússaður og kominn á sinn stað, kostar 10 kr. I einn fer- metra af veggfleti þarf 132 múr- steina, sem kosta um 1.300 kr. Lagð- ur hefur verið grunnur að rúmlega 1.000 fermetra húsi, reistar burðar- súlur og steypt þak. Eftir er vinna við veggi, glugga og dyr, raflagnir, pípulagnir og flísalögn á gólf. Með basamum og kaffisölunni er gert átak til að safna fyrir múrsteinum í veggina og er fólki boðið að koma og taka þátt í að byggja. Kakó og vöfflur ásamt öðru góð- gæti á kaffihlaðborði mun kosta 650 kr. fyrir einstakling eða sem sam- svarar hálfum fermetra af múrstein- um auk þess sem úrval glæsilegra muna verður til sölu á basamum, segir í fréttatilkynningu. Mjög áríðandi er að geta lokið við bygginguna sem fyrst þar sem yfir 100 munaðarlaus og yfirgefin börn bíða þess við slæmar aðstæður að geta flutt inn í húsið. Sérstakur byggingarreikningur fyrir heimilið er í Islandsbanka nr. 515-14-280000 og vill ABC-hjálpar- starf benda á, um leið og þakkaður er stuðningur við fyrri verkefni, að það munar um hvern múrstein. Fyrirlestur um áhrif foreldra í uppeldinu FYRIRLESTUR verður í Foreldra- húsinu, Vonarstræti 4b mánudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Fjallað verð- ur um mikilvægi þess að foreldrar líti á sig sem fyrirmyndir. Það sem við geram og hvemig við geram það hefur afar mótandi áhrif og mikilvægt er að læra að beita sjálfum sér meðvitað sem fyrirmynd. Einnig verður farið yfir að líta á að- hald og aga sem sjálfsagðan hlut, þekkja muninn á ákveðni og óákveðni og öðlast leikni í að gefa af sér og hvetja bamið sitt, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesari er Sæmundur Haf- steinsson sálfræðingur. Hollráð bjóða upp á aðventuvöku HOLLRÁÐ freista þess nú að bjóða fyrirtækjum upp á aðventuvöku þar sem blandað er saman fræðslu og umræðum og endað á léttum nótum með söng og spili. Um er að ræða inngangsnámskeið í „samskiptum á vinnustað" en tilvist jólanna og væntingar þeim tengdar setja sinn svip á umræðuna. Lengd dagskrár er 2-3 stundir og tímasetning getur verið morgunn, síðdegi, fyrri hluti kvölds ýmist á vinnustað eða í húsnæði Hollráða. Lokakaflinn með söng og spili er hugsaður ásamt léttri aðventuhress- ingu, óáfengri eða áfengri, segir í fréttatilkynningu. SKARTGRJPA VERSLUS Flt'RS T OG FREMS T EG Skrifstofubúnaður ehf. Ármúla 20 sfmi 533 5900 fax 533 5901 f-serin PHOSPHATiDYLSERINE BRAINBOW BETRA MINNI - SKARPARI HUGSUN BRA1NB0W er fæðubótarefni sem eflir starfsemi heilans og talið er bæta veralega minnið með þvi að hjálpa taugaboðum að berast á milli taugamóta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.