Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 78

Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 78
-78 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir 06 HER ER KOMINN SESTURSEM , HEFUR ENSIN HNE! GÓí)A KVpLDIt) MÁ BJODA PER SÆTI.. APETTA AD VERA EINHVER AULABRANDARI?, FYRIRSEFDU, FYRIRSEFDU IHVERNIS ^SKYLDI HANN BINDA Á SIS SKÓNA Ferdinand svarið er augljóst. J? svarið er svo aug(jdst. að lœra heiraa herra? Ég get bara ekki fengið mig til þess. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Úr takt við tímann Frá Frey Bjartmarz: REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR var, er og verður á röngum stað þar sem hann er núna. Og það er ótrú- legt að Bretinn skyldi láta sér detta í hug að staðsetja flugvöllinn þarna úti í miðri mýri og enn furðulegra að framkvæma það, með allt það fasta- land sem er allt um kring. Herflug- völlur í miðju stríði, í anddyri höfuð- borgar landsins, er útaf fyrir sig, ákveðin lítilsvirðing við þjóðina. En nú skal gera enn betur og kór- óna vitleysuna, endurgera flugvöll- inn og það einum betur. Nú skulu stærstu gerðir af farþegaþotum geta notað hann. Flugvélar sem fljúga nánast í hvaða veðri sem er. Síðastliðinn vetur flugu þær til dæmis í vindi sem var allt að 20 m/ sek. (8-9 vindstig) og norðan hríð með tilheyrandi ísingu. Hættan við flugslys eykst því ekki aðeins, held- ur mun hún margfaldast. Petta er nú helmingi þjóðarinnar boðið upp á og það á tíma þar sem allar vega- lengdir eru að styttast. Hugsa sér að það skuli vera nógir peningar í svo endalausa framkvæmd á meðan ekki eru til peningar fyrir að gera alvöruveg á Suðumesin, fjölförn- ustu leið landsins og þar sem flest slysin verða til lands og sjávar. Fjörið í miðbænum verður algert þegar stór farþegaþota kemur inn yfir bæinn til lendingar með tilheyr- andi hávaða, gný og gauragangi. Fólk fær hellu fyrir eyrun og heyrir ekki í langan tíma á eftir í sjálfu sér, hvað þá í öðrum. Tölum nú ekki um þá sem verða í Hljómskálagarðinum á því augnabliki þegar slíkt ferlíki flýgur rétt fyrir ofan hausinn á fólki. Það er eins gott að enginn sé svo óheppinn að hafa upplifað loftárás. Sá hinn sami þyrfti örugglega áfallahjálp. Ótrúlega ferðamanna- vænt. En það er alveg rétt hjá lands- byggðarfólkinu að Reykjavíkiu'flug- völlur er ekkert einkamál Reykvík- inga. 30% af öllu flugi fara ekki yfir Reykjavík heldur yfir nágrannabæi borgarinnar, t.d. Kópavog, Garða- bæ, Álftanes og Hafnarfjörð. Hvað nú ef eitthvert þeirra, t.d. Kópa- vogsbær, bannaði allt lágflug yfir íbúðarbyggð sína, hvað þá? Væri hægt að reka Reykjavíkurflugvöll með 30% takmörkun? Og það er mjög vinalegt að heyra eða lesa greinar frá landsbyggðar- fólkinu, þar sem er verið að heimta milljarða í Reykjavíkurflugvöll og margfalda þannig hættuna á höfuð- borgarsvæðinu, eingöngu til þess að spara einhverjar 30 mínútur 4-6 sinnum á ári á sama tíma sem verið er að setja sjálfsagða milljaða í varnir til að draga úr hættum víða á landsbyggðinni. Slík vinsemd yljar manni. Auðvitað á að flytja allt flug suður á Keflavíkurflugvöll og þetta blaður um auknar vegalengdir er hindurvitni. Afgreiðsla innanlands- flugs verður sett Reykjavíkurmegin við Keflavíkurflugvöllinn og síðan lagðar tvær brautir, þriggja akreina hvor, beint suðureftir, en ekki rallýveg eins og núverandi braut er. Tómir hlykkir og hæðir, enda er nú- verandi braut stórhættuleg. Væri þetta gert er orðið styttra tímalega séð fyrir alla: Spðurnesjabúa, Hafn- firðinga, íbúa Álftaness, Garðabæj- ar, Kópavogs og Breiðhyltinga, Ár- bæinga, Mosfelling, Grafarvogsbúa og Kjalnesinga. Þegar Suður- strandabrautin kemur á milli Þor- lákshafnar og Grindavíkur, þá bæt- ast allir Suðurlandsbúar við upp- talninguna. Þetta eru orðin u.þ.b. 70% af þjóðinni. Svo er verið að blaðra endalaust um vegalengdir. FREYR BJARTMARZ, Holtagerði 63, Kópavogi. Allt er betra en Efnahagsbandalagið Frá Sigurði Lárussyni: Á UNDANFÖRNUM árum hefur mikið verið rætt um það hér á landi hvort íslendingar ættu að ganga í Efnahagsbandalag Evrópu eða ekki. Síðustu mánuðina hefur þessi umræða færst mjög í aukana. Eftir því sem mér hefur skilist á fréttum Útvarps og Sjónvarps síðustu vik- urnar, vill formaður Framsóknar- flokksins kalla saman 50 manna hóp framsóknarmanna til að ræða kosti þess og galla að íslendingar gangi í ESB og leggja niðurstöðu þess fundar fyrir næsta flokksþing Framsóknarflokksins. Ég hef hins- vegar aldrei heyrt þess getið hverjir eigi að velja þá fulltrúa. Það hefur kannski farið fram hjá mér og vel má vera að búið sé að tilnefna þá. En mér hefur skilst að þessi fundur eigi fyrst og fremst að vera haldinn til þess að upplýsa þessa fáfróðu fram- sóknarmenn um kosti þess og galla að ganga í ESB. Með öðrum orðum að reyna að heilaþvo þá. Er ekki nógur tími til að ræða þessi mál eins og önnur mál á sjálfu flokksþinginu? Þetta er að mínum dómi mesta stór- málið sem brennur á íslensku þjóð- inni nú. Ég vil taka svo djúpt í árinni að þessi innganga í ESB jaðri við landráð. Hvaða íslendingi skyldi hafa dottið það í hug árið 1944 að 56 árum seinna skuli menn ræða um það í alvöru að afsala sjálfstæðinu í hendur erlendra þjóða, nógu var fórnað á altari Mammons þegar AI- þingi samþykkti að ganga í EES. Eg vil hér með skora á alla ís- lendinga að hugleiða mjög vel þetta þýðingarmikla mál. Einnig vil ég skora á alla alþingismennina að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðsu um málið áður en Alþingi samþykkir það. Ég trúi ekki öðru að óreyndu og þessvegna ítreka ég þessa áskor- un. SIGURÐUR LÁRUSSON, Egilsstöðum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.