Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 83

Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 84. FÓLK í FRETTUM Diskurinn llmur af jólum er kominn út Brjálaður jólaálfur Hera Björk fylgdi fyrsta hugboðinu og gerði jólaplötu, sem er bæði fjölbreytt og fín. Enda sagði söngkonan Hildi Lofts- dóttur að hún væri tónlistarlega ástfangin. SÖNGKONAN góðkunna Hera Björk hefur nú gefið út jóla- plötu og kýs að kalla hana Ilm afjólum. Flestir þekkja prímadonn- una þá úr sjónvarpsþættinum Stutt í spunann sem var á dagskrá Sjón- varpsins í fyrra. Hera hafði þó glatt hjörtu landmanna áð- ur, en hún hefur tekið þátt í uppfærslu á fjöl- mörgum söngleikjum, nú seinast Litlu hryll- ingsbúðinni og Kysstu mig Kata sem enn er á fjöl- um Borgar- leikhússins. „Ég hef verið bakraddadrottning núna í nokkur ár, auk þess að syngja í brúðkaupum og jarðarförum," seg- ir Hera. „Ég fattaði ekki fyrr en ég fór að pæla í því að það hefur ekki eitt lag komið út sem ég syng ein.“ Hera, sem reyndar er flutt til Dal- víkur, notaði hverja helgi sem hún kom suður til að syngja í leikhúsinu til að taka upp fyrstu sólóplötuna sína. En af hverju vill Hera helga þessa tímamótaplötu jólunum? 1KAf því að ég skemmti mér best ájólunum. Leiðinlegasti tíminn er þegar 7. janúar kemur og ég þarf að taka niður jóla- skrautið. Ég hef það uppi út febrúar, og setþaðuppmjög snemma því mér finnst jólaskraut æðislegt. Ég er brjálaður jólaálfur og jólaplata var fyrsta hug- boðið sem ég fékk. Síðan fór ég hringinn, vildi gefa út dægurlagaplötu, en ég kom alltaf aftur niður á fyrstu hugmynd- ina. Ég hef það reyndar fyrir reglu að framkvæma það sem mér dettur fyrst í hug.“ - Hvaðan koma lögin? „Petta eru bæði lög sem fólk þekkir og þekkir ekki. Fólk þekkir Hátíð fer að höndum ein og Sérðu Stíi'SK.emmtiie,? bai-nesjfiirh e-rtjh Monnu óia-rsdóttuh BJoRMlM ísiensK-í dðns-F)of;K.urinn Laugardag, 25. nóv 1 Laugardag, 2. des Sunnudag, 3. des Laugardag, 9. des Sunnudag, 10. des Klukkan 14 á Litla sviöi Borgar- leikhússins Aðeins fimm sýningar Miðasala 568 8000 [j TÍBRA Við slaghörpuna A Láttu ekki happ úr hendi sleppa! Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson endurflytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert í Salnum í kvöld laugardag 25. nóv. kl. 20:00. Miðasalan opin frá kl. 18:00. Sími 5 700 400. Gunnar Guðbjörnsson é S a I u r i n n það sem ég sé sem reyndar er þekkt á ensku. Helmingur laganna hefur ekki verið mikið spiluður hér á landi, en þetta eru allt lög sem ég held mikið upp á og það er ekki spurning að hlustendur fá eitthvert lag á heil- ann, þau eru öll mjög lagræn.“ Færeyski fram- burðurinn fínn Lögin eru öll á íslensku nema eitt sem er á færeysku og nýju textarnir eru eftir vin Heru, Sigurð Rúnar Þórsson, og einn texti er eftir söng- konuna sjálfa. En hvemig ætli fær- eyska lagið hafi komið til? „Ég pr gift hálfum Færeyingi. Hann Óli minn kom með þessa hug- mynd og ég hélt nú ekki, hélt hann væri eitthvað verri... í hálfa mínútu, en þá fór ég að hugsa þetta og leist auðvitað mjög vel á þessa frábæru hugmynd. Ég fór á hlusta á fær- eyskar plötur og þetta lag, Aldurnar í tær, var þriðja lagið sem ég hlust- aði á og féll alveg fyrir því. Og ég er mjög montin af því hvernig mér tókst upp,“ segir Hera, sem í stað þess að leita sér aðstoðar við fram- burð færeyskunnar skrifaði textann niður eins og hún heyrði söng- varann fara með hann, en fékk svo grænt ljós hjá tengdamóður sinni. „Þetta er ofsalega fallegt^ lag og er í skemmtilegum djask- fíling svo ég hélt útsetningunni í grófum dráttum. Og það sama á við um mörg laganna, þau era svo fallega útsett að það var hvorki hægt að gera betur né verr, svo við héldum okkur við grindina á nokkrum þeirra." Sat með hroll „Ég fékk algjöra snillinga með mér. Óskar Einarsson píanóleikari stjórnaði upptökum með mér, hann var betri en eng- inn, hann var frábær. Hann út-, setti og stjómaði þessu af mik- illi snilld og Gunnar Smári Helgason hljóðblandaði plötuna. Jóhann Asmundsson bassa- leikari spilar með mér, Einar Valur Scheving er trommuleik- ari, Jón Elfar Hafsteinsson leik- ur á gítar, Óskar Guðjónsson á saxófón, Gunnar Gunnarsson spilar á orgel og Margrét Eir syngur einn dúett með mér. Svo er ég með góðar bakraddir og kór og fína fiðlusveit. Ég er tón- listarlega ástfangin af öllu þessu fólki,“ segir Hera, hæst- ánægð með samstarfsfólk sitt. „Við tókum fyrst upp grunn- anna: píanó, bassa og trommur, og þá bjó Einar Valur til nokkra takta innan þess ramma, og ég sat bara með hroll, mér fannst þetta svo æðislegt. Hann spurði mig alltaf álits og mér fannst ég mjög stoltur framkvæmdastjóri með allt á hreinu, en svo var allt svo æðislegt að ég hefði aldrei getað val- ið á milli,“ segir Hera hlæjandi. Mtjög „Heruleg“ plata „Mér fyndist mjög skemmtilegt ef eftir tíu ár yrðu ennþá spiluð ein- hver lög af plötunni minni og fólk ' kæmist í jólaskap við það. Þau myndu jafnvel vekja minningar um jólin 2000, þá yrði ég ánægð.' Platan er mjög „Heruleg" og ég á erfitt með að lýsa henni öðruvísi. Hún er mjög ljúf, rennur vel og ég er orðin ofsalega sátt við hana, eig- inlega hæstánægð. Margt við plöt- una er svolítið gamaldags; Walt Disney-stemmning, gospel, djass, sumt er séríslenskt, og ég held að þess vegna eigi Ilmur afjólum eftir að eldast mjög vel,“ segir Hera Björk og býður alla velkomna á heimasíðuna sína www.hera.is. Sannir kökugerðarmenn byrja jóla- baksturinn með ferð í Byggt og búið þar sem þeir fá bókstaflega allt fyrir jólabaksturinn á góðu verði. byggtogbúió '"Kringlunni Bökunaráhöld í jólabaksturinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.