Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 84
&£ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Rokksveitin Miðnes gefur út plötu
yMesta rokkband
Islaiidssögunnar“
I haust ákvað hljómsveitin Miðnes að gefa
út breiðskífu fyrir jólin. Ber hún hið fróma
nafn Reykjavík, helvíti og verður henni
foúgt úr hlaði í kvöld með útgáfutónleikum á
Grand Rokk. Arnar Eggert Thoroddsen
fékk sér kaffí og kruðerí með strákunum.
NÆTURGESTIR á gamla Grand
Rokk muna ábyggilega eftir sveit-
inni (eða ekki), hvar hún lék sveitt
og sæl fram á dauða nótt um flest-
allar helgar. Þá var veitingahúsið
staðsett á Klapparstígnum, þar
sem nú er rekið annað veitingahús,
Sirkus.
Ekkert bflskúrsband
„Það er spurning hvort við ætt-
um að segja sögu nafnsins eða
h!jómsveitarinnar,“ segir Freyr
Eyjólfsson, gítarleikari, þegar þeir
félagar eru beðnir um formlegar
upplýsingar um eðli og inntak
sveitarinnar. Þrír liðsmanna henn-
ar, þeir Freyr, Stefán og Venni eru
einnig meðlimir í Geirfuglunum og
fyrir stuttu bættist trommuleikar-
inn Andri í hóp þeirra Miðnes-
manna, en hann er búinn að vera í
sveitinni í tæpar tvær vikur og
„þarf ekki lengur að bíða í röð á
Kaffibarnum" að sögn Freys. Hann
heldur áfram. „Miðnes er þrír
að við hittumst með fjóra kassagít-
ara áður en við fórum að spila. Svo
fórum við á Grand Rokk og spiluð-
um frá ellefu til fimm yfirleitt. Eft-
ir það fórum við oftast nær í partí,
drukkum bjór og héldum áfram að
spila á gítara.“
Miðnesmenn neita því að þeir
hafi spilað fullir á tónleikum. „Við
drekkum aldrei þegar við ei'um að
spila. Aðeins á milli laga og fyrir og
eftir tónleika," staðhæfir Freyr.
Nýja platan heitir eins og áður
segir Reykj-dvík, helvíti. „Við tókum
hana upp hratt og einsettum okkur
að halda þessu hráu og fersku,“
segir Freyr. „R&R Músík gefur út
en við kostum hana algerlega sjálf-
ir og tökum sjálfir upp. Okkur
finnst gott að hafa heildarsýn yfir
verkefnin."
Freyr fer mikinn. „Og með þess-
ari útgáfu lýsum við stríði á hendur
stærstu útgáfufyrirtækjunum. Til
dæmis er eina frjálsa útvarpsstöðin
í dag Rás 2, það eru einhverjir
kapítalistar sem eiga hinar útvarps-
stöðvarnar á þessum svokallaða
„frjálsa" markaði, þar sem tónlistin
sjálf skiptir ekki neinu máli.“
Þar hafið þið það. Að öðru leyti
lofa piltarnir partíi allra tíma í
kvöld.
strákar úr Geirfuglunum sem
fundu sig knúna til að spila vagg og
veltu (e. rock ’n’ roll). Venni valdi
þetta nafn, í höfuðið á uppáhalds
drykknum sínum. Við héldum okk-
ur uppi í námi með því að spila. Við
urðum ekki til í bflskúr, við urðum
til á krá - sóðabar, og það var
aldrei æft. Það átti hver sín uppá-
haldslög og við bara hittumst og
spiluðum þau.“
Söguritara rekur minni til að
hafa séð Ottó nokkurn Tynes á
trommunum einhverju sinni á síð-
kvöldi og finnst eins og meðlima-
skipan hafi verið ansi óræð. „Það
hefur verið eftir þijú, “ segir Freyr
og hlær. „Ég er mjög ánægður að
þetta band hafi orðið til á svona
sóðaknæpu af því að ég held að
rokk og ról hafi orðið til á sóða-
knæpum. Bandið varð ekki til í ein-
hverjum bflskúr hjá ríku millistétt-
arfólki."
Stefán segir frá degi í lífi Mið-
ness. „Venjulegt kvöld var þannig
Morgunblaðið/Kristinn
Miðnes: Fundu sig knúna til að spila rokk og ról.
Hjólabrettamót BFR haldið í kvöld
Skötuhúsið
kvatt
f DAG er sorgardagur í hugum
reykvískra hjólabrettakappa þegar
þeir kveðja „Skötuhúsiö" þar sem
þéir hafa haft aðstöðu síðastliðna 10
mánuði. f kvöld fer fram hinsta
hjólabrettamót Brettafélags
Reylyavíkur, BFR, í Skötuhúsinu og
á að kveðja húsnæðið með pompi og
pragt.
Mótið hefst klukkan fimm og
verður keppt í ýmsum greinum
enda er aðstaða í húsinu fýrir
BMX-hjólara, línuskautamenn og
loftspreylistamenn auk hjólabretta-
iðkenda. I ár verður keppt á svoköll-
uðum „mini-ramp“, eða dvergpalli,
og var það síðast gert í Húsafelli 89
að sögn Arnars, aðstandanda BFR.
„Við fengum þetta hús sem
ákveðna bráðabirgðalausn á okkar
húsnæðisvanda og erum nú að missa
það og horfir ekki fram á fjárveit-
ingu á næsta ári.“ sagði Habbi for-
maður BFR. „Við erum að beijast
fyrir því að þetta vandamál verði
leyst almennilega, ogþá með varan-
legpi lausn.“
Aðspurðir um hvað tæki við þeg-
ar BFR missir aðstöðu sína varð
Habba að orði: „Ekki neitt, nema
kannski að fara í bflageymslur, en
það er nauðsynlegt að hafa innan-
húsaðstöðu svo þessi partur menn-
Það herðir hugarvfl að Habba
og Arnari, en þeir, og aðrir með-
limir BFR, fá ekki að halda að-
stöðu sinni i Skötuhúsinu.
ingarinnar fái að dafna. I Skötuhús-
inu höfum við haft fasta aðstöðu og
þar þurfum við ekki að færa pallana
okkar hveija heigi [líkt og í bfla-
stæðahúsum], höfum betri og stærri
palla og þeir liggja ekki undir
skemmdum. Okkur dreymir um að
fá stærra og betra húsnæði en þessi
menning hefur verið úti f kuldanum
undanfarið. Við fáum ekki fjárveit-
ingu fyrir næsta ár og verða að-
standendur okkar þar með aðstöðu-
lausir.“
Skötuhúsið er að Eyrarslóð 1, í
Örfirisey, skammt frá Grandakaffi.
Aðgangur að mótinu er ókeypis og
allir velkomnir. Skífuþeytarar
munu sjá um tónlist á mótinu og
verður almenn gleði fram á kvöld.
LEIKFELA6 KEFUKKR
sýnir „Krummaskuð”
Höfundur og í Frumleikhúsinu
leikstjóri:
/ÍMASKUB
>
Guðjón Sigvaldason.
7. sýning laugardaginn
25. nóvember kl. 17.
8. sýning sunnudaginn
26. nóvember kl. 17.
Sýningum fer fækkandi.
Miðapantanir í síma 421 2540
Start félagar fá aðgöngumiðann á 1.000.-
Miðasala opnar kl. 16 sýningardagana > Miðaverð kr. 1.300.-
Hressandi tilbreyting
frá Heiðu o g félögum
Morgunblaðið/Golli
Svarið er fyrsta sólóplata Heiðu.
TONLIST
(íeislaplata
SVARIÐ
Svarið, sólóplata Heiðu Eiríks.
Lög og textar Heiða Eiríks
Upptaka og upptökustjórn Birgir
Örn Thoroddsen. Hljóðfæraleikur:
Birgir Örn Thorodddsen gítar og
ýmis fríkhljóð, Þorvaldur H.
Gröndal trommur, Sverrir Ás-
mundsson bassi, Sigurður Björn
Blöndal bassi, Birgir Baldursson
trommur,Guðni Finnsson bassi,
Ólafur G. Ölafsson trommur Valdi
Kolii bassi, Stefán Magnússon
gítar, Freyr Eyjólfsson mandóh'n,
Vernharður Jósepsson bassi,
Sigurjón Kjartansson gítar, Samúel
J. Samúelsson básúna, Lára
Lilliendahl Magnúsdóttir trompet,
Hildur Guðnadóttir selló, Úlfur
Eldjárn farfísa, Jóhann Jóhanns-
son. Tekið upp í stúdíó Rusli 2000.
Útgefandi: Japis. Platan er styrkt
af tónskáldasjóði FTT.
EINN dropi jólaplötuflóðsins 2000
er sólóplata Heiðu Eiríks. Þykir mér
dropi þessi reyndar vera í stærra lagi
og spái plötunni töluverðri athygli,
jafnvel vinsældum. Ég myndi síður en
svo lasta það ef platan yrði söluhá, því
mér finnst hún standa undir öllum
kröfum sem hægt er um gæði. Heiða
er góður lagasmiður og textamir eru
alls ekki sem verstir. Fátt er hægt að
finna að hljóðfæraleiknum og útsetn-
ingamar era hreint ágætar.
Lögin em öll mjög frábmgðin
hvert öðm og spanna stflbrigðin allt
frá órafmagnaðri tilfinningasveiflu yf-
ir í argasta pönk. Því er það rödd og
söngstíll Heiðu sem heldur plötunni
saman og gerir hana minna sundur-
leita. Reyndar er það svolítið erfitt að
láta plötuna spilast í gegn, því lögin
kalla svolítið á mismunandi stemmn-
ingar. Það getur tfl dæmis verið erfitt
að vera kippt úr hugljúfu lagi í rokk
og stuð. Þetta ætti þó að vera hægt að
leysa með því að búa til sína eigin
lagaröð á geislaspilaranum. Veislur
held ég þó að séu hvað bestur vett-
vangur fyrir plötuna, því þá geta gest-
imir dansað og hvflt sig á víxl. Hún
hefur nefnilega á sér allsterkar stuð-
hliðar.
Heiða sýnir það og sannar hér með
að hún er mikil söngkona. Hún hefur
breitt raddsvið sem hér nýtur sín vel.
Raddanimar em flottar og laglínum-
ar hæfa rödd hennar fullkomlega, svo
útkoman verður áreynslulaus og
beint frá hjartanu. Helsta aðalsmerki
plötunnar er enda að mínu mati söng-
urinn.
I mörgum laganna má heyra and-
blæ sem minnir á Unun forðum, sem
er bara gott og blessað, en önnur og
fersk áhrif em einnig áberandi í þessu
stórgóða framlagi Heiðu. Það er eig-
inlega ófært að fara að tíunda hvaða
lög em best og hvaða lög eru síðri á
plötunni. Ég tel það verði að vera
hausverkur hvers og eins sem á hana
hlýðir. Lögin eru einfaldfega öll góð,
en bara svo frábmgðin hvert öðra,
svo eðlilega falla þau misjafnlega að
smekk manna. Lagið sem mér féll þó
best, svona eftir nokkuð skamman
áheyrnartíma, er alveg öragglega lag
númer þijú. „103 mars“, sem er fallegt
dægurlag í mjög smekklegri óraf-
magnaðri útgáfu. Einnig finnst mér
textinn við það vera sá besti á plöt-
unni. Laglínan er svolítið skemmti-
lega skandinavísk einhvem veginn,
minnir jafnvel á sænska söngvaskáld-
ið Komelis Vresvik og hans líka.
Algjörlega ófært reynist mér aftur
á móti að finna dæmi um slæmt lag á
plötunni. Lögin hafa einfaldlega eitt-
hvað við sig sem gerir að verkum að
manni getur ekki fundist þau vond,
jafnvel þó svo að manni lfld þau ekki
beinlínis, svona í fljótu bragði. Platan
verður svo aftur betri við hverja
hlustun.
Eftir þennan mikla lofsöng er væg-
ast sagt nauðsynlegt að taka fram að
verkefnið er stórt. Um það bfl tuttugu
manns koma að plötunni með einum
eða öðmm hætti. Það er ótvfrætt
mönnum til sæmdar að vera bendlað-
ir við þessa plötu.
Mér finnst nýjasta framlag Heiðu
til íslensks tónlistarlífs vera nokkuð
framlegt. Þá á ég ekki við frumlegt í
þeim skilningi að verið sé að skapa
nýjan stfl - enda er margt sígilt í lög-
unum - heldur er platan skemmtilega
á skjön við þá íslensku tónlist sem
hvað mest hefur verið hampað fyrir
frumleika síðustu misseri. Þetta gerir
það að verkum að hún er mjög hress-
andi tilbreyting. Það er í mínum eyr-
um að minnsta kosti.
Ólöf Helga Einarsdóttir
Munið gömlu dansana
í Húnabúð, Skeifunni 11,
í kvöld, kl. 21.30
Hljómsveitir Þorsteins Þorsteinssonar
og Ingvars Hólmgeirssonar
leika fyrir dansi.
Félag harmonikuunnenda