Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 86

Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 86
86 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Edda Heiðrún Backman fer með eitt af aðalhlutverkunum í Kirsuberjagarðinum Allireiga sinn kirsu- berjagarð „Allir eiga sinn kirsuberjagarð, ég reyni að gera mér sem besta mynd af mínum garði og í hann sæki ég náttúru þeirra tilfinninga sem ég kem með inn á sviðið,“ segir Edda Heiðrún Backman um þátttöku sína í Kirsu- berjagarðinum eftir Anton Tsjekhov. Heiða Jóhannsdóttir spjallaði við hana um sam- starfíð við leikstjórann Tuminas og áhrifa- mikla túlkun hennar á óðalsfrú Ranevskaju. EDDA Heiðrún þekldr Kirsuberja- garðinn vel, en hún lék persónuna Vörju í uppsetningu Frú Emilíu á verkinu árið 1994. „Ég varð þá strax alveg heilluð af þessu verld,“ segir Edda Heiðrún. „Ég lék þá m.a. á móti Kristbjörgu Kjeld sem var Ranevskaja, auk þess sem Ingvar Sigurðsson lék þá sama hlutverk og hann leikur nú. Við áttum öll mjög góðar stundir í þeirri uppsetningu og hún tókst mjög vel. Þegar mér bauðst að leika frú Ranevskaju í uppsetningu Rimasar gat ég ekki annað en þegið það, þótt ég sé í yngri kantinum fyrir hlutverkið. Þetta er magnað hlutverk sem krefst einlægrar túlkunar og það fannst mér ögrandi." - Hvernig persóna er frú Ran- evskaja? „Leikritið gerist fyrir tæplega hundrað árum og lýsir tímamótum í samfélagsgerð Rússlands, þegar gamli aðallinn er að víkja fyrir upp- gangi hagsýnnar millistéttar. Oð- alsfrúin er fulltrúi þessarar deyjandi hefðarstéttar, en hún kemur í leik- ritinu til ættaróðals síns, bernsku- heimilisins, og kveður það áður en það fer undir hamarinn. Þar fer fram mikið tilfinningalegt uppgjör, því þótt Ranevskaja sé góð mann- eskja á hún sínar dökku hliðar. Hún hafði flúið til Parísar eftir andlát sonar síns og ástmaður hennar elti hana þangað. Heima á óðalssetrinu mætir hún fjölskyldu og vinum sem öll vilja henni vel en hafa þó eflaust dæmt hana í hljóði. En líkt og við þekkjum í nútímafjölskyldum getur reynst erfitt að tala um vandamálin, hvað þá að taka á þeim.“ Pólitíkin í listinni - Nú leggur leikstjórinn mikla áherslu á dramatík í uppsetning- unni. „Já, mér finnst það vera hans köllun. Hann krefst endalausrar leitar á dýptina og gerir enga mála- miðlun. Hann stjórnar ferðinni. Þetta finnst mér áhugavert. Þótt verkið lýsi áveðnum samfélagsleg- um umbrotum fjallar það ekki síður um innra líf persónanna. Það gerist voðalega lítið í leikritinu en samt fjallar það um nánast allt sem við- kemur mannlegum tilfinningum. Allar leita persónurnar að því sem þær telja fela í sér hamingju og það er ekki endilega alltaf það hag- kvæmasta í stöðunni. Það er líka mikill tregi og söknuður í verkinu. Ranevskaja er þar að kveðja bemsku sína, fjölskyldu sína og allt það sem hefur gert hana að því sem hún er. Hún kveður kirsuberjagarð- inn, stolt óðalssetursins, sem táknar allt það sem hún hefur átt og misst. Hún kveður sjálfa sig. Allir eiga sinn kirsuberjagarð, hann er garðurinn í hjarta hvers manns. En það er um- hugsunarvert," bætir Edda Heiðrún við, „að þótt Rimas þvertaki fyrir að ræða um pólitík í tengslum við list- ina finnast mér sýningar hans allar mjög pólitískar. Þær örva áhorfand- ann til að velta fyrir sér sínu eigin lífi, stöðu, samskiptum og viðhorfum til þjóðfélagsins um leið og fylgst er með því sem er að gerast á sviðinu." i| M' / / v JólatiWoð Leðuríófasett - margir lítír Sófasett 3+1+1 Sófasett3+2+l kr.159.000.-stgr. kr. 179.000.-stgr. Opiðídagfrákl. 10-16 □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4100 - Átt þú þér kirsuberjagarð? „Já, og ég hef kynnst honum bet; ur í gegnum vinnuna með Rimas. í garðinum mínum er allt það besta sem hefur hent mig og komið mér til manns, og í hann sæki ég þegar ég kem með sársauka minn og mína gleði inn á sviðið.“ Eins og að setjast á skólabekk Litháíski leikstjórinn Rimas Tum- inas og samlandar hafa haft talsverð áhrif á íslenskt leikhús með upp- setningum sínum hér, enda miklir fagmenn. Þegar Edda Heiðrún er spurð út í samstarfið við Rimas seg- ir hún það hafa verið ákaflega lær- dómsríkt. „Vinnan með Rimas er allsendis ólík því sem maður á að venjast hér heima. Hann hefur ákveðnar hugmyndir um leikhúsið og fylgir ýmsum hefðum. Segja má að hann líti á listina og leikhúsið sem e.k. rannsóknarstofu um mannlegt eðli. Við byrjum t.d. á þvi að fara í gegnum mikinn undirbúning fyrir þau tilfinningalegu átök sem hlut- verkið felur í sér með því að kanna til hlítar bakgrunn og forsögu hverr- ar persónu. Þannig skáldar hann í eyðurnar út frá því sem kemur fram í textanum, það er meira að segja spáð í hvað verði um persónumar eftir að leikritinu lýkur. Þannig má segja að Rimas ali okkur á heilmiklu fæði áður en tekist er á við hlutverk- in,“ segir Edda Heiðrún. „Það ligg- ur nefnilega ekki alltaf ljóst fyrir hvaða ábyrgð hvílir á leikaranum þegar hann stígur inn á sviðið. Hann þarf að gera áhorfandanum kleift að skynja tilfinningalegt bakland per- sónunnar og allt það sem hún hefur gengið í gegnum. Frú Ranevskaju fylgir mikill slíkur farangur, og ég þarf að gæta þess að hann fari allur með mér inn á sviðið. Það getur því verið erfitt að bíða frammi á gangi, þar sem maður lendir í því að spjalla um gemsann sinn, reikninga eða aðra hversdaglega hluti, áður en stormað er inn á sviðið, hundrað ár aftur í tímann," bætir Edda Heiðrún við og hlær. - Hvernig leggjast þessar vinnu- aðferðir í íslensku leikarana? „Þarna eru á ferðinni ýmsar reglur og hefðir sem við höfum öll Morgunblaðið/Ásdís gott af því að komast í kynni við. Mikil virðing er t.d. borin fyrir svið- inu og því ekki boðið upp á hvað sem er. Þá kalla hefðimar á ákveðna auðmýkt og hlýðni sem er holl reynsla fyrir okkur íslendingana sem alltaf viljum vera mest og best. Ég ákvað frá fyrstu stundu að gera mitt besta til að skilja þessar vinnu- aðferðir og fara þessa leið með Rim- as. Mér fannst oft eins og ég væri sest á skólabekk á ný. Ég efast ekki um að ég hafi lært margt af þessu og eins gekk það oft nærri mér. Edda Heiðrún vísar nú aftur í þær rann- sóknir á mannlegu eðli sem Rimas leggur áherslu á. „Ef við leikarar viljum leggja okkur fram verðum við að starfa eins og vísindamenn, við verðum að kanna okkar eigin tilfinn- ingar og reyna að skilja þær til þess að geta miðlað tilfinningum ann- arra.“ Jólin með fjölskyldunni - Eru áhorfendur móttækilegir fyrir þessu dramatíska tilfmninga- fiæði? „Það er mjög ákveðin stefna tekin í þessu leikriti og ég vona að sjálf- sögðu að það skili sér til áhorfenda. Margir em mjög hrifnir af verkinu, en aðrir ekki. Mér finnst það hins vegar vera hlutverk Þjóðleikhúss og Borgarleikhúss að þjóna hinni dýru list, eins og hún er kölluð, burtséð frá vinsældum, það er garður sem þarf að rækta. Sama er að segja um leikarann, það þarf að hlúa að leik- aranum, leiðrétta launin, stækka flómna. Það þarf að vera pláss fyrir sérkennilegar jurtir í garði leiklist- arinnar. Og leikarar eiga ekki held- ur að þurfa að vera hræddir við að skipta um jarðveg." - Hvað er á döfínni hjá þér á næstunni? „Ég hef verið fastráðin hjá Þjóð- leikhúsinu síðastliðin fjögur ár. Það hefur verið mikið að gera hjá mér, þar sem ég hef verið ein af aðal- leikkonum stóra sviðsins. Nú er ég hins vegar að fara í smáæfingafrí og ætla að nota þann tíma til þess að vera með fjölskyldu minni og sinna áhugamálum mínum. Ég hlakka til jólanna því að það er langt síðan ég hef átt frí um jól.“ vísindalegt * náttúruval LGC-geriamir hafa mesta mótstöðuafl þekktra geria í heilbrigðum meltingarvegi manna. Þeir veita vöm gegn • • áhrifum álags og streitu og j§gí koma lagi á meltinguna. UStjtp fyrir Mla virkni!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.