Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 80. NÓVEMBER 2000 MORGUNBL.ÍÐIÐ FRÉTTIR íslendingar ákveði hvaða svæði þeir vilja vernda DR. IAN Flemming hefur starfað við rannsóknir á samkrulli eldis- og villtra laxastofna í Noregi á vegum Norsk Institutt for Natur- forskning síðastliðin níu ár. Hann ávarpaði ráðstefnu Veiðimálastofn- unar, Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangaveiðifé- laga í vikunni og kynnti þar niður- stöðu rannsókna sem hann gekkst fyrir í ánni Imsu, þar sem eldis- og villtum löxum var sleppt saman á ófiskgengt svæði. Var síðan fylgst með hvernig villta stofninum reiddi af við blandaða hrygningu. I upphafi máls síns vék Flemm- ing að því að aldrei í sögunni hefði verið jafn mikið af Atlantshafslaxi á sveimi, árleg framleiðsla væri 800 þúsund tonn, eða 370 sinnum meira heldur en heildarveiði á villtum laxi í öllum laxalöndum samanlagt. Hann sagði að stærðar- gráða laxaframleiðslunar hefði haft einkum tvenns konar vand- ræði í för með sér, önnur væru umhverfislegs eðlis og hin erfða- fræðilegs. „Frá umhverfissjónarhólnum má telja almenna mengun sem stafar af eldisstöðvum og hefur víða vald- ið búsvæðaskemmdum. Þá hefur samkrull villtra stofna og eldis- stofna leitt af sér samkeppni um fæðu, búsvæði og maka, auk þess sem sjúkdómar og sníkjudýr frá eldisstofnunum hafa lagst á villta stofna með alvarlegum afleiðing- um. Má þar nefna sníkjudýrið gyr- odactylus árið 1975, furunculosis 1985 og laxalúsafaraldur á síðasta áratug. Frá erfðafræðisjónarhólnum er erfðamengun vegna blandaðrar hrygningar staðreynd. Þetta er vandamál af stórri gráðu, því þótt meðaltalstölur yfir þá laxa sem sleppa úr sjókvíum hafi farið lækkandi og séu nú á bil- inu 0,05 til 0,16%, þá er fjöldi kvía- eldislaxa svo gífurlegur að þeir laxar sem eru á bak við tölurnar eru nógu margir til að gera geysi- legan usla. Þar að auki byggjast tölurnar að mínu viti einungis á stæiri slysunum. I Noregi er mjög mikill eldislax saman við villta lax- inn. 15-35% laxa á hrygningar- stöðum í norskum ám eru af eldis- uppruna og í versta tilvikinu var 97% af laxinum í norskri á eldis- lax. Eldislaxinn gengur auk þess seinna í árnar heldur en villti lax- inn oft ekki fyrr en eftir veiðitíma og því ná veiðimenn ekki að grysja eldislaxinn eins og þann villta. Seiðaframleiðslan hrundi Flemming og samstarfsmenn hans stóðu fyrir rannsókn í ánni Imsu þar sem þeir slepptu bæði villtum löxum og eldislöxum á lok- að svæði. Allir voru laxarnir merktir rafeindamerkjum og erfðauppbygging þeirra rannsökuð í þaula. Athugun leiddi í Ijós að fiskarnir voru misduglegir við hrygninguna og blönduð hrygning var algeng. Eldishængar voru dugminnstir, en vel gekk þar sem villtir hængar pöruðust eldis- hrygnum. Alls var seiðaframleiðsla þessarar blönduðu hrygningar 31- 32% undir því sem búast hefði mátt við. Sagði Flemming ekki vera líkindi fyrir því að villtir stofnar gætu staðið af sér slíkt ár- eiti til lengdar. Hins vegar væri erfitt að sryja til um hversu lang- an tíma það tæki villta stofninn að tapa sérkennum sínum og þar með glatast. Flemming var ómyrkur í máli þegar hann var spurður hvað Morgunblaðið/Kristinn Dr. Ian Flemming skynsamlegt væri að gera hér á landi yrði af sjókvíaeldi. „Islendingar hafa möguleika á því að undirbúa slíkt vel. Það var ekki gert í Noregi og þar verður því miður erfitt að snúa taflinu við. Best væri ef laxakvíarnar væru á landi og mér hefur skilist að það sé víða gerlegt á íslandi vegna jarðhita og heits vatns. Laxar myndu ekki sleppa í sjóinn og þar með væri hætta á sjúkdómadreif- ingu og erfðamengun hverfandi. Mengun yrði eftir sem áður vanda- mál til að taka á. Einnig kæmi til greina að ala gelda stofna og unnið hefur verið að því að þróa slíka stofna, en menn hika nokkuð því þetta eru erfiðir laxar í eldi og talsvert er um vanskapnað. Ef að menn eru ákveðnir í að vera með sjókvíar þá þarf að líta raunsætt á málin. Þá þarf að kort- leggja landið, hreinlega ákveða hvaða svæði og hvaða ár þið viljið vernda. Lýsa svæðin verndar- svæði. Stöðvar eiga t.d. ekki að vera við árósa, það vita allir nú til dags. Laxinn sem sleppur leitar alltaf upp í næstu á þegar kyn- þroskinn segir til sín og ef engin er haldbær leitar hann að á og skipta þá göngur villtra laxa og hafstraumar miklu máli. Þá er nauðsynlegt að bera sam- an stærðargráðu eldis við stærð nálægra villtra laxastofna og freista þess að hafa eldið ekki af slíkri stærðargráðu að lágmarks magn flökkulaxa gleypi ekki villtu stofnana á svæðinu. Einnig yrði nauðsynlegt að koma upp vönduðu vinnuferli í tengslum við eldið, eftirliti með búnaði og vinnubrögðum, um- hverfisvöktun, öruggu heilbrigðis- kerfi, skýrsluhaldi, auk aðgengi- legra áætlana um endurveiði strokulaxa þegar vart yrði við slys, enda hangir laxinn við kvíarnar fyrstu dagana eftir að hann slepp- ur úr þeim. Þá yrði að vera kröft- ug gæðastjórnun og nauðsynlegt væri að merkja allan eldislax til að hægt væri að þekkja hann úr og átta sig þá á því hvaðan hann væri kominn, hvernig og hvenær hann slapp,“ sagði Flemming. Eins og að leiða saman úlf o g hund Morgunblaðið/Kristinn Dr. Fred Allendorf DR. FRED Allendorf, doktor í erfða- fræði laxfiska frá Háskólanum í Montana, var staddur hér á landi fyrr í vikunni og hélt þá fyrirlestur um vernd villtra laxastofna og möguleika á erfðamengun þeiira vegna sambýlis við eldislaxa af öðrum stofnum. Var Allendorf gestur Veiðimálastofnuar sem stóð fyrir ráðstefnunni í sam- vinnu við Landssamband veiðifélaga og Landssamband stangaveiðifélaga. í kynningarbréfi á ráðstefnunni er Allendorf kynntur sem „einn virtasti vísindamaður heims um erfðafræði laxfiska og samspil villtra stofna og eldisstofna. Erindi Allendorfs byggð- ist mikið til á reynslu Bandaríkja- manna í þessum efnum, auk þess sem hann kom með ábendingar um hvem- ig best væri að standa að málum hér á landi til þess að af hlytust ekki um- hverfisslys. í samtali við Morgunblaðið sagði dr. Allendorf að starf hans hefði löng- um miðast að því að gagnast til vemd- ar villtum laxa- og silungastofnum og hefðu ýmis verkefni á þessu sviði ver- ið víða, m.a. á Norðurlöndum auk Bandaríkjanna og Kanada. „Það verður ekki hjá því komist að gera ráðstafanir ef hefja á sjókvíaeldi þar sem villtir stofnar era fyrir. Það er staðreynd að eldislaxar sleppa, þeir blandast villtum laxi, hrygna með þeim og afkvæmin hafa breytta gena- uppbyggingu. Það leiðir af sér að stofninn missir eiginleika sína. Hver stofn hefur sína genauppbyggingu og sums staðar eru margir stofnar á litlu svæði, en allir mjög ólíkir. Ég gæti nefnt rannsóknir sem gerðar hafa verið á laxastofnum Colombia-árkerf- isins, en fyrir hundrað árum gengu um 15 milljónir laxa árlega í ána og þverár hennar. í dag eru þetta innan við milljón fiskar. Stofnamir hafa á þessu tímabili orðið fyrir þremur meiri háttar skakkaföllum, fyrst var það ofveiði, síðan stíflugerð sem skerti búsvæði og loks stofnablöndun þegar gripið var til þess að styrkja stofnana með laxi af öðmm stofnum. Það leiddi af sér augljósa erfðameng- un sem gerði illt veira. Dæmin era mun fleiri. Þetta era flókin fræði og ekki mörg einfóld svör við mörgum spumingum sem vakna, en þetta er þó alveg skýrt og tilgangslaust að láta eins og vandamálið sé ekki til. Miðað við dæmi sem ég hef séð um hran laxastofna vegna erfðamengunar er fyllilega sambærilegt umhverfi hér á Islandi,“ segir Allendorf. Hversu hratt brýtur erfðamengun- in laxastofna niður? „Því verður ekki svarað með einni setningu og fer alfarið eftir því hversu vandinn er stór. Það fer eftir því hve margir eldislaxar hrygna og hlutfalli þeirra við þá villtu stofna sem þeir herja á. Það fer líka eftir því hversu gamlir laxamii' era þegar þeir sleppa úr prísundinni. Sleppi ársgamall lax getur tekið hann þrjú ár að ná kyn- þroska og síðan er breytilegt frá ein- um stað til annars hvað laxaseiði úr hrygningu hans era lengi að ná gönguseiðastærð, allt frá einu ári upp í 3-4 ár og þá taka við 1-2 ár í hafinu áður en kynþroska er náð og því geta liðið allt að 7-8 ár áður en lax með skerta erfðauppbyggingu gengur í ána. Það gefur því augaleið að þetta er ástand sem getur verið að versna jafnt og þétt á löngum tíma og er kannski ekki orðið veralega alvarlegt fyrr en eftir 50 ár.“ Það er talað um að sjókvíaeldi eigi að hafa sem lengst frá laxveiðiám og gönguslóðum villtra stofna. Hversu langt er nógu langt íþessum efnum ? „Það er engin töfratala í kílómetr- um talið. Reglan er sú, að því nær sem laxakvíamar eru, því hættulegri era þær og því beri að hafa þær sem lengst í burtu.“ Það erýjað að því í umræðunni hér á landi að blöndun laxastofna sé ekki endilega af hinu illa og geti jafnvel styrkt stofna sem eiga í vök að verj- ast. Er eitthvað tíl íþví? „Nei. Það er enginn fótur fyrir því. Genauppbygging þessara stofna er svo ólík að við getum líkt þessu við að einhverjum dytti í hug að styrkja úlfastofninn með því að láta úlfa tímg- ast með hundum. Sjáðu bara mann- skepnuna. Ef hvítir og svartir bland- ast tapast einkenni beggja og úr verða blendingar. Munurinn er þó alltaf sá að hjá laxinum glatast eigin- leikar sem stofnunum era nauðsyn- legir til að halda velli. Þar að auki er- um við að tala um að villtii’ laxastofnar kunni í þessu tilviki að blandast erlendum stofni sem er gríð- arlega ólíkur að erfðauppbyggingu og myndi því gera mikinn usla.“ Ef þú værir ráðgjafí íslenskra stjómvalda íþessu efni, hverju mynd- irðu mæla með? „Víða þar sem ég þekki til er vandamálið orðið svo stórt að það er nánast of seint að koma hlutunum í fyrra horf. Ef litið er til íslands, þá er nauðsynlegt að staldra við. Á sama tíma og villtir stofnar era á niðurleið nánast alls staðar virðast þeir enn vera nokkuð stöðugir hér á landi. Það kann að eiga sér ýmsar orsakir, en ein þeirra er eflaust sú að hér hefur ekki verið sjókvíaeldi. Villti laxastofninn á Islandi er því mjög dýrmætur og ekki skynsamlegt að ganga í framkvæmd- ir sem ógna honum. Ég hef verið að ræða við embættismenn og fleiri hér á landi og finn að mikill þrýstingur er á ráðamenn frá öllum hliðum þannig að ef byrjað verður með sjókvíaeldi þá ætti tvímælalaust að grípa til þeirra aðgerða sem tiltækar era til að draga sem mest úr hættunni. Það þarf t.d. að liggja ljóst fyrir hvar ábyrgðin á eldinu liggur, huga vel að staðsetningu kvíanna og þoli búnaðarins. Ekki ala kvíafisk í sjó yfir vetrarmánuðina þegar mestar líkur era á að fiskar sleppi, nota ófrjóa stofna eða einungis hrygnui', merkja eldislaxa, rannsaka vandlega erfða- uppbyggingu stofna sem notaðir era og koma á öraggu eftirliti. Þannig mætti áfram telja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.