Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 84
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Frumvarp á þýska þinginu sem bannar dýramjöl í skepnufóðri
Ekið á mink
Gerir ráð fyrir að bannið
nái einnig til fískimiöls
RÍKISSTJÓRN Þýskalands hefur
lagt fram frumvarp á þýska þinginu
sem gerir ráð fyrir að bannað verði
að nota mjöl unnið úr dýraafurðum í
skepnufóður. Samkvæmt frumvarp-
inu á þetta bann einnig að ná til fiski-
mjöls. Frakkar settu í síðustu viku
lög um sama efni og búið er að taka
málið upp á vettvangi Evrópusam-
bandsins. Teitur Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra fiski-
.. mjölsframleiðenda, sagði að þetta
-*mál gæti haft alvarlegar afleiðingar
fyrir íslenskan sjávarútveg.
Ástæðan fyrir því að Frakkar hafa
sett lög sem banna notkun mjöls í
dýrafóður er ótti manna við heila-
rýrnunarsjúkdóminn Creutzfeldt-
Jakob. Eitt afbrigði sjúkdómsins er
rakið til kúariðu, en sá sjúkdómur er
talinn hafa komið til vegna þess að
nautgripir hafa verið fóðraðar á kjöt-
og beinamjöli sem hefur innihaldið
smitefni. Mikill ótti hefur gripið um
sig í Frakklandi og Þýskalandi eftir
gBpð nautgripir í þessum löndum
greindust með kúariðu.
Frakkar hafa þegar bannað
fiskimjöl í skepnufóður
Teitur sagði að lög hefðu verið sett
í Frakklandi fyrir viku sem bönnuðu
notkun á mjöli unnu úr dýraafurðum
í allt skepnufóður. Bannið hefði verið
látið ná til fískimjöls.
„Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir
okkur. í þessum lögum er ekki gerð-
ur greinarmunur á mjöli sem er unn-
ið úr fiski og mjöh sem er unnið úr
sláturúrgangi. Það er hlutur sem við
skiljum ekki.“
Teitur sagði að hann vissi ekki til
þess að sett hefðu verið fram nein
Samband kvótakerfis
og búferlaflutninga
Ekki orsaka-
samhengi
EKKI er hægt að rekja búferlaflutn-
inga frá landsbyggðinni á höfuð-
borgarsvæðið til fiskveiðistjórnunar,
að þvi er fram kemur í greinargerð
frá Þjóðhagsstofnun. Ljóst þykir
hinsvegar að þróun sjávarútvegsins
hefur haft áhrif á þróun byggðar í
landinu en að orsakasamband þess-
' -^ira þátta sé flókið og mjög erfitt að
draga þátt fiskveiðistjórnunarkerfis-
ins sjálfs út úr þessu sambandi.
■ Kvótakerfið/28
Tillaga um sama efni lögð fram á
vettvangi Evrópusambandsins
rök fyrir því að fiskimjölið væri
hættulegt heilsu manna. Hann sagði
greinilegt að stjórnvöld í Frakklandi
og Þýskalandi hefðu tekið þann pól í
hæðina að hafa bannið frekar víð-
tækara en þrengra.
Það fékkst staðfest í gær að frum-
varpið, sem liggur fyrir þýska þing-
inu, næði einnig til fiskimjöls. Teitur
sagði að hann hefði frétt að upphaf-
lega hefði verið ætlunin að láta frum-
varpið einvörðungu ná til kjöt- og
beinamjöls en græningjar, sem eru í
stjórn í Þýskalandi ásamt jafnaðar-
mönnum, hefðu knúið það í gegn að
bannið næði einnig til fiskimjöls.
Teitur sagði vitað að græningjar
hefðu lengi haft hom í síðu fiski-
mjölsiðnaðarins og það kynni að hafa
haft áhrif á þetta mál.
Málið lagt fyrir
Evrópusambandið
Gunnar Snorri Gunnarsson,
sendiherra íslands í Brussel, sagði
að Frakkar hefðu nýverið lagt fram
tillögu á fundi landbúnaðarráðherra
ESB um að banna alla notkun á
mjöli unnu úr dýraafurðum í skepnu-
fóður, en hún hefði ekki náð fram að
ganga. Tillagan yrði tekin upp aftur
á fundi í dýralæknanefnd ESB í dag.
ísland hefiir aðgang að nefndinni og
verða sjónarmið íslands kynnt fyrir
henni.
„Það er alveg ljóst að fiskimjöl
tengist ekki á nokkurn hátt kúariðu,
en þeir sem leggja til að bannið nái
til fiskimjöls færa þau rök fyrir
þessu að eftirlitið verði auðveldara
ef bannið nái til alls mjöls, þar með
taUð fiskimjöls. Við teljum þetta ekki
vera eðlilega röksemdafærslu. Til-
lögurnar liggja hins vegar á borðinu
og við eigum eftir að sjá hversu langt
þær komast,“ sagði Gunnar Snorri.
í Kópavogi
LÖGREGLUNNI í Kópavogi barst í
gærkvöldi tilkynning um að minkur
lægi dauður í kanti Fífuhvammsveg-
ar. Að sögn lögreglu virðist minkur-
inn hafa orðið fyrir bíl. Lögregia hef-
ur ekki upplýsingar um að minkabú
séu í nágrenninu og segir líklegt að
um sé að ræða villimink. Lögreglu-
varðstjóra rekur ekki minni til þess
að áður hafi verið ekið á mink í Kópa-
vogi en varðstjórinn hefur starfað í
lögreglunni síðastliðin 20 ár.
---------------
Ók á og drap
fjórar kindur
ÖKUMAÐUR fólksbíls ók á fjórar
kindur í Hrútafirði í ljósaskiptunum
í gærmorgun. Þrjár ær drápust
strax og sú fjórða var aflífuð á staðn-
um. Ökumaður slapp ómeiddur.
Nokkuð mörg óhöpp verða árlega er
ekið er á kindur en óvenjulegt er að
fjórar ær drepist í sama slysinu.
Morgunblaðið/RAX
Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, aðgætir hér beinagrind hvals af
tegund norðsnjáldra.
Beinagrind
norðsnjáldra
sett upp
NÝ beinagrind hvals af tegund
norðsnjáldra bættist nýlega í safn
Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavi'k.
Beinagrindin er af dýri sem fannst
rekið 16. janúar í fyrra undir Enn-
isfjalli, milli Ólafsvíkur og Hellis-
sands. Það var í annað skiptið sem
hræ af norðsnjáldra strandaði hér
við land, svo vitað sé.
Þeir Ásbjörn Björgvinsson, for-
stöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar,
og Þorvaldur Björnsson frá
Náttúrufræðistofnun hreinsuðu
beinin og settu beinagrindina upp.
Nú eru þeir að hreinsa beinagrind
úr búrhval, sem strandaði í Stein-
grímsfirði 1997. Einnig eru þeir að
verka bein úr hrefnukálfi og hnúfu-
bakskálfi, sem ætlunin er að setja
upp á næsta ári. Að sögn Ásbjörns
komu um 11 þúsund gestir í Hvala-
miðstöðina í sumar og hafa þeir
aldrei verið fleiri.
Skipulagsstofnun vill mat á umhverfísáhrifum sex þúsund tonna sjókvíaeldis í Reyðarfírði
Mat nauðsynlegt vegna áhrifa á
vistkerfí og nyting*u laxastofna
SKIPULAGSSTOFNUN hefur
komist að þeirri niðurstöðu að fyrir-
hugað sjókvíaeldi á laxi í Reyðar-
MITSUBISHI
A
MITSUBISHI
- demantar í umferO
0
HEKLA
- íforysúi á nýrrl öld l
firði sé háð mati á umhverfis-
áhrifum. Segir í niðurstöðu stofn-
unarinnar að rökstuddar ábend-
ingar hafi komið fram um að gerð
verði ítarleg grein fyrir mögulegri
hættu á erfðamengun, áhrifum á
vistkerfi og nýtingu laxastofna.
Samherji hf. óskaði eftir ákvörðun
Skipulagsstofnunar en fyrirtækið
ráðgerir eldi á um 6 þúsund tonnum
af laxi á ári.
Bæjarráð Fjarðabyggðar telur að
framkvæmdin sé ekki háð mati á
umhverfisáhrifum og visar til fyrri
ákvarðana um matsskyldu sjókvía-
eldis í Mjóafirði og Berufirði sem
ekki voru taldar matsskyldar. Nátt-
úruvernd ríkisins telur í umsögn
sinni að þurft geti að skoða stærð og
umfang framkvæmdarinnar, sam-
mögnunaráhrif með öðru sjókvía-
eldi, nýtingu á íslenskum laxi og
hugsanlega sjúkdóma og blöndun,
úrgangsmyndun, mengun og ónæði
og staðsetningu með tilliti til álags-
þols náttúrunnar. Dýralæknir fisk-
sjúkdóma telur ekki þörf á mati út
frá þáttum er snúa að fisksjúkdóm-
um en telur ekki ráðlegt að ala
meira en fjögur þúsund tonn af lax-
fiskum á sama stað.
Veiðimálastjóri telur mat nauð-
synlegt og bendir á að við sjókvía-
eldi séu spurningar um hugsanleg
sjúkdómstengd áhrif flökkufiska á
lífríki í ám mun umdeildari en þær
er varði mengandi þætti. Haf-
rannsóknastofnun bendir í umsögn
sinni á að oft hafi gengið illa að hafa
hemil á laxalús í kvíaeldi og sé æski-
legt að fylgjast með tíðni laxalúsar í
kvíum og villtum bleikjustofnum í
Reyðarfirði bæði fyrir og eftir að
starfsemi hefst.
Mat nauðsynlegt
vegna staðsetningar
í niðurstöðu sinni segir Skipu-
lagsstofnun m.a. að mat á umhverf-
isáhrifum sé nauðsynlegt vegna eðl-
is framkvæmdarinnar og stað-
setningar. Einnig vegna úrgangs-
myndunar, slysahættu ef kvíar
rifna, áhrifa á aðra landnotkun og
kjörlendi laxa, umfangs umhverfis-
áhrifa, fjölbreytileika áhrifa og sam-
mögnunaráhrifa á tilteknu svæði.
Kærufrestur er til 29. desember
2000.
Sex tilkynningar um væntanlegar
framkvæmdir vegna fiskeldis eru
nú í umfjöllun hjá Skipulagsstofnun.
Tilkynna verður nýjar framkvæmd-
ir vegna fiskeldis ef framleiða á yfir
200 tonn á ári hverju þar sem frá-
rennsli er til sjávar.