Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Cleo Laine - aldarfjórðungi síðar DJASS Tó nIeikar BROADWAY Cleo Laine og kvintett Johns Dank- worths. Cleo Laine söngnr, John Dankworth klarinett, sópran og altósaxófón, Mark Nightingale bás- únu, John Horler píanó, Malcolm Creese bassa og Allan Ganley trommur. Broadway, þriðjudags- kvöldið 28.11.2000. ÞAÐ var mikið um að vera í ís- lensku djasslífí sl. helgi. Stórsveit Reykjavíkur, undir stjóm Daniels Nolgárds, flutti útsetningar hans á verkum Sigurðar Flosasonar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Eg fjallaði um flutning Stórsveitarinnar, Sig- urðar og Daniels, á þessum útsetn- ingum, um páskaleytið í ár og þó Stórsveitin hljómi ekki eins vel í steini og gleri Tjamarsals Ráðhúss- ins og viðarklæddu Kaffíleikhúsinu var spiiamennskan jafnvel betri og ekki skemmdi að fremsti djasspían- isti Islands sat við flygilinn: Eyþór Gunnarsson. Sunnudagurinn var svo dagur Rúnars Georgssonar, eins fremsta saxófónleikara íslenskrar djasssögu. Hann blæs sjaldan opinberlega nú- orðið, en um nónbil, á sýningu Tryggva Ólafssonar í Gerðarsafni, var hann í fautaformi og blés við- stadda þvísem næst uppúr sætunum og um kvöldið mætti hann með sax- inn á afmælistónleika til heiðurs Guð- mundi R. Einarssyni í Múlanum. Vonandi að hann haldi eigin djass- tónleika sem fyrst. Þriðjudags- og miðvikudagskvöld vom svo kvöld hins breska djass, er hjónin Cleo Laine og John Dank- worth, sem við kölluðum nú bara Johnny þegar hann var einn helsti boðberi bíboppsins í Evrópu eftir stríð, sungu og léku ásamt fjóram þekktum enskum djassleikuram á Broadway í boði Ólafs Laufdals. Frá- bært framtak hjá Ólafi því það er sjaldgæft að einkaaðilar taki þá áhættu að bjóða hingað stórstjömum á borð við þau hjón. Sumum þótti miðaverð hátt, en ef aðgangseyrir nægir fyrir kostn- aði sleppur Ólafur vel. Cleo og John héldu hér fræga hljómleika á Lista- hátíð 1974 og léku m.a. André Previn og Ami Egilsson með þeim. Eg var erlendis er þeir tónleikar vora haldnir en hlustaði á þau í Laugar- dalshöllinni tveim- ur áram síðar. Þá var Kenny Clare trommari þeirra einsog oftar. Ekki þóttu mér það ýkja skemmtilegir tón- leikar, enda höllin afleit fyrir söng- konu með jafn meistaralega sviðsframkomu og Cleo Laine. Sem betur fer voru tón- leikamir á Broadway mun betur heppnaðir, enda nándin meiri þó hús- ið sé stórt. Kvintettinn hóf leikinn á nýjum ópus eftir John, Shakin’ Bones, þar- sem hljómsveitin var kynnt til leiks og síðan blés hann í sópransaxófón Blue Goose eftir Duke Ellington, einsog Johnny Hodges gerði á hljóðrituninni frægu 1940. Þetta er einn frábærra Ellington-ópusa sem alltof sjaldan heyrist. Cleo Laine steig síðan á svið við mikil fagnaðarlæti og söng syrpu af Vincent Youmans-lögum þarsem flutningur hennar á Tea For Two bar af. I Want To be Happy var dálítið laust í reipunum þó samstiga söngur og leikur hjónanna væri skemmtileg- ur og svo Basie-píanóleikur Johns Horlers. Syrpur verða sjaldan merkilegar og sannaðist það enn á syrpunum tveimur er hún söng auk þessarar. Sú fyrri með Ellington- lögun, en hin síðari með lögum Hoagy Carmichels. Aðuren Elling- ton-syrpan hófst flutti Cleo og kvint- ettinn St. Louis Blu- es eftir W. C. Handy a la Basie og svo söng hún Creole Love Call EU- ingtons aðdáunar- lega vel. Aður sagði hún söguna af því er EUington hljóðrit- aði veririð 1928. Hann var að leika lagið í Cott- on-klúbbnum, en söngkonan Adelaide Hall stóð í hliðar- vængnum og raul- aði textalaust með. EUington var svo hrifinn að hann bað hana að mæta í hljóðver daginn eft- ir og syngja röddina á plötu á sama hátt. Það gerði Adelaide og er söngpartur hennar síðan hluti verksins. Cleo söng þó ólíkt Adelaide, sleppti urrinu. Adelaide bjó á Eng- landi lengst af ævinnar, var góð vin- kona Cleo og söng með þeim hjónum níræð. Eftir hlé hóf kvintettinn leik og blés John Autumn In New York fal- lega í altóinn. Honum tókst ekki eins vel upp í hraðara tempói í Stompin’ At The Savoy. I slíku tempói var hann bestur á klarinettið. Cleo Laine fetar fimlega einstigið milli kabarett- og djasssöngs, en þeg- ar henni tókst best upp eftir hlé, eins- og í djömpópus Sy OUvers, ’Tain’t What Do You, og meistaraballöðu Carmichels, Star Dust, var sveiflan sterk og djasstilfinningin sönn. Með aldrinum hefur ballöðutúUnm hennar dýpkað - aftur á móti var létt yfir aukalaginu, hinum tregafulla blús Billie HolUday er hefst á orðunum: I love my man, enda Cleo gengið allt í haginn í h'finu og John Dankworth enginn lúser einsog gæjamir hennar BilUe HolUday. Tónleikamir vora frábær skemmt- un og þegar best lét dúndurdjass. Vernharður Linnet Morgunblaðið/Jón Svavarsson Cleo Lane hélt tónleika á Broadway Hótel íslandi fyrir fullu húsi. Frábær Goldbergtilbrigði TONLIST Geislapliitur HELGAINGÓLFSDÓTTIR Johann Sebastian Bach: Goldberg- tilbrigðin (Aría og 30 tilbrigði) BWV 988. Flyljandi: Helga Ingólfs- dóttir (semball: Willem Kroesber- gen (1990), í stíl J. Couchet). Upp- taka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Upptökustaður: Skál- holtskirkja, ágúst 1999. Heildar- tími: 77’02. Útgáfa: Smekkleysa SMC 2/ AC Classics AC 99074. Verð: 2.199. ÁRIÐ 1742 leit eitt frægasta hljómborðsverk aUra tíma dagsins ljós. Höfundurinn, Johann Sebastian Bach, nefndi verkið ,Aria mit ver- scheidenen Veránderangen vors Clavicimbal mit 2 Manualen" en nú á dögum gengur það jafnan undir nafn- inu Goldbergtílbrigðin. Verkið er Qórði og síðasti hlutí safnsins Clavier- Ubung sem Ukast tíl var ætíað til flutnings á ýmis hljómborðshljóðfæri. í fyrri hlutum Clavier-Úbung er með- al annarra verka að finna ítalska konsertinn BWV 971 (1735), Sálma- forspilin BWV 669-689 og Partíturnar BWV 825-830 (1731). Johann GottUeb Goldberg (1727- 1756), sá sem tílbrigðin era kennd við, var hirðsemballeikari í Dresden hjá Hermann Carl von KayserUngk greifa. Sagan segir að greifinn hafi beðið Bach um að semja verkið svo að Goldberg gæti leikið það fyrir sig sér til hugsvölunar á andvökunóttum. Goldberg var því aðeins 13 ára þegar verkið var samið og hlýtur að hafa verið i meira lagi snjall sembaUeikari, því verkið er óhemju krefjandi tækni- lega. Ef sagan er þá sönn - en hún er höfð eftir sonum Bachs og birtíst í fyrstu ævisögu Bachs eftir Johann Nikolaus Forkel (1802). Helga Ingólfsdóttír hefur unnið þrekvirki með því að hljóðrita þetta mUda verk á geisladisk fyrst Islend- inga. Svo langt má ganga að segja að þetta sé einstakt afrek sem marki þáttaskil í útgáfu hljóðritana hér á landi. Og svo er tilefnið verðugt, 250 ára ártíð Johanns Sebastíans Bachs. Vart verður hans minnst á virðulegri hátt en með því að hljóðrita hin stór- brotnu GoldbergtUbrigði. En eitt er að vinna verk og annað að vinna það vel. Eg þori að fullyrða að þessi nýi diskur sé besti einleiksdiskur sem ég hef heyrt frá hendi íslensks hljóð- færaleikara fyrr og síðar. Og saman- burður við heimsfræga tónlistarmenn er einnig mjög þessari nýju hljóðritun í hag. Áram saman hef ég hlustað mér tU ánægju á útgáfu Trevor Pinnocks (Archiv 415 130-2) og píanóútgáfu Glenn Goulds (CBS Masterworks CD 37779) sem mér hefur alltaf þótt ákaf- lega faUeg - þrátt fyrir raul, stunur og sérviskulega spUamennsku. Núna finnst mér Pinnock-útgáfan vera ryþmískt slöpp í samanburði við túlk- un Helgu og Gould fara yfir strikið í tiktúram sínum. Flutningur Helgu Ingólfsdóttur er eitthvað svo blátt áfram og „heilbrigður", þótt hvorki sé farið niður á plan hversdagsleikans né ofuráhersla lögð á tæknilega sýn- ingarstæla. Hún nýtm- þess líka að hljóðritun Halldórs VUringssonar hef- ur framúrskarandi mikla fyllingu og faUega hljóðmynd. Þar að auki hljóm- ar sembaU Helgu svo miklu betur en hljóðfæri Pinnocks, sem er heldm- ekki eins vel hljóðritað. Helga hefur kosið mjög frísklegt tempó í flestum tUbrigðunum og yfirbragð verksins í flutningi hennar er bjartara en ég hef heyrt hjá öðrum listamönnum. Radd- ir era ákaflega skýrt mótaðar þrátt fyrir hraðann og ryþminn er svo lif- andi að ómögulegt er að sitja kyrr í fjöragu köflunum. Flutningur Helgu er geysUega sannfærandi út í gegn, hvergi er misfeUu að finna. Einmitt svona á þetta verk að hljóma. Helga Ingólfsdóttir skrifar sjálf textann í bæklingnum. Hann er vel framsettur, áhugaverður og aðgengi- leg lesning fyrir alla. Skemmtílegt er að lesa tUvitnanimar úr verki Forkels sem varpa nokkra ljósi á afstöðu tón- skáldsins tU Ustar sinnar. ítrekað skal lofið fyrir vel heppn- aða hljóðritun Halldórs VUdngssonar. Þetta er frábær diskur, sem ég fuU- yrði að sé einstakur í sinni röð. Valdemar Pálsson Fallega og músíkalskt mótaður orgelleikur AP Mexíkóskir meistarar ÞETTA verk mexíkúska lista- mannsins Diego Rivera er þessa stundina til sýnis í listasafninu i Dallas í Bandarfkjunum. Verkið nefnist „Calla LUy Vendo" og er hluti sýningarinnar Mexíkóskir meistarar nútímans, en auk Rivera má einnig nefna Frieda Kahlo meðal þeirra sem verk eiga á sýningunni. TOIVLIST Fríkirkjan ORGELTÓNLEIKAR Kári Þormar flutti rómantfska orgeltónlist eftir F.Mendessohn, F.Peeters, S.Karg-Elert, M.Duru- flé, R. Vaughan Williams og C. Franck. Þriðjudagurinn 28. nóvember, 2000. RÓMANTÍSK orgeltónlist leið fyrir það, að tengslin við orgeltónUst Barokkmanna rofnaði á klassiska tímabUinu og stóra meistaramir Haydn, Mozart, Beethoven og Schu- bert höfðu Iítinn áhuga á þessu hljóð- færi, svo að það er í raun ekki tU „klassisk" orgeltónlist. Þetta er skilj- anlegt, því það var sónötuformið, sem blómstraði í aUs konar hljóðfæratón- Ust og óperan sem hafði mildl áhrif á framvindu tónUstar. Rómantísku meistaramir, Mendelssohn, Liszt og seinna meir Reger, reyndu að skapa orgelinu sess, með gerð rómantískra orgelverka og hjá frönskum tón- skáldum vora Vidor, Saint-Saens og Cesar Franck fremstir í flokki. enda vora það Frakkar sem náðu að nokkra tengslum við nútímatónlist. Kári Þormar orgelleikari við Frí- kirkjuna, hélt tónleika s.l. þriðju- dagskvöld og var tónefnið rómantísk orgeltónlist. Tónleikamir hófust á sónötu nr. 3, í A-dúr. op. 65, eftir Mendelssohn, úr flokki sex slíkra verka útgefinna 1845 en í þessum verkum reynir tónskáldið að sam- hæfa kontrapunktaðferðir J.S. Bachs, við hinn klassisk-rómantíska tónstíl sinn. Sónatan op 65. nr. 3, er fallega tónUst og sérstaklega seinni þátturinn, sem var fallega fluttur. Tveir sálmforleikir, eftir Flor Peet- ers 1903-86), Belgískt tónskáld, er var víðfrægur kennari og konsert- orgelleikari, vora næst á efnis- skránni og era þessir forleikir mjög í anda C. Francks, falleg tónlist. Sá seinni, við sálminn Nú fjöll og byggð- ir blunda, var nokkuð óvenjulegur, fyrir lágradda útfærslu, þ.e. samspil vinstri handar og pedals. Þessi sálm- forleikir voru fallega mótaðir. Kóralfantasían yfir Nú gjaldi Guði þökk, eftir Siegfried Karg-Elert (1877-1933), þýskan orgelleikara og tónskáld, nemanda Reinecke, er sambland af mörgum vinnuaðferðum frá tímum barokksins, rómantíkinni og einnig brá fyrir ótónal tónlínum og hvort það var ákvörðun orgelleikar- an, þá byggðist lengd verksins á end- urtekningu kaflans í heild, aðferð, sem var mikið notuð í barokk og klassik. Þessi sérkennilega tón- stílsblanda var mjög vel flutt og með töluverðum tilþrifum. Prelúdia og fúga yfir nafnið Alain, op 7, eftir Maurice Duruflé (1902-89), var leiktæknilega eitt af erfiðari við- fangsefnum Kára á þessum tónleik- um og þar sýndi hann töluverða leikni í prelúdíunni og reyndar einnig í fúgunni, sem er svona og svona að formi til. Þetta er að mörgu leyti skemmtilegt verk, er var í heildina séð vel flutt. Prelúdina yfir þjóðlag frá Wales, eftir Ralph Vaughan Will- iams er sérlega falleg tónsmíð, sem var sérstaklega vel flutt af Kára og tónleikunum lauk með þriðja Kóraln- um í a-moll, eftir César Franck, und- ur fallegu verki, sem er síðast af þremur kórölum, er hann samdi á dánarári sínu. Telja margir þessi verk vera eins tónrænt „testamente". Tónefni a-moll kóralsins er tvískipt, þar sem upphafið er eins konar prelúdía, sem má heyra á víxl við kóralinn. Þetta glæsilega verk lék Kári Þormar vel og með fallegri og látlausri raddskipan. Kári er efnileg- ur orgelleikari, sem þarf að festa handtak sitt með því að halda oftar tónleika en hann hefur gert. Honum hættir til að vera svolítið laus í hryn, órólegur, sem mátti merkja á nokkr- um stöðum, t.d. í Kóralnum, eftir Franck, þó hann væri i heild vel flutt- ur. Það sama má segja um prelúd- íuna, eftir Duraflé, en þar sýndi Kári; að hann ræður yfir töluverðri leikni. I verkum Peeters, Vaughan Williams og seinni kafla orgelsónötunnar, eftir Mendelssohn, var leikur Kára mjög fallega og músikalskt mótaður. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.