Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Kennarar og starfsfólk
í öldrunarþjónustu
í öldrunarþjónustu,
segir Ingibjörg Péturs-
dóttir, er stöðugur
skortur á starfsfólki
Lág laun grafa undan sjálfsvirð-
ingu fólks og valda óánægju í starfí
sem sannarlega hlýtur að vera óhag-
kvæmt fyrir alla, jafnt einstaklinga
sem þjóðfélagið í heild.
Það er dapurleg staðreynd að
margir mjög hæfir einstaklingar
neyðast til að snúa baki við þeim
störfum sem þeir eru menntaðir og
þjálfaðir til að vinna. Þeir hafa
hreinlega ekki efni á vinna fyrir því
kaupi sem er í boði og neyðast að
leita á önnur mið. Svo einfalt er það.
Það gildir jafnt um kennara sem
starfsfólk í öldrunarþjónustu og
ýmsa aðra sem vinna störf sem
snúast um fólk.
Er ekki kominn tími til að leið-
rétta það launamisrétti sem við-
gengst í þessu landi?!
Ættum við ekki líka að taka til í
skápnum sem geymir verðmætamat
okkar, þar þarf víst að raða betur í
hillurnar og henda ýmsu drasli á
haugana.
Að lokum er svo hér sönn saga úr
daglega lífinu:
Það var einu sinni maður sem
vann á ónefndum stað fyrir ungl-
inga. Hann skipti um vinnu og fór að
vinna í Fjölsk,- og húsdýragarðinum
af því þar fékk hann miklu betra
kaup.
Ætli d(k)ýr séu meira virði en
unglingar?
Höfundur er iðjuþjálfi.
Skortur á starfsfólki
í öldrunarþjónustu
I öldrunarþjónustunni, þar sem
ég þekki best til, er stöðugur skortur
á starfsfólki, jafnt faglærðu sem ófa-
glærðu. Ráðamenn og stjómendur
sjúkrahúsa, dvalarheimila og ann-
arra stofnana undrast þetta mjög,
ræða ástandið á löngum fundum og
ráðstefnum innanlands sem utan,
rífa hár sitt og óskapast.
Þeir sem sinna öldruðum eru aðal-
lega konur - þær sem gegna verst
launuðu störfunum verða yfirleitt
ekki gamlar í starfi. Þær sem halda
út eru aðallega samviskusamar eldri
konur sem eru búnar að vinna þessi
störf - sem geta verið bæði erfið og
krefjandi - lengi og fá sig ekki til að
hætta.
Síðan erum við svo heppin að okk-
ur hefur borist liðsauki erlendis frá
til að vinna verst launuðu störfin.
Hvar værum við án allra útlending-
anna sem vinna þau fyrir okkur?!
Er lifandi fólk svona lítils virði?
Sjálf vinn ég á dagdeild fyrir fólk
með alzheimer-sjúkdóm og fleiri
Ingibjörg
Pétursdóttir
sjúkdóma sem valda
minnisleysi og öðrum
einkennum sem gera
fólki erfitt fyrir í dag-
legu lífi. Einstaklingar
sem hafa sjúkdóma af
þessu tagi þurfa á
miklum stuðningi að
halda, hlýju og nær-
gætni. Mikilvægt er
aðþeir sem starfa á
slíkri deild ráði yfir
næmi fyrir líðan ná-
ungans, tillitsemi, þol-
inmæði og búi yfir
ýmsum fleiri kostum
sem ekki verða metnir
til fjár. Enda eru þeir
ekki metnir til fjár.
Þrátt íyrir að samstarfskonur
mínar ófaglærðar hafí margra ára
starfsreynslu í öldrunarþjónustu og
sýni hæfni í starfí fá þær skammar-
lega lág laun. Þannig er það því mið-
ur víða, gildir einu hvort um öldrun-
arstofnanir, sjúkrahús, leikskóla er
að ræða eða aðra staði þar sem unn-
ið er með fólk.
Við sem erum svo lánsamar - lán-
söm - að hafa prófskírteini upp á
vasann fáum eitthvað meira í launa-
umslagið en mismunandi mikið þó.
Hjá fjölmörgum er uppskera mánað-
arins þó svo rýr að máltækið „mennt
er máttur" missir hluta af merkingu
sinni.
Þó að flestir sem vinna með fólk
eigi það sameiginlegt að hafa ekki
valið sér starfsvettvang út frá vænt-
ingum um völd og ríkidæmi geta fáir
sætt sig við að vinna fyrir svo lágu
kaupi að það dugi vart fyrir nauð-
þurftum.
Það er staðreynd að margir sem
vinna við öldrunarþjónustu neyðast
til að vinna tvöfalda vinnu eða hafa
góða fyrirvinnu sem getur veitt fjár-
hagslegan stuðning.
NÚ stendur yfir
verkfall framhald-
skólakennara og þó að
það komi illa við mína
fjölskyldu eins og svo
fjöldamargar aðrar
styð ég kröfur kennara
um bætt kjör. Það er
kominn tími til að
kennarar fái laun í
samræmi við þá
menntun, ábyrgð og
kröfur sem eru gerðar
til þeirra í starfi.
Þetta leiðir hugann
að því að jafnan virðast
vanmetin störf kenn-
ara eins og annarra
starfshópa sem vinna
störf sem snúast um fólk, alla vega
þegar meta skal hvaða laun eigi að
greiða fyrir vinnuna.
Það vita allir að það verður enginn
ríkur á því að sinna börnum, ungl-
ingum, veiku fólki, fötluðu fólki,
öldruðu fólki. Þvert á móti. Stað-
reyndin er að margir þeirra sem
vinna á þessu sviði tilheyra láglauna-
hópum. Sem betur fer hefur hagur
nokkurra hópa vænkast á síðustu ár-
um þar sem þeim hefur tekist að
knýja fram einhverjar kjarabætur.
Um daginn sá ég sjónvarpsþátt
þar sem kom fram að nú þætti bein-
línis hallærislegt að vinna með fólk
en það væri eftirsóknarverðast að
vera verðbréfasali eða vinna hjá
tölvufyrirtæki.
Ætli það sé skýringin á því að
kennarar og fleiri stéttir sem vinna
með fólk hafa dregist aftur úr hvað
varðar laun? Eða er því kannski öf-
ugt farið; hafa léleg laun orðið til
þess að það þyki „hallærislegt" að
vinna með fólk?
íslenski draumurinn
íslenski draumurinn gengur út á
að „meika það“; eiga nóg af pening-
um og keyra á glæsivögnum - eiga
a.m.k. einn jeppa, búa í einbýlishúsi
eða raðhúsi, ferðast til framandi
landa nokkrum sinnum á ári - svo er
ekki verra að vera ungur og flottur í
tauinu.
Og ef þú átt ekki peninga þá verð-
ur þú alla vega að látast eiga nóg af
þeim og það getur endað í hræðilegri
martröð eins og dæmin sanna.
Það eru auðvitað margir sem láta
sér fátt um íslenska drauminn finn-
ast og eiga sér drauma og hugsjónir
sem ekki snúast um auð og völd.
Margir leggja meira upp úr því að
vinna störf sem eru innihaldsrík og
gefandi þrátt fyrir að launin séu í
lakara lagi og gefi alls ekki tilefni til
þátttöku í spretthlaupinu mikla. En
fólk þarf að geta lifað af laununum
sínum og það má ekki gerast að það
verði forréttindi „vel giftra“ kvenna
að sinna ákveðnum störfum - sem
oft á tíðum snúast um fólk.
rcpf.aiidwmir
(£Postulinsi
taz
Yfír 40 gerðir
Jón & óskar
taugavegi 61
Klukkan
Hamraboi
Úr og Djá<
Garöabæ
Georg V. Hannah
Ri “
sn
efiavík
Gullúrio
Mjódd
kr. 26.000
Halldór Ólafsson
Akureyri
Jón Bjarnason
Akureyri
Hrund
Ólafsvík
Karl R. Guðmunds
Selfossi, i
■
Vinna
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 63
Stöð 2 býður upp á
fjölbreytta og skemmtilega
dagskrá fyrir börnin
í desember.
Helstu kvikmyndir eru:
Tólf dagar jóla, Aleinn heima III
og hin bráðskemmtilega mynd
Snjókarlinn.
Teiknimyndimar eru heldur ekki w
af verri endanum; 1
Mánudagar: Svalur og Valur,
Trillumar og Strumparnir.
Þriðjudagar: Batman, Kalli kanína
og Strumpamir.
y Miðvikudagar: Brakúta og
df Strumpamir.
Fimmtudagar: Real Monsters og
\ Strumpamir
Afi er á sínum stað um hverja
hetgi og jólaþátturinn hans
verður á annan f jólum.
Á næstu dögum mun
- bömum á aldrinum 3-8 ára
berast jólakveðja frá Afa!
Góða skemmtun!