Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000
MORGUNB LAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Handverkskonur í Glaðheimum við hluta af þeim vörum sem til sölu voru.
Þessar snyrtilegu dömur voru á snyrti- og förðunarkynningunni og með þeim á myndinni er Sigrún
Óskarsdóttir förðunarfræðingur.
Glatt á hjalla í Glaðheimum
Þórshöfn - Félagsstarf eldri borg-
ara á Þórshöfn og nærsveitum er
líflegt þessa dagana og ekki setið
auðum höndum. Þar er fondrað,
spilað og spjaliað og jafnvel sett
upp snyrtistofa.
Nýlega v£tr förðunar- og snyrti-
vörukynning en þá komu í heim-
sókn Sigrún Óskarsdóttir förðun-
arfræðingur ásamt starfsmanni
Húsavíkur Apóteks á Þórshöfn.
Þær buðu konum upp á létta förðun
og kynntu snyrtivörur frá Apótek-
inu. Sigrún förðunarfræðingur
leiðbeindi um litaval, notkun á
snyrtivörum og rétta umhirðu húð-
arinnar. Það var glatt á hjalla og
bar húsið sannarlega nafn sitt með
sóma en það heitir Glaðheimar.
Húsið var áður í eigu Heilsu-
ræktarinnar á Þórshöfn en með til-
komu nýja íþróttahússins flutti öll
heilsuræktarstarfsemi þangað og
Heilsuræktin ánafnaði Dvalar-
heimilinu Nausti húsið og félag
eldri borgara hefur nú aðstöðu sfna
þar. Þórshafnarhreppur hefur
nýverið látið endurbæta húsið sem
er vistlegt og notalegt og þessi
höfðinglega gjöf hentar vel fyrir
núverandi starfsemi og er vel nýtt.
Handverksmarkaður verður þar
fram að jólum en afrakstur af
vinnu félagsmanna er þar til sölu
og sýningar. Þar er á boðstólum
prjónles af ýmsu tagi; glervörur,
jólaskraut og aðventukransar og
hægt að gera kjarakaup á þessum
fallegu munum.
Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja
Hugmyndasam-
keppni um merki
Vestmannaeyjum - í tilefni af 25 ára afmæli
Héraðsskjalasafns Vestmannaeyja um þess-
ar mundir ákvað menningarmálanefnd Vest-
mannaeyja að láta fara fram hugmyndasam-
keppni um merki fyrir safnið. AIls bárust 28
tillögur frá fimm aðilum. Tillaga undir dul-
nefninu „Friðrik" var valin af dómnefnd óg
tilkynnti Jóna Björg Guðnadóttir skjalavörð-
ur niðurstöður dómnefndar. Hinn kunni af-
rekssundmaður Logi Jes Kristjánsson stóð á
bak við dulnefnið „Friðrik“ og hlaut hann að
launum 50.000 kr.
Jóna Björg sagði að merkið væri mjög
táknrænt og vel útfært. Femingarnir þrír
eru A4-blaðsíður sem tákna skjöl skjalasafns-
ins. Skjöl úr fortíðinni, samtímaskjöl og
ókomin skjöl á safnið. Grunnurinn utan um
skjölin er tvíþættur, í fyrsta lagi táknar hann
borðið sem skjöiin em skoðuð á og rannsökuð
við og í öðra lagi táknar grannurinn tölvu-
skjáinn þar sem skjölin era færð í meira
magni inn á tölvuna. Þar með er fortíðinni,
samtíðinni og framtíðinni blandað saman.
Litur merkisins er blár grannlitur sem tákn-
ar tengsl Vestmannaeyja við hafið. Litur
ferninganna eða blaðanna sýnir hvernig skjöl
gulna með tímanum, dökkt gamalt skjal aft-
ast og hvítt óskrifað skjal fremst. Það vora
foreldar Loga Jes, Ágústa Friðriksdóttir og
Kristján Egilsson, sem tóku við verðlaunun-
um úr hendi Jónu Bjargar. Athöfnin fór fram
í Landlyst sem endumeist hefur verið á
Skanssvæðinu í Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
I útibiii Islenskra verðbréfa í Bolungarvík, f.v.: Jón Björnsson stjórnar-
formaður, Sævar Helgason framkvæmdastjóri, Ásgeir Sólbergsson,
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Bolungarvíkur, og Unnar Hermannsson, for-
stöðumaður Islenskra verðbréfa hf. á Vestfjörðum.
Islensk verðbróf
hf. opna útibú
í Bolungarvík
Bolungarvík - íslensk verðbréf h.f.
hefur opnað útibú í Bolungarvík og
áform era um að opna einnig útibú á
ísafirði á næstunni.
Útibú íslenskra verðbréfa h.f. í
Bolungarvík er til húsa í Sparisjóði
Bolungarvíkur. Forstöðumaður þess
er Unnar Hermannson.
íslensk verðbréf h.f. hét áður
Kaupþing Norðurlands og á fyrir-
tækið að baki 13 ára sögu, en það er
eina löggilta verðbréfafyrirtækið ut-
an höfuðborgarsvæðisins.
Með tilkomu útibúsins í Bolungar-
vík stendur íbúum Bolungarvíkur og
nágrennis til boða milliliðalaus þjón-
usta á sviði fjárvörslu, eignarstýr-
ingar, verðbréfamiðlunar, útgáfu
verðbréfa, sjóðstýringa og almennr-
ar ráðgjafar á sparnaði.
„Viðtökur hafa verið mjög góðar
þessa fyrstu daga og fólk hefur mikið
verið að koma og kynna sér þá þjón-
ustu sem við eram að bjóða og við er-
um ánægð með þær undirtektir sem
við höfum fengið,“ sagði Unnar Her-
mannsson forstöðumaður íslenskra
verðbréfa h.f. á Vestfjörðum.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
Guðrún Hannele Henttinen, formaður sljórnar Handverks og
hönnunar, Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri verkefnis-
ins, Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Norska hússins, og
Lára Gunnarsdóttir, trélistarmaður í Stykkishólmi, sem á verk á
sýningunni.
Nytjalist úr náttúr-
unni í Norska hús-
inu í Stykkishólmi
Stykkishólmi - Handverk og
hönnun standa fyrir sýningu í
Norska húsinu í Stykkishólmi sem
heitir: „Nytjalist úr náttúranni -
vatn.“ Sýningin er var fyrst sett
upp í Reykjavík í ágúst og er
framlag Handverks og hönnunar
til dagskrár Reykjavíkur menn-
ingarborgar.
Markmið sýningarinnar er að
sýna það besta af nytjalist sam-
tímans. Hlutirnir vora allir sér-
hannaðir fyrir þessa sýningu.
Lögð er áhersla á að samtvinna
góða hönnun, hugvit og gott hand-
verk. Þema sýningarinnar er vatn.
Það eiga 25 listamenn þar verk og
sumir fleiri en eitt. Á sýningunni
er einn Hólmari meðal þátttak-
enda. Það er Lára Gunnarsdóttir
sem sýnir verk úr tré.
Þetta er mjög fjölbreytt og fal-
legt sýning sem vert er að skoða.
Sýningin Nytjalist úr náttúranni
er opin daglega frá kl 16 - 18 og
stendur til 3. desember.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson