Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAEIÐ Nýjar hræringar innan fhaldsflokksins í Bretlandi Portillo hefur ekki áhuga á leiðtogastöðunni Liggur undir árásum hægrimanna í flokknum en segist ekki vera á útleið Reuters Michael Portillo eftir að hann hafði verið útnefndur frambjóðandi íhaldsflokksins í Kensington og Chelsea fyrir rúmu ári. London. Daily Telegraph. MICHAEL Portillo, sem fer með fjármálin í skuggaráðuneyti íhalds- flokksins í Bretlandi, hefur lýst yfir, að hann hafi engan áhuga á að verða eftirmaður Williams Hagues sem leiðtogi flokksins. Hefur Portillo leg- ið undir hörðum árásum frá hægriarminum í flokknum og eftir vinum hans er haft, að hann sé nú að velta fyrir sér framtíðinni vegna þess, að hann hafi ekki lengur ánægju af stjórnmálavafstrinu. Sjálfur vísar hann þó á bug getgátum um, að hann hyggist hætta afskipt- um af stjómmálum. í yfirlýsingu frá Portillo í fyrra- kvöld leggur hann áherslu á, að hann vilji taka fullan þátt í tilraunum fhaldsflokksins til að sigra Verka- mannaflokkinn í næstu kosningum en hann hafi þó „engan áhuga á að verða flokksleiðtogi“. Segist hann hlakka til að verða ráðherra í næstu ríkisstjóm en virðist þó halda því opnu um leið, að hann muni segja skilið við stjórnmálin takist flokkn- um ekki að sigra í næstu kosningum, sem hugsanlega verða í vor. í ónáð hjá hægriarminum Innan íhaldsflokksins dylst eng- um, að Portillo er ekki ánægður og hann hefur tekið nærri sér harðar árásir hægrimanna á tilraunir hans til að mýkja ímynd sína og flokksins í augum breskra kjósenda. Haft hefur verið eftir Margaret Thatcher, að hún telji, að Portillo sé ekki lengur alveg „með á nótunum" og gagnrýn- endur hans saka hann um að halda fram sínum einkaskoðunum í stað þess að reka áróður fyrir íhalds- ílokknum sem skattalækkunar- flokki. Fór ræðan, sem hann flutti á landsfundi íhaldsflokksins, sérstak- lega fyrir brjóstið á þeim en þá sagði Portillo, að tími sinn utan þings hefði nýst sér til að „kynnast betur hinum almenna borgara“. Yfirlýsing Poi-tillos kemur á sama tíma og orðrómur er um, að frammá- menn í flokknum séu farnir að huga að eftirmanni Hagues. Er ástæðan meðal annars öi-uggur sigur Verka- mannaflokksins í þrennum auka- kosningum í Englandi og Skotlandi í síðustu viku en hann hefur dregið verulega úr vonum íhaldsmanna um að hagnast á erfiðleikum ríkisstjóm- arinnar að undanförnu, eldsneytis- hækkununum og óánægju lífeyris- þega. Enn sem komið er virðist umræðan innan flokksins ekki snúast um það hver verði eftirmaður Hagues, heldur hver verði það ekki. Á það meðal annars við um Ann Widdecombe, sem hefur mikið fylgi vegna harðrar stefnu í eiturlyfja- og löggæslumálum en þykir lítt sigur- strangleg sem leiðtogi. Sinnaskipti í útlegðinni Á Portillo var á sínum tíma litið sem arftaka Thatcher og leiðtoga Evrópuandstæðinganna í Ihalds- flokknum og hefði hann ekki misst sæti sitt í kosningunum 1997, hefði hann næstum örugglega orðið leið- togi flokksins. Sagði hann seinna, að ósigur flokksins hefði stafað af því, að kjósendum hefði fundist hann hafa lítinn áhuga á kjörum venjulegs fólks en þess í stað hampa græðgi og sérréttindum. Eftir þriggja ára eyðimerkur- göngu var Portillo endurkjörinn í aukakosningum í Kensington og Chelsea, einu öruggasta kjördæmi íhaldsflokksins í Englandi. Skömmu áður reyndi hann að kveða niður orð- róm um, að hann væri samkyn- hneigður með því að viðurkenna, að hann hefði vissulega fiktað við það ungur maður en ekki síðan. Reiddust sumir hægrimenn í flokknum þessari yfirlýsingu hans, til dæmis Tebbit- lávarður, sjálfskipaður gæslumaður Thatcher-arfleifðarinnar. í síðasta hefti af Spectator fer Tebbit háðu- legum orðum um tilraunir Portillos til að gefa þá mynd af sér, að hann sé umhyggjusamur íhaldsmaður. Sakaður um slælega frammistöðu Fyrr í þessum mánuði sögðu Port- illo og Francis Maude, sem fer með utanríkismál í skuggaráðuneytinu, sig úr félagsskapnum Aldrei að víkja en hann var stofnaður til að standa vörð um og halda á loft kenningum Thatcher. Kom úrsögnin í kjölfar fundar eða hádegisverðar í klúbbn- um þar sem Portillo var úthúðað fyr- ir að finna lítinn höggstað á efna- hagsstefnu Verkamannaflokksins. Það er líka rétt, að það hefur hallað á Portillo í glímunni við Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, og þar að auki hefur hann hætt and- stöðu Ihaldsflokksins við lágmarks- laun og krafist þess, að flokkurinn afturkalli skattalækkunarábyrgðina. Hún er þannig, að næsta ríldsstjórn Ihaldsflokksins muni lækka skatta hvernig sem ástandið verður í efna- hagsmálunum. Dagblaðið Sun sagði í fyrradag, að frammistaða Portillos í skuggaráðu- neytinu hefði verið „léleg“ og sagði, að auk þess færi hann „frjálslega með sannleikann" þegar hann segði, að hann hefði aðeins haft kynni að samkynhneigð sem ungur maður. Sagði Sun, að hann hefði átt tvo ást- menn, sem báðir hefðu fengið al- næmi, og væri annar látinn. Réttarhaldið í Lockerbie-málinu Sýknu- kröfu vís- að á bug Camp Zeist i Holiandi. AP, Reuters. RÉTTURINN í Lockerbie-réttar- haldinu svokallaða, sem þessa dagana réttar yfir líbýskum sakbomingum að skozkum lögum á hlutlausu svæði í Hollandi, hafnaði í gær kröfu veijenda annars sakbominganna um að ákærur gegn honum yrðu látnar niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. Líbýumennimir tveir, sem saksókn- arar telja að hafi verið liðsmenn líb- ýsku leyniþjónustunnar, eru sakaðir um að hafa staðið að baki sprengitil- ræði í risaþotu PanAm-flugfélagsins yíir skozka bænum Lockerbie fyrir tólf áram, sem varð 270 manns að bana. Ranald Sutherland dómari úrskurð- aði í gær, að rétturinn hefði heyrt nægilega sterkan vitnisburð gegn sak- bomingnum Lamen Khalifa Fhimah til að rétt væri að halda réttarhaldi yfir honum áfram. Veijandinn Richard Keen fór á þriðjudag fram á að málflutningurinn gegn umbjóðanda sínum yrði látinn niður falla á þeim forsendum, að sak- sóknarar í málinu hefðu ekki lagt fram fullnægjandi gögn til að sanna að Fhimah tengdist sprengitilræðinu. Sutherland dómari ákvað að réttar- haldinu skyldi haldið áfram hinn 5. desember nk. Þá munu fulltrúar sak- sóknara hefja sinn málflutning. Framkvæmdastjórn ESB leggur til róttækar ráðstafanir gegn kúariðu Bann lagt við öllu fóðri úr beinum og kjöti David Byrne Franz Fischler Brussel. AFP. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) lagði í gær til, að gripið yrði til róttækra ráðstafana til að freista þess að endurreisa traust neytenda á nautakjöti. Fylgir sá böggull skammrifi, að ráðstafanimar gætu kostað framleiðendur og aðra hags- munaaðila allt að þremur milljörðum evra á ári, andvirði um 225 milljarða króna. David Byrne, sem fer með heilbrigðis- og neytendamál í framkvæmdastjóminni, sagði að hún myndi leggja tillögu fyrir fund landbúnaðarráð- herra ESB-landanna 15 næsta mánudag, um að sett yrði tímabundið bann við notkun mjöls unnu úr kjöti og beinum í fóðri eldis- dýra, sem ætluð eru til manneldis. Sagði Byme að þessi og fleiri til- lögur sem lagðar yrðu fyrir landbún- aðarráðherrana, væra „nauðsynleg- ar fyrir endurreisn trausts neyt- enda,“ sem orðið hefði fyrir alvarlegum hnekki vegna hrinu frétta af því að undanfömu, að kúa- riða hefði greinzt æ víðar í álfunni. Byrne sagði á blaðamannafundi í Brussel í gær, að „menn hafi haft áhyggjur af því eftirliti sem er með beinamjöli og dýrafóðri“. Þegar væri bannað að fóðra nautgripi á beina- og kjötmjöli. En fram að þessu hafi það ekki verið bannað að gefa svín- um og alifuglum slíkt fóður. Sagðist hann ennfremur hafa efa- semdir um að þeim reglum sem sett- ar hefðu verið um eftirlit með dýra- fóðri væri fylgt sem skyldi. Sú staðreynd, að sum aðildarríkin hefðu einhliða fært bannið við notkun slíks fóðurs út til allra annarra dýra, hefði líka kallað á aðgerðir af hálfu ESB. Kostnaðurinn gríðarlegur Franz Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn- inni, sagði að árlegur kostnað- ur sem af ráðstöfunum þessum hlýzt Uklega munu nálgast þijá milljarða evra. Tap kjöt- framleiðenda einna verði nærri einum og hálfum millj- arði evra, andvirði um 112 milljarða króna. Fischler sagði, að hvað svo sem Evrópusambandið tæki til ráða, muni framhaldið þegar allt kemur til alls vera í hönd- um neytenda. En hann bætti við: „Við ætlumst til þess þó að neytendur geri upp sinn hug af fullri sanngirni. Það er gott að neytendur séu gagnrýnir, en við væntum þess að hinn gagn- rýni neytandi verði jafnframt upp- lýstur neytandi." Byme sagði að gegnsæi í öllu framleiðsluferli kjöts til manneldis væri í beinu samhengi við öryggi framleiðslunnar í öllum aðgerðum sem miðuðu að því að byggja aftur upp traust fólks á henni. Meðal annarra aðgerða sem fram- kvæmdastjórain leggur til aðrar en dýrafóðurbannið er að engar afurðir af nautgripum yfii- 30 mánaða aldri fari á markað til manneldis nema eft- ir að hafa staðizt prófun sem tryggi að kúariðusmit sé ekki að finna í slát- urdýrinu. Reynt að draga úr spennu í Suður-Serbfu Aðskilnað- arsinnum haldið í skefjum Washington, London. AFP, The Daily Telegraph. YFIRMENN friðargæsluliðsins í Kosovo, undir forystu Atlantshafs- bandalagsins (NATO), ræddu í gær við leiðtoga Albana og júgóslavneska embættismenn til að reyna að draga úr spennu í suðurhluta Serbíu. Að sögn stjómarerindreka leggur friðar- gæsluliðið mikið kapp á að koma í veg fyrir frekari árásir albanskra aðskiln- aðarsinna á svæðinu til að styrkja stöðu Vojislavs Kostunica, forseta Júgóslavíu. Háttsettur embættismaður NATO sagði í fyrradag að albanskir aðskiln- aðarsinnar og júgóslavnesk yfirvöld hefðu samþykkt vopnahlé um óákveð- in tíma eftir átök sem blossuðu upp í vikunni sem leið þegar aðskilnaðar- sinnar réðust frá Kosovo inn í Pres- evo-dal í Suður-Serbíu. Albanar era í meirihluta í dalnum eins og í Kosovo. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að ekki hefði komið til átaka í gær og friðargæsluliðið héldi viðræð- unum áfram, en fjórir serbneskir lög- reglumenn hafa fallið í átökunum síð- ustu daga. Ráðamenn á Vesturlöndum eru sagðir leggja mikið kapp á að halda aðskilnaðarsinnunum í skefjum og koma í veg fyrir að átök blossi upp að nýju fyrir þingkosningamar í Serbíu í næsta mánuði. Frekari blóðsúthell- ingar gætu orðið til þess að Kostunica yrði sakaður um að vemda ekki hags- muni Serba og styrkt stöðu Slobod- ans Milosevic, fyrrverandi Júgó- slavíuforseta, sem var endurkjörinn leiðtogi Sósíalistaflokks Serbíu um helgina. ------------------ Indveijar lofa mánað- ar vopnahléi í Kasmír Srinagar. AFP. INDVERSKAR öryggissveitir í Kasmír hétu því í gær að virða sögu- lega vopnahlésyfirlýsingu indversku stjórnarinnar þótt tólf manns hefðu fallið daginn sem vopnahléið tók gildi. Er þetta í fyrsta sinn sem Ind- verjar lýsa yfir vopnahléi í Kasmír frá árinu 1989 þegar aðskilnaðar- sinnar hófu uppreisn sem hefur kost- að um 34.000 manns lífið. Vopnahléið á að gilda í mánuð. „Hvað okkur varðar verður staðið við vopnahléið í mánuð hvað sem á dynur,“ sagði K.R. Kumar, yfirmað- ur indversku öryggissveitanna. Öryggissveitirnar hættu öllum hemaðaraðgerðum aðfaranótt þriðjudags eftir að Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Ind- lands, lýsti yfir vopnahléi út föstu- mánuð múslima, ramadan. Kumar kvaðst vera vongóður um að blóðsúthellingunum linnti í föstu- mánuðinum. Skæraliðahreyfingin Hizbul, sem kvaðst bera ábyrgð á sprengingunni í þriðjudag, sagðist hins vegar vera staðráðin í að halda áfram árásum sínum. Flestar skæruliðahreyfingarnar í Kasmír hafa lýst yfirlýsingu Vajpayee sem áróðursbrellu og hót- að að herða skæruhernaðinn gegn Indverjum. Indverska stjómin sak- aði í gær Pakistana um að reyna að spilla friðammleitunum hennar í Kasmír. „Stjórain er staðráðin í að sigrast á slíkum tilraunum," sagði Jaswant Singh, utanríkisráðherra Indlands og bætti við að markmiðið með vopnahléinu væri að koma ástandinu í Kasmír í eðlilegt horf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.