Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________FIMMTUDAGUR 30, NÓVEMBER 2000 51
MINNINGAR
listamaðurinn leyndi sér ekki í verk-
um hennar. Nú er teiknun í æ ríkara
mæli gerð í tölvum og er þá hver og
einn meira sjálfbjarga á því sviði en
áður. Engu síður var leitað til Helgu,
þó ekki væri nema til að yfirfara
teikniverkið eða uppsetninguna. Grá
skýrsla fékk á sig listrænan blæ
þegar Helga var búin að fara um
hana höndum. Ekki svo að skilja að
Helga hafi aðeins haft tök á tækjum
og tólum listamannsins. Þvert á móti
hafði hún einnig fullt vald á tölvu-
tækni á sínu sviði og það þótt tölvu-
væðingin hafi fyrst rutt sér til rúms
þegar hún var komin á það aldurs-
skeið þegar flestum reynist örðugt
að nema nýja tækni. Hún lét ekki
nokkur grá hár aftra sér frá að nema
áný.
Helga var einlæg og hispurslaus
að eðlisfari og væmni var henni ekki
að skapi. Því þætti henni ég trúlega
vera orðinn fulltilfinningasamur
þegar ég nú vil þakka þær stundir
sem ég átti við dánarbeð hennar.
Hún virtist enga meðvitund hafa þar
sem hún lá björt yfirlitum í sjúkra-
rúmi sínu. Hún var umvafin blómum
og fagurri tónlist sem ómaði yfir
beði hennar enda vissu allir henni
nákomnii- um fegurðarþrá hennar
og dálæti á klassískri tónlist. Yfir-
bragð hennar allt lýsti fegurð og ró.
Þessar stundir voru mér upplifun;
ég hefði kannski óskað mér þeirra
fleiri, en efalaust var það Helgu fyrir
bestu að banalegan varð ekki lengri
úr því að hún mátti eigi sköpum
renna.
Fyrir hönd okkar á Orkustofnun
vil ég þakka samfylgd Helgu B.
Sveinbjörnsdóttur og biðja aðstand-
endum hennar blessunar.
Þorkell Helgason,
orkumálastjóri.
Helga Bergþóra Sveinbjörnsdótt-
ir var sérlega skemmtileg og elsku-
leg kona. Það var þægilegt að um-
gangast hana og afstaða hennar til
lífsins var afar jákvæð.
Það hefði ekki verið eftir hennar
höfði að hlaða hana lofi en eiginleik-
ar hennar voru svo sérstakir að þeir
sem höfðu tækifæri til sóttust eftir
návist hennar.
Hún sá gjaman skemmtilegu hlið-
ina á lífinu og tilverunni og mörg
uppátæki hennar og frásagnir verða
í minnum höfð. Skopskynið var gott
og hún gerði ekki síst grín að sjálfri
sér. Grenningarkúrar áttu ekki upp
á pallborðið hjá Helgu og hún byrj-
aði á mörgum þeirra en hafði litla
þolinmæði að framfylgja þeim.
Henni fannst þeir hreinlega leiðin-
legir. Samstarfsfólkið á Orkustofnun
tók á vissan hátt þátt í þessum kúr-
um. Eitt sinn kom Helga í matsalinn
hjá Orkustofnun með kál og kota-
sælu og menn setti hljóða yfir þess-
ari staðfestu hennar. Hún lauk við
kálið og kotasæluna. Lýsti því síðan
yfir að nú væri þessum grenningar-
kúr lokið og hún gæti fengið sér al-
mennilega að borða og gerði það svo
sannariega.
Helga var tilfinninganæm og tók
það nærri sér ef aðrir voru beittir
órétti og lagði sig fram um að rétta
þeirra hlut. Hún var mikill dýravin-
ur og voru kettir hennar uppáhalds-
dýr. Þeir skipuðu heiðurssess á
heimili þein-a Birgis. Það vai- talað
til þehra sem væru þeir mennskir og
engum var liðið að sýna þeim lítils-
virðingu. Veikindi þeirra og leiðar-
lok voru sem um náinn ættingja væri
að ræða. Hér var ekkert grín á ferð-
inni heldur rammasta alvara.
Helga var stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1953. Strax í
menntaskóla hafði hún áhuga á
teikningu. Eftir stúdentspróf lagði
hún stund á auglýsingateikningar og
var við nám í Svíþjóð. List hennar á
þessu sviði var rómuð af öllum sem
til þekktu. Mörg hugverk hennar í
merkjum bera ljósan vott um af-
burða fagmennsku. Hún kastaði
ekki höndum til neins er hún tók sér
fyrir hendur en var mjög vandvirk
og bera meðal annars ársskýrslur
hennar fyrir Orkustofnun þess
glöggt merki.
Um árabil hafði Helga auglýs-
ingastofu á sama stað og faðir henn-
ar, Sveinbjörn Jónsson hæstaréttar-
lögmaður, hafði sína lögmannsstofu
eða allt til þess tíma að hún hóf störf
hjá Orkustofnun. Hún hélt heimili
með föður sínum þar til hann lést í
október 1979.
Helga var gæfusöm í einkalífi
sínu. Hún giftist eftirlifandi maka
sínum, Birgi Guðgeirssyni, 2. júlí
1977. Þau héldu heimili með föður
Helgu í rúm tvö ár. Gifting þeirra
var þeim báðum mikið gæfuspor og
var samband þeirra byggt á vænt-
umþykju og gagnkvæmri virðingu.
Helga og Birgir voiu í raun mjög
ólík en þau voru samrýnd og áhuga-
málin áþekk. Þau ferðuðust talsvert
og voru nýkomin frá Spáni, þegar
Helga veiktist. Tónlist var í háveg-
um höfð á heimili þeirra en Birgir er
sérfróður á því sviði.
Það var alla tíð gott á milli Helgu
og Jóns bróður hennar og hans fjöl-
skyldu. Börn Jóns og Guðrúnar voru
Helgu mjög kær. Hún var þessi
„super-tanta“ sem var alltaf til stað-
ar þegar á þurfti að halda. Þau
sýndu það að þau mátu Helgu mik-
ils. Yngsta barnið, Ingibjörg, var í
sérstaklega nánu sambandi við
frænku sína og var hjá henni þegar
yfir lauk. Systir Birgis, Gerður, kom
til þeirra um hverja helgi og var
kært með þeim mágkonum.
A uppvaxtarárum Helgu var móð-
ir hennar, Þórunn, heilsulítil og var
oft erfitt hjá fjölskyldunni vegna
langvarandi veikinda hennar. Eitt af
því sem Helga hafði minnst á var, að
hún vildi ekki verða ósjálfbjarga en
hún óttaðist ekki dauðann. Að verða
ósjálfbjarga var sennilega það eina
sem Helga óttaðist. Hún fékk
hjartaáfall fyrir rúmum mánuði og
komst aldrei til meðvitundar en
hafði verið heilsuhraust fram að
þeim tíma og vart orðið misdægurt.
Hún fékk góða hjúkrun á hjartadeild
Landspítala - háskólasjúkrahúss við
Hringbraut og er starfsfólki deildar-
innar færðar sérstakar þakkir.
Söknuðurinn er sár en minningin
um heilsteypta og skemmtilega konu
lifir.
Blessuð sé mining Helgu Svein-
björnsdóttur.
Hafsteinn Hafsteinsson.
Þakklæti og virðing er efst í huga
mér þegar Helga B. Sveinbjöms-
dóttir er kvödd.
Þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast um skamma stund konunni,
húmoristanum og listamanninum
Helgu og virðing fyrir hinum vönd-
uðu og fagmannlegu vinnubrögðum
sem einkenndu öll hennar verk.
Eg hafði reyndar aðeins ráðrúm í
rúmt ár til að njóta hinnar góðu nær-
veru Helgu, en í okkar fyrsta samtali
kom í Ijós að við áttum rætur að
rekja til sömu sveitar og varð sú
uppgötvun til þess að við áttum
mörg skemmtileg og fróðleg samtöl
um „hið ágæta kyn okkar“ sem
tengdist þá aftur hugsanlegri sam-
sömun við frægt kúakyn á fremur
skondinn hátt. Kankvísi og góðlátleg
kímni einkenndu allar frásagnir
Helgu, hún kunni þá list að sjá
spaugilegu hliðarnar á flestum mál-
um. Ekki síst á hinum litlu og hvers-
dagslegu atvikum sem okkur hinum
sést oftast yfir í dagsins önn. En það
eru einmitt þessir litlu og venjulegu
hlutir sem gefa þarf gaum til þess að
gera daginn góðan. Helga kunni þá
list að njóta líðandi stundar og smit-
aði okkur hin með kátínu sinni. Það
brást ekki að hádegisstundin varð
skemmtileg ef Helga sat til borðs, og
þurfti ekki stór tíðindi til. Sultugerð
og sjónvarpsþættir urðu tilefni
grínaktugra athugasemda, sem við
söknum öll á hverjum degi.
Við deildum sameiginlegum
áhuga á tvenns konar list, matarlyst
og myndlist og gleymdum okkur oft
við spjaO um þessi málefni. Helga
kunni margar skrýtnar sögur af
kynlegum kvistum landsins, ekki
síst þeim sem tengdust listinni og
alltaf voru það skemmtilegu og já-
kvæðu sögurnar, ekki þær rætnu né
neikvæðu, þó auðvitað hafi þær verið
til og eflaust sumum öðrum tilefni til
aðhláturs. Ég náði að fara með henni
eina ágæta kvennaskemmtiferð í
sumar ásamt vinnufélögum okkar og
sá þá vel hvað hún naut þess að
skemmta sér í góðra kvenna hópi og
safna að sér hinum undarlegustu
uppákomum okkar hinna sem síðar
skiluðu sér - jafnvel fegraðar nokk-
uð - í endursögn hennar dagana á
eftir. Á þann hátt framlengdist ferð-
in og við lifðum lengur á atburðum
góðs dags.
Helga hafði auga listamannsins og
naut fallegra hluta í umhverfinu.
Sjálf lagði hún sannarlega sitt af
mörkum til að gleðja augu okkar í
dagsins önn. Þau verkefni sem hún
leysti fyrir vinnuveitendur sína voru
unnin af frábærri smekkvísi og
næmni fyrir því sem hóflegt er og
viðeigandi hverju sinni. Hún aðhyllt-
ist hvorki stefnu minimalismans,
sem margir auglýsingateiknarar nú-
tímans víkja varla frá né ofskeytilist
sem hennar kynslóð átti til. Ekkert
var öf né van, öryggi meðfæddrar
hæfni og e.t.v að einhverju leyti
þjálfunar skilaði sér. Að loknu verki
var því skilað af mikilli hógværð og
ekki fjasað yfir neinu. Verkefni voru
móttekin hvernig sem á stóð og unn-
in af æðruleysi þrátt fyrir að ekki
væri alltaf hægt að segja það sama
um verkbeiðendur, sem oftar en
ekki voru á síðasta snúning. Hennar
skarð á teiknistofu Orkustofnunar
verður aldrei fyllt.
Þakka Helgu stutta en gefandi
samveru og bið um stuðning handa
þeim sem deildu með henni lífinu og
hafa nú svo mikils að sakna.
Hrafnhildur Þorgeirsdóttir.
Helga Bergþóra Sveinbjörnsdótt-
ir var kona sem var á réttri hillu í líf-
inu. Helga var auglýsingateiknari að
mennt og fórst starf sitt vel úr
hendi. Hún var snjöll og smekkleg í
útfærslu sinni á framsetningu hvers
konar les- og myndefnis. Hún hafði
gaman af starfi sínu og laðaði að sér
þá er leituðu til hennar og urðu því
verkefnin mörg sem hún fékk til úr-
lausnar. Birgir maður hennar hafði
orð á því við mig að hún væri ánægð
í starfi sínu á Orkustofnun, henni
líkaði svo vel við starfsfólkið. Ætla
mætti að hún hefði verið ánægð víð-
ast hvar því að góð samskipti við
aðra voru henni eiginleg. Hún átti
velvild þeirra sem hana umgengust.
Ljúft þótti mér að koma á heimili
þeirra hjóna. Þau áttu heima í afar
notalegu húsi í skógi inni í Elliðaár-
dal. Umhverfið þar er heillandi en
foreldrar Helgu hófu þar skógrækt
fyrir mörgum áratugum. Þessi skóg-
ur er nú ein af náttúruperlum
Reykjavíkursvæðisins.
Sem dæmi um gamansemi Helgu
má nefna að þegar hún var beðin um
að hanna merki fyrir Vatnamæling-
ar sagði hún. „Drengir mínir, ég
vara ykkur við. Öll þau fyrirtæki
sem ég hef hannað merki fyrir hafa
annað hvort farið á hausinn eða lagt
upp laupana mjög fljótlega." Sum
mjög þekkt og mikil eins og t.d.
Sambandið, en þar þekkja flestir
landsmenn eitt af verkum hennar,
essið í essinu.
Nú er Helga látin um aldur fram
og Orkustofnun er skyndilega án
eins lykilstarfsmanns, sem var helst
ekki sleppt í frí. Það verður ekki á
hvers manns færi að uppfylla skarð
hennar. Við sem söknum hennar er-
um þakklát fyrir þann tíma sem við
fengum að njóta starfskrafta hennar
og vináttu. Þær glaðværu samveru-
stundir gefa góðai- minningar. Við
hjónin sendum Birgi okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Snorri Zóphóniasson.
í Spámanninum segir um Gjafir:
,Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf.
Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum
sér.“
Af slíkum gjöfum var Helga B.
Sveinbjörnsdóttir ríkulega búin. Ég
átti því láni að fagna að vinna í góðri
samvinnu við Helgu í allmörg ár og
ég hugsa með hlýhug til þess
ánægjulega samstarfs og skemmti-
legu stunda sem við áttum saman á
Orkustofnun. Öll sín störf vann hún
af vandvirkni og alúð og skilaði helst
ekki frá sér verki nema hún væri
ánægð með það og viss um að það
væri eins vel gert og unnt væri. Nú
hefur hún kvatt þetta jarðlíf, þessi
glaðværa, hugulsama, „stóra kona“.
Það skarð er vandfyllt.
„Þetta verður allt í lagi, við klár-
um þetta, það er nógur tími.“ Eitt-
hvað á þessa leið sagði Helga gjarn-
an þegar allt virtist komið á eindaga
og ekki útlit fyrir að tækist að ljúka
verkinu. Og alltaf var jafnsjálfsagt
að vinna aukavinnu þegar á þurfti að
halda, t.d. þegar ársskýrslan brast á.
Þá var hún vön að koma með stóran
kaffibrúsa og fullt brauðbox, og svo
gerði hún gott úr öllu, sama á hverju
gekk.
Helga var mjög traustur og góður
vinnufélagi og átti mjög gott með að
starfa með öðrum. Hún laðaði fólk
að sér og flestallir þurftu til hennar
að leita vegna vinnunnar. Öllum tók
hún vel og iagði alúð og metnað í
sérhvert verk, hvort sem hún var að
teikna mynd, hanna plakat eða
bæklingéða útbúa nafnspjöld.
„Þessir kallar, þeir vita ekki
neitt,“ heyrðist líka, en það var ætíð
húmor og léttleiki með í spilinu.
Um dauðann segir m.a. í Spá-
manninum: „Því að hvað er það að
deyja annað en standa nakinn í
blænum og hverfa inn í sólskinið? Og
hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlaus-
um öldum lífsins, svo að hann geti
risið upp í mætti sínum og ófjötrað-
ur leitað á fund guðs síns?“
Vertu sæl Helga og njóttu sólar-
ljóssins.
Páll Ingólfsson.
Margt kemur upp í hugann þegar
vinir og vinnufélagar falla frá fyrir
aldur fram.
Það eru ekki margir dagar síðan
ég, eitt sinn sem oftar, fékk að kom-
ast í tölvuna hennar, enda Helga
komin í kápuna og sagðist ætla
snemma heim. Þegar ég kvaddi hana
þennan dag hvarflaði ekki að mér að
þetta væri í síðasta sinn sem ég
kveddi góðan vin og samstarfsmandr
Við Helga Sveinbjörnsdóttir höfðum
unnið saman á Orkustofnun á þriðja
áratug, þegar hún var kölluð yfir á
önnur svið mannlegrar tilveru. Það
voru fáir sem jöfnuðust á við Helgu
hvað varðaði gott skaplyndi og
hjálpsemi og þegar grafík var ann-
ars vegar stóðu henni fáir á sporði
hvað varðaði natni og smekkvísi. Oft
bárum við hvort annars verk undir
skoðun hins, bentum á kost og löst
og ævinlega varð útkoman betri eftir
að Helga hafði lagt sína hönd á plóg-
inn. Við unnum t.d. 1985 saman að
gerð bæklings um Geysi og minntist *
hún oft á skemmtilega aðburði
tengda þeirri vinnu, en Helga sá um
uppsetningu og útlit bæklingsins
með sinni einstöku smekkvísi og gaf
honum líf. Helga gafst heldur ekki
upp þótt viðkomandi þættist mjög
upptekinn og benti þá á að sennilega
ætti hún eitthvað gott í skúffunni
eða yrði rosalega þakklát, og ævin-
lega hafði hún sitt fram. Það er tóm-
legt á Orkustofnun þessa dagana og
seint verður fyllt í það skarð sem
Helga skilur eftir í röðum okkar sem
þar vinnum.
Ég votta aðstandendum Helgu
mína dýpstu samúð, þau eins og við
hin, eiga góðs vinar að sakna.
Helgi Torfason. r
+
Móðir okkar,
HÓLMFRÍÐUR ÞORBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
frá Reynhólum,
Túngötu 1,
Sandgerði,
verður jarðsungin frá safnaðarheimilinu í Sand-
gerði laugardaginn 2. desember kl. 14.00:
Kristín Rut Hafdís Benediktsdóttir,
Þorbjörg Sveinbjarnardóttir, Hetgi Björnsson,
Bjarni Sveinbjörnsson,
Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir,
Berent Sveinbjörnsson, Guðný Jóhannsdóttir,
Gunnlaugur Sveinbjörnsson,
Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir,
Kristín Sveinbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON
bifvélavirki,
frá Vogatungu,
Háholti 31,
Akranesi,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut föstudaginn 24. nóvember, verður jarðsunginn frá Akranes-
kirkju föstudaginn 1. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Hjartavernd.
Guðbjörg Þórólfsdóttir,
Þórólfur Ævar Sigurðsson, Kristín Eyjólfsdóttir,
Guðjón Heimir Sigurðsson, Valgerður Bragadóttir,
Halldór Bragi Sigurðsson, Sigurlaug Brynjólfsdóttir,
Guðrún Agnes Sigurðardóttir, Tryggvi Ásgrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur-
faðir, afi, og tengdafaðir,
SIGURÐUR HARALDSSON,
Eiðsvallagötu 36,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 1. desember kl.13.30
Sveinbjörg Pétursdóttir,
Kristján Pétur Sigurðsson,
Birgir Sigurðsson,
Sigurður Magnús Þórðarson,
Þóra Björg Sigurðardóttir,
Fróðný Pálmadóttir.