Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 28
2$ MMttWÁGeft'3O.ííöVÉ'MiBfift'á6ð0 URVERINU MORGUÉBLAÐIÐ Tvö skip eftir á kolmunnaveiðum Börkur nálgast 70.000 tonn BÖRKUR landar væntanlega kol- munna hjá Sfldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað um helgina og brýtur þá 70.000 tonna múrinn. Um liðna helgi landaði hann tæplega 1.800 tonnum og hafði þá komið með samtals um 69.500 tonn á árinu, af kolmunna, sfld og loðnu. Að undanfömu hafa þrjú íslensk skip verið við kolmunnaveiðar en Óli í Sandgerði AK er frá vegna viðgerða og því aðeins tvö á miðunum. Alls hefur verið landað um 240.000 tonn- um hérlendis á árinu og þar af um 23.000 tonnum úr erlendum skipum. Jón Kjartansson SU kom með um 1.300 tonn af kolmunna til Eski- fjarðar í fyrradag en skipin hafa ver- ið á kolmunnamiðunum norðvestan- megin í Rósagarðinum. ;Emil Thorarensen, útgerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., segir að reksturinn sé mjög erfiður, fyrst og fremst vegna olíukostnaðar. Skipin hafa verið að fá 200 til 300 tonn á daginn en síðan er látið reka á nóttunni. „Þetta eru engin veislu- höld,“ segir Emil, „en vonandi upp- skerum við þegar til lengri tíma er litið.“ Rússar landa irimsey Í22,6^ ^7,9% Sjglufjörður'^ - p—< Þórshöfn -0/,v Bakkafjörður Vopnafjörður 12,1 % Borgarfj. evstri Kóþasker Flateyri / Þingeyri ^ Bíldudalur Patreksfjörðui ;ureyri 'Blönduós ^gp Seyðisfjörður •15% ) Neskaupstaður , Fáskrúðsfjörður 20 6C Grundarfjörður Ólafsvík’ pa- Stöðvarfjörður l4,9%Djúpivogur Garður S Hlutfallsleg breyting þorskveiðiheimilda í aflamarkskerfi 1991/1992 til 1999/2000 3%) Höfn * Vaxtarstaðir Samdráttarstaðir > 40% aukning 0 - 40% aukning 0 - 40% samdráttur > 40% samdráttur Heimild: Þjóðhagsstofnun meiru í Noregi Um 70% þorskaflans til Noregs ÁÆTLAÐ er að Rússar landi allt upp í 70% af þorskafla sínum úr Bar- entshafi í Noregi á þessu ári. Fyrir tveimur árum lönduðu Rússar um helmingi aflans í Noregi og því fer nú um 10% meira af heildarþorskafla úr Barentshafi til vinnslu í Noregi en árið 1998. Þessi þróun hefur komið sér vel fyrir fyrir norska sjávarút- veginn vegna samdráttar í þorsk- kvóta í Barentshafi. í lok september sl. höfðu rúss- neskir togarar landað um 139 þús- und tonnum af þorski í Noregi en það eru um 66% af heildarþorskafla Rússa í Barentshafi. Reyndar hafa gögn um landanir á Rússafiski í Nor- egi á undanfömum árum ekki þótt áreiðanleg og því gæti hlutfallið ver- ið enn hærra á þessu ári. Á síðasta ári lönduðu Rússar alls um 177 þús- und tonnum í Noregi eða um 56% af heildarafla þeirra í Barentshafi. Rússar hafa enn ekki yfir að ráða nægilega fullkomnum fiskvinnslum fyrir botnfisk á svæðinu í kringum Múrmansk og því verða togaramir að leita til annarra ríkja til að selja aflann. Auk þess era margar hafnir í Norður-Noregi betur staðsettar gagnvart helstu veiðisvæðum en heimahafnir flestra rússnesku skip- anna. Þá hafa nýjustu frystitogarar Rússa sótt í að landa afla sínum í nýtískulegar kæligeymslur i Norð- ur-Noregi en allt frá árinu 1998 hafa Rússar landað meira af frystum fiski en ferskum í Noregi. Ennfremur hefur aukin þátttaka norskra fjárfesta í rússneskum sjáv- arútvegi leitt til þess að rússnesku skipin sækja nú í meiri mæli á norsk- ar hafnir. Þannig hafa rússnesk sjáv- arútvegsfyrirtæki haft úr að spila meira fjármagni til nýsmíða og end- umýjunar skipanna, á meðan fjár- festamir ráða því hvar aflanum er landað. Talið er ólíklegt að Rússar auki landanir í heimalandi sínu á næstunni, þrátt fyrir ýmsar tilslak- anir stjómvalda þar í landi. í dag era tvö til þrjú stór sjávarútvegsfyrir- tæki í Múrmansk en þau eru einkum í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. - Sta. vi&' taeknival.is TEC TecMA-186 * Hágæða litaskjár ' 58 mm pappírsrúlla ► 56 hnappa lyklaborð ► Hlíf á hnappaborði ► 20 vömflokkar ► Allt að 300 PLU/ númer ► Stillanlegur viðskiptamannaskjár Sjóðsvétar 29,900.- m.vsk ‘teknival Reykjavík • Skeifunni 17 • Slmi 550 4000 Akureyri • Furuvöllum 5 • Sími 461 5000 Kvótakerfið skýrir ekki fólksfækkun SAMBAND búsetuþróunar og fisk- veiðistjórnunarkerfisins er afar flókið og erfitt að fullyrða um að kvótakerfið sé valdur að þeirri fólksfækkun orðið hefur á undan- förnum árum í mörgum útgerðar- stöðum á landinu. Þetta era helstu niðurstöður greinargerðar sem Þjóðhagsstofnun hefur gert um stjórnkerfi fiskveiða og byggðaþró- un. Nefnd um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, sáttanefndin svo- kallaða, fór þess á leit við Þjóð- hagsstofnun í upphafi ársins að hún gerði úttekt á áhrifum mismunandi fiskiveiðistjómunarkerfa á byggða- þróun. í greinargerðinni, sem birt var fyrr í þessum mánuði, er fjallað um þátt kvótakerfisins í þróun byggðar og hvort það hafi haft sýnileg áhrif á þá staði þar sem breyting á íbúafjölda hefur verið mest. I greinargerðinni segir að íbúaþróun innanlands hafi verið mörgum áhyggjuefni undanfarin ár og áhyggjur manna fyrst og fremst beinst að þeim stöðum þar sem fólki hefur fækkað og hvort rekja megi orsakir þróunarinnar til kvótakerfisins. Hinsvegar er í greinargerðinni bent á að ýmsum stöðum hafi vegnað þokkalega að því er íbúaþróun varðar, jafnvel ut- an suðvesturhomsins, og því kunni vel að vera að hluta af vexti þessara staða megi rekja til stöðugleika sem fiskveiðistjómunarkerfið hefur boðið upp á. Athugun Þjóðhagsstofnunar beindist annars vegar að 20 þétt- býlisstöðum þar sem fólki hefur fækkað mest, eða meira en 13%, á undanförnum 10 áram, þ.e. Ólafs- vík, Patreksfirði, Bíldudal, Þing- eyri, Flateyri, Suðureyri, Bolung- arvík, Blönduósi, Hofsósi, Siglu- firði, Hrísey, Grímsey, Vopnafirði, Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Nes- kaupstað, Fáskrúðsfirði, Stöðvar- firði, Breiðdalsvík og Djúpavogi. Hinsvegar beindist athugunin að þeim 10 stöðum þar sem fólki hefur fjölgað, eða um meira en 5% á síð- asta áratug, þ.e. Þorlákshöfn, Reykjanesbæ, Garði, Vogum, Grundarfirði, Akureyri, Kópaskeri, Þórshöfn, Bakkafírði og Höfn. Þorskveiðiheimildir vaxtarstaða jukust íbúaþróun þessara staða hefur verið afar mismunandi á síðustu 10 árum, allt frá 27,6% vexti íbúa- fjölda á Bakkafirði til yfir 39% fækkunar á Borgarfirði eystra. Fiskveiðiheimildir skapa að hluta til grandvöll fyrir búsetu á þeim stöðum sem byggja á veiðum og Greinargerð um samband fískveiðistj drn- unar og byggðaþróunar vinnslu sjávarfangs. Á flestum stöðunum sem um ræðir er aflam- arkskerfið umfangsmest en sums staðar skipta þorskaflahámark og sóknardagakerfið máli fyrir útgerð- arstaðina. Þá eru staðirnir með mjög misjafna samsetningu á veiði- heimildum. Skiptir þar mestu að sums staðar er mikill hluti heimild- anna í rækju og annars staðar skipta uppsjávartegundir töluverðu máli en þorskur er mikilvægasta fisktegundin sem veidd er hér við land. Þá er samband milli úthlut- aðra og raunverulegra veiðiheim- ilda margslungið, m.a. vegna þess hversu algengt er að útgerðarmenn breyti þeim með leigu og flutningi milli skipa sem geta verið gerð út frá mismunandi stöðum. I úttektinni kemur fram að vaxt- arstaðimir 10 höfðu í upphafi at- hugunartímabilsins 21,31% hlut- deild í þorskveiðiheimildum en fiskveiðiárið 1999/2000 er hlutdeild þeirra orðin 27,87%, hefur vaxið um rúmlega 30%. Hlutdeildin hefur aukist á 7 stöðum en minnkað á 3, mest á Kópaskeri, en þar skiptir þorskveiði nær engu máli. Hinir út- gerðarstaðirnir eru Bakkafjörður og Keflavík/Njarðvík. Þorskveiðihlutdeild samdráttar- staðanna hefur á sama tímabili minnkað úr 24,21% hlutdeild í 14,75%. Þetta er 39% minnkun hlutdeildar. Hlutdeildin hefur minnkað á öllum samdráttarstöð- unum nema einum; á Stöðvarfirði óx þorskveiðihlutdeild um 1,9%. Fiskvinnslan hefur áhrif á búsetuþróun í greinargerðinni kemur fram að miklar breytingar hafa orðið á þró* un fiskvinnslu á því tímbili sem tek- ið var til skoðunar. Mikilvægar breytingar sem gengið hafi yfir séu annars vegar að á tímabili var mik- ill afli fluttur óunninn til útlanda en hinsvegar að fullvinnsla á fiski hófst um borð í fiskiskipum. Til- koma fiskmarkaða hafi einnig haft umtalsverð áhrif á ráðstöfun afla til vinnslu þegar tekið er tillit til bættra samgangna og flutninga- og geymslutækni. Segir í greinargerð- inni að ráðstöfun þorskafla hafi þannig breyst á tímabilinu 1988 til 1998 á þeim 30 útgerðarstöðum sem til athugunar voru. Veiði dróst verulega saman frá upphafi athug- unartímabilsins og fram á miðjan tíunda áratuginn og var samdrátt- urinn meiri á þeim stöðum sem fólki fækkaði á en þeim þar sem fólki fjölgaði og hann varaði lengur þar. Afli til vinnslu utan heimahafnar Þá er í greinargerðinni bent á að einungis kemur hluti af aflanum til vinnslu í heimahöfn skipsins. Af- lamagn sem fór til vinnslu í heima- höfn dróst saman eins og aflinn á fyrri hluta tíunda áratugarins. Fljótlega eftir að sú þróun snerist við fóra bátar á vaxtarstöðunum að landa meira magni til vinnslu heima en á samdráttarstöðunum kemur sífellt minna hráefni til vinnslu heima þótt veiðar hafi auk- ist að nýju. I upphafi athugunar- tímabilsins fór nokkur þorskafli óunninn til útlanda. Magnið dróst mjög ört saman en hefur aukist á allra síðustu áram á ný. Vaxtar- og samdráttarstaðirnir era samstiga í þeirri þróun. Þá kemur í greinargerðinni fram að störfum í sjávarútvegi hefur fækkað á samdráttarstöðunum en fjölgað á vaxtarstöðunum. Sam- drátturinn í sjávarútvegi virðist þó vera hluti af almennum samdrætti á samdráttarstöðunum, enda er fækkun sjávarútvegsstarfa 38% af heildarfækkun starfa. Á vaxtar- stöðunum hefur störfum í öðrum greinum ekki fjölgað þótt sjávar- útvegurinn hafi eflst. Skýringa er að einhverju leyti að leita í því að aðrar framleiðsluatvinnugreinar hafa dregist saman. Sveígjanleiki í sjávarútvegi mikilvægur í geinargerðinni segir að ljóst sé að þróun sjávarútvegsins hafi haft áhrif á þróun byggðar í landinu en að orsakasamband þessara þátta sé flókið. Mjög erfitt sé að draga þátt fiskveiðistjórnunarkerfisins sjálfs út úr þessu sambandi. Það hafi ver- ið hugsað sem leið til að auka hag- kvæmni í atvinnugreininni og tryggja viðgang hennar til lengri tíma. Ekki verði séð að rekja megi til fiskveiðistjórnunarkerfisins sjálfs meginskýringu á hinum miklu búferlaflutningum frá lands- byggð til höfuðborgarsvæðis sem einkennt hafa búsetuþróunina. Ut- gerð og framleiðsla hafi fyrst og fremst færst milli staða á lands- byggðinni eftir því sem hagkvæmt hefur þótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.