Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Leikfélag Akureyrar og „Vitlausi leikhópurinnu Trúðaleikur um Skralla og Lalla frumsýndur Morgunblaðid/Kristján Skralli og Lalli eða Tveir misjafnlega vitlausir trúðar verða á fjölum Samkomuhússins á Akureyri næstu helgar. Morgunblaðið/Kristján Leikskólabörn fengu að horfa á æfingu og þótti mikið til leikritsins koma. Viðhorfskönnun um vínveitingahús, nektarstaði og Halló Akureyri Um 56% íbúa segja ónæði af Halló Akureyri LEIKFÉLAG Akureyrar í sam- starfí við Vitlausa leikhópinn frumsýnir nýtt barnaleikrit eftir Aðalstein Bergdal á laugardag, 2. desember kl. 15. Leikritið heitir Tveir misjafnlega vitlausir eða Skralli og Lalli. Um er að ræða trúðaleik með hinum vinsæla Skralla, en hann er nú orðinn 27 ára gamall og hefur víða komið við. I leikritinu segir frá Skralla og yngri bróður hans, Lalla, en sá hefur tekið að sér að gæta barns. „Lalli gerist dag- mamma, en vandinn er sá að hann er afar mikil svefnpurka og því Iendir barnagæslan mikið til á Skralla. Hann er eiginlega bara í fullri vinnu við það fyrir hádegi að passa barnið," sagði Aðalsteinn. „Trúðamir þurfa að glíma við margar erfiðar spumingar, því þeir em ekki vel að sér hvað bamapöss- un varðar. Þeir reyna hvað þeir geta, enda viljaþeir standa sig vel, en eins og í góðum trúðaleik Icnda þeir í mörgu misjöfnu." Alltaf jafngaman Aðalsteinn hefur leikið Skralla við hin ýmsu tækifæri í 27 ár og sagði hann alltaf jafngaman að koma fram í þessu hlutverki og skemmta bæði böraum og fullorðn- um. „Þetta er alltaf jafngaman og heldur manni ungum í anda, ég verð aldrei leiður á Skralla," sagði Aðalsteinn. Hann sagðist hafa kynnt móður Skralla til sögunnar á síðasta ári og nú væri komið að því að gefa fólki kost á að kynnast yngri bróður hans, Lalla. „Mamma hlaut misjafnar undirtektir, en það er alltaf eitthvað um að bömin spyiji um hana. Nú er að sjá hvera- ig krökkunum þykir Lalli, sem nú er kynntur til sögunnar. Maður er alltaf að útvíkka þetta og leyfa fólki að kynnast fjölskyldunni." Þeir Aðalsteinn og Skúli Gauta- son fara með hlutverk trúðanna Skralla og Lalla. Þórarinn Blöndal gerir leikmynd og einnig búninga ásamt Kristínu Sigvaldadóttur. Skúli samdi tónlistina, Pétur Skarphéðinsson annast lýsingu og Þráinn Karlsson leikstýrði. Leikritið verður sýnt í Sam- komuhúsinu og verða tvær sýning- ar um komandi helgi, kl. 15 bæði á laugardag og sunnudag og svo áfram fram að áramótum, en þá hafa þeir félagar hugsað sér að leggja í ferðalag með sýninguna. „Við áætlum að sýna þetta leikrit á svæðinu ailt frá Hvammstanga og að Vopnafirði í það minnsta, en Skralli hefur mikið ferðast um á þessu svæði og þekkir þar mörg böm,“ sagði Aðalsteinn. Myndavélin með I tengslum við sýninguna var eftit til teiknimyndasamkeppni í gmnn- skólum Akureyrar og verða veittar 10 viðurkenningar að lokinni frumsýningu. Myndimar verða hengdar upp í Samkomuhúsinu og verða þar gestum til sýnis. Þá hafa verið útbúnir trúðabolir og eins kemur brot af Ieikritinu og söngv- um þess út á hljómdiski. Loks má geta þess að þeir Skralli og Lalli bjóða böraum að sitja fyrir með sér á Ijósmyndum að lokinni sýningu og því um að gera að taka myndavél- ina með í leikhúsið. RÚMLEGA 23% þeirra sem svöruðu viðhorfskönnun sem Gallup gerði fyr- ir Akureyrarbæ eru hlynnt starfsemi nektardansstaða í bænum, en 43% þeirra sem svöruðu voru henni and- víg. Viðhorfskönnunin var gerð meðal íbúa bæjarins og nærsveita, en meðal þess, sem kannað var, var viðhorf fólks til hátíðarinnar „Halló Akur- eyri“, afgreiðslutíma veitingahúsa og starfsemi nektardansstaða. Úrtakið var 1000 manns á aldrinum 16 til 75 ára og svöruðu rúm 70%. Meirihluti vildi breyta „Halló Akureyri“ í ljós kom að tæplega 55% þeirra sem svöruðu telja að miki] þörf hafi verið fyiir að breyta skemmtanahaldi um síðustu verslunarmannahelgi í þá átt að leggja meiri áherslu á fjölskyld- una. Rúmlega 38% telja á hinn bóginn að þörfin á breyttu yfirbragði hafi verið h'til. Fram kemur einnig að 56% íbúa telja sig hafa orðið fyrir einhveiju ónæði af völdum hátíðarinnar „Halló Akureyri" undanfarin ár, en tæplega 44% segjast ekki hafa orðið fyrir ónæði vegna hátíðarinnar. Af þeim Fundur með nemendum og foreldrum ÍYMA FUNDUR með nemendum Verk- menntaskólans á Akureyri og foreldr- um þeirra verður haldinn í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. nóvember kl. 20. Hann verður í Giyfjunni, sam- komusal skólans, og þar verða tekin fyrir ýmis mál er varða nemendur í kennaraverkfalh, hugsanleg lok haustannar og upphaf vorannar. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari mun á fúndinum reyna að svara þeim spumingum sem brunnið hafa á nem- endum og foreldrum þeirra síðustu vikur í þeirri von að endir verði bund- inn á yfirstandandi verkfall, sem sett hefur skólastarf vetrarins í algjört uppnám, segir í frétt um fundinn. sem telja sig hafa orðið fyrir ónæði síðustu ár hafa um 15% orðið fyrir miklu ónæði að sögn, en 75% töldu ónæðið ekki hafa verið mikið. Hvað síðustu verslunarmannahelgi varðar, töldu 58% sig hafa orðið fyrir minna ónæði nú en áður, en tæplega 4% fyrir meira ónæði. Viðhorf bæjarbúa til afgreiðslu- tíma veitingahúsa var einnig kannað- ur og kom í ljós að tæplega 72% voru sammála því að afgreiðslutíminn sé takmarkaður til kl. 01 eftir miðnætti á virkum dögum, en 24% eru því ósam- mála. Góður meirihluti þeirra sem ekki eru sammála takmörkunum á af- greiðslutíma, eða tveir af hverjum þremur, vill engar takmarkanir á af- greiðslutímanum. Um 35% íbúanna finnst að takmarka eigi afgreiðslutí- mann við annan tíma. Meirihluti svar- enda, eða 62%, er sammála því að af- greiðslutími um helgar sé tak- markaður við kl. 4 eftir miðnætti, en 34% eru ósammála. Sama eru uppi á teningnum hvað afgreiðslutímann um helgar varðar og með virku dagana, tveir af hverjum þremur sem ekki vilja takmörkun, vilja að ekki séu sett- ar neinar takmarkanir. Gilfélagið og Sigurhæðir íslandsljóð í Deiglunni ÍSLANDSLJÓÐ er heiti á Ijóðadag- skrá sem Gilfélagið og Sigurhæðir efna til í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. nóvember, en hún hefst kl. 20.30. Dagskráin er flutt í tilefni af fullveld- isdeginum, 1. desember. Flutt verða ættjarðarljóð, gömul og ný, en á dagskránni verður sjálf- vahð efni nokkurra kunnra flytjenda auk þess sem vonast er til að gestir flytji uppáhaldsljóð sín, sjálfum sér og öðrum til gleði og gamans. Öllum er frjálst að koma fram en er bent á að taka með sér ljóðabækur ef svo ber undir. Ekkert kostar inn og allir eru vel- komnir. Héraðsdomur Norðurlands eystra Fangelsi í 45 daga vegna fíkniefna og fleiri brota TÆPLEGA þrítugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 45 daga fangelsi og til að greiða 65 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð, en félag- ar hans tveir sem einnig voru dæmdir vegna sömu mála hlutu skilorðsbundna dóma til tveggja ára. Var öðrum gert að greiða 120 þúsund króna sekt en hinum 200 þúsund krónur. Sá er þyngsta dóminn hlaut var sviptur rétti til að öðlast ökuskírteini ævilangt. Mennimir þrír eru á aldrinum 18 til 29 ára gamlir og eru af Kjal- amesi, Hrísey og Hafnarfirði hafa allir áður hlotið refsidóma vegna ýmissa mála. Þeir vom í máli þessu ákærðir vegna nokkurra fíkniefnabrota, m.a. að hafa haft milligöngu um útvegun slíkra efna og neyslu þeirra sem og flutning milh landshluta í söluskyni. Þá var í málinu ákært vegna umferðar- lagabrota og fyrir þjófnað. Af- skipti vom höfð af mönnunum bæði á Akureyri og Reykjavík. Allir játuðu þeir brot sín ský- laust fyrir dómi. Sá elsti í hópnum var sakfelldur fyrir þjófnað, ölv- unarakstur í tvígang og brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf. Litið var til þess að hann játaði brot sín undanbragðalaust, verðmæti þess sem stolið var þótti lítið og áfeng- ismagn í blóði hans var undir efri mörkum. Hins vegar var einnig litið til þess að hann átti langan af- brotaferil að baki og þótti því ekki fært að skilorðsbinda refsingu hans. Nokkurt magn fíkniefna var gert upptækt, tæplega 100 grömm af hassi, tæp 8 grömm af amfetamíni og 1,33 grömm af maríhúana. Vetrarstarf Klakks hófst á útilegu í Vaglaskógi í haust, en þá gengu skátar yfír Vaðlaheiði, Ijölduðu þar og gengu svo til baka daginn eftir. SKÁTAFÉLAGIÐ Klakkur á Akur- eyri vill vekja athygli á því að þótt formlegt vetrarstarf félagsins sé haflð geta þeir sem áhugasamir era um skátastarf engu að sfður gengið til liðs við félagið. Skrifstofa Klakks er í Hvammi við Hafnarstræti og þar er opið frá kl. 17.30 til 19 frá þriðjudegi til Oflugt skátastarf fimmtudags. Á skrifstofunni er hægt að innrita sig í félagið og fá nánari upplýsingar um starfsemina. Félagið á þrjá skála, Valhöll sem er í Vaðlaheiði, Fálkafell og Gamla of- an við Kjarnaskóg, en skátar fara f útilegur f þessa skála og þá vinna þeir að margvíslegum útilífsverk- efnum. Starfsemi félagsins fer fram úti í hverfum bæjarins, þ.e. Innbæ, Brekku, Glerárhverfi og Oddeyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.