Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAFjIÐ
FRÉTTIR
Þrenn ný lög frá Alþingi
Tekist á um frumvarp um
tekjustofna sveitarfélaga
PRJÚ frumvörp voru samþykkt
sem lög frá Alþingi í gær. Frum-
varp um vatnsveitur sveitarfélaga,
frumvarp um veiðieftirlitsgjald og
frumvarp um tekjustofna sveitar-
félaga. Síðarnefnda frumvarpið
var nýlega lagt fram á Alþingi og
var samið í samræmi við tillögur
svokallaðrar tekjustofnanefndar
sem félagsmálaráðherra skipaði á
síðasta ári til að endurskoða
ákvæði laga um tekjustofna sveit-
arfélaga.
Var í frumvarpinu, sem nú er
orðið að lögum, m.a. lagt til að
heimild sveitarfélaga til útsvars-
álagningar verði hækkuð í tveimur
áföngum um samtals 0,995 til þess
að mæta aukinni fjárþörf sveitar-
félaganna og bæta fjárhagsstöðu
þeirra. Einnig var í frumvarpinu
lagt til að álagningarstofn fast-
eignaskatts yrði miðaður við fast-
eignamat til að tryggja að fast-
eignaskattur reiknaðist af því sem
næst raunvirði fasteignar. Þannig
mætti jafna stöðu fasteigna-
eigenda á landsbyggðinni og á höf-
u ðborgar svæ ðinu.
í umræðum um frumvarpið kom
m.a. fram í máli stjórnarandstæð-
inga að þeir styddu aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar sem miðuðust að því
að tryggja sveitarfélögunum aukn-
ar tekjur. Peir kváðust hins vegar
ekki sáttir við leiðirnar til að ná
því markmiði.
í atkvæðagreiðslu um frumvarp-
ið fyrir þriðju umræðu sagði
Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, m.a. að
Samfylkingin styddi tillögur um
auknar tekjur til sveitarfélaganna
enda hefðu þau með höndum mik-
ilvæg og vaxandi verkefni. „Sam-
fylkingin styður það einnig að fast-
eignaskattar verði lækkaðir á
íbúðareigendur á landsbygðinni en
Samfylkingin telur það óviðunandi
að sækja stærstan hluta tekju-
aukningar sveitarfélaganna í vasa
launafólks með hreinni hækkun út-
svars. Samfylkingin hefur flutt um
Morgunblaðið/Ásdís
Rannveig Guðmundsdðttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, var einn þeirra þingmanna sem gagn-
rýndi frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekjustofna sveitarfélaga.
það tillögur að tekjuskattar ríkis-
ins verði lækkaðir til jafns við
auknar heimildir fyrir útsvari en
fyrirliggjandi er neikvæð afstaða
stjórnarliða til þeirra. í ljósi þessa
mun Samfylkingin hvorki styðja
megintillögu frumvarpsins né bera
ábyrgð á því að stórfelldum
skattahækkunum verði velt yfir á
almennt launafólk á sama tíma og
ríkisstjórnin er að lækka skatta á
söluhagnað stórra fjármagnseig-
enda.“
Óhjákvæmilegt að bæta
afstöðu sveitarfélaganna
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
ALÞINGI
maður Vinstrihreyfingarinnar —
græns framboðs, sagði einnig við
þessa sömu atkvæðagreiðslu að
óhjákvæmilegt væri að gera rót-
tækar ráðstafanir til að bæta af-
komu sveitarfélaganna. Hann taldi
þó að í tillögum meirihlutans væri
ekki nóg að gert. „En við (þing-
menn Vinstri grænna) gagnrýnum
ekki síður þá útfærslu sem ríkis-
stjórnin hefur valið og þá einkum
og sér í lagi það að hún noti þessar
aðgerðir til þess að knýja fram
skattahækkun," sagði hann.
Guðjón A. Kristjánsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins,
kvaðst á hinn bóginn myndu styðja
umrætt frumvarp en tók fram að
þingmenn flokksins myndu á móti
styðja boðaða tillögu frá Samfylk-
ingunni um að ríkið dragi úr skatt-
heimtu á móti útsvarshækkunum.
Alþingi fær 13
milljóna króna
aukafj árveitingu
Aukinn
kostnaður
vegna stærri
kjördæma
MEIRIHLUTI fjárlaganefndar
Alþingis gerir tillögu um 13 millj-
óna króna aukafjárveitingu til Al-
þingis til að mæta auknum ferða-
kostnaði þingmanna innan lands í
kjölfar stækkunar á kjördæmum
landsins.
Aðspurður um þennan útgjalda-
auka segir Jón Kristjánsson, for-
maður fjárlaganefndar, að sam-
kvæmt reglum Alþingis fái þing-
menn greiddan þann ferðakostnað
sem til fellur í ferðum þeirra um
önnur kjördæmi en þeirra eigin.
Til að mynda aksturs- og gisti-
kostnað. Hann bendir á að þótt
breytt kjördæmaskipan - með
færri og stærri kjördæmum á
landsbyggðinni - hafi enn ekki
komið til framkvæmda séu þing-
menn þegar farnir að vinna í sam-
ræmi við hana. Þingmenn séu til
að mynda oft kallaðir á fundi í sínu
væntanlega kjördæmi sem nái oft
út fyrir núverandi kjördæmi þing-
mannsins. Þannig séu þeir þegar
farnir að kynna sér málefnin í nýj-
um hluta kjördæmisins. Það þýði á
hinn bóginn aukin ferðalög þing-
mannsins um önnur kjördæmi
landsins og um leið meiri kostnað
þingsins vegna breytinga á kjör-
dæmaskipaninni.
Aðspurður telur Jón að fyrr-
greindar reglur verði endurskoð-
aðar þegar breytt kjördæmaskipan
kemur til framkvæmda en kveðst
þó ekki eiga von á öðru en að
kostnaður þingsins vegna
ferðalaga þingmanna um kjör-
dæmin eigi eftir að verða meiri en
nú er vegna stækkunar kjördæm-
anna.
Alþingi
Dagskrá
Þingfundur í dag hefst klukkan
10.30. Eina dagskrármálið er fjár-
lög ársins 2001, önnur umræða.
Breytingartillögur meirihluta
fjárlaganefndar Alþingis
Nær 3,8 milljarðar
til hækkunar á fjár-
lagafrumvarpi
BREYTINGARTILLÖGUR meiri-
hluta fjárlaganefndar Alþingis á
frumvarpi til fjárlaga fyrii’ árið 2001
nema samtals um tæplega 3,8 millj-
örðum króna til hækkunar. Önnur
umræða um frumvarpið hefst á Al-
þingi í dag en þá mun minnihluti fjár-
laganefndar gera grein íyrir sínum
tillögum. Ennft-emur má búast við að
einstakir þingmenn leggi fram breyt-
ingartillögur á frumvarpinu. Eins og
venja er bíður afgreiðsla á tekjuhlið
frumvarpsins þriðju urnræðu.
Meðal breytingartillagna meiri-
hluta íjárlaganefndar má nefna
hækkun á framlagi til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga um samtals 1,8 millj-
arða króna. Af þeim fjármunum er
lagt til að 1,1 milljarði króna verði
varið til að jafna tekjutap einstakra
sveitarfélaga vegna lækkunar fast-
eignaskattstekna í kjölfar breytinga á
álagningarstofni mannvirkja. Kemur
fram í nefndaráliti meirihlutans að
framlagið sé ákvarðað í samræmi við
frumvarp til laga um breytingu á lög-
um um tekjustofna sveitarfélaga, sem
samþykkt var sem lög frá Alþingi í
gær, og er framlagið reiknað sem
hlutfall af skatttekjum ríkissjóðs af
beinum og óbeinum sköttum sem inn-
heimtir eru í ríkissjóði. Þá er lagt til
að hinar 700 milljónimar sem eftir
eru verði tímabundið íramlag ríMs-
sjóðs til Jöfnunarsjóðsins í samræmi
við tillögur tekjustofnanefndar sem
skilaði skýrslu til félagsmálaráðherra
í október sl. Gert er ráð fyrir að fram-
laginu verði ráðstafað til sveitarfélaga
eftir reglum sem settar verða í sam-
ráði við Samband islenskra sveitarfé-
laga.
200 miHjónir í barnabætur
Meirihlutinn fer einnig fram á
hækkun á framlagi til ly'fjamála um
175 milljónir króna en í nefndaráliti
segir að endurmat á útgjöldum til
lyfjamála eftir tíu mánuði bendi til
þess að útgjöld vegna málaflokksins
verði um 4,7 milljarðar króna á árinu
2001. Einnig er lagt til að framlag til
Landspítala - háskólasjúkrahúss
verði hækkað um 103 milljónir króna
frá því sem gert var ráð fyrir í frum-
varpinu, framlag til sjúkraflutninga
verði hækkað um 41 milljón króna og
að framlag til Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri verði hækkað um 20
milljónir króna, svo dæmi séu nefnd.
Þá er gerð tillaga um að framlag til
háskóla hækki um 90 milljónir króna
vegna fjölgunar nemenda umfrarn
það sem gert hafði verið ráð íyrir við
gerð fjárlagafrumvarpsins. Aukin-
heldur er lagt til að framlag til áfeng-
is- og fíkniefnamála hækki um 25
milljónir króna og að framlag til ým-
issa löggæslumála hækki um 25 millj-
ónir. Að lokum má nefna tillögu um
200 milljóna króna hækkun á fjár-
heimild til greiðslu barnabóta og enn-
fremur tillögu um að fjárheimild til
vaxtabóta verði lækkuð um 400 millj-
ónir króna í samræmi við endurskoð-
aða áætlun íyrir árið 2001. Segir í
nefndarálitinu að lækkunin stafi af
auknum tekjum launþega milli ára.
Bæjarstjórn Garðabæjar
Minnihlutinn
gagnrýnir
hækkun útsvars
MINNIHLUTINN í bæjarstjóm
Garðabæjar gagnrýnir harðlega fjár-
hagsáætlun bæjarins fyrir árið 2001,
sem samþykkt var á bæjarstjómar-
fundi í síðustu viku. Sérstaklega er
gagnrýnd hækkun á útsvari úr
11,24% í 12,46% og segja fulltrúar
minnihlutans, þ.e. Framsóknarflokks
og Garðabæjarlistans, að hækkunin
sé meiri en þau 0,66% sem fmmvarp
ríkisstjórnarinnar feli í sér.
Á fundinum lögðu fulltrúamir fram
eftirfarandi bókun: „Lágmarks-
álagning útsvars hefur verið yfirlýst
keppikefli Sjálfstæðisflokksins í
Garðabæ svo lengi sem elstu menn
muna. Undanfarin ár hafa útgjöld
vaxið hraðar en tekjur og skuldir
hlaðist upp. Itrekað hefur verið bent á
þá þversögn sem felst í því að sköttum
sé haldið í lágmarki á sama tíma og
tekjur hafa ekki dugað fyrir útgjöld-
um. Nú er svo komið að hreinar
skuldir á íbúa eru fimm sinnum hærri
en þær vom í upphafi áratugarins.
Því hlaut að koma að því fyrr en síðar
að skattaálögur yrðu hækkaðar í
Garðabæ. Fyrri fjármálastefna gat
ekki gengið öllu lengur og því hefur
meirihluti sjálfstæðismanna valið þá
leið að hækka útsvarið úr 11,24% í
12,46%. Goðsögnin um Garðabæ sem
einhveija sérstaka skattaparadís
heyrir því sögunni til.“
Gæslu-
varðhald
framlengt
GÆSLUVARÐHALD yfir
þremur ítölum, sem handtekn-
ir vora á Keflavíkurflugvelli
aðfaranótt 18. október sl., hefur
verið framlengt til 10. janúar
2001. ítalirnir, tvær konur á
þrítugsaldri og karlmaður á
fertugsaldri, reyndust allir
hafa fíkniefni innvortis. Alls var
fólkið með um 300-400 g af
kókaíni og um 50 g af e-töflum-
ulningi sem komið hafði verið
fyrir í smokkum.
Að sögn Ásgeirs Karlssonar,
aðstoðaryfirlögregluþjóns í
Reykjavík, stendur rannsókn
málsins enn yfir. Einn ítalanna
mun sitja áfram í einangran.