Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 1 3 FRÉTTIR Sjómenn stefna að boð- un verkfalls 15. mars Alyktun ASI um samningsforsendur Ekki þeirra lægst launuðu að tryggja stöðugleika SAMNINGANEFNDIR Sjómanna- sambandsins og Vélstjórafélagsins hafa samþykkt að hefja undirbúning að boðun verkfalls sem hefjist 15. mars á næsta ári. Samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambands- ins kemur saman í dag og reiknar formaður þess með að þar verði einn- ig samþykkt að hefja undirbúning að boðun verkfalls. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, sagði að full- reynt væri að sjómönnum og útgerð- armönnum tækist að gera nýja kjarasamninga án þess að sjómenn beittu þrýstingi til að knýja á um kröfur sínar. Hann sagði að sjómenn hefðu þurft að sætta þvi ítrekað að vera samningslausir í heilt ár. Fram- koma vinnuveitenda í garð þessarar stéttar væri einsdæmi. Hann sagði að á síðasta samningafundi hjá sátta- semjara hefði framkvæmdastjóri LIU hafnað öllum kröfum sjómanna. Þeir hefðu ekki einu sinni verið til viðræðu um gerð skammtímasamn- ings. Samningar runnu út 15. febrúar Samningar sjómannasamtakanna runnu út 15. febrúar sl. Útgerðar- menn vísuðu kjaradeilunni til ríkis- sáttasemjara í maí. Sævar sagði að það yrði ekki annað sagt um sjómenn að þeir hefðu sýnt þolinmæði og samningsvilja. Nú væri þolinmæði þeirra brostin. Útvegsmenn hefðu ekkert fram að færa í viðræðunum. Hugmyndir þeirra um fastlaunakerfi með bónus hefðu ekkert verið út- færðar af þeirra hálfu. Sævar sagði að helstu kröfur sjó- manna vörðuðu ýmis réttindamál. Brýnt væri að bæta slysatryggingu sjómanna. Sjómenn krefðust þess að fá starfsaldurstengt orlof eins og aðr- ar stéttir væra með. Þeir vildu bæta lífeyrisréttindi sín. Sjómenn sættu sig heldur ekki við að þeir væru með 80 þúsund kr. tryggingu og mættu sæta því að vera á henni í 30 daga ef illa aflaðist. Þá væru verðmyndunar- málin mikilvæg eins og áður. í samþykkt samninganefndar Vél- stjórafélagsins segir að enginn ár- angur hafi orðið af viðræðum við út- vegsmenn þrátt fyrir handleiðslu ríkissáttasemjara. Því sé ekki um annað að ræða en að hefja undirbún- ing að vinnustöðvun. Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, sagðist reikna með að sambandið boðaði verkfall á sama tíma og hin sjómannasamböndin, en um það yrði fjallað á fundi í dag. Hann sagði að sjómenn væru seinþreyttir til vand- ræða, en þolinmæði þeirra væri á þrotum. Allt hefði verið reynt til að fá útvegsmenn til að gera nýjan kjara- samning, en viðræður hefðu engu skilað. Verkfall virtist því óhjá- kvæmilegt. LÍÚ segist tilbúið til samninga Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði það rangt að LIÚ hefði ekkert boðið í samning- num. Útvegsmenn hefðu boðist til að gera samning á sama grunni og sam- ið var um við Flóabandalagið. Þeir hefðu einnig lýst sig tilbúna að ræða um breytingar á verðmyndunarkerf- inu. Útvegsmenn vildu hins vegar að sjómenn tækju tillit til kröfu þeirra um fækkun í áhöfn vegna tækni- breytinga eða fjárfestinga leiddi ekki til aukins launakostnaðar eins og kjarasamningar sjómanna kvæðu á um. Þarna væri um algjörlega úrelt ákvæði að ræða. Friðrik sagði að þegar rætt væri um kjarasamning sjómanna yrðu menn hins vegar að hafa í huga að all- ar tölu staðfestu að sjómenn væru launahæsta stétt landsins. Hann sagði að engar forsendur væru fyrir því að hækka laun sjómanna enn frekar. Fundur verður í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. MIÐSTJÓRN ASÍ samþykkti í gær ályktun þar sem segir að það geti ekki verið hlutverk lægst launuðu hópanna innan ASÍ að tryggja stöðugleika og skapa þannig svigrúm fyrir annars konar kjaraþróun fyrir aðra hópa. Þetta var fyrsti fundur nýrrar miðstjórnar sem var kosin á þingi ASI fyrr í þessum mánuði. „Aðildarfélög og -sambönd ASÍ gengu til samninga í vor með það að markmiði að stuðla að stöðug- leika og leggja þannig grunn að áframhaldandi aukningu kaup- máttar. Ahersla var lögð á að nýta svigrúmið fyrst og fremst til hækkunar lægstu launa. Gerður var samningur til langs tíma í þessu skyni. Jafnframt var ljóst að stéttarfélögin geta ekki setið með bundnar hendur allan samn- ingstímann ef samningsforsend- urnar bresta. Samningarnir hvíla á tveimur meginstoðum: Að verð- bólga fari minnkandi á samnings- tímanum og að sú launastefna sem þar var mörkuð verði almennt ríkjandi. Rík áhersla var því lögð á skýr tryggingarákvæði svo hægt væri að opna samningana eða segja þeim upp ef forsendur brygðust. Samkvæmt tryggingar- ákvæðinu er hægt að gera annað tveggja; Úrskurða um meiri launa- hækkanir en samningurinn felur í sér eða segja samningnum upp í febrúar ár hvert,“ segir í ályktun miðstjórnar. Miðstjórnin segist hafa fullan skilning á baráttu hinna ýmsu hópa fyrir bættum kjörum, meðal annars hefði þing ASI lýst yfir stuðningi við baráttu kennara fyrir bættum kjörum án þess að afstaða væri tekin til launakrafna þeirra. „ASÍ bendir á að það getur ekki verið hlutverk lægst launuðu hóp- anna innan ASI að tryggja stöðug- leika og skapa þannig svigrúm fyr- ir annars konar kjaraþróun fyrir aðra hópa. Komi í ljós að svigrúm sé til meiri launahækkana en sam- ið var um síðastliðinn vetur áskilja félögin innan ASÍ sé allan rétt til þess að krefjast sömu hækkana." Morgunblaðið/Ásdís Yerkfallsstiórn Félags framhaldsskólakennara Vilja engin próf í verkfalli Viðrað í Vestur- bænum MILT veður hefur verið í höfuð- borginni síðustu daga þótt nokkur hálka hafi verið á götum og gang- stéttum. Við Blómvallagötuna í Vesturbænum stóð kona og viðraði en eflaust vegna hálkunnar og kannski líka vegna skjólsins gerði hún það í einu af fjölmörgum húsa- sundum þessa bæjarhluta. Jólin nálgast og á mörgum heimilum verður því mikið viðrað á næstunni. VERKFALLSSTJÓRN Félags framhaldsskólakennai-a hefur sent skólameisturum allra framhalds- skóla í landinu bréf þar sem vakin er athygli þeirra á því að í nokkrum skólum er ætlunin að halda próf í greinum þar sem stundakennarar hafa verið við kennslu í yfirstandandi verkfalli. Verkfallsstjórnin telur þetta ekki í samræmi við lög um framhaldsskóla og reglugerð um starfslið skóla. „Verkfallsstjórnin telur rétt að vekja athygli skólameistara á 24. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og reglugerð með sömu lögum um starfslið framhaldsskóla nr. 371 þar sem fjallað er um deildarstjóra, áf- angastjóra, ábyrgð þeirra og umsjón með námsmati. í lögunum og reglugerðinni er skýrt tekið fram að deildarstjóri skuli vera í hverri námsgrein og um- sjón með námsmati sé í höndum deildarstjóra. Verkfallsstjórn telur að próf sem haldin eru án umsjónar deildarstjóra séu marklaus þar sem ekki er farið að lögum við prófahaldið og ekki eru uppfylltar þær faglegu kröfur sem gerðar eru í námsskrá fyrir fram- haldsskóla. Verkfallsstjórnin varar eindregið við að skólameistarar gefi nemend- um falsvonir um að þeir séu að taka próf sem hafi einhvert gildi og skor- ar á skólameistara að fresta öllum prófum þar til þau geta farið fram með eðlilegum hætti undir faglegri stjórn deildarstjóra,“ segir í bréfi verkfallsstjórnar til skólameistar- anna. Landsvirkjun Ráðinn fram- kvæmdastjóri orkusviðs BJARNI Bjarna- son, fráfarandi framkvæmda- stjóri Islenska járnblendifélags- ins hf., hefur ver- ið ráðinn fram- kvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar frá 1. mars nk. Bjarni Bjama- son hefur verið framkvæmdastjóri íslenska jámblendifélagsins hf. frá árinu 1997. Meðal fyrri starfa hans má nefnastarf framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar í Mývatnssveit og starf tæknistjóra Jarðborana hf. Bjarni hefur licentiat-próf í berg- verkfræði frá Svíþjóð en auk þess BSc.-próf í jarðfræði með hliðar- greinum í verkfræði frá Háskóla Is- lands og hlutapróf í vélfræði frá Vél- skóla Islands. Hann bjó um 6 ára skeið í Svíþjóð og starfrækti þar ráðgjafastofu á sviði bergverkfræði og neðanjarðarmannvirkja. A fyrri árum vann hann að virkjanarann- sóknum fyrir Landsvirkjun um nokkurra ára skeið. Bjami Bjarnason er kvæntur Björgu Árnadóttur, símenntunar- stjóra Fjölbrautaskólans við Ar- múla, og eiga þau þrjú börn. ------*-+-*----- Sluppu vel eftir að bill þeirra fór út af f hálku Bifreiðin ónýt eftir 5-6 veltur TVEIR japanskir ferðamenn sluppu lítið meiddir þegar bílaleigubíll þeirra fór út af Suðurlandsvegi í hálku og valt 5-6 veltur. Ferðamenn- imir, karlmaður og kona, skárust nokkuð en sluppu að öðra leyti ómeidd. Þau vora bæði í öryggisbelt- um. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Slysið varð við Suðurlandsvegi austan Hvolsvallar skammt vestan við bæinn Hvítanes skömmu eftir hádegi í gær. Bjarni Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.