Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skipan barnaverndarmála hér á landi fyrirmynd Raníu Jórdamudrottningar F.v.: Ranía Jórdaníudrottning, Bragi Guðbrandsson og Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh, ræðismaður Islands í Jórdaníu. Brautryðj- andastarf undir íslenskri handleiðslu Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, er nýkominn heim frá Amman í Jórdaníu eftir tíu daga dvöl. Þar veitti hann ráðgjöf um uppbyggingu á skipan barnaverndarmála að sérstakri ósk Raníu, drottningar Jórdaníu. KONUNGSH JÓN Jórdaníu komu til íslands í maí sl. í opinbera heimsókn í boði forseta Is- lands. Við það tækifæri áttu Ranía drottning og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bama- vemdarstofu, fund um bamaverndarmálefni og starfsemi Barnahúss. Tilefni fundarins var hinn mikli áhugi Raníu á bamavernd en hún er t.d. frumkvöðull að því að opna umræðu um kynferðisofbeldi gegn bömum í arabaríkjun- um. Þess má geta að orðið bamavernd var ekki til í arabískri tungu þar til nýlega. I kjölfar fundarins lét drottningin í ljós áhuga á því að forstjóri Barnaverndarstofu veitti Jórdönum ráðgjöf í þessum efnum. Fyr- ir milligöngu Stefaníu Reinhardsdóttur Khal- ifeh, ræðismanns íslands í Jórdaníu, barst síð- an beiðni frá skrifstofu drottningar um að Bragi kæmi til Jórdaníu í þessum erinda- gjörðum. Bragi segir konungshjónin vera að reyna að hafa áhrif á líf þjóðar sinnar og breyta þessu hefðbundna samfélagi yfir í nútímalegt þjóð- félag með nýjum hugsunarhætti og gildismati jafnframt því að virða gömul og hefðbundin gildi, sem era svo ríkur þáttur í aldalangri menningarsögu þjóðarinnar. Ranía drottning sótti menntun sína til Vesturlanda og var við nám bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Þessi unga kona hefur í opinbera starfi sínu lagt fyrir sig velferðarmál fjölskyldunnar og þá sérstaklega barna. Að framkvæði hennar er nú verið að huga að skipan bamaverndar- mála en það er málaflokkur sem að sögn Braga hefur ekki verið viðurkenndur í neinu arabaríkjanna hingað til, svo að um mikið og öflugt brautryðjandastarf er að ræða. „Ranía hefur mikinn áhuga á Barnahúsinu okkar hérna á íslandi þar sem J>verfaglegt teymi sérfræðinga vinnur saman og ólíkar stofnanir vinna undir sama þaki svo að barnið sem verið er að aðstoða þurfi ekki að fara í gegnum mörg rannsóknarviðtöl á mörgum stofnunum heldur er alla þjónustu að finna á einum stað. Drottningin vildi því eftir íslands- heimsóknina láta athuga sérstaklega með hvaða hætti landar hennar gætu tekið upp svipað fyrirkomulag." Bragi segir að þegar út var komið hafi vinn- an fyrst í stað falist í því að kynnast gangi og stöðu bamaverndarmála í Jórdaníu og safna gögnum frá þeim aðilum sem að þessum mál- um koma, þ.e. lögreglu, saksóknara, dómur- um, læknum og hjúkrunarfólki. Stórt ráð full- trúa úr þessum starfsgreinum var sett á laggimar að framkvæði drottningar og starf- ar ráðið náið með trúmálaráðuneyti, upplýs- ingaráðuneyti og félagsmálastofnunum. Fyrir komu Braga hafði Raína látið ljósrita og dreifa til allra í ráðinu öllum gögnum um Barnahús sem hún hafði fengið á Islandi svo nefndarmenn vora vel undirbúnir fyrir komu íslendingsins. Bragi vann ötullega með þessu ráði og fundaði reglulega með forsvarsmönn- um þess meðan á dvölinni stóð og segir sam- vinnuna hafa gengið vel og að gott hafi verið að eiga skoðanaskipti við Jórdanina, sem tóku vel tillögum, ráðgjöf og athugasemdum um það sem betur mætti fara. Auk þessa heim- sótti Bragi margar þær stofnanir sem mál- efninu tengjast eins og unglingaheimili og sjúkrahús. „Meðal annars heimsótti ég mun- aðarleysingjahæli sem er til húsa í einni af höllum Husseins konungs, sem lést í fyrra. Konungurinn, sem var mikið góðmenni, hafði kynnst starfseminni og þeim slaka aðbúnaði sem munaðarleysingjarnir bjuggu við, sá aumur á börnunum og gaf hælinu þessa höll sína, sem stendur í fagurri hlíð með dásam- legu útsýni yfir Jerúsalem." Bragi segir það merkilega reynslu að hafa fengið að kynnast því hvernig málum er farið í málefnum barna í Jórdaníu. „Það er við gömul gildi að glíma, t.d. segja landslög að ekki megi tilkynna barnavemdar- mál, s.s. gran um ofbeldi gegn barni, til yfir- valda nema með leyfi föður barnsins, enda er meginreglan sú að það sem gerist á heimili manns sé hans einkamál og fer ekkert út fyrir veggi heimilisins. Þess vegna er breytingin á ríkjandi hugsunarhætti mjög róttæk, þ.e. að hið opinbera - ríkið - eigi að grípa inn í einka- líf fjölskyldunnar, sem fram að þessu hefur verið sem heilög vé. Það segir sig sjálft að ef faðirinn er valdur að ofbeldi era allar bjargir bannaðar og málið kemur aldrei upp á yfir- borðið.“ Áhrifa þessara laga gætir að sögn Braga í opinberam tölum sem snúa að barna- vernd, sem sýna að 95% þeirra bama sem sæta ofbeldi verða fyrir ódæðinu utan heimil- isins. „Þetta er algerlega öfugt við það sem er hjá vestrænum þjóðum þar sem það er fjöl- skyldan sjálf sem bregst uppeldishlutverki sínu og börnin sæta vanrækslu eða ofbeldi heima fyrir. Af þessu má ekki draga þá álykt- un að heimilisofbeldi sé ekki fyrir hendi í Jórdaníu - það er bara falið. Ranía drottning er því nú að berjast fyrir því að fá þjóð sína til að horfast í augu við það að böm alls staðar í heiminum verða fyrir misrétti, ofbeldi eða vanrækslu sem samfélaginu ber að grípa inn í og vemda rétt barnanna. í Jórdaníu era ekki sérstök barnavemdaryfirvöld og tilkynningar í bamavemdarmálum berast einfaldlega til lögregiu. Þeii- hafa reyndar komið upp sér- stakri lögreglustöð í Amman sem tekur á móti öllum tilkynningum sem snerta fjölskyldumál, þar á meðal tilkynningum um ofbeldisverk gegn konum eða bömum. Jafnframt er að finna sérstakt öryggisathvarf fyrir börn sem sætt hafa ofbeldi, svonefnt „Children’s safety house“, þar sem börn fá meðferð og þjónustu til að yfirvinna þau áföll sem þau hafa orðið fyrir. Það er því nú þegar kominn vísir að því sem stefnt er að - grannur til að byggja á. Þegar ég hafði kynnt mér þennan grann var það mitt hlutverk að leggja fram tillögur að framtíðarskipan í þessum efnum sem ég og gerði síðari hluta dvalarinnar.“ Gengi verkefnisins hefur áhrif víðar en í Jórdaníu Á lokadegi ferðarinnar var Bragi svo boðað- ur á fund drottningar í konungshöllinni þar sem hann kynnti niðurstöður og benti á hug- myndir sem unnið verður með áfram og verða þróaðar í því samfélagsumhverfi sem ríkir í Jórdaníu. „Þetta er þróunarríki og nýtur ekki auðs náttúruauðlinda eins og olíu líkt og ríkari nágrannaþjóðir þeirra. Fátækt frnnst víða og velferðarkerfi er á öðra stigi en við Vestur- landabúar eigum að venjast þannig að það er mjög athyglisvert hvernig viðleitni drottning- arinnar í þessum efnum er að bera ávöxt. Barnaverndarmál eru vandmeðfarin og úr- bætur þarf að gera af varfæmi en ákveðni samt sem áður, því það era ákveðin grandvall- aratriði sem þurfa að vera á hreinu. Hefð- bundin viðhorf gamla samfélagsins era gríðar- lega lífseig og það þarf að gæta þess að fara ekki offari. Ef menn setja sér raunhæf markmið og vinna kerfisbundið ná þeir ár- angri og mér sýnist drottningin hafa alla burði til að fylgja því eftir. Verkefnið sem nú er hafið er gríðarstórt og afar metnaðarfullt og það verður gaman að fylgjast með því sem gerist í Jórdaníu, því það á ugglaust eftir að vísa veginn fyrir hin arabaríkin. í þvi sam- hengi er afar ánægjulegt fyrir okkur íslend- inga að það skuli vera leitað til okkar til að veita jórdönsku þjóðinni liðsinni í að byggja þetta verk upp og leiðbeina um tilhögun þess svo sem bestur árangur náist. Miklir hags- munir fjölda barna era í húfi.“ Starfs- mennta- verðlaun afhent Morgunblaðið/Kristinn ISAL, Rafiðnaðarskólinn og Guðrún J. Halldórsdóttir, hjá Námsflokkum Reykjavfkur, hlutu starfsmenntaverðlaun. Frá vinstri: Sigurður Geirsson, skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Ólafur Ragnar Gnmsson, forseti íslands, Jón Árni Rúnarsson, sem einnig er skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Guðrún J. Halldórsdóttir, hjá Námsflokkum Reylqavíkur, og Einar Guðmundsson, aðstoðarforstjóri ÍSAL. STARFSMENNTARÁÐ félags- málaráðuneytisins og MENNT - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla afhentu nýlega Islenska álfé- laginu, Rafniðnaðarskólanum og Guðrúnu J. Halidórsdóttur, sem frá árinu 1972 hefur stýrt Náms- flokkum Reykjavíkur, sérstök st arfsmenntaverðlaun. Það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, sem afhenti verðlaunin, en markmið þeirra er að styðja við nýsköpun og framþróun starfs- mcnntunar á íslandi ásamt því að vekja athygli á málefninu. Starfs- menntaverðlaunin eru veitt í þrem- ur flokkum, þ.e. fiokki fyrirtækja, flokki fræðsluaðila og opnum flokki sem tekur til rannsóknarað- ila, meistara, einstaklinga og ann- arra sem vinna framúrskarandi störf á sviði starfsmenntamála. ÍSAL og Rafiðnaðarskólinn í flokki fyrirtælq'a hlaut ÍSAL verðlaun fyrir að hafa lagt ríka áherslu á starfs- og súnenntun, en á síðasta ári voru kennslu- og nám- skeiðsstundir starfsmanna ÍSAL um 19 þúsund. í fræðslustarfi ÍSAL ber Stóriðjuskólann hæst, en í hon- um er boðið upp á sérhæft starfs- nám í áliðnaði fyrir ófaglært verkafólk. Markmið skólans er að efla fagþekkingu hjá ófaglærðu starfsfólki ÍSAL og auka mögu- leika þess til að vinna sig upp inn- an fyrirtækisins og efla samkeppn- ishæfni þess. í flokki fræðsluaðila hlaut Rafiðnaðarskólinn verðlaun, en rafiðnaðarmenn hafa markvisst, frá árinu 1975, byggt upp og rekið umfangsmikið starfsmenntakerfi. Samkvæmt áliti dómnefndar eru rafiðnaðarmenn frumkvöðlar að því starfsmenntakerfi sem sífellt fleiri tileinka sér í dag, en það felst í samstarfi atvinnurekenda og launþega. Guðrún J. Halldórsdóttir hlaut verðlaun Guðrún J. Halldórsdóttir, sem frá árinu 1972 hefur stýrt Náms- flokkum Reykjavíkur, hlaut verð- laun í opnum flokki, en á þeim ár- um þegar hún var að byrja voru Námsflokkarnir ein af fáum kennslustofnunum fyrir fólk sem vildi auka við menntun sína og stunda kvöldnám. Samkvæmt áliti dómnefndar hefur hún í starfi sínu hjá Námsflokkunum unnið mikið frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á sviði menntunar, bæði innan og ut- an hins formlega skólakerfis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.