Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 67
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
„Orðræða
um kynferði
og völd“
GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir, prófessor
í uppeldis- og menntunarfræði við
félagsvísindadeild Háskóla íslands
og fyrrverandi alþingismaður, verð-
ur í dag, fímmtudaginn 30. nóvem-
ber, með rabb á vegum Rannsókna-
stofu í kvennafræðum í Odda, stofu
201, kl. 12-13. í rabbinu mun hún
fjalla um athugun sína á kvenstjórn-
endum í menntakerfinu, undir yfir-
skriftinni „Orðræða um kynferði og
völd“.
í fyrri rannsókn Guðnýjar á kven-
og karlstjómendum í menntakerfinu
(1997) var áhersla lögð á að varpa
ljósi á kynjamun, eða hvort stjórnun-
arstíll kvenna væri frábrugðinn að-
ferðum karla. í þeirri athugun sem
hér er greint frá er athyglinni beint
nánar að kvenstjórnendum til að
varpa ljósi á margbreytilegan skiln-
ing þeirra og viðbrögð við þeim að-
stæðum sem nú eru á vinnumarkaði.
Þetta er athugað með ítarlegum við-
tölum við kvenstjórnendur af öllum
skólastigum, frá leikskólum til há-
skóla.
I rabbinu verður sagt frá fyrstu
niðurstöðum.
-----------------
Stofnfundur
verkalýðsfélags
í Skagafírði
STOFNFUNDUR nýs verkalýðsfé-
lags í Skagafirði verður haldinn í sal
Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki
laugardaginn 2. desember kl. 16, en
þá sameinast tvö félög í eitt, Verka-
kvennafélagið Aidan og Verkalýðsfé-
lagið Fram.
A fundinum verða samþykktir og
nafn nýs félags, kjör stjórnar og
nefnda á vegum félagsins, ákvörðun
um félagsgjald og ávörp gesta. Flutt
verður tónlistaratriði frá Tónlistar-
skóla Skagafjarðar og sönghópurinn
Norðan átta kemur fram. Kaffiveit-
ingar að loknum fundi. Allir eru vel-
komnir.
------*-*-*------
Lýst eftir
vitnum
EKIÐ var utan í bifreiðina PX-515,
sem er Toyota 4Runner rauður, 27.
nóvember sl. milli kl. 19 og 20 þar
sem hún stóð í bifreiðastæði við
Nikkabar, Hraunbergi 4. Tjónvaldur
fór af vettvangi án þess að tilkynna
óhappið.
Þeir sem einhverjar upplýsingar
geta veitt eru beðnir að snúa sér til
lögreglunnar í Reykjavík.
------------------
■ VEGNA flutninga verður viskí-
smökkun sem átti að vera í Alliance
Fran^aise föstudaginn 1. desember
frestað til föstudags 26. janúar.
Hótelstjórarnir Svanhildur Davíðsdóttir og Karl Rafnsson ásamt Birni
Harðarsyni matreiðslumeistara við jólahlaðborðið sem stóð í fyrsta sinn
til boða um síðustu helgi á Hótel Flúðum.
Jólahlaðborð á Flúðum
Á HÓTEL Flúðum er nú í fyrsta
sinn boðið upp á jólahlaðborð alla
laugardaga til 16. desember frá kl.
19 til kl. 22, auk þess sem boðið er
upp jólahlaðborð fyrir alla fjölskyld-
una sunnudaginn 3. desember og
sunnudaginn 10. desember frá kl.
17.30 tilkl. 21.30.
Einnig er boðið upp á jólahlaðborð
aðra daga í desember ef áhugi er fyr-
ir hendi, en í tilefni jólahlaðborðanna
eru boðin sérstök kjör á gistingu fyr-
ir einstaklinga og hópa á Hótel Flúð-
um.
Ný og glæsileg hótelbygging var
tekin í notkun á Flúðum síðastliðið
haust, en hótelið er hluti af hótel-
keðjunni Icelandair Hotels sem er í
eigu Flugleiðahótela hf. Á hótelinu
eru 32 tveggja manna herbergi með
sturtu og snyrtingu, véitingasalur
fyrir 80 manns og auk þess minni
salur, sem tekur allt að 20 manns í
sæti.
Jólakort KFUM og KFUK
KFUM og KFUK í Reykjavík hafa
gefið út nýtt jólakort fyrir þessi jól
til styrktar æskulýðsstarfi sínu. Það
er hannað af Hólmfríði Valdimars-
dóttur, listakonu.
Kortið kostar 100 krónur og fæst
á skrifstofu KFUM & KFUK,
Holtavegi 28 og einnig er hægt að
panta það á netfangi: klara@kfum.-
is.
Rifjaðu upp Ijúf:
minningar!
viö arineld,
góðan mat.
góöa þjónustu
og Ijúfa tónlist á
HÓTEL
REYKJAVIK
SIGTÚN
Gunnar Páll leikur fimmtud..
föstud. og laugardag
frá kl. 10.15 til 23.00.
Fyrir hópa aðra daga
j Borðapantanir í síma 568 9000
MREVF/L
Þegar ballið er að byrja
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 67
f Viltu vinna 1
milljón? 1
Einkar spennandi
spurningaleikur sem farið
hefur sigurför um heiminn.
Keppendur þurfa að svara
fimmtán spumingum til að fá
milljón í vasann! Taktu þátt í
bráðskemmtilegum leik og
hringdu í 907 2121 - þú gætir
unnið milljón.
Stjómandi er Þorsteinn .
W Strákarnir^B
W á Borginni
" Tveir af ástsætustu söngvurum
þjóðarinnar, Helgi Bjömsson og Bergþór
Pálsson, fara á kostum í gtæsitegum
skemmb'þætti þar sem andi jólanna svífur
yfir vötnum.
Vinír Friends
Vinimir f New York snúa aftur á
Stöð 2 í desember. Monica hefúr
beðiö Chandlers og gifbngin er í
sjónmáU, en þó er enn langur vegur
upp að altarinu.
jWÖ Kryddsíld
Fréttamenn Stððvar 2 fá góða
gesb í heimsókn og ræða
helstu atburði ársins.
Góða skemmtun!
Askriftarsími: 515 6100
www.ys.is