Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Saga af hundum sem eiga sér draum um frelsi Ragnhildur Magnúsdóttir og Auður Sturludóttir við verk sín. Málverka- sýning í gamla Isa- foldarhúsinu AUÐUR Sturludóttir og Ragnhildur Magnúsdóttir opna sýninguna ,Auð- hildi“ í gamla ísafoldarhúsinu, Þing- holtsstræti 5, á morgun, laugardag, kl. 17. Á sýningunni verða olíu- og akrýlmálverk. Auður er ættuð úr Húnavatns- sýslu og málar myndir af fjöllum og hestum þaðan. Hún málar með olíu- litum á jútustriga. Ragnhildur er uppalin á Akureyri Myndir hennar eru af Öskjuvatni og Víti, málaðar með akrýllitum á bómullarstriga. Þetta er íyrsta sýning þeirra beggja á höfuðborgarsvæðinu. Sýningin stendur til 10. desember og er opin alla daga kl. 14-18. ------HH-------- Rithöfundar lesa upp á Súfístanum RITHÖFUNDAR lesa úr bókum sínum á Súfístanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Lauga- vegi, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Stefán Jón Hafstein les úr bók sinni Fluguveiðisögur, Haraldur Örn Ólafsson les úr bók sinni Einn á ísn- um - gangan á norðurpólinn, Ásdís Halla Bragadóttir les úr bók sinni I hlutverki leiðtogans og Þorsteinn Jónsson les úr bók Þráins Lárusson- ar Krydd. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. PÉTUR, Étur, Tetur, Getur, Sjáum-hvað- setur og Getur-allt- , betur eru aðalpersón- urnar í nýútkominni barnabók Sindra Freyssonar, Hunda- eyjunni. Þeir eru hundar og eiga heima í Krítey. Hundarnir hafa stofnað leynifélag og ætla sér að komast til Hundaeyjarinnar þar sem allir hvuttar eru frjálsir. Níðingur, erkióvinur frjálsra seppa, hyggst koma í veg fyrir að draumar þeirra rætist en hund- arnir deyja ekki ráðalausir. Sindri segir söguna þannig til komna að þegar hann dvaldi á Krit árið 1997 og vann að skáldsögu sinni, Augun í bænum, hafi hann sent dóttur sinni heima á fslandi bréf þar sem hann spann sögur um ævintýri hundanna á Krítey. Hann myndskreytti bréfin, klippti út og límdi á þau alls kyns stjörnur og hunda svo úr urðu líflegar sögur sem fönguðu huga dóttur hans. „Sagan spannst áfram og hún var ekki í rónni fyrr en hún fékk fram- haldið. Ég skrifaði því stöðugt fleiri bréf. Þegar ég kom heim byrjaði hún að suða í mér um að sameina þessi bréf í eina heild og breyta þeim í bók. Niðurstaðan er þessi: Hundaeyjan - lítið ævintýri um undrun, frelsi og fyrirgefningu," segir Sindri. „Vertu ávallt undrandi yfír furðum heimsins“ Aðspurður um hvort bókin hafi boðskap neitar Sindri því ekki en kveðst vilja leyfa hveijum og einum að ráða í hann. Fyrst og fremst seg- ir hann þó að fyrir honum hafí vak- að að búa til bók sem myndi skemmta dóttur hans og færa henni spennu og ánægju - þ.e. gleðja barnshjartað. „I bókinni birtast vissulega ákveðin gildi sem eru mér hugleikin. Eins og til dæmis: Vertu ávallt undrandi yfir furðum heimsins - Sjáðu hvem dag sem einstakt tækifæri - Vertu tilbúinn að beij- ast fyrir draumum þínum o.s.frv. Ein- hverjir munu líka ef- laust sjá Níðing sem ákveðna táknmynd fyrir þrælkun á þeim sem ættu ekki að sæta þrælkun og/eða mis- notkun á sakleysi, æsku og varnarleysi. Við skulum a.m.k. vona að hundar séu frekar grandvarar skepnur." Engir Disney-hundar Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytti sögu Sindra. „Ég settist niður með Höllu og lýsti hundunum. Hún kveikti strax og tók ástfóstri við þetta ævintýri, a.m.k. finnst mér það endur- speglast í teikningunum. Ég sagði henni að þetta væri harðskeyttur lítill skæruliðahópur - þetta em engir Disney-hundar eins og sést á þeim, þeir eru með ör eftir lífið,“ segir Sindri og bendir því til stað- festingar á Pétur, væntanlegan konung hundanna, sem er með lepp fyrir öðru auganu. „Þetta hefur verið hundalíf og þá dreymir um að breyta því,“ bætir hann við. Sindri segir að enn sé margt ós- agt um ævintýri hundanna. „Þeir eru ekki enn komnir til Hundaeyj- arinnar en ef vel gengur hef ég trú á því að mér takist að halda áfram og leiða þetta ævintýri til lykta, vonandi á farsælan hátt,“ segir hann og útilokar ekki framhald síð- ar. Fæddur á ári hundsins Sjálfur kveðst Sindri aldrei hafa átt hund en einu sinni í æsku beit hann hundur einbúa nokkurs norð- ur í Laxárdal. Hann var að gefa hundinum sykurmola. „Ég ber enn ör eftir það hundsbit og lærði tvær dýrmætar lexíur: a) þótt allir hund- ar vilji sykur eru ekki allir hundar eins, b) laun heimsins em van- þakklæti,“ segir hann kiminn. Tvennt er það þó enn sem tengir höfundinn hundum. Samkvæmt kínversku tímatali er hann fæddur á ári hundsins - og ekki nóg með það heldur er hann fæddur á hundadögum. „Þetta er annað hvort helber tilviljun - eða hunda- heppni," segir hann og brosir. Skömmu eftir að ég heyrði um Hvolpaland sat ég á kaffihús- inu mínu við höfnina og var með hugann allt annars staðar. Þess vegna hrökk ég við þegar hundur gelti fyrir aftan mig, já, eiginlega bara undir mér. Ég leit við og sá að hundur, sem við skulum kalla Hrokkinkoll, hafði leitað skjóls undir stólnum mínum. Ég hélt að hann væri að flýja hitann frá sólinni. Hrokkinkollur er kaffihúsahundur og er óviss um hvort hann fer með hinum hundunum til að stofna Hvolpalandið. Honum finnst of skemmtilegt að snuðra á milli borð- anna á kaffihúsunum og sníkja kaffi- sopa eða sykurmola. En hann styður samt áform hinna hundanna og ef hann fer ætlar hann að stofna hunda- kaffihús og sofa allan daginn undir fallega dúklögðu borði. En nú var Hrokkinkollur ekki í skapi til að sofa; hann hafði fengið hræðilegar fréttir. Vinur okkar guli, Getur-allt-betur, var horfinn spor- laust. Það var eins og einhver hefði gert hann ósýnilegan með göldrum eða þurrkað hann út með risastóru strokleðri. Hrokkinkollur leitaði til mín því að hann vissi að ég var áhugasamur um ævintýri hundanna og að Getur-allt-betur var vinur minn. „Geturðu lánað mér símann þinn?“ spurði hann lágri röddu til að hinir gestimir á kaffihúsinu heyrðu ekki bofs. „Oft var þörf en nú er nauðsyn!“ tír Hundaeyjunni Sindri Freysson Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Draumar og hugvilla sem er fyrsta ritgerð Sig- munds Freuds um bókmenntaverk. Það er greining á sögunni Gradiva eftir norður-þýska rithöfundinn Wilhelm Jensen. Þýðandi er Sigur- jón Björnsson. Gradiva er stutt skáldsaga sem gerist aðal- lega í Pompeji á Italíu og byggist að verulegu leyti á draumum ungs fornleifafræð- ings, sem hald- inn er einskonar Sigurjón hugvillu. Björnsson. Hugvillan byggist á ástarórum sem tengjast fornri líkneskju á safni og saman- burði við stúlku sem maðurinn var ástfanginn af á æskuárum. í ritinu beitir Freud draumakenningu rinni við úrlausn þessarar hugvillu. í inn- gangi sínum að þessu verki, eins og að öðrum þýðingum á Freud, setur Sigurjón Björnsson ritverkið í sam- hengi við önnur rit höfundarins og veitir lesandanum ýmsar gagnlegar skýringar. ISBN 9979-66-095-3 Bókin er 96 bls. Leiðbeinandi verð: 2.485 krón- ur. Félagsmannaverð: 1.988 krónur. • ÚTerkomin bókin Fokdreifar úrferðum, 12 smásögur, eftir Jón R. Hjálmar- sson. Þetta er fyrsta smásagnasafn höfundar, en áður hafa birst eftir hann kennslu- bækur, handbækur, sagnfræðirit, viðtalsbækur og fleira. Eins og titill þessarar nýju bókar geíúr til kynna, þá segir í sögum þessum frá kynnum höfundar af fólki, einkum á ferðalögum, og sögum sem þetta samferðafólk sagði honum af reynslu sinni og ýmsum atvikum. Kennir þar að vonum margra grasa og er söguefnið harla íjölbreytilegt og forvitnilegt. Nokkrar af sögunum hafa áður birst á víð og dreif í blöðum og tímaritum og á löngu árabili. Útgefandi er Suðurlandsútgáfan á Selfossi. Búseta í brögmmi BÆKUR Sagnfræði UNDIR BÁRUJÁRNS- BOGABRAGGALÍF í REYKJAVÍK 1940-1970 eftir Eggert Þór Bernharðsson. JPV Forlag, Reykjavík 2000. 288 bls., myndir, kort. HOLLENSKUR starfsbróðir minn, sem margt hefur ritað um stórveldis- sögu þjóðar sinnar á öldum áður, hafði eitt sinn orð á því við mig, að óskaverkefni sérhvers sagnfræðings hlyti að vera saga, sem væri skýrt af- mörkuð í tíma: góð saga yrði að hafa bæði upphaf og endi. Viðfangsefni Eggerts Þórs Bemharðssonar í þessari bók er einmitt þessarar gerð- ar. Saga braggabyggðarinnar í Reykjavík er skýrt afmörkuð í bæði tíma og rúmi, svo skýrt að nánast má dagsetja upphaf hennar og endi. Þetta notfærir Eggert sér vel. Frá- sögn hans er skýrt mótuð og mark- viss, enginn vafi leikur á því hvenær hún hefst, ekki heldur á því hvenær henni lýkur. í frásögninni er skemmtilegur hrynjandi sem stig- magnast uns hátindi er náð, þegar sögunni er komið fram um 1964. Þar brotnar báran, ef svo má að orði kveða, og við tekur útfallið og smá- dregur úr krafti þess allt til sögu- loka. Sitthvað hefur verið ritað um sögu braggabyggðarinnar í Reykjavík um miðbik aldarinnar, en aldrei áður hefur verið fjallað um hana á svo markvissan og skipulegan hátt. Fyrri rit, þar sem þetta efni hefur verið til umræðu, hafa flest verið skáldverk eða endurminningar, þar sem braggalífið hefur komið við sögu. Þar er oft fjallað um einstaka þætti eða hliðar sögunnar á áhrifa- ríkan og eftirminnilegan hátt, en engin heildarmynd dregin upp. Það er gert í þessu riti. Höfundur fjallar ýtarlega um tilurð braggahverfanna á stríðsárunum, um upphaf og fyrir- komulag skipulegrar braggabúsetu á árunum eftir stríð, um ástand braggaíbúða og ævikjör þeirra, sem þær byggðu, um fólkið, sem bjó í bröggunum, og daglegt líf, um við- horf samfélagsins til braggabúa og félagslega stöðu þeirra, og loks um útrýmingu braggabyggðarinnar. Engin áhöld geta verið um það, að saga braggabyggðarinnar er for- vitnilegur og að mörgu leyti merkur þáttur í byggingarsögu Reykjavíkur. Margir þeirra sem upplifðu þessa sögu munu að sönnu vilja gleyma henni, „húsafólk" ekki síður en braggabúar, og fáir munu hafa sakn- að braggahverfanna er þau hurfu. En ástæðulaust er að reyna að gleyma þessum þætti í sögu höfuð- borgarinnar, og enginn þarf að fyrir- verða sig fyrir hann. í ljósi sögunnar má líta á braggabyggðina sem vaxt- arverki samfélags, sem óx stjórnlítið og alltof hratt. Víst var vistin í bröggunum oft ill og umhverfið lítt aðlaðandi, en þar voru þó margar undantekningar og fór hér sem endranær, að veldur hver á heldur. Margir braggabúar komu sér vel fyrir, bættu húsnæði sitt og um- hverfi eftir föngum, og virðist hafa liðið bærilega í bröggunum, þótt allir tækju því fegins hendi að komast í annað og betra húsnæði. Ber þá enn að hafa í huga, að margar „íbúðir" í Reykjavík þessa tíma voru stórum lakari en margar braggaíbúðirnar. Þá höfðu braggabúar það víða fram yfir þá sem bjuggu í annars konar bráðabirgðahúsnæði að meðal þeirra ríkti samheldni og félagsandi, sem gerði þeim lífið bærilegra en ella. Þegar á allt er litið má spyrja, hver hefði orðið saga Reykjavíkur og alls þess fólks, sem þangað flutti á tíma- bilinu 1945-1960, hefði bragganna ekki notið við? Trúlega hefði vöxtur bæjarins orðið mun hægari en raun bar vitni, eða fólkið hefði neyðst til að hírast í enn lakara húsnæði. I þessari bók leggur höfundur áherslu á, að braggabúar hafi upp til hópa verið ósköp venjulegt fólk, og er það vafalaust rétt. Engu að síður höfðu margir, mjög margir, andúð á braggabúum. Þeir voru stimplaðir annars eða þriðja flokks borgarar og átti það vafalaust mikinn þátt í því að flestir vildu komast úr bröggunum við fyrsta tækifæri. Ástæður þessara félagslegu viðhorfa eru athyglisvert rannsóknarefni, sem Eggert gaum- gæfir nokkuð, en hefur þó ekki ein- hlítt svar á reiðum höndum. Til þess er vart hægt að ætlast og vafalaust voru ástæðurnar margar. Ein, og kannski sú veigamesta, var sú að þar sem fólki var úthlutað bröggum til íbúðar, gat búseta í þeim borið vott um bjargarleysi, þótt sú væri alls ekki alltaf raunin. Þá hefur það vafa- laust einnig haft sitt að segja, að braggarnir voru byggðir sem bráða- birgðahúsnæði af útlendingum, sem ekki voru boðnir velkomnir af öllum, og allir litu á hermannaskálanna sem bráðabirgðalausn, óværu sem þyrfti að strjúka sem fyrst af ásýnd höfuð- staðarins. Loks er hugsanlegt, að eftir 1950 hafi braggarnir í hugum sumra tengst erlendri og mjög um- deildri hersetu suður á Miðnesheiði. Bókin Undir bárujárnsboga er ríkulega myndskreytt og segja margar myndanna mikla sögu, meiri en mörg orð. Mynd, eða myndir, eru á hverri einustu síðu, heilar mynda- síður eru margar og myndatextar bæta miklu við frásögn meginmáls. Sama máli gegnir um texta í ramma- greinum og vel hugnast mér sú að- ferð höfundar að nota hiklaust ýtar- legar orðréttar tilvitnanir þar sem við á. Þessi saga braggalífs í Reykjavík er öll stórfróðleg aflestrar og mjög tímabær. Nú er vaxin úr grasi heil kynslóð Reykvíkinga sem aldrei kynntist bröggum, og sama máli gegnir um fjölmarga aðkomumenn búsetta í bænum. Sá sem þessar lín- ur ritar ólst til að mynda upp í braggalausum bæ og man ekki til þess að hafa stigið fæti inn í íbúðar- bragga. I mínum heimabæ var ekki búið í bröggum, nema ef til vill mjög skamma hríð á allra fyrstu árunum eftir stríð. Einu braggarnir, sem ég minnist, voru notaðir til vöru- og áhaldageymslu, skepnuhalds og skemmtana. Einn er sá þáttur sögunnar, sem sögð er á þessari bók, sem trúlega veldur mörgum heilabrotum og höf- undur hefði mátt gera betri skil: hvernig stóð á öllum þessum fólks- straumi til Reykjavíkur? Að fólk flytjist til Reykjavíkur úr öðrum byggðum er ekkert náttúrulögmál I og margir hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna fólk fluttist til bæjarins í svo stríðum straumum, ekki síst þeg- ar þess er gætt, að afar erfitt var um húsnæði í höfuðstaðnum og bæjaryf- irvöld reyndu, um hríð að minnsta kosti, að hamla á móti. í bókinni fá- um við að vita flest um vandamálin sem aðflutningurinn og húsnæðis- eklan olli bæjarbúum og bæjar- stjórn, afleiðingum þeirra og lausn, en lítið sem ekkert er fjallað um or- i sakirnar. Það er að mínu viti ljóöur á I annars ágætu verki. Sömuleiðis hefði mátt útskýra nánar, þó í stuttu máli væri, hvað varð um allan stríðsgróð- ann. Hvernig stóð á því að íslending- ar, sem í stríðslok voru meðal efnuð- ustu þjóða Evrópu, voru þess ekki umkomnir að byggja sómasamlega yfir sig? Og það í höfuðstaðnum þar sem umsvif hernámsliðsins skiluðu langmestum tekjum. Þetta hefði þurft að skýra en ég efast um að les- endur, sem ekki hafa staðgóða þekk- ingu á sögu tímabilsins, átti sig á samhenginu á milli ofsagróða stríðs- áranna og haftanna sem á eftir fylgdu. Að lokum vil ég þakka Eggert Þór Bernharðssyni ágæta og fróðlega bók og vel unnið verk. Rannsókn hans er á allan hátt vönduð og traust og það er satt að segja ansi vel af sér vikið að skrifa bráðskemmtilegan og læsilegan texta um húsnæðismál. Jón Þ. Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.