Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 53 MINNINGAR + Valgarður Þor- kelsson skip- stjóri fæddist á Hún- stöðum í Fljótum 17. mars 1905. Hann lést á Droplaugarstöðum 17. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá kirkju Óháða safnaðarins 24. nóvember. Sólríkan síðsumar- dag árið 1967 var verið að leggja síðustu hönd á smíði íslensks rann- sóknaskips í Lowestoft í Englandi. Skipverjar voru að koma til að taka við skipinu og sigla því heim, fyrsta íslenska hafrannsókna- skipinu. Hér var hátíðarbragur á öllu og það voru vaskir sjómenn sem gengu inn um vaktað hlið skipasmíðastöðv- arinnar og eftirvæntingin skein úr augum þeirra. Hvernig skyldi nú skipið líta út? Þetta skip sem átti að vera vistarvera og vinnustaður þeirra um ókomin ár. Fljótlega var tekið eftir því að tveir skipverjanna skáru sig nokkuð úr hópnum. Þeir þóttu fyrirmannleg- ir, öruggir í allri framkomu og klæddir dökkum fötum, hvítum skyi-tum og með hatt á höfði. Næstu daga breiddist sá orðrómur út í skipasmíðastöðinni að komnh væru tveir meiriháttar fjárfestar úr „City“. Kannski voru þeir komnir til að kaupa skipið eða jafn- vel stöðina alla? Þegar betur var að gætt kom á daginn að þetta reyndust vera stýri- mennirnir á nýja skip- inu, þeir Valgarður Þorkelsson yfirstýri- maður og Benedikt Guðmundsson, fyrsti stýrimaður. Þannig kom Val- garður alltaf fyrir. Eftir honum var tekið hvort heldur hann var til sjós eða í landi. Við kynntumst fljótlega efth að hann réðst árið 1965 á Hafþór sem þá var einkum notaður við síldarleit. Ari síðar var hann orð- inn stýrimaður og skipstjóri í af- leysingum. Frammistaða hans í síld- arleitinni árið 1966 er mjög efthminnileg. Þá hafði síldin breytt vana sínum enn einu sinni, hætt að koma á hefðbundnar slóðh og því þurfti að leita að nýjum aðferðum og nýju verklagi svo að menn hefðu erindi sem erfiði. Það kom í hlut Valgarðs að annast leitina á djúp- slóðinni norður undan Jan Mayen og þar kom glöggskyggni hans íslensk- um síldarskipum að ómetanlegu gagni. Föst venja var að klukkan átta, kvölds og morgna, voru lesnar í talstöðinni tilkynningar síldaleita- skipanna til síldarskipanna um sjáv- arhita, átumælingar, síldartorfur og veiðihorfur á því svæði sem kannað hafði verið undanfarnar tólf klukku- stundir. Ekki fór fram hjá neinum hve sfldarskipstjórarnh kættust við að hlusta á Valla gamla enda byrjuðu tilkynningar hans oftar en ekki: „Hér eru margar torfur og hér eru margir að kasta.“ Þá var nú gaman að vera til! Síðar urðum við skipsfélagar um borð í nýja rannsóknaskipinu, Ama Friðrikssyni og þá rann það upp fyr- h mér hvflíkur hafsjór af fróðleik Valgarður var og hve létt honum reyndist að segja í senn bæði skemmtilega og skipulega frá. Hvert orð var vandlega valið og setningar meitlaðar. Hann var þaulkunnugur hvers konar veiðum, hafði stálminni og gat því miðlað okkur sem yngri vorum mjög fjölbreyttum fróðleik um sjávarlíf og fiskigöngur fyrri ára. Betri og öruggari skipsfélaga og skipstjóra er erfitt að hugsa sér. Mikið lán var fyrh íslenskar fiski- rannsóknh að margir þaulreyndir afburðasjómenn skyldu ráðast til starfa á fyrstu hafrannsóknaskipin. Valgarðm- var einn þehra. Hann átti langan starfsferil hjá Hafrannsókna- stofnuninni, fyrst á sjónum og síðan sem vaktmaður í skipum þegar þau voru í höfn, uns hann að eigin ósk hætti störfum 86 ára að aldri. Mikil forréttindi voru að kynnast svo góð- um dreng. Jakob Jakobsson. VALGARÐUR ÞORKELSSON ÁRNI G UÐMUNDSSON + Árni Guðmundsson var fædd- ur í Vestmannaeyjum 25. júní 1926. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi sunnudags 12. nóvember sfðastliðins. Útför Árna var gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. nóvember. Einhvem veginn er það svo, að manni bregður alltaf við að heyra andlátsfrétt. Gildh þá einu hvort búast hefði mátt við henni eður ei. Maður veit um veikindi fólks, og þrátt fyrir að vitað sé um alvarleika sjúkdómsins, þá heldur maður alltaf að ekki sé alveg komið að leiðarlok- um. Þess vegna brá mér við að heyra að minn góði vinur og samstarfsmað- ur til margra ára, Arni Guðmunds- son, væri látinn. Kynni okkar Áma hófust út í Vestmannaeyjum þegar ég fór á sjóinn með Hrafni bróður mínum á Blátindi VE í einu páska- leyfinu. Ámi var þar vélstjóri, og ég var fljótur að finna að þarna fór góð- ur sjómaður og vélstjóri, en umfram allt góður maður. Það er svo undar- legt, að mönnum eins og Ama Guð- mundssyni gleymir maður ekki þó árin líði og engin samskipti séu um lengri eða skemmri tíma. Frá þess- BRYNLEIFUR KONRÁÐ JÓHANNESSON + Brynleifur Kon- ráð Jóhannesson fæddist í Reykjavík 17. maí 1978. Hann lést á gjörgæsludeild Landspitalans í Foss- vogi 14. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkj u 22. nóvember. Éggæliviðblómiðsem þúgafstmér. Nú er ilmur þess beiskur og blöðin drúpa. Efégkyssiþað falla blöðin af, enkrónanstendureftir oggrætur. (Nína Björk Ámadóttir.) Hjartans vinurinn minn! Nú er þjáningu þinni lokið. Þessari and- legu innri þjáningu sem yfirleitt er ekki sjáanleg og hvað þá skiljanleg þeim sem hafa ekki upplifað hana. Ég trúi því að þú sért kominn til stjarnanna þar sem fegurðin og töfr- arnir búa. Við vorum systkini lífsins. Þú „litli brói“, ég „stóra systh“. Ósjaldan ræddum við lífið, dauðann ogtilgang- inn. Þess vegna veistu að ég ásaka þig ekki en ég má sakna þín. Minn- ingin um þig, svona ljúfan, svona einlæga sál mun fylgja mér þar til við hittumst aftur. Við Goggi biðjum góðu öflin að umvefja hana Möggu þína svo og foreldra þína, fóst- urforeldra, systkini og alla hina sem þótti vænt um þig. Þín Ragna Sól. Þú fallegi engill Miglangaðiaðkveðjaþig 0g Þakkaþérfyrir Þakka þér fyrir allar góðu stundimar Semviðáttumsaman En núna Þú ert farinn burt úr þessu lífi Elskan mín Lífiðvarþérsvohart Baraefþúkæmiraftur Baratilaðkveðjast Elskan mín Ég samgleðst þér að fá friðinn Elskan mín Takkfyrirallt Þín vinkona, um fyrstu kynnum mínum af Árna mundi ég best efth þeirri snyrti- mennsku sem einkenndi hann og þá ekki síður efth þehri reglusemi og góðu umgengni sem var hjá honum í vélarrúminu á Blátindi. Áuk þessa, var hann afar þægilegur í allri um- gengni og gaman að spjalla við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Því var það mörgum árum seinna, að þegar ég þurfti að ráða húsvörð við skólann hjá mér og ég sá að Árni var meðal umsækjanda, þá þurfti ég ekki lengi að velta fyrh mér hver fengi stöðuna. Ég man að hann sagði við mig þegar hann sótti um stöðuna, að hann hefði nú ekki unnið við svona stofnun eins og skóla áður og ekki væri hann með neina menntun nema vélstjóramenntunina. Síðan bætti hann við, að hann hefði alltaf átt auð- velt með að umgangast fólk og þá ekki síst ungt fólk. Ég hafði svolítið gaman af að hlusta á hann segja frá sjálfum sér, þar var margt vel sagt en ekkert of sagt. Árni tók strax til hendi efth að hann tók við húsvarð- arstöðunni og gekk í hvert verk af ákveðni og kunnáttu. Hann lagði alla tíð mikla áherslu á stundvísi og góða umgengni og hann þreyttist aldrei á að kenna krökkunum að ganga vel og snyrtilega um skólann. Ég sá það strax, að hann bar mikla umhyggju fyrh skólanum og oft var hann að dytta að og laga þó venjuleg vinnu- vika væri liðin. Arni byrjaði á því á fyrsta degi sem húsvörður að skrifa hjá sér daglega notkun á heitu vatni og rafmagni. Þetta gerði hann til að geta síðan borið saman eyðsluna milli ára og eins til að geta áttað sig á hvort hún væri eðlileg miðað við það sem gerðist annars staðar. Með þessu tókst honum að stórlækka all- an hita- og rafmagnskostnað í skól- anum og hefur Þinghólsskóli æ síðan þótt hagkvæmur í þessum rekstrar- þáttum. Árni hafði mjög góða rit- hönd, og fékk ég hann oft til að skrifa fyrh mig ef við þurftum að senda frá okkur eitthvað handskrifað. Ýmis- legt fleha gæti ég nefnt um natni og umhyggju Árna, en læt nægja að segja, að hann var afskaplega góður húsvörður. Það er mikil efthsjá í svona manni, en eins og heilsu hans var komið, þá trúi ég að hann hafi hvatt nokkuð sáttur. Ég veit að ég mæli fyrh hönd þeirra samstarfs- manna sem unnu með Árna í Þing- hólsskóla þau ár sem hann starfaði þar, að genginn sé mikill öðlingur sem við munum minnast með þakk- læti og vhðingu. Ég sendi Jónu og allri fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur. STEFANIA KRISTJANA BJARNADÓTTIR + Stefanía Krist- jana Bjamadótt- h fæddist á Hóli í Kjós 27. júlí 1927. Hún lést f Landspít- alanum í Fossvogi 3. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 10. nóvember. Þegar Gréta hringdi og sagði mér að Stef- anía væri látin var það fyrsta sem ég hugsaði: Ég var ekki búin að þakka henni nógu vel fyrir mig. Ég kynntist Stefaníu á síðustu dögum mars 1998. Hún hafði auglýst risíbúðina í Skólagerðinu til leigu fyrir reglusaman einstakling. Þegar ég fór og fékk að skoða sagði hún mér að hún hefði helst viljað eldri manneskju. Ég varð yfir mig hrifin af íbúðinni. Leið eins og ég væri komin heim. Ég sagði henni það og líka að ég væri reglusöm en ekki ein. Ég ætti þrjú lítil börn. Utskýi'ði mína hagi. Hún hlustaði á mig og sagði svo að hún ætlaði að hitta fleiri umsækjendur um helgina svo skyldi ég hringja í hana á mánu- dagsmorguninn. Eg flutti inn að kvöldi mánudagsins 1. aprfl. Þennan dag urðu kaflaskipti í lífi mínu. Allt fór að ganga mér í vil. Það var yndislegt að búa þama með Stefaníu. Hún fékk strax mikið dálæti á bömunum mínum, sem þá vom þriggja, fjögurra og sex ára. Og það var gagnkvæmt. Þau urðu himinlifandi þegar Stefanía bauð þeim niður í eitthvert góðgæti og talaði við þau af stakri þolinmæði. Ég man eftir 17. júní sumarið 1998. Stefanía bankaði upp á fyrir kl. 9 um morguninn svo hún yrði fyrst til að gefa þeim ís þann daginn. Þvflík gleði. Á báða bóga. Ef hún hefði bara vitað að þetta var fyrsti ísinn í marga mánuði sem þau fengu. Efth þetta urðu ísveislurnar fleiri og við launuðum fyrir okkur með því að baka pönnukökur á sunnudögum og buðum Stefaníu til okkar. Þetta vom yndislegar stundh. Það var svo gott þegar hún sat fyrir mér í for- stofunni og bauð upp á kaffi og spjall þegar ég var að koma úr vinn- unni oft seint á kvöldin. Þannig kynntist ég Stefaníu. Við vorum báðar fæddar og uppaldar í sveit, áttum báðar mörg systkini og höfð- um nóg um að tala. Hún hafði ákveðnar skoðanh og var ekki feim- in að segja það sem henni fannst. Ég reyndi að hjálpa henni í garðinum og við eitt og annað, eiginlega bara til að geta verið hjá henni. Ekki það að hún þyrfti neitt sérstaklega að- stoð þá. Hún var alveg sérstök manneskja, heilsteypt á alla lund. Haustið ’98 kynntist ég svo Guðjóni. Svo tilvilj- unarkennt sem það var hafði hann komið áður í Skólagerðið og átt einhver viðskipti við Tryggva, seinni mann Stefaníu. Ég kom því þannig fyrir að þau hittust, Guðjón og Stefanía, því hennar ^ álit skipti mig miklu. ** Og með hennar bless- un á sambandinu leið mér betur á loftinu en nokkru sinni, og allt gekk mér í vil. Stefanía vildi stækka við okkm- og fór að losa forstofuherbergið uppi en fannst hún svo slöpp og svimagjörn að hún fór loks til læknis. Þá var kominn upp sá sjúkdómur sem hún svo lést úr. Stefanía hafði áður minnst á að hún ætlaði að selja og fá inni í Sunnuhlíð og nú fór hún að vinna í því. Hún vildi selja okkur húsið og í júní ’99 var Stefanía komin í fallega íbúð í Sunnuhlíð og við orðin hreyknh eigendur að Skólagerði 65. En ég gat ekki alltaf sótt Stefaníu heim. Oft fór ég upp á deild til henn- ar á Borgarspítala. Hún lét vel af sér, en alltaf beið ég efth að hún hefði lyst á ís, því þá vissi ég að hún væri að ná sér. Þegar Stefanía var frísk kom hún oft til okkar. Henni leist vel á þær breytingar sem við gerðum, meha að segja þegar við máluðum húsið grænt. Hún sagði mér að vinh hennar spyrðu hana hvort ekki væri skrýtið að koma og hún ætti þetta ekki lengur. Aldeilis ekki, nú væri húsið loks eins og það átti að vera, fullt af börnum. Og nóg var af þeim, því Guðjón kom með fjögur í búðið. Og áfram gekk allt okkur í vil. Ég var ánægð að geta sýnt Stefaníu að hún hafði tekið rétta ákvörðun þeg- ar hún leigði mér í upphafi. Alveg fram á síðasta dag var Stefanía með alla barnarununa á hreinu, mundi nöfn og aldur og spurði margs um þeirra mál þegar við hittumst. Þvflík kona. Núna þakka ég Guði fyrir það lán að hafa kynnst henni Stefaníu minni og átt þennan tíma með henni. Hún gaf mér svo margt. Hlýtt við- mót og vináttu. Traust og trú, sem ég hafði misst sjálf, en hún byggði upp með sinni eigin trú og trausti. Bjartsýni og glaðværð. Hún gaf mér svo margt. Yngsta barnið í hópnum, fimm ára, grét sárt þegar ég sagði þeim andlát Stefaníu. En nú er hún engill, huggaði hún sjálfa sig, og er komin aftur heim til okkar. Svoleiðis ætla ég að hugga mig líka og hugsa mér að Stefanía mín sé aftur komin til okkar og þá mun áfram allt ganga okkur í vil. Kristjana, Guðjón og bömin sjö í Skólagerði. Birting afmælis- og minningargreina » MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ^ ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir * ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyiir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaski-ár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Emma. Guðmundur Oddsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.