Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
HELDUR
AÐ SÉR
HÖNDUM
Sikileyski konsertpíanistinn Francesco
Nicolosi flytur píanóverkið Rhapsodie
Espagnole eftir Liszt á tónleikum Sinfóníu-
---------7-----------------
hljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld
kl. 19.30. Orri Páll Ormarsson mælti sér
mót við Nicolosi en jafnframt er á efnisskrá
Faust-sinfónían eftir sama höfund.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Francesco Nicolosi pianóleikari frá Sikiley.
TLI tónleikagestir
Sinfóníuhlj ómsveit-
ar Islands að sjá
píanó- og hljóm-
sveitarverk Franz Liszt, Rhaps-
odie Espagnole, flutt með tilheyr-
andi hand-, axla- og almennum
skrokksveiflum í kvöld geta þeir
gleymt því. Einleikarinn,
Francesco Nicolosi, er kons-
ertpíanisti af Thalberg-skólanum.
„Eg mun ekki gangast fyrir
neinni flugeldasýningu, í það
minnsta ekki í sjónrænum skiln-
ingi. Það er ekki minn stíll. Eg
þarf ekki nema á tvennu að
halda,“ segir hann, hreyfír fing-
urna og bendir á eyrað. „Þannig
fer ég að.“
Sigismond Thalberg (1812-
1871) var sá maður sem helst stóð
uppi í hárinu á Franz Liszt (1811-
1886) í konsertsölum heimsins á
öndverðri nítjándu öld. Bárust
þeir á banaspjót. Báðir menn voru
einkum þekktir af flutningi eigin
tónsmíða.
Nicolosi er ósvikinn Thalberg-
maður. Beinn afkomandi meistar-
ans í þeim skilningi að hann er
nemandi nemanda nemanda Thal-
bergs, eða eitthvað svoleiðis.
Margrómuð er fjögurra platna
röð, þar sem hann leikur verk
Thalbergs. Því fer þó fjarri að
Nicolosi sé í nöp við Liszt. Heyrir
meira að segja til píanódúett sem
kennir sig við tónskáldið.
„Þegar ég bar sigur úr býtum í
alþjóðlegu Bellini-keppninni,
fyrstur píanista, fyrir tuttugu ár-
um var frami minn tryggður.
Ljóst var að ég gæti lagt tónlist-
ina fyrir mig. I þeirri keppni lék
ég einmitt Rhapsodie Espagnole.
Eg hef margoft leikið verkið síð-
an. Nú síðast í upptöku með út-
varpshljómsveitinni í Lugano. Það
er í miklu uppáhaldi hjá mér.“
Ferðaðist um Spán
Árið 1845 ferðaðist Franz Liszt
um Spán og Portúgal. Á því ferða-
lagi samdi hann og flutti píanóverk
sem hann nefndi Stóra konsert-
fantasíu um spönsk þjóðlög. Það
var þó ekki fyrr en árið 1863 að
Liszt rifjaði upp kynni sín af Spáni
og dró fram gamla handritið að áð-
umefndri fantasíu, snyrti það til
og Rhapsodie Espagnole (Folies
d’Espagne et Jota aragonesa), eins
og verkið heitir fullu nafni, leit
dagsins ljós. Þetta píanóverk, sem
byggt er á Fólíu- og Jotadönsum
frá Spáni náði nokkrum vinsældum
og hafa margir færustu píanóleik-
arar spreytt sig á því.
Ferrucio Busoni var einn af
þeim en hann sá einnig þann
möguleika að útsetja verkið fyrir
hljómsveit og píanó. Það gerði
hann árið 1894, eða átta árum eftir
andlát Liszts. Verkið var svo frum-
flutt árið 1904 og sat Béla Bartók
þá við hljóðfærið.
„Rhapsodie Espagnole er eitt af
meistaraverkum píanóbókmennt-
anna - sannkallað virtúó-astykki.
Litríkt og vandspilað. Á köflum
eru taugar einleikarans þandar til
hins ýtrasta. Umskrift Busonis er
mjög athyglisverð en hann var
auðvitað frábær píanisti líka. Það
sem hann bætir við verkið er síst
til að draga úr gildi þess,“ segir
Nicolosi.
Þetta er frumflutningur verksins
hér á landi.
Annars er Nicolosi lítið fyrir
fræg tónverk - fær meira út úr því
að svipta hulunni af földum fjár-
sjóði. „Ég spila öll helstu tónskáld,
Thalberg, Liszt, Brahms, Schu-
mann og Rakhmanínov, svo dæmi
séu tekin, en í stað þess að horfa á
hin hefðbundnu snilldarverk huga
ég að því sem sjaldnar er flutt og
hampað. Það er svo mikið til af
slíkum verkum. I þeim skilningi
sker ég mig úr hópnum. Ætli megi
ekki kalla mig afbrigðilegan pían-
ista.“
Frá sömu borg
og Bellini
En hver er annars Francesco
Nicolosi?
„Ég er eyjarskeggi - eins og
þú,“ segir hann og skellir upp úr.
„Þótt það sé heldur heitara á mín-
um heimaslóðum, Sikiley. Ég
fæddist í Cataníu, þar sem tónlist-
aráhugi er mikill, enda Bellini
fæddur þar. Foreldrar mínir voru
raunar ekki tónlistarfólk en bróðir
minn leikur á flautu í Bellini-leik-
húsinu í Cataníu. Konan mín er
líka píanóleikari og kennir við tón- I
listarháskólann í Napólí, þar sem |
við erum búsett. Ég kenni þar líka,
er með um tíu nemendur í senn.
Síðan held ég meistaranámskeið í
tengslum við tónleikahald um heim
allan. Við eigum tvær dætur, tólf
og tíu ára, og þær eru báðar í tón-
listarnámi, læra á fíðlu og selló.
Kannski eigum við öll eftir að spila
saman einn daginn," segir hann og
brosir við tilhugsunina.
Nicolosi er ekki ókunnugur hinu |
verkinu á efnisskrá kvöldsins, f
Faust-sinfóníunni, en á undanförn-
um tveimur árum hafa þeir félagar
í Franz Liszt-píanódúettinum leik-
ið hana í útsetningu fyrir tvö
píanó, ásamt öðrum sinfóníum tón-
skáldsins vítt og breitt um heim-
inn. „Það hefur verið mjög
skemmtilegt verkefni."
ÞJÓÐSAGAN um Faust hefur verið
listamönnum innblástur í aldaraðir.
Líkt og svo margar gamlar sagnir
byggist hún á raunverulegri per-
sönu, en Faust ku hafa verið þýskur
töframaður sem lést árið 1540. Seg-
ir sagan að hann hafí selt sál si'na
djöflinum í skiptum fyrir vísdóm og
völd. Þrátt fyrir titilinn sinfónia er
hér ekki um að ræða sinfóniu í eig-
inlegum skilningi. Líta mætti frem-
ur á verkið sem röð þriggja sinfón-
iskra Ijóða, en það tónlistarform er
einmitt runnið undan rifjum Lizst.
Hann vann að verkinu á árunum
1854-1855, þegar hann stýrði fyrsta
frumflutningi þess. Upphaflega
lauk sinfóníunni á kyrrlátan hátt
með uppgjöf Mefistófelesar, en í
anda samtíma sins bætti Liszt við
niðurlagi fyrir kór og einsöngvara,
Að selja
sálina
við texta Goethe. Þessi endir þótti
betri þar sem lögð er áhersla á frið-
þægingu og von um bjartari tíma
söguhetjunum til handa.
Jafnframt bætti tónskáldið við
málmblásurum og slagverki. I þeirri
mynd var verkið flutt árið 1857.
Ekki lét það þar við silja og gerði
frekari breytingar á verkinu árið
1861. Allt er þá þrennt er, því Liszt
bætti sextán töktum við annan þátt
sinfóníunnar árið 1880 og í þeirri
mynd verður verkið
fluttíkvöld.
„Þótt maður vilji
ekki að væntingamar
verði of miklar stendur
verkið dáh'tið mikið og
fellur með síðasta kafl-
anum - hann er há-
punkturinn," segir
Guðbjöm Guðbjörnsson
tenórsöngvari sem slæst í hópinn í
niðurlaginu ásamt Karlakórnum
Fóstbræðmm. „Við
vomm í hörkuformi á
æfingu í morgun
[gærmorgun] og von-
andi verður sama uppi
á teningnum á tón-
leikunum."
Guðbjörn kveðst
hafa dálæti á Liszt.
„Ég söng nokkur ljóð
eftir liann að frum-
kvæði píanóleikarans
Daltons Baldwin fyrir
nokkrum ámm og
Dalton sagði einmitt
að þau væru eins og
Guðbjörn skrifuð fyrir röddina í
Guðbjörnsson inér. Legan í hlut-
verki mínu í sinfón-
íunni er erfiðari en fellur samt
ágætlega að röddinni."
Guðbjöm segir alltaf jafngaman
að syngja með Sinfóníunni. „Án þess
að ég sé að smjaðra fyrir Rico
Saccani era það algjör forréttindi
að syngja undir hans stjóm. Hann
gefur manni algjört frelsi - er
draumur hvers söngvara. Síðan vex
hljómsveitin með hveiju árinu, hún
hljómar yndislega. Það er auðvitað
ekki hægl að fínna stórmun á henni
lengur en það er ákaflega erfitt að
bæta sig þegar hljómsveitir em
komnar í þeiman hágæðaflokk. Það
em allir að hæla þessari hljómsveit
og ekki að ástæðulausu."
Söngvarinn ber einnig lof á Fóst-
bræður. „Það er sami hágæðahljóm-
urinn frákórnum, þéttur en samt
mjúkur. Árni Harðarson er frábær
stjórnandi og heldur greinilega vel
utan um kórinn."
Sofna sæll og glaður í kvöld
, Morgunblaðið/Sverrir
Hilmir Snær Guðnason leikari tekur við Islensku bjartsýnisverðlaunun-
um úr höndum forseta Islands, Ólafs Ragnars Grímssonar.
HILMIR Snær Guðnason leikari
hlaut íslensku bjartsýnisverðlaun-
in sem afhent voru við hátíðlega at-
höfn í Listasafni Reykjavíkur í
gær. „Það er alltaf ánægjulegt
þegar einhver tekur eftir verkum
manns,“ sagði Hilmir Snær um leið
og hann þakkaði fyrir sig. „Þetta á
svo sannarlega eftir að auka mér
bjartsýni og ég mun sofna sæll og
glaður í kvöld,“ bætti hann við.
Þetta er í fyrsta sinn sem ís-
lensku bjartsýnisverðlaunin eru
veitt en þau hétu áður Bjartsýnis-
verðlaun Brostes. Peter Brpste,
upphafsmaður verðlaunanna, til-
kynnti í fyrra að hann væri að
draga sig í hlé og hætti þar með að
veita verðlaunin en hann hafði þá
veitt íslenskum listamönnum
bjartsýnisverðlaun allt frá árinu
1981. Brpste skoraði jafnframt á
Islendinga að halda áfram að veita
verðlaunin og varð íslenska álfé-
lagið við þeirri áskorun. „Eiginlega
má segja að ISAL hafí ættleitt
verðlaunin eins og þau voru Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
íslands, flutti stutt ávarp fyrir
hönd dómnefndarinnar og kynnti
val verðlaunahafa. Hún sagði að ís-
lendingar myndu aldrei fá full-
þakkað Peter Brpste örlæti hans í
garð íslenskra listamanna, ekki
einungis fyrir þá fjármuni sem
hann hefur látið af hendi rakna
heldur einnig fyrir þá hvatningu
sem hann hefur veitt listum í land-
inu. „Þessi hugmynd Peters Broste
og allt það fé sem hann hefur reitt
af hendi til íslenskra listamanna er
svo einstakt í eðli sínu að ég efast
um að hliðstæðu sé nokkurs staðar
að finna,“ sagði Vigdís. Hún fagn-
aði jafnframt þeirri ákvörðun Is-
lenska álfélagsins að halda áfram
uppi merki bjartsýnisverðlaun-
anna.
„Að þessu sinni leit dómnefnd
svo á að komið væri að leiklistinni.
Það er nokkuð langt síðan leiklist-
armaður hefur hlotið bjartsýnis-
verðlaunin og dómnefnd var sam-
mála um að leitað skyldi að manni
sem hefði unnið afrek á leiksviði,
hefði einnig staðið sig með prýði í
kvikmyndum og þá þótti nú ekki
ónýtt að þessi sami listamaður hef-
ur leikstýrt,“ sagði Vigdís og
kynnti til sögunnar Hilmi Snæ
Guðnason: „Hann er fæddur árið
1969, lauk námi frá Leiklistarskóla §
íslands 1994, hefur verið fastráð-
inn leikari í Þjóðleikhúsinu og leik-
ið þar mörg hlutverk. Hann hefur
stýrt leiksýningum í Nemendaleik-
húsinu, Þjóðleikhúsinu og hjá
Leikfélagi Reykjavíkur og hefur
vakið athygli í fjórum íslenskum
kvikmyndum.“
Forseti Islands og verndari
verðlaunanna, herra Ólafur Ragn-
ar Grímsson, afhenti Hilmi Snæ
verðlaunin og áður en gestum var
boðið að njóta veitinga var brugðið
upp á tjald stuttum myndskeiðum "
úr kvikmyndum sem Hilmir Snær
hefur leikið í.
„Þetta er mjög falleg virðing
sem mér er sýnd,“ sagði Hilmir
Snær í samtali við Morgunblaðið
að verðlaunaafhendingunni lokinni
og kvaðst klökkur yfir að aðrir
skyldu sýna starfí hans svo mikinn
áhuga. „Ég er yfirleitt bjartsýnn |
maður - og er ennþá bjartsýnni
núna,“ sagði hann.