Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 37 Búrhillan hennar ömmu MYJVDLIST Listhúsið Pold VATNSLITAMYNDIR - GARÐARPÉTURSSON Opið daglcga frá 10-18. Laugard. 10-17. Sunnud. Til 10. desember. Aögangur ókeypis. „KARDEMOMMUR og kaffi- baunir“ er yfirskrift sýningar graf- íska hönnuðarins Garðars Pétursson- ar, á 37 vatnslitamyndum í listhúsinu Fold. Efniviðurinn sóttur til fortíðar, gjaman í búrhilluna eða eldhússkáp- inn hjá ömmu, þar sem hver dós og hver kassi átti sinn sérstaka stað, sinn sérstaka ilm og innihald, en á stund- um einnig í hillur stórmarkaða nútím- ans. Mikið til eru það baukar og box eða gamlir hlutir notagildis sem hafa dregið að sér athygli gerandans fyrir skrautleik sinn, form eða tengingar við minni fortíðar. Þessar upplýsingar má lesa í skrá og eru í það heila réttar, eldri kynslóð man þetta allt, ekki síst hinn sérstaka og höfga ilm sem lagði úr búrum og eldhússkápum á árum áður, þegar hlutimir vora upprunalegri, gerðist einkum hjá konum sem vora miklar og forsjálar húsmæður. En það er þó ekki ýkja langt síðan sumt af þessu hvarf af sjónarsviðinu, ísskápar og gerviefni eyddu til að mynda hinum höfga ilmi. Sum matarefnin má enn fá í verslunum en í öðrum umbúðum þó, og til skamms tíma var hægt að fá stangasápu (Sunlight Soap)í þeim mörgum, en nú þekkir unga af- greiðslufólkið ekki einu sinni nafnið, horfir hvert á annað og hristir höfuðið ráðþrota þá um er spurt. Þetta var af- ar nytsöm sápa við hlið grænsápunn- ar og óspart notuð af listmáluram til að þvo pensla, einkum úr náttúrahár- unum. Þetta gerist um leið og vísinda- menn uppgötva að náttúrasápur á laus og föst efni sem og húð og hár era stóram heilnæmari nokkram gerviefnum. Hver man svo ekki eftir brennslusprittinu sem gerði öllum gott útvortis en sett var sölubann á vegna þess að 3% þjóðarinnar misnot- uðu það innvortis að sagt var, en 97% hennar svo að gjalda! Seinna var haft í flimtingum, að innyfli þessa ógæfu- sama minnihluta hafi iðulega verið hreinni og fegurri en annarra við krafningu, í öllu falli þeirra er settu bannið sem stendur enn, illu heilli... Á þann veg rifjast upp ljúfar minn- ingar, ein af annarri við skoðun sýn- ingarinnar, en notalegast er þó að ungir grafískir hönnuðir skuli hafa til- finningu fyrir arfleifð fortíðar. Þá var Sunlight Soap, vatnslitur. Ljóamynd/BraKi vægðarlaus krafan að menn kynnu að teikna, upplifðu liti og rúmtak í eigin vinnu. Og þótt nær gjörsamlega hafi sums staðar tekist að úrelda þessi grunnfög á rúmum áratug munu þau rísa upp úr öskustó, nema maðurinn verði auðmjúkur þræll hátækninnar. Bæði gild og snjöll hugmynd í ætt við póstmódemismann svonefnda, að leita á þennan hátt til fortíðar og gera það í bland við módernismann. Sækja í gömul minni með fulltingi sígildra meðala; vatnslita, nákvæmri útlits- teikningu viðfangsefnanna hveiju sinni og myndrænni útfærslu. Vel að verki staðið en þó togast hönnuðurinn og listamaðurinn á, skipuleg og óformleg tjáning, tveir ólíkir tjáheim- ar í einum. Á stundum era hlutimir full samhverfir á fletinum án þess að fá aðstoð af hlutfallalögmálinu eða andstæðum litaheildum, era ekki al- veg nægilega skorðaðir inn í mynd- flötinn, hinum svonefndu innri lífæð- um hans. En meira um vert, að vel er af stað farið, samfara því hve ræki- lega gerandinn er jarðtengdur sög- unni og næstu geymd á sinni fyrstu mikiisháttar einkasýningu. Lofar góðu um framhaldið... Einföld og falleg sýningarskráin er afar skilvirk eins og vænta má frá hendi þjálfaðs og verðlaunaðs hönn- uðar, en nær vora verkin gerð? Bragi Ásgeirsson Breski rithöfundurinn og fræði- maðurinn Malcolm Bradbury Lærifaðir skáldsagna- meistaranna látinn BRESKI rithöfundurinn og fræði- maðurinn, sir Malcolm Bradbury, lést í Norwich síðastliðinn mánudag, 68 ára að aldri. Hann hafði átt við lungnasjúkdóm að stríða um nokk- urt skeið en dauða hans bar brátt að. Fyrir tæpu ári var Bradbury aðl- aður fyrir framlag til menningar í Bretlandi, en hann var lengi einn afkastamesti fræðimaður Breta á sviði bókmennta, þekktur rithöfund- ur, kennari og gagnrýnandi. Árið 1970 stofnaði hann, ásamt rit- höfundinum Angus Wilson, deild í skapandi skrifum við East Anglia háskólann í Norwich og byggði þar á bandarískri fyrirmynd. Andrew Motion, lárviðarskáld Breta og arf- taki Bradbury í háskólanum í Norwieh, segir þann viðbui’ð hafa markað upphaf nýs tíma í skáldskap- argerð í Bretlandi „enda hefðu bæði leikmenn og lærðir gert gys að slíku námi á þeim tíma og álitið að góður skáldskapur yrði einn helst til innra með ein- mana einstakling- um sem byggju hungraðir á háa- loftum." Motion segir Bradbury Sir Malcolm hafa eytt þessum Bradbury fordómum enda hafa margir helstu skáldsagnahöf- undar Breta stundað nám í skapandi skrifum undir hans leiðsögn, þ. á m. Booker verðlaunahafarnir Ian McEwan og Kazuo Ishiguru sem báðir minntust læriföðurins í bresk- um blöðum. Skáldsagan og þróun hennar átti alla tíð hug Malcolm Bradbury. Eftir hann liggja um 40 bækur á sviði bókmenntafræði sem eru vel þekktar meðal fræðimanna. Kynning í dag og á morgun föstudag. Viðskiptavinir Helena Rubinstein fá vegiegan kaupauka. sími 587 0203. I I | Fréttir á Netinu 0mbl l.is Hokkískautar: Reimaðir Stærðir 37-46 tfc Verð aðeins WM kr. 9.338 Hokkískautar: Smelltir Stærðir 36-46 Verð aðeins kr. 5.990 Listskautar:Vinil Hvítin 28-44. Svartir: 33-46 Stærðir 28-36 U, kr. 4.201. *. Stærðir 37-46 kr. 4.689 Smelluskautar: Stærðir 29-41 V . Verð aðeins . 4 kr. 4.989 Listskautar: Leður Hvítir: Stærðir 31-41 Verð aðeins kr. 6.247. Svartir: Stærðir 36-45 ■* kr. 6.474 Nýjung: Skautar undir HYPNO / línuskautaskó / kr. 4.823 Barnaskautar (Smelluskautar) | Stærðir 29-36 Verð aðeins kr. 3.989 Skeifunni 11, sími 588 9890
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.