Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 2

Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sprengjan er gerð fyrir 60 min sprengjuvörpu. Líklegt þykir að hún hafi á sínum tíma verið tek- in úr skotfærakassa. Virk sprengja til skrauts á skrifborði SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR Landhelgisgæslunnar fengu á mánu- dag tilkynningu frá manni í Mosfells- bæ vegna sprengju sem hann geymdi í bílskúr sínum. í Ijós kom að um var að ræða 60 mm sprengju fyr- ir sprengjuvörpu. Sprengjan var virk og hafði aldrei verið skotið. Gylfi Geirsson, forstöðumaður tæknideildar Landhelgisgæslunnar segir að svo virðist sem sprengjan hafi gengið manna á milli síðan á stríðsárunum og að hún hafi um tíma verið höfð til skrauts á skrifborði. „Þetta eru stórhættulegir hlutir. Þetta er framleitt til að eyðileggja og drepa og það er nákvæmlega það sem þetta gerir,“ segir Gylfi. Þrátt fyrir að sprengjan hafi verið komin til ára sinni hafi hún síður en svo ver- ið hættuminni en þegar hún var ný. Öryggisbúnaður getur verið ónýtur og því þurfi minna til að hleypa af stað sprengingu. Hjúkrunarfræðingar ræða einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni TR greiddi 3,3 milljarða til sjálfstætt starfandi aðila Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmenni sat fund Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um einkarekstur í heilbrigðisþjúnustu í gærkvöld. „ÉG tel tímabært að láta reyna á önnur rekstrarform í heilbrigðis- þjónustunni á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þess fyrirtækis gæti verið að veita úrvalsþjónustu fyrir sjúkl- inga með skilvirkni og hagræðingu að leiðarljósi," sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, fyrrverandi hjúkr- unarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavík- ur, á fundi um einkarekstur í heil- brigðiskerfinu sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga efndi til í gær. Fram kom á fundinum að Tryggingastofnun ríkisins greiddi á síðasta ári 3,3 milljarða króna til sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigð- iskerfinu. Ásamt Sigríði fluttu þingmennirn- ir Ásta Möller og Þuríður Backman framsöguerindi svo og Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Þjónustan hagkvæm í erindi Sigríðar kom fram að um 8.000 sjúklingar væru á biðlistum um land allt og nokkurt hlutfall þeirra væru óvinnufærir á meðan. Spurði hún hvort við hefðum leyfi til að neita þessum sjúklingum um þjón- ustu ef lagðar væru fram raunhæfar tillögur um hvemig leysa mætti mál þeirra af einkaaðilum. Sigríður sagði að með einkarekinni heilbrigðis- stofnun með lítilli yfirbyggingu, stuttum boðleiðum og skjótri ákvarðanatöku mætti auka heil- brigða samkeppni, valmöguleika og koma í veg fyrir hugsanlega einokun á þjónustu. Asta Möller nefndi í erindi sínu að Tryggingastofnun ríkisins hefði á síðasta ári greitt 3,3 milljarða króna vegna sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu en heildarupp- hæðin væri 4,5 milljarðar ef hluti sjúklinga væri einnig meðtalinn. Til samanburðar nefndi hún að kostnað- ur við Landspítala - háskólasjúkra- hús væri um 20 milljarðar á ári. Alls væru 1,6 milljarðar af þessari upp- hæð greiðslur til lækna og er hluti sjúklinga þá ekki meðtalinn, 1,1 milljarður til tannlækna en 74 millj- ónir til hjúkrunarfræðinga í einka- rekstri, 20 milljónir vegna iðjuþjálf- unar og 30 milljónir vegna fæðinga. Ásta sagði hafa reynst erfitt að fá fleiri leyfi fyrir sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingum. Sagði hún í umræðum í lok fundar það hafa kom- ið í ljós við könnun að þjónusta þess- ara hjúkrunarfræðinga væri í háum gæðaflokki og hagkvæm. Nefndi hún sem dæmi að kostnaður vegna þjón- ustu þeirra við börn væri aðeins þriðjungur af því sem hann væri þegar bömin lægju á sjúkrahúsi og heimaþjónusta væri aðeins einn sjötti af kostnaði við krabbameins- sjúklinga sem væru á sjúkrahúsi. Þuríður Backman benti í erindi sínu á að mikilvægt væri að kanna áhuga meðal hjúkrunarfræðinga á einkarekstri áður en lögð væri mikil vinna í að koma á slíku fyrirkomu- lagi. Nefndi hún að í skoðanakönn- unum hefði komið í ljós að almenn- ingur væri hlynntur öflugri samfélagsþjónustu í heilbrigðiskerf- inu og spurði af hverju sjónarmið hjúkrunarfræðinga skyldu vera önn- ur. Hún sagði öfluga heilsugæslu geta dregið úr kostnaði í öðrum þátt- um heilbrigðiskerfisins, m.a. sjúkra- húsarekstri. Kvaðst hún vilja leggja áherslu á eflingu velferðarkerfisins með öflugra starfi heilsugæslunnar. Læknastöðvar stofna félag um hagkvæmmathugun Undirbúa miðstöð í heilbrigðisþj ónustu Morgunblaðið/Ámi Sæberg Syngja undir stjórn föður síns SYSTKININ Garðar Thór og Nanna María Cortes koma í fyrsta sinn fram sem einsöngvarar undir stjórn föður síns, Garðars Cortes, á tónleikum Kórs Islensku óper- unnar í Langholtskirkju á laugar- dag og sunnudag kl. 16. Flutt verður óratórían Elía eftir Mend- elssohn og verður Kristinn Sig- mundsson í titilhlutverkinu. Garðar Thór og Nanna María eru bæði við framhaldsnám í söng í Bretlandi og eru samhliða því að stfga sín fyrstu skref sem atvinnu- menn í faginu. Faðir þeirra fagnar því að systkinin skuli hafa fetað í fótspor sín en þvertekur fyrir að hafa beitt þau þrýstingi. „Ákvörð- unin er alfarið þeirra. Ég hef frek- ar latt þau en hitt. Þau hefðu held- ur ekki náð svona langt ef hugur fylgdi ekki máli,“ segir Garðar. LÆKNASTÖÐVAR í Reykjavík hafa ákveðið að stofna félag til að kanna hagkvæmni þess að lækna- stöðvarnar sameinist um nýja mið- stöð fyrir sérhæfða heilbrigðis- þjónustu. Stefnt er að því að veita þá þjónustu sem nú er veitt á stof- um en einnig sjúkrahúsþjónustu vegna aðgerða, rannsókna eða meðferðar sem krefst styttri inn- lagna á sjúkradeild. Samkvæmt upplýsingum frá for- svarsmönnum nýja félagsins hafa sérfræðingar sinnt umfangsmikilli læknisþjónustu utan spítala og er sú starfsemi stunduð á allmörgum læknastöðvum í Reykjavík sem sérfræðingarnir reka sjálfir. Sú þjónusta sem krefst innlagnar á sjúkrahús hefur hins vegar verið rekin alfarið af hinu opinbera. Á undanförnum árum hefur bið eftir aðgerðum lengst og læknar átt í vaxandi erfiðleikum með að leysa vandamál sjúklinga sinna með nauðsynlegum aðgerðum og rann- sóknum innan ramma hins opin- bera sjúkrahúskerfis. Þó svo að stóru sjúkrahúsin í Reykjavík fái nú til umráða um 20 milljarða króna á ári virðist engin viðunandi lausn fram undan á þessu aðkallandi vandamáli, að mati forráðamanna félagsins. Leita eftir samningum við Tryggingastofnun Þau fyrirtæki sem eiga aðild að hinu nýja félagi eru Læknasetrið og Rannsóknarstofan í Mjódd, Læknisfræðileg , myndgreining, Læknastöðin í Álfheimum 74, Læknastöðin í Álftamýri 5, Lækn- ing í Lágmúla 5, Læknastofan í Síðumúla 37, Lasersjón í Ármúla 24, Barnalæknaþjónustan, Domus Medica hf., Hjúkrunarþjónustan í Álfatúni 20, Vefjarannsóknastofan í Álfheimum 74 og Speglun ehf. í Álfabakka 12. Tilgangur félags þessara fyrir- tækja er, samkvæmt upplýsingum þess, að kanna hagkvæmni þess að læknastöðvarnar í Reykjavík sam- einist um nýja miðstöð fyrir sér- hæfða heilbrigðisþjónustu. Þar yrði unnt að leita til sérfræðinga í flestum greinum lækninga á einum stað og leitast við að bjóða full- komnustu tæki til greiningar og meðferðar sem völ er á. Stefnt yi'ð1 að því að veita bæði þá þjónustu sem nú er veitt á stofum en einnig sjúkrahúsþjónustu vegna aðgerða, rannsókna eða meðferðar sem krefst styttri innlagna á sjúkra- deild. Leitað verður eftir samningi við Tryggingastofnun ríkisins um greiðslu fyrir slíka þjónustu. Sérblöð f dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is íMmmimOlTOíiiDi. Morgunblaðinu J ídagfylgir jólablað frá Jack ! & Jones. Blaðinu J verður dreift á ; suðvestur- • horninu. J Stjórn UMFÍ samþykkti viðræður við ÍSI/Bl Manchester United með góða stöðu /B4 Scrblaö um viQskipti/atvinnulif

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.