Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 10

Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Siv Friðleifsdóttir umhverfísráðherra um úrskurð sinn um vinnslu úr Mývatni „Varúðarr eglunni fylgt í iírskurðinum“ Morgunblaðið/BFH Horft yfir athafnasvæði Kísiliðjunnar í Helgavogi við Mývatn. Ráðherra mis- skilur varúðar- regluna, sagði fyrirspyijandi SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra lagði á það áherslu í fyrir- spumartíma á Alþingi í gær að farið hefði verið að hinni svokölluðu var- úðarreglu í nýgengnum úrskurði sín- um um mat á umhverfisáhrifum kís- ilgúrvinnslu úr Mývatni. Lagði hún jafnframt áherslu á að eðlilega hefði verið staðið að öllu umhverfismats- ferlinu varðandi kísilgúrnám í vatn- inu. Bftir að leitað hefði verið um- sagnar hjá fagaðilum hefði skipulagsstjóri ríkisins fallist á kísil- gúrvinnslu í Syðri-Flóa vatnsins að uppfylltum ellefu skilyrðum. Hún hefði síðan staðfest þann úrskurð með því að bæta við einu starfsskil- yrði til viðbótar. „Og ef það er ekki að láta náttúruna njóta vafans þá veit ég ekki hvað,“ sagði hún. Tilefni ummælanna var fyrirspum tveggja þingmanna Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs, Stein- gríms J. Sigfússonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur, um varúðarregluna sem skilgreind er í Ríó-yfirlýsing- unni, en sú yfirlýsing var samþykkt á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna árið 1992. Með varúðarreglunni er átt við að náttúran fái að njóta vaf- ans þegar metin eru umhverfisáhrif framkvæmda í náttúmnni. Kveikjan að fyrirspum þingmann- anna var, að sögn Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, grein Aðalheiðar Jó- hannsdóttur lögíræðings, sem birtist í Morgunblaðinu, um miðjan síðasta mánuð, en þar gerir hún varúðar- regluna m.a. að umtalsefni og dregur í efa að henni hafi verið framfylgt í úrskurðum umhverfisráðherra, frá því í haust, og skipulagsstjóra ríkis- ins, frá því í sumar, um mat á um- hverfisáhrifum kísilgúrvinnslu í Mývatni. Reglan ekki lögfest Fyrirspurn þingmannanna var í fjómm liðum og las Kolbrún Hall- dórsdóttir þá upp í fyrirspumartíma á Alþingi í gær. í fyrsta lagi spurði hún hvort umhverfisráðherra teldi íslensk stjórnvöld vera lagalega bundin af fimmtándu reglu Ríó-yfir- Iýsingarinnar, sem nefnd hefði verið varúðarreglan. í öðm lagi hver út- færsla reglunnar væri og hvort til stæði að lögfesta þá útfærslu. I þriðja lagi spurði Kolbrún ráð- herra að því hvemig hann rökstyddi að 15. regla Ríó-yfirlýsingarinnar hefði verið notuð í nýgengnum úr- skurði um kísilgúrvinnslu í Mývatni. Og í fjórða lagi spurði Kolbrún ráð- herra að því hver gmndvallarmun- urinn væri á framkvæmd varúðar- reglunnar annars vegar og framkvæmd reglna um fyrirbyggj- andi aðgerðir hins vegar með tilliti til úrskurðar ráðherra. Sem svar við fyrstu spumingunni, benti umhverfisráðhema á, að Ríó- yfirlýsingin, væri ekki þjóðréttar- lega skuldbindandi fyrir Island eða önnur þátttökuríki. I yfirlýsingunni fælist hins vegar stefnuyfirlýsing sem aðildarríkin ætluðu sér að íylgja við framkvæmd umhverfismála. „Varúðarreglan er ein af megin- reglum umhverfisréttar í Ríó-yfir- lýsingunni en með tilkomu hennar var mótuð sú meginstefna sem er jafnt gmndvöllur löggjafar hér á Iandi um umhverfismál sem og ann- ars staðar, þ.e. að umhverfið og nátt- úran skuli njóta vafans en ekki eins og áður að framkvæmdir skyldu njóta hans. Þessi útfærsla hefur ekki verið lögfest beinum orðum í löggjöf þótt hún liggi til gmndvallar fram- kvæmda umverfisslöggjafar,“ sagði ráðherra. Um aðra spurninguna sagði ráð- herra að þótt íslensk stjómvöld væm ekki lagalega bundin af Ríó- yfirlýsingunni og varúðarreglan, ein og sér, sem slík hefði ekki verið lög- fest hér á landi hefði í löggjöf á síðari ámm verið tekið mið af markmiðum hennar. Ráðherra sagði í þessu sam- bandi að komið hefði til tals í ráðu- neytinu að lögfesta varúðarregluna en við nánari skoðun hefði verið fall- ið frá því að setja hana í sérstök lög en fella hana fremur inn í alla þá lög- gjöf sem við ætti eins og gert hefði verið. Fallist á vinnslu með skilyrðum í svari sínu við þriðju spurning- unni benti ráðherra á að það væri hlutverk umhverfisráðherra að kveða upp úrskurði samkvæmt lög- um nr. 106/2000 um mat á umhverf- isáhrifum. „I úrskurðum sínum verð- ur ráðherra að styðjast við lögmæt sjónarmið," sagði ráðherra og las síðan upp úr úrskurði sínum um kís- ilgúrvinnslu úr Mývatni. „Regla 15 í Ríó-yfirlýsingunni vai- samþykkt á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi og þróun í Ríó de Janero og fjallar um varúðarregluna en hún hljóðar svo: í því skyni að vemda umhverfið skulu ríki í ríkum mæli beita varúðarreglunni eftir því sem þau hafa getu til. Skorti á vís- indalegri fullvissu, þar sem hætta er á alvarlegu eða óbætanlegu tjóni, skal ekki beitt sem rökum til að fresta kostnaðarhagkvæmum að- gerðum sem koma í veg fyrir um- hverfisspjöll.“ Benti ráðherra því næst á að í úr- skurði skipulagsstjóra ríkisins, varð- andi kísilgúrvinnslu, frá því í sumar, hefði verið fallist á námuvinnslu með ákveðnum skilyrðum. „Skilyrðin kveða á um að auknar rannsóknir eigi að fara fram um vöktunaráætl- anir og þá skyldu framkvæmdaraðila að gera tillögu að viðmiðunum um hvenær grípa skuli til mótvægisað- gerða. Auk þess sem gerð er krafa um að framkvæmdaraðili leggi fram útfærðar hugmyndir og áætlanir um prófanir mögulegra mótvægisað- gerða varðandi ákveðna þætti áður en til framkvæmda kemur," sagði hún. „Með hliðsjón af íramansögðu er það mat ráðuneytisins að varúðar- reglunni hafi verið fylgt í hinum kærða úrskurði skipulagsstjóra. Ég endurtek, það er mat mitt að varúð- arreglunni hafi verið fylgt því ekki má gleyma að í úrskurðinum segir að kísilgúrnám á svæði tvö muni ekki hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif að uppfylltum þeim tólf ítarlegu skilyrðum sem sett eru fram í úrskurðinum og fylgja ber.“ Að lokum sagði ráðherra um fjórðu fyrirspumina að varúðarregl- an gerði ráð fyrir því að umhverfis- áhrif væru metin áður en ráðist væri í framkvæmdir og að á grundvelli þeirra gagna sem aflað væri í mats- ferlinu væri ákvörðun tekin. „Hins vegar eru fyrirbyggjandi aðgerðir til dæmis mengunarvarnir af öðrum toga ætlaðar til þess að ná tilteknum umhverfismarkmiðum og koma í veg fyrir umhverfisskaða," bætti hún við. Skoðanir mismunandi Eftir að umhverfisráðherra hafði svarað fyrirspurnunum kom Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Norðurlandi eystra, í pontu og fullyrti að ráðherra væri nokkurn veginn einn um þá skoðun í landinu að náttúran hefði fengið að njóta vafans í umræddum úi-skurði. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks á Norðurlandi eystra, kvaddi sér einnig hljóðs og lýsti yfir ánægju sinni með „þróun kísilgúr- mála í Mývatnssveit“. Sagði hann byggðina þar standa og falla með því að það fólk sem þar byggi hefði at- vinnu. Fullyrti hann jafnframt að kísilgúrvinnslan í Mývatnssveit væri náttúruvæn. í máli sínu lagði Jóhann Ársæls- son, þingmaður Samfylkingarinnar, m.a. áherslu á að í málefnum kísil- gúrvinnslunnar stönguðust á skoð- anir náttúruverndarsinna og vís- indamanna um það hvort heimila ætti kísilgúrvinnslu úr Mývatni. „Ef það er ekki vafi sem ætti að túlka náttúrunni í vil,“ sagði hann, „spyr ég hvenær er hann þá“. Um svör umhverfisráðherra, sem hér hafa verið rakin, sagði Kolbrún Halldórsdóttir að sér virtist sem ráð- herra skildi ekki eða misskildi illi- lega varúðarregluna. Reglan snerist um það að þegar vísindalegur vafi léki á því hvort nýting náttúrunna væri sjálfbær eða ekki þá bæri að láta náttúruna njóta vafans. „Hér ríkir sannanlega vísindaleg óvissa," sagði Kolbrún. „Þess má geta að allir lögboðnir ráðgjafar og undirstofnan- ir hæstvirts ráðherra hvöttu til var- úðar og það gerðu frjáls félagasam- tök líka. AJlir þessir aðilar lýstu því yfir að um verulegan vafa væri að ræða,“ sagði hún ennfremur. „Eftir því fór hæstvirtur ráðherra ekki í úrskurði sínum sem styður þau orð mín...að hún virðist í öllu falli mis- skilja ef ekki sýna fullkominn skiln- ingsskort á þessari reglu.“ Siv Friðleifsdóttir sagði það al- rangt að hún misskildi varúðarregl- una og ennfremur að það væri ekki rétt að allar stofnanir ráðuneytisins hefðu mælt gegn úrskurði ráðherra. „Það er alrangt að allar stofnanir ráðuneytisins hafi mælt gegn þess- um úrskurði," sagði hún og hélt áfram. „Skipulagsstofnun er undir- stofnun umhverfisráðuneytisins. Það er sú stofnun sem fór yfir allt málið. Það er sú stofnun sem heldur utan um það, kallar eftir umsögnum og fer yfir umhverfismatið.“ ALÞINGI Vilja eyða villtum minki FJÓRIR þingmenn stjórnarflokk- anna hafa lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um eyðingu villts minks hér á landi og um rann- sóknir á minkastofninum. Segir í greinéirgerð með tillögunni að flest bendi til þess að minkurinn sé mun meiri vágestur í lífrikinu en hingað til hafi verið talið. Frekari út- brciðsla minks geti til að mynda haft mjög skaðleg áhrif á ýmsa fuglastofna hér á landi. Meginefni tillögunnar, sem Ámi Gunnarsson varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra flytur, er að Alþingi álykti að fela umhverfis- ráðherra að skipa ncfnd sem geri tillögur um stórauknar aðgerðir til eyðingar villiminks. Jafnframt verði nefndinni falið að gera tillög- ur um fjármögnun aukinna minka- veiða og frekari rannsókna á minkastofninum og áhrifum hans á islenska náttúru. I greinargerð tillögunnar er m.a. vísað til þess að náttúruvísinda- menn og veiðimenn séu sammála um að flest bendi til að minkastofn- inn hér á landi stækki enn. Afþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag en kl. 13.30 verður ut- andagskrárumræða um ráðstafanir 1 húsnæðismálum. Málshefjandi er Ogmundur Jónasson en félagsmála- ráðherra, Páll Pétursson, verður til andsvara. Að öðru leyti verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Forvarnir gegn krabbameinum, beiðni um skýrslu. 2. Eftirlit með útlendingum. Frh. 1. umr. 3. Þjóðminjalög. 1. umr. 4. Safnalög. 1. umr. 5. Húsafriðun. 1. umr. 6. Menningarverðmæti. 1. umr. 7. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 1. umr. 8. Vinnumarkaðsaðgerðir. l.umr. 9. Réttindagæsla fatlaðra. l.umr. 10. Málefni aldraðra. 1. umr. 11. Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Fyrri umr. 12. Tollalög. 1. umr. 13. Lokafjárlög 1998. Frh. 1. umr. 14. Breyting á XI. viðauka við EES-samninginn. Fyrri umr. 15. Endurgreiðslur vegna kvik- myndagerðar á íslandi. 1. umr. 16. Dýrasjúkdómar.l. umr. 17. Lax- og silungsveiði. l.umr. Bindur vonir við fund deilenda í Kanada SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kvaðst, í utandagski-árumræðu á Alþingi í gær, telja mikl- ar líkur á því að niðurstaða næðist í deilum ríkja um Iosun gróðurhúsalofttegunda á loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna sem væntanlega verður haldin í Bonn í Þýskalandi í maí á næsta ári. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í þessum deilum á loftslagsráðstefnu SÞ í Haag í Hollandi, í lok síðasta mánaðar, eins og kunnugt er. Ráðherra greindi jafnframt frá því að nú stæði yfir fundur í Kanada milli fulltrúa nokk- urra þeirra ríkja sem deildu í Haag í síðasta mánuði. A fundinum væru með öðrum orðum fúlltrúar Evrópusambandsríkjanna og fulltrúar regnhlífahópanna svokölluðu. ísland tilheyrii- síðamefnda hópnum auk átta annarra ríkja, svo sem Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Nor- egs. „Hugmyndin er sú að reyna að ná niðui’- stöðu milli þessara tveggja ríkjahópa sem ef til vill yrði hægt að staðfesta á væntanlegum fundi umhverfisráðherra ESB 18. desember nk. Náist samkomulag milli þessara ríkja mun forseti ráð- stefnunnar (í Haag), Jan Pronk, og umhverfis- ráðherra Hollands, geta nýtt það sem hluta af lokalausn sem við vonandi samþykkjum í maí,“ sagði Siv. Málshefjandi umræðunnar í gær var Þórunn Sveinbjamardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, og spurði hún ráðherra m.a. að því hvað hún teldi að gera þyrfti til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. í svari ráðherra kom m.a. fram að hópur ráðuneytisstjóra undir for- ystu umhverfisráðuneytisins væri nú að vinna að framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ætti sú áætlun að ná til næstu fimm ára. Þómnn benti á í umræðunum í gær að allir væm sammála um að minnka þyrfti losun gróð- urhúsalofttegunda út í lofthjúp jarðar. „En það er bara ekki alveg sama hvemig það er gert,“ sagði hún. „Það er sama hvernig háttvirtir stjómarliðar láta. Það verður hverfandi minnk- un á losuninni með því að reisa álver á Islandi, hverfandi minnkun hnattrænt. Við getum gert svo miklu meira með því að einbeita okkur að þrf að minnka losun í öðmm geimm. En þetta virð- ist hæstvirt ríkisstjóm ekki skilja." Siv Friðleifsdóttii’ benti m.a. á í sínum mál- flutningi að losun gróðurhúsalofttegunda á ís- landi væri um þrjátíu prósent lægri en í Evrópu- sambandinu að meðaltali. í ESB notuðu menn kol, olíu og kjamorku sem orkugjafa. „Ég hlýt að spyija Samfylldnguna og Vinstri græna hvað viljið þið? Þið viljið nota vistvæna orku. En hvað er vistvæn orka? Það er jarðvarmi og vatnsorka. Þið viljið ekki nota kol, þið rfljið ekki nota olíu og þið rfljið ekki nota kjamorku. Þá spyr ég: af- hveiju styðjið þið ekki sérákvæði Islendinga? Með þrf emm rfð að biðja um nákvæmlega þessa orkugjafa," sagði hún og rfsaði þar til þess að Islendingar væm með sérákvæðinu að biðja um vistvæna orku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.