Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 14

Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tryggingafélög hækka iðg;jöld brunatrygginga húseigna Opinber gjöld eru stærsti hluti hækkana IÐGJÖLD tryggingafélaganna vegna brunatryggingar fasteigna hækkuðu vegna nýtrygginga um síðustu mánaðamót og hækka vegna endumýjunar 1. janúar nk. Lang- stærstur hluti hækkananna er vegna hækkunar á opinberum gjöld- um, að sögn tryggingafélaganna. Vátryggingafélag íslands setur inn svokallað grunngjald, sem er 970 kr. á hverja tryggingu. Þá hækkar félagið brúttótaxta um 2%. Þá verður enn meiri hækkun á grunntaxta iðgjalda fasteigna í Reykjanesbæ og sumarbústaða, eða um 50% í Reykjanesbæ og 30% á sumarbústöðum, og endurspeglar sú hækkun tjónareynslu félagsins á þessum svæðum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS er stærstur hluti iðgjaldsins í formi opinberra gjalda til ríkisins, þ.e. við- lagatrygging, ofanflóðasjóðsgjald, brunavarnargjald og umsýslugjald til Fasteignamats ríkisins. Iðgjöldin vega aðeins 25-30%, annað eru op- inberar álögur. Umsýslugjaldið, sem tryggingafé- lögunum ber samkvæmt lögum að innheimta, hækkar úr 0,025 prómill- um af brunabótamati húseignar í 0,1 prómill. Umsýslugjaldinu er ætlað að standa straum af kostnaði Fast- eignamats ríkisins við að uppfæra og halda Landsskrá fasteigna, sem er gagnagrunnur með öllum upp- lýsingum um fasteignir í landinu. Umsýslugjaldið af húseign með brunabótamat upp á 15 milljónir kr. var fyrir hækkun þess 375 kr. en verður 1.500 kr. eftir hækkun. Hjá Sjóvá-Almennum hækkar grunniðgjaldið, sem nemur um 400 kr. á ári af húseign, sem er 10 millj- ónir kr. í brunabótamati. Auk þess hækka opinberu gjöldin líkt og rak- ið hefur verið hér að ofan. Iðgjaldið af húseign á höfuðborgarsvæðinu, Iðgjöld brunatrygginga hækka, þrjú dæmi Hús í Reykjavík: Brunabótamat kr. 15.000.000 Samsetning Fyrir Eftir iðgjaids breytingu Breytingu Mism. kr. Mism. % Iðgjald tryggingarfélags kr. 1.890 kr. 2.898 1.008 53,3 Viðlagatrygging 3.750 3.750 0 0,0 Ofanflóðasjóður 4.500 4.500 0 0,0 Brunavarnargjald 675 675 0 0,0 Umsýslugjald 375 1.500 1.125 300,0 Samtals 11.190 13.323 2.133 19,1 Þar af skattar 9.300 10.425 1.125 12,1 Hús í Reykjanesbæ: Brunabótamat kr. 15.000.000 Iðgjald tryggingarfélags kr. 1.890 kr. 3.708 1.818 96,2 Viðlagatrygging 3.750 3.750 0 0,0 Ofanflóðasjóður 4.500 4.500 0 0,0 Brunavarnargjald 675 675 0 0,0 Umsýslugjald 375 1.500 1.125 300,0 Samtals 11.190 14.133 2.943 26,3 Þar af skattar 9.300 10.425 1.125 12,1 Sumarbústaður í Biskupstungum: Brunabótamat kr. 5.000.000 Iðgjald tryggingarfélags kr. 850 kr. 2.070 1.220 143,5 Viðlagatrygging 1.250 1.250 0 0,0 Ofanflóðasjóður 1.500 1.500 0 0,0 Brunavarnargjald 225 225 0 0,0 Umsýslugjaíd 125 500 375 300,0 Samtals 3.950 5.545 1.595 40,4 Þar af skattar 3.100 3.475 375 12,1 l J sem er með brunabótamat upp á 10 milljónir kr., hækkar úr 7.459 kr. í 8.570 kr. Hlutur tryggingafélagsins í iðgjaldinu er 1.620 kr., allt annað eru opinber gjöld. Hjá Tryggingamiðstöðinni verða þær breytingar 1. janúar nk. að al- gengt iðgjald brunatryggingar fer úr 9.000 kr. í 11.200 kr. Iðgjald Tryggingamiðstöðvarinnar er um 22% af heildariðgjaldi brunatrygg- ingar húseigna. Algeng breyting á iðgjaldi TM er hækkun úr 1.960 kr. í 2.744 kr. en algeng breyting lögboð- ins umsýslugjalds leiðir til hækkun- ar úr 350 kr. í 1.400 kr. Morgunblaðið/Kristinn Minnispeningurinn sem Seðlabanki íslands og Bandaríska myntsláttan hafa gefið út í tilefni þess að þúsund ár eru liðin frá fundi Leifs Eiríks- sonar á Norður-Ameríku. Góð sala á landa- fundapeningi MINNISPENINGUR sem Seðla- banki Islands gefur út í tilefni þess að þúsund ár eru liðin frá fundi Leifs Eiríkssonar á Norður- Ameríku hefur selst í rúmlega 95 þúsund eintökum í Banda- ríkjunum frá því sala hófst í lok júní. Bandariska myntsláttan gaf samhliða út silfurpening af sama tilefni og hafa 160 þúsund eintök af honum verið seld. Hagnaður rennur í námssjóð íslenska minnispeninginn teikn- aði Þröstur Magnússon, teiknari FIT, og er sala á peningnum nýhafin hér á landi. Myntsala ís- Iandspósts annast söluna. Á annarri hlið peningsins er mynd af styttu Leifs Eiríkssonar á Skólavörðuhæð, sem bandariska þingið gaf islensku þjóðinni í til- efni 1.000 ára afmælis Alþingis 1930, og á hinni stílfærð mynd af landvættunum eins og þær birtast á gildandi mynt. Hagnaður af sölu beggja pen- inganna rennur í sérstakan sjóð sem kenndur er við Leif Eiríks- son. Sjóðurinn mun styrkja ís- lenska námsmenn til náms í Bandaríkjunum og bandaríska til náms á Islandi. Að sögn Ingvars A. Sigfússonar, rekstrarstjóra Seðlabankans, hafa um tvær og liálf milljón Bandaríkjadala þegar safnast í sjóðinn og á hann því eft- ir að geta orðið mjög voldugur og starfsemi öflug. Stjórn sjóðsins skipa fimm full- trúar, tveir frá livoru landi og einn oddamaður sem verður skip- aður til tveggja ára í senn og verður til skiptis frá Islandi og Bandaríkjunum. Fyrir Islands hönd sitja nú í stjórn sjóðsins Steingrímur Her- mannsson og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir. Formaður sjóðsins er Robert Kellogg prófessor, mik- ill Islandsvinur sem sjálfur hefur m.a. lagt stund á nám við Háskóla Islands. Rannsóknir og þróun á bóluefni til varnar leghálskrabbameini Mögulegt að lækka nýgengi með bólusetningu Morgunblaðið/Ásdís Eliav Barr, forstöðumaður lyfjarannsókna hjá Merck (t.h.), og Kristján Sigurðsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. TALIÐ er mögulegt að með bólu- setningu megi draga úr nýgengi leg- hálskrabbameins en rannsóknir og þróun bóluefnis eru nú í gangi víða erlendis og er áhugi á að taka þátt í þróun þess hér á landi. Bandaríski læknirinn, Eliav Barr, sem stjórnar slíkum rannsóknum hjá lyfjaíyrir- tækinu Merck, var nýverið staddur hérlendis til að ræða við heilbrigðis- yfirvöld, bæði kynna sér leit og rann- sóknir henni tengdar og greina frá stöðu rannsókna um mögulegar bólusetningar. „Leghálskrabbamein er alvarleg- ur sjúkdómur og þar sem veira veld- ur sjúkdómnum hafa augu manna æ meira beinst að möguleikum bólu- setningar til að draga úr nýgengi hans,“ segir Eliav Barr, sem eftir nám við Johns Hopkins, háskólann í Bandaríkjunum, hefur helgað sig rannsóknum. Barr segir að um 470 þúsund konur fái árlega legháls- krabbamein og 250 þúsund deyi ár- lega af völdum sjúkdómsins. Meirihluti þeirra sem látast búa í suðausturhluta Asíu, Afríkulöndum og Suður-Ameríku. A fslandi hafa að meðaltali síðustu árin greinst 15 konur á ári með leghálskrabbamein og eru flestar með sjúkdóminn á byrjunarstigi. Veiran sem veldur leghálskrabba- meini er. nefndiiuxnan papilloma vir- us, HPV, en undirtegundir hennar eru yfir 80. Talið er að tíðni HPV smits sé hátt í 40% meðal kvenna á aldrinum 20-25 ára en sé komin nið- ur í 5-7% eftir 45 ára aldurinn. Eliav Barr segir að sumar þeirra valdi hvimleiðum vörtum og forstigs- breytingum á kynfærum karla og kvenna og þær síðarnefndu geta í vissum tilvikum leitt til krabba- meinsvaxtar. ,JÁuk rannsókna með sjálft bólu- efnið erum við því að kanna nánar faraldsfræði veirunnar sem betur geti skýrt tengsl hennar við forstigs- breytingar og krabbamein. í því skyni er mikilvægt að við kynnum okkur þekkingu sem safnast hefur á stöðum eins og íslandi þar sem leit- arstarf er háþróað og árangur góður, einn sá besti í heiminum, og þannig aukum við smám saman á vitneskju um áhrif HPV veirunnar á fólk.“ Lyfjafyrirtækið Merck hefur í 25 ár unnið mikið að rannsókn og þróun á bóluefnum og nefnir Barr sem dæmi framleiðslu þess á bóluefni gegn inflúensu, heilahimnubólgu og fleiru og eitt nýjasta bóluefnið er gegn hepaatitis B sem veldur krabba- meini í lifur. „Lifrarkrabbamein er algeng dánarorsök víða í Asíu og hófst fjöldabólusetning í nokkrum Asíulöndum gegn hepatitis B veir- unni fyrir nokkrum árum. Er árang- ur hennar að koma í ljós núna og greinilegt að tekist hefur með bólu- setningu að draga úr nýgengi þessa sjúkdóms," segir Barr og bendir á að þróunartími bóluefna sé mjög lang- ur. Eftir margs konar frumrannsókn- ir þurfi að gera tilraunir með tilliti til öryggis og virkni bóluefnisins, fyrst á dýrum og síðan fólki. Þannig er rækilega kannað á litlum hópum og síðan stærri hver áhrif bóluefnis eru og hvemig það getur dregið úr við- komandi sjúkdómi. Þennan feril seg- ir hann taka meira en áratug. Bólu- efnið gegn leghálskrabbameini hefur verið í rannsókn í um 10 ár og segir Barr að enn muni líða nokkur ár áð- ur en efnið er tilbúið til almennrar notkunar og þá verði hægt að sækja um heimild lyfjayfirvalda til markaðssetningar. Eliav Barr segir að jafnvel þótt krabbameinsleit sé góð og að hún leiði til minnkandi nýgengis sé bólu- setning betri kostur og ódýrari. Kon- ur séu kallaðar til leitar á tveggja ára fresti og hún valdi þeim oft hugar- angi-i. Sé hægt að sýna fram á að bólusetning dragi úr nýgengi megi draga úr leit og spara fé. Möguleiki bólusetningar hérlendis Eliav Barr og samstarfsmenn hans hjá Merck, þau Annemarie R. Thomton og Kjartan Bjerre Christi- ansen, ræddu við sóttvarnalækni, landlækni, heilbrigðisráðherra og fulltrúa frá Krabbameinsfélagi ís- lands í heimsókn sinni hér. Kristján Sigurðsson, yfirlæknii- og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameins- félagsins, tjáði Morgunblaðinu að áhugi væri fyrir því hérlendis að fylgjast með og taka þátt í þróun bóluefnis gegn þessum sjúkdómi. Ef til almennrar bólusetningar kemur mun hún beinast að konum og körl- um fyrir kynþroskaaldur. Hann seg- ir slíka bólusetningu þó ekki hafa áhrif fyrr en 15 til 20 árum eftir að hún hefst og ekki ná fullum áhrifum fyrr en eftir mannsaldur. Miskabætur vegna handtöku HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt manni 30 þúsund krónur í miskabæt- ur vegna handtöku. Honum var hald- ið í tæpan sólarhring, gmnaður um kynferðisbrot gegn þroskaheftri konu, og Hæstiréttur sagði hann sviptan frelsi lengur en efni stóðu til. Þroskaheft kona kom á lögreglu- stöðina í Reykjavík í ágúst 1998 og bar að sér hefði verið nauðgað tví- vegis af manni kvöldið áður, fyrst í námunda við Hlemmtorg og síðar við Vesturgötu. Hún taldi sig hafa borið kennsl á nauðgarann þar sem hann sat á bekk við Hlemm. Að ábendingu þroskaþjálfa, sem hafði verið í fylgd með konunni fyrr um daginn, hand- tók lögreglan manninn á Hlemmi. Læknir tók lífsýni af honum, en rannsókn á þeim leiddi síðar í ljós að ekkert væri þar að finna sem tengt gæti manninn við árás á konuna. Hæstiréttur byggir ákvörðun sína um bætur til handa manninum á því, að lögreglan hafi látið hjá líða að leita samdægurs staðfestingar konunnar á því að sá handtekni væri maðurinn sem hún teldi sig hafa borið kennsl á við Hlemmtorg fyrr um daginn. Þá sagði maðurinn fljótlega eftif handtöku að tvö vitni gætu borið um ferðir hans þegar brotið var gegn konunni og Hæstiréttur átelur lög- regluna fyrir að hafa ekki hafist þeg- ar handa morguninn eftir við að taka skýrslu af manninum og leggja drög að kvaðningu vitnanna. Þess í stað hafi yfirheyrsla yfir manninum ekki hafist fyrr en rúmlega 16 klukku- stundum eftir handtökuna og vitnin komið fyrst fyrir lögreglu þremur og hálfri stundu síðar--—-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.