Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Frestað að setja Augusto Pinochet, fyrrverandi forseta, í stofufangelsi Yfírmenn í Chile-her krefj- ast samráðs Santiago. AFP. YFIRMENN hersins í Chile hafa krafist þess að vera hafðir með í ráð- um um örlög Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra, en áfrýj- unarréttur í Santiago hefur frestað fyrirskipun um, að hann verði hnepptur í stofufangelsi vegna ásak- ana um mannréttindabrot. Ricardo Lagos forseti segist munu verða við kröfunni og kveðja saman svonefnt þjóðaröryggisráð. Þar eiga sæti helstu ráðamenn þjóðarinnar en einnig fulltrúar hersins. Lagos sagðist þó ekki myndu kalla ráðið saman fyrr en dómstólar hefðu fjallað um stofufangelsisúrskurðinn. Juan Guzman, dómari, sem er að rannsaka ásakanir um, að það hafi verið að undirlagi Pinochets, að 75 andstæðingum herstjórnarinnar var rænt og þeir síðan myrtir árið 1973, úrskurðaði einræðisherrann fyrr- verandi í stofufangelsi sl. föstudag. Lögfræðingar Pinochets áfrýjuðu úrskurðinum og héldu því fram, að fyrst hefði átt að yfirheyra hann og kanna heilsufar hans eins og lög kveði á um. Féllst áfrýjunarréttur- inn á það og hefur frestað fyrirskip- uninni um stofufangelsi. Mun hann taka lögmæti hennar fyrir í dag. Kurr í hernum Yfirmenn í Chileher brugðust illa við úrskurðinum um, að Pinochet skyldi settur í stofufangelsi og áttu í fyrradag fund um málið með Lagos og Mario Femandez varnarmála- ráðherra. Fóru þeir fram á, að þjóð- aröryggisráðið yrði kvatt saman til að fjalla um það. Yfirmenn hersins eru mjög Pinochet mótmælt við hús hæstaréttar í Santiago. Dómarinn Juan Guzman telur, að Pinochet beri ábyrgð á dauða 75 manna, sem „Dauða- lestin" svokallaða myrti eftir valdaránið 1973. óánægðir með tilraunir til að koma lögum yfir Pinochet og kalla það til- ræði við friðinn í landinu. Þó er talið víst, að þeir muni ekki grípa til neinna örþrifaráða hver sem fram- vindan verði. Framhaldið ræðst af læknisskoðun Ákvörðun Guzmans dómara um að hneppa Pinochet í stofufangelsi kom lögfræðingum hans í opna skjöldu. Þeir höfðu talið víst, að það yrði ekki gert fyrr en að lokinni læknisskoðun. Guzman segir, að komi í ljós, að Pin- ochet sé við góða heilsu, muni hann yfirheyra hann en samkvæmt chil- eskum lögum fellur málarekstur því aðeins niður, að sakborningur sé ekki heill á geði eða þjáist af elli- glöpum. Pinochet var handtekinn í Bret- landi í október 1998 vegna kröfu spænsks dómara, sem vildi draga hann fyrir rétt vegna mannréttinda- brota og pyntinga. Var hann 503 daga í gæslu þar til breskur dómari úrskurðaði, að hann væri of gamall og veill til að standa fyrir máli sínu á Spáni. Kúariða utan úr geimnum? London. AFP. TVEIR vísindamenn í Bret- landi segja að kúariðubakter- ían hafi ef til vill borist með loftsteinum utan úr geimnum. Chandra Wickramasinghe er stærðfræðiprófessor við Wales-háskóla og hefur hún ásamt hinum þekkta prófessor Fred Hoyle í Cambridge varp- að kenningunni fram. Segja þau að nautgripir gætu hafa ét- ið gras sem mengað hafi verið geimryki er borið hafi örver- una til jarðar. Slíkt ryk berist einkum til jarðar á vetuma. Vetrarbeit nautgripa sé algeng í Wales enda hafi kúariðan ver- ið skæðari þar en annars stað- ar. Wickramasinghe segir að æ fleira bendi til þess að líf hafi borist til jarðar utan úr geimn- um. Hún bendir á að fundist hafi bakteríur er legið hafi í dvala í 250 milljón ár og þær geti því lifað af geimferðir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.